Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 FRÉTTASKÝRING Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Langisjór hefur verið friðlýstur og er orðinn hluti af Vatnajökulsþjóð- garði, ásamt norðausturhluta Eldgjár og svæðinu í kringum vatn- ið, eins og Fögrufjöllum, Græna- fjallgarði og upptökum Skaftár á svæðinu suður að Lakagígum. Umrædd friðlýsing var stærsta kosningamálið í Skaftárhreppi í síð- ustu kosningum, vorið 2010. Þá var Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti hreppsins og rétt fyrir kosningar var aðalskipulag tilbúið frá Skipu- lagsstofnun til að fara í auglýsingu. Samkvæmt því skipulagi átti miklu meira svæði að fara undir þjóð- garðinn en raunin er með friðlýs- ingunni. Guðmundur Ingi Ingason leiddi N-listann gegn lista Jónu, L-listan- um og vildi minnka svæðið til að halda virkjanamöguleikum opnum á svæðinu. Suðurorka hefur meðal annars fengið rannsóknarleyfi til að athuga möguleika á Búlands- virkjun. Fulltrúar Suðurorku hafa lýst yfir vilja til að fjárfesta fyrir um 36 milljarða króna í Skaftár- hreppi vegna virkjanaframkvæmd- anna. Vildu minna svæði N-listinn með Guðmund Inga í fararbroddi vann kosningarnar og aðalskipulaginu var breytt í fram- haldinu. En að sögn Jónu Sigur- bjartsdóttur er samt sátt um nið- urstöðuna. „Já, meirihluti hreppsins vildi þessa niðurstöðu og eftir að það varð ljóst gengum við í samstarf við N-listann og komumst að sameiginlegri niðurstöðu um breytingar á aðalskipulaginu. Við erum ánægð með að þetta svæði hafi verið fært inn í þjóðgarðinn, þótt upphaflegu tillögurnar okkar hafi verið að svæðið yrði stærra,“ segir Jóna í samtali við Morgun- blaðið. „Það skiptir máli að það sé sátt í svona litlu samfélagi eins og okkar og að fólk nái málamiðlun- um,“ segir hún. Guðmundur Ingi Ingason, odd- viti Skaftárhrepps, ítrekar sáttina sem náðist milli fólks í hreppnum. Hann bætir við að hreppurinn sé ansi stórt sveitarfélag. „En það er engin stór virkjun á okkar svæði. Það myndi skapa okkur mikla at- vinnumöguleika ef hér yrði virkjað. Ég vil líka benda á að með þessu samkomulagi eru virkjanahug- myndirnar komnar miklu neðar og mun lengra frá Langasjó en var,“ segir Guðmundur Ingi. Staðan hjá Suðurorku Þess má geta að nýlega kom út skýrsla um rammaáætlun en fulltrúar Suðurorku voru ósáttir við vinnubrögðin sem viðhöfð voru við gerð áætlunarinnar og fannst til dæmis ekkert tillit tekið til stærðar virkjunarkostsins, hagkvæmni og loftmengunar. Suðurorka hefur haft hugmyndir um gerð 150 MW virkjunar í Skaftárhreppi sem nefnd yrði Búlandsvirkjun. Fyrir- tækið hefur keypt rannsóknargögn Landsvirkjunar á svæðinu og vatnsréttindi af mörgum landeig- endum, en alls ekki öllum. Sumir landeigenda hafa lýst því yfir að þeir muni ekki selja þeim land sitt. Búlandsvirkjun verður reist lengra frá Langasjó Valkostir fyrir friðlýst svæði Tillaga S kaftafell S kaftafell La ka gí ga r La ka gí ga r Mýrd als- jöku ll Mýrd als- jöku ll Friðland að Fjallabaki La ng isj ór La ng isj ór VatnajökullVatnajökull Skælinga r Skælinga r Eldgjá Eldgj á Friðland að Fjallabaki Vatnajökuls þjóðgarður Friðað svæði Sveitafélagsmörk Samþykkt Morgunblaðið/RAX Langisjór Fráfarandi stjórn Skaftárhrepps hafði lagt til að stærra land- svæði færi undir þjóðgarðinn, en hún beið ósigur í kosningunum í fyrra. Samanburður Vinstra megin er tillagan frá 2010 um svæði sem ætti að fara undir Vatnajökulsþjóðgarðinn. Sátt náðist um að svæðið á kortinu hægra megin færi undir þjóðgarðinn og nemur stækkun garðsins 435 ferkílómetrum.  Sátt náðist um aðaldeilumálið í kosningunum vorið 2010 í Skaftárhreppi Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 7 vinninga og endaði í 2.-5. sæti á opna tékk- neska meist- aramótinu, Czech Open, sem lauk um helgina en Hannes er búsettur í Tékklandi. Hann tapaði fyrir úkraínska stór- meistarann Dmitry Kononenko í ní- undu og síðustu umferð. Kono- nenko sigraði á mótinu en hann hlaut 7,5 vinninga. Árangur Hann- esar samsvaraði 2.689 skákstigum og hækkar um 16 stig fyrir frammi- stöðu sína. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir að slíkur árangur, þ.e. meira en 2.670 stig, tryggi Hannesi keppnisrétt fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti einstaklinga að ári ásamt Íslandsmeistaranum Héðni Steingrímssyni. Hannes Hlífar tryggði sér þátt- tökurétt á EM 2012 Alþjóðlegt skátamót, World Scout Jamboree, er nú í fullum gangi í Kristianstad í Svíþjóð. 38 þúsund ungmenni á aldrinum 14-18 ára sækja mótið og þar af eru 275 frá Íslandi. „Það hefur gengið glimrandi vel, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Jakob Guðnason, upplýsinga- fulltrúi íslenska skátahópsins. „Flestir ef ekki allir segjast hafa átt viku lífs síns sem gleymist seint.“ Krakkarnir hafa tekið þátt í dag- skrá sem kallast skátamót innan skátamóts og þá fara þeir út af svæðinu og fara á minna skátamót þar sem eru 100-150 manns. Ein sveitin fór t.d. til Noregs í fyrradag og hafði rosalega gaman af því.“ Ljósmynd/skátar.is Tjaldað Einn leikjanna sem íslensku skátarnir hafa farið í fólst í því að prófa að tjalda með bundið fyrir augun. Vakti það mikla kátínu. Frábær skemmtun hjá skátum Snorri Baldursson þjóðgarðs- vörður í Vatnajökulsþjóðgarð- inum segir að þau séu mjög ánægð með þessa viðbót við þjóðgarðinn. „Upphaflega hugmyndin var að öll þjóð- lenda Skaftárhrepps færi und- ir þjóðgarðinn,“ segir Snorri, „en við erum voðalega ánægð með það sem þó kom. Langi- sjór, Eldgjá, Skælingar og svæðið milli Lakagíga og Skaftár eru ótrúlega mögnuð svæði, bæði mjög lítið snortin af mannavöldum og mjög sér- stakt landslag, með þessum svörtu söndum og mosavöxnu fjöllum. Þetta er virkasti hluti gosbeltisins sem gengur í gegnum Ísland. Þarna hafa verið þau fjögur risagos á sögutíma sem engin önnur komast nálægt: Vatnaöldu- gosið, Eldgjárgosið, Veiði- vatnagosið og Skaftáreldar í Lakagígum, segir Snorri. Mikil verð- mæti vernduð ÞJÓÐGARÐURINN Kona slasaðist á ökkla við það að detta í Esjunni í gær. Björg- unarsveitir og Slökkviliðið á höf- uðborgarsvæðinu komu konunni til bjargar og var hún borin niður af fjallinu og flutt á slysadeild Land- spítalans. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarmönnum virtist um minniháttar meiðsli að ræða en konan var líklegast ekki brotin. Esjan Björgunarmenn sóttu slasaða konu. Kona slasaðist á göngu í Esjunni Rennslið tæpir 400 rúmmetrar í Skaftá Enn hækkar vatn í Skaftá en rennslið var tæpir 400 rúmmetrar á sekúndu um miðnætti í gærkvöldi og hafði rennslið verið að aukast. Að sögn sérfræðings á Veðurstof- unni er þetta lítið vatnsmagn og ekki meira en sést í vorleysingum. Ekki verði hægt að tala um stórt hlaup fyrr en vatnsmagnið fer yfir þúsund rúmmetra á sekúndu. „Þetta er hægt og sígandi að vaxa en þetta er voðalega lítið vatn í sjálfu sér. Þetta er lítið hlaup en maður veit aldrei hvernig fram- haldið er á því. Það lítur út fyrir að þessi hægi stígandi gæti verið áfram í nokkra daga.“ mep@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.