Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 VARÐANDI IRISH LIFE AND PERMANENT GROUP HOLDINGS PLC („ILPGH“) og IRISH LIFE AND PERMANENT PLC („ILP“) og ÍRSKU LÖGIN UM LÁNASTOFNANIR (CREDIT INSTITUTIONS (STABILISATION) ACT 2010) („lögin“) Yfirréttur Írlands á sviði einkamálaréttar (The High Court of Ireland) kvað upp eftirfarandi úrskurð með fyrirmælum hinn 26. júlí 2011 í samræmi við 9. gr. laganna: Félaginu ILPGH er gert inter alia að gera vissar ráðstafanir til að gera fjárfestingu írska fjármálaráðuneytisins („ráðuneytisins“) að fjárhæð allt að €3.800.000.000 evra í ILPGH mögulega, þ.m.t., án þess að takmarkast við, að heimila aukningu á almennu hlutafé ILPGH og breyta útgefnu hlutafé og heimilu en óútgefnu hlutafé, taka upp nýjar samþykktir og breyta stofnsamningi félagsins, gefa út og afhenda ráðuneytinu almenn hlutabréf í ILPGH og ganga til tiltekinna samninga við ILP og aðra aðila til að greiða fyrir fjárfestingunni. Félaginu ILP (sem er lánastofnun með starfsleyfi á Írlandi) er gert inter alia að gera vissar ráðstafanir í tengslum við ofangreinda fjárfestingu ráðuneytisins, þ.m.t. að gefa út skilyrt skuldabréf (e. contingent capital notes) til handa ráðuneytinu og ganga til tiltekinna samninga við ILPGH og aðra aðila til að greiða fyrir fjárfestingunni. Dómstóllinn lýsti því inter alia yfir að úrskurðurinn og hver hluti hans að því leyti sem hann snýr að og er kveðinn upp í tengslum við ILP er endurskipulagningarráðstöfun í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/24/EB frá 4. apríl 2001. Samkvæmt 11. gr. laganna er heimilt að leggja fram beiðni um að víkja til hliðar úrskurðarfyrirmælunum, með þeim skilmálum sem lögin kveða á um, til yfirréttar Írlands á sviði einkamálaréttar (the High Court of Ireland, at the Four Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi) ekki síðar en 5 virkum dögum eftir uppkvaðningu úrskurðarins. Samkvæmt 2. tl. 64. gr. laganna er ekki unnt að áfrýja úrskurðarfyrirmælunum til hæstaréttar Írlands nema með heimild yfirréttarins. Eintök af úrskurðinum í heild eru fáanleg frá skrifstofu yfirréttarins með því að senda tölvupóst á listroomhighcourt@courts.ie Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkti í gær lagafrumvarp, sem fel- ur í sér að skuldaþak bandaríska rík- isins verður hækkað um 2,4 billjónir dala. Frumvarpið var samþykkt með 268 atkvæðum gegn 161. Verið er að undirbúa atkvæða- greiðslu í öldungadeild þingsins en stefnt er að því að hún fari fram í dag. Frumvarpið þarf að samþykkja í báðum deildum þingsins áður en það verður að lögum og nýttu þing- flokksformenn gærdaginn í að kynna frumvarpið fyrir flokksfélögum sín- um og hvetja þá til að kjósa með samkomulaginu. Tilkynnt var um samkomulag demókrata og repú- blikana seint á sunnudagskvöld en með því var á síðustu stundu reynt að koma í veg fyrir greiðslufall sem hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf og heim allan. Ljóst er að samkomulagið er mála- miðlun og því ekki fullvíst hvort það hlýtur samþykki þingmanna. Möguleiki á frekari lántökum Frumvarpið kveður á um að skuldaþakið verði hækkað um 2,4 billjónir dala en það er nú 14,3 billj- ónir. Ásamt hækkun skuldaþaks verða ríkisútgjöld skorin niður næsta áratuginn um svipaða fjárhæð og hækkun skuldaþaksins nemur. Með því að hækka skuldaþakið gefst bandaríska ríkinu möguleiki á frekari lántökum til að standa við skuldbindingar sínar en frestur til að auka lántökuheimildir ríkissjóðs rennur út í dag. Þótt komið sé í veg fyrir greiðslu- fall er skuldavandi ríkisins þó enn til staðar. Talið er að Bandaríkin þurfi 331 milljarð dala að láni til septem- berloka ef þau ætla að standa við skuldbindingar sínar. Þá ríkir óvissa um áhrif frumvarpsins á lánshæfis- einkunn Bandaríkjanna.  Frumvarp um hækkun skuldaþaks samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings  Þingmenn hvattir til að kjósa með frumvarpinu  Komið í veg fyrir greiðslufall en ekki skuldavanda Bandaríkjanna Kosið um hækkun skuldaþaks Reuters Demókratar Harry Reid er þingflokksformaður í öldungadeild þingsins. Utanríkisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, lagði tyrkneska fánann í rósahafið fyrir utan dómkirkjuna í Ósló í gær er hann vottaði fórnarlömbum árásanna í júlí virðingu sína. Utanríkisráðherrann var jafnframt viðstaddur jarðarför Gizem Dogan í Trondheim í gær en Dogan lét lífið í skotárásinni í Útey, 17 ára að aldri. Ráðherra vottar látnum virðingu Reuters Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að opinber sorgardagur verði í Noregi hinn 21. ágúst næstkomandi vegna hryðju- verkaárásanna í lok júlí. Norskir þingmenn komu saman í gær til að minnast fórnarlamba árásanna. Stoltenberg ávarpaði samkomuna og vildi í ræðu sinni þakka norsku þjóðinni fyrir viðbrögð hennar er mest lá við. Eftir ávarpið voru nöfn, heimilisföng og aldur þeirra 77, sem létu lífið í árásunum, lesin upp. Verkamannaflokkurinn nýtur aukins stuðnings Anders Behring Breivik vildi með árásunum koma höggi á starfsemi Verkamannaflokksins en þvert á markmið Breiviks hefur flokkurinn fundið fyrir auknum stuðningi eftir hryðjuverkin og vinsældir forsætis- ráðherrans náð nýjum hæðum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Dagbladet birti á sunnudag, hefur stuðningur við Verka- mannaflokkinn aukist um 11,1% frá júní og mælist hann nú með 41,7% fylgi. Sveitarstjórnarkosningar verða 12. september í Noregi. Kosninga- baráttunni var frestað vegna ódæð- isverkanna en nú er áætlað að hún hefjist um miðjan ágúst. Á meðan Verkamannaflokkurinn nýtur vaxandi stuðnings tapar Framfaraflokkurinn fylgi með þremur prósentustigum. Breivik var skráður í flokkinn árið 2006 og hefur leiðtoginn Siv Jensen reynt að gera lítið úr tengslum flokksins við fjölda- morðingjann. kristel@mbl.is Þingmenn minntust fórnarlamba árásanna  Kosningabarátta hefst um miðjan ágúst Reuters Samheldni Forsætisráðherrann Jens Stoltenberg nýtur stuðnings. Anders Behring Breivik mun í vikunni gangast undir skoðun dómkvaddra geðlækna sem meta munu and- legt heilbrigði hans. Læknarnir þurfa að skila niðurstöðu fyrir 1. nóvember næstkomandi en það er hins vegar dómara að úrskurða hvort Breivik sé sakhæfur eða ekki. Miklar vangaveltur hafa verið um sakhæfi Breiviks en lögfræðingur hans hef- ur gefið í skyn að skjólstæðingur sinn sé geðveikur. Breivik hefur sett fram ýmsar kröfur í gæsluvarðhaldi, nú síðast í yfirheyrslum lögreglu. Hann krafð- ist meðal annars að ríkisstjórn Nor- egs skyldi segja af sér sem og að konungurinn Haraldur viki úr sæti sínu ellegar myndi Breivik ekki tjá sig frekar um hryðjuverkin. Norska lögreglan tilkynnti í gær að hún væri að koma á fót sérstöku teymi sem hefði það hlutverk að rannsaka hryðjuverkin. Lögreglan hefur jafnframt safnað saman sím- um, myndavélum og tölvum frá þeim er staddir voru á Útey vegna rannsóknar málsins. kristel@mbl.is Mun gangast undir skoðun geðlækna Anders Behring Breivik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.