Morgunblaðið - 02.08.2011, Side 32

Morgunblaðið - 02.08.2011, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Ég held að það hafi verið In Utero með Nirvana, á flugvelli einhversstaðar. Klassík. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Sennilega sviga- plötuna með Sigur Rós. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Eiginlega bara hver sem er sem er að gefa út góða tón- list og spila á tón- leikum, alveg skemmtilegasta starf í heimi örugglega. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Það eru yfirleitt Motown-snillingar sem koma mér í gírinn um helgar. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Velvet Underground, The Smiths, Leonard Cohen, Neil Young, Nick Drake … Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Nýju plöturnar með Fucked Up, Bon Iver, TV on the Radio og Battles. Svo er ég að dýfa mér í WHY?- katalóginn, mögnuð hljómsveit. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hef- ur verið gerð að þínu mati? Vá, þetta er hrikaleg spurning og ég get eig- inlega ekki svarað henni. En það eru nokkrar plötur sem hafa alltaf verið og munu alltaf vera í sér- stöku uppáhaldi, t.d. I See a Darkness með Bonnie ’Prince’ Billy, Feels með Animal Col- lective. Disintegration með The Cure, If You’re Feeling Sin- ister með Belle & Sebastian, Desire með Bob Dylan … gæti haldið endalaust áfram. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Í mínum eyrum Hildur Maral Hamíðsdóttir (Bedroom Community) Klassík Fyrsta platan var með Nirvana. Sigurrós Þykir vænst um svigaplötuna. Innipúkinn í Iðnó Morgunblaðið/Ernir Dúkkulísurnar léku við hvern sinn fingur og sýndu áhorfendum að þær hafa engu gleymt. Sindri Már og félagar í Sin Fang en hljómsveitin gaf fyrir skömmu út plötuna Summer Echoes sem hefur fengið góða dóma. Sólstafir rokkuðu eins og þeim einum er lagið. Eyfi var heiðursgestur og spilaði hljómsveitin Valdimar undir hjá honum. »Það var ýmislegt í boði um helgina fyrir þá Reykvíkinga sem ákváðu að leggja ekki land undir fót heldur halda sig innan borgarmarkanna. Innipúkinn var haldinn í tíunda sinn og var vegleg dagskrá í boði frá föstudagskvöldi til sunnudags- kvölds. Fjöldi hljómsveita steig á stokk í Iðnó en heiðursgestur Innipúkans í ár var Eyfi, Eyjólfur Kristjánsson. Hljómsveitin Valdimar spilaði undir. Motown-snillingar koma manni í gírinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.