Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Bændurnir á Ytra-Lóni á Langanesi vilja moka ofan í um 5 kílómetra langa skurði í mýrum sem voru framræstar fyrir 30-40 árum. Skurðgröft- urinn var ríkisstyrktur á sínum tíma en erfitt hefur verið að fá styrki til að moka aftur ofan í, þótt það sé óumdeilanlega afar umhverfisvænt. Með framlagi frá álverinu í Straumsvík virðist sem fé fáist loks til að moka ofan í skurði í stórum stíl. Með því að moka ofan í skurði má endurheimta vot- lendi sem bætir m.a. vatna- far í ám sem liggja að mýr- unum, varðveitir næringarefnin í landinu, bætir skilyrði fyrir fuglalíf og bindur kolefni. Sverrir Möller og eigin- kona hans, Mirjam Blekken- horst, reka umhverfisvænt farfuglaheimili að Ytra-Lóni á og hafa fylgt um- hverfisstefnu Bandalags íslenskra farfugla- heimila í 8-10 ár. Þau eru líka sauðfjárbændur með um 450 fjár. Fuglalíf við Ytra-Lón er afar mikið og með eindæmum fjölbreytt og segir Sverrir að sífellt fleiri ferðamenn komi sérstak- lega á Langanes til að fylgjast með fuglalífinu. Á Ytra-Lóni er töluvert stólað á fuglaáhugamenn og í fyrra var t.d. reist þar fuglaskoðunarhús. Skógur styrktur – ekki mokstur Sverrir segir þau hjónin hafa reynt eftir mætti að draga úr kolefnislosun við búskap og annan rekstur. Fyrir nokkrum árum hófu þau þátttöku í Norðurlandsskógum, sem er ríkis- styrkt verkefni, og hafa hlotið styrki til að gróð- ursetja á jörðinni, einkum lerki og birki en einn- ig greni. Þannig binda þau kolefni en rækta jafnframt skóg og skapa atvinnu fyrir börn sín. Þá bendir Sverrir á að eftir að hann ræktaði upp nokkra kílómetra af skjólbeltum, frá árinu 2000, hafi rjúpu stórfjölgað við bæinn og að undan- förnu hafi um 4-5 rjúpnahópar haldið sig á bæj- arhlaðinu. Ýmsar aðrar tegundir sæki í skjól- beltið. Það hefur á hinn bóginn reynst Sverri erf- iðara að afla styrkja til að moka ofan í gríð- armikla skurði sem grafnir voru í mýrar fyrir norðan bæinn á áttunda áratugnum. Skurðirnir hafa verið þyrnir í augum Sverris frá því þau hófu þar búskap árið 1991. „Þessir skurðir eru flestir ekki til neins, nema til bölvunar. Við missum fullt af fé í þá á haustin, aðgengi fjárins að beitilandinu er verra en það gæti verið og síðan er þetta hroðalegt lýti á land- inu,“ segir Sverrir. Lengsti skurðurinn sem hann vill láta moka ofan í er um 2,5 km að lengd. Sverrir segir að á sínum tíma hafi verið ætl- unin að rækta upp hluta af mýrunum en ekkert hefði orðið af því. Framræslan hafi því í raun spillt gæðum landsins. Áður hafi þarna verið gjöful engi sem slegin voru með handafli og síð- ar léttum vélum. „Hefði þekkingin verið meiri hefðu menn líklega séð að þetta yrði ekki til gagns. En þetta var tilraunaverkefni á sínum tíma og bændur gerðu það sem þeim var kannski ráðlagt,“ segir hann. Fyrir nokkrum árum hafði Sverrir samband við Hlyn Óskarsson vistfræðing, sem þá hafði tekið við verkefnum votlendisnefndar. Sverrir segir að þá hafi enga fjármuni verið að hafa hjá ríkinu til svona verkefna. Helsta vonin var Vegagerðin en hún er skuldbundin til að end- urheimta jafn mikið votlendi og hún ræsir fram þegar hún leggur vegi. „En þar var enginn áhugi á því og ég er alveg viss um að Vegagerðin skuldar heilmikið votlendi,“ segir Sverrir. Tilstyrkur nauðsynlegur Nú er ætlun Sverris að bjóða fram mýrarnar til að álver geti látið moka ofan í skurðina. Með því móti binst kolefni í jarðveginum og þannig stuðlar álverið að því að kolefnisjafna fram- leiðslu sína. Bæði Sverrir og álverið mun því leggja sitt til umhverfisins með þessu móti. Sverrir segir kostnað við að moka ofan í skurðina vera verulegan og of mikinn til að bú- reksturinn og farfuglaheimilið ráði við hann. Til- styrkur frá öðrum sé því nauðsynlegur. Bænd- ur, ekki síst á jaðarsvæðum, þurfi að hafa allar klær úti til að láta reksturinn ganga upp. „Fyrir láglaunasauðfjárbændur eins og mig er þetta mikill pakki en ávinningurinn er mikill.“ Vill moka ofan í ljóta skurði  Bændur á Ytra-Lóni vilja moka ofan í 5 km af ljótum og gagnslausum skurðum frá 8. áratugnum  Mokstur var ríkisstyrktur á sínum tíma  Aldrei notaðir í ræktunarskyni  Tilstyrkur nauðsynlegur Djúpir Skurðirnir í landi Ytra-Lóns eru hættulegir fé og bændur hafa misst margt fé ofan í þá. Hundarnir eru óhultir, enda virðast þeir kunna hundasund ágætlega. Ljósmynd/Sverrir Möller 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Viðamesta aðgerð til endurheimtar votlendis var endurheimt Framengja og Nauteyjar sem eru í Mývatnssveit, sunnan Mývatns. Alls var vegalengd skurða sem var lokað 13,7 km. Framengjar voru ræstar fram upp úr 1950 og næstu 20-25 árin voru þær notaðar tölu- vert til slægna. Því var að mestu hætt eftir um 1970 þegar bændur á nálægum bæjum eignuðust tún í Hofsstaðaheiði. Upp úr 2000 kviknaði áhugi á að fylla upp í skurðina og endurheimta votlendið. Einn af helstu forgöngumönnum verkefnisins var Ingólfur Á. Jóhannesson prófessor, en hann er alinn upp á Skútustöðum. Ingólfur segir að mestu hafi skipt að bænd- um tókst að afla fjár frá Vegagerðinni sem þarf að bæta fyrir votlendi sem hún ræsir fram. Þá hafi sömuleiðis verið mikilvægt að Pokasjóður styrkti gerð vörslugirðinga. Vegagerðin þurfti því eingöngu að leggja til fé til framræslu, en ekki til að girða. Ingólfur hefur fylgst með þessum málum fuglalíf hafi endilega aukist í kjölfar þess að skurðunum var lokað, enda hafi flatarmál vatns í skurðunum verið töluvert. Ekki hafi þó verið fylgst með því sérstaklega. Gaman að sjá landið taka við sér Ingólfur segir að líkt og margir hafi gaman af skógrækt, að sjá trén vaxa upp, sé einnig gaman að sjá landið ná sér eftir framræslu, að sjá gróðurinn breytast og taka við sér. Sums staðar spretti grasið líka betur eftir að mokað var ofan í skurðina. Einnig fegri þetta landið. „Eitt það alversta sem ég sé er svæði sem skurðir voru grafnir, kannski fyrir löngu, en svo hefur ekkert verið gert þar,“ segir hann. Ingólfur segir að það sé að sjálfsögðu eðlilegt að menn endurnýi og haldi við þeim skurðum sem þeir þurfi til ræktunar. „Ég veit ekki um neinn sem hefur áhuga á að fylla upp í alla skurði á landinu.“ runarp@mbl.is eftir að þessu verkefni lauk og hann telur að mun meira fé vanti í þennan málaflokk. Aðspurður segist hann ekki viss um að Gaman að sjá landið lifna  Mestu endurheimturnar voru með styrk Vegagerðarinnar og Pokasjóðs  Eðlilegt að halda við skurðum til ræktunar  Stundum bara mokað Ljósmynd/Ingólfur Á. Jóhannesson Verk Mokað í Framengjum. Eyþór Baldursson bóndi í Baldursheimi sést á mynd en Marteinn Gunnarsson á Hálsi í Kinn er á gröfunni. Í skýrslu votlendisnefndar frá 2006 kemur fram að á Íslandi hafi verið grafnir u.þ.b. 32.000 km af skurðum til að framræsa mýrar. Talið er að flatarmál þess votlendis sem hef- ur verið framræst sé yfir 4.000 km². Framræsla var styrkt af ríkinu til 1987. Framræsla hófst af alvöru á fjórða áratug síðustu aldar. „Þegar styrkveitingar lögðust af var búið að framræsa stóran hluta alls vot- lendis á láglendi. Í Borgarfjarðarsýslu, þar sem votlendi var um 240 km² árið 1930, voru aðeins um 22 km² af ósnortnu votlendi eftir þegar framræslu lauk. Í öðrum landshlutum var ástandið jafnvel enn verra, svo sem á Suðurlandi. Á svæðinu frá Ölfusá að Mark- arfljóti er áætlað að um aldamótin 1900 hafi verið um 1.100 km² af mýrlendi. Nú eru að- eins um 170 km² eftir af lítt röskuðu mýrlendi og um 33 km² af óröskuðu mýrlendi,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Á starfstíma nefndarinnar náðist þó aðeins tæplega að halda í horfinu því meira var ræst fram en var endurheimt. Nefndin náði þó töluverðum árangri, ekki síst við að breyta hugarfari en mörgum þótti sérkennilegt að moka ofan í skurði. Um 32.000 km af skurð- um framræstu nánast allt votlendi á láglendi Hlynur Óskarsson, vistfræðingur og stjórnarformaður Votlendissetursins á Hvanneyri, segir aðspurður ríkið hafi varið litlu fé til að endurheimta votlendi. Á starfstíma votlendisnefndar 1996-2006 hafi samtals 5 milljónum verið varið í verkefnið. Vegagerðin hafi staðið fyrir mestu endurheimt votlendis því henni beri að endurheimta jafn mikið af votlendi og hún ræsir fram við vegagerð. Þannig er einungis haldið í horfinu en Hlynur segir að Vegagerðin hafi staðið sig vel í þessu. Til viðbótar hafi Pokasjóður styrkt nokkur verkefni og nýr sjóður, Auðlind, sömuleið- is en sá sjóður ráði ekki yfir miklu fé. Hlynur segir að mest muni um samning Votlendissetursins og Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Samið var um að Alcan legði fram 40 milljónir á fjórum árum til að endurheimta votlendi. Mark- mið samningsins er að endurheimta um 5 ferkílómetra votlendis og stöðva þannig árlega losun á um 2.500 tonnum af kol- díoxíði. Þetta jafngildir útblæstri frá um 600 einkabílum. Lengst af févana verkefni ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK ÆTLAR AÐ ENDURHEIMTA 5 KM² Sverrir Möller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.