Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 ALLT Í FERÐALAGIÐ fyrst og fremst ódýrt Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is A llt jóga gengur út ásameiningu líkama, hugaog sálar, en í gönguhug- leiðslu er það gert á meðan fólk gengur úti í íslenskri náttúru, sem er svo yndislegt,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir kundalini- jógakennari sem ætlar á morgun að fara af stað með námskeið í göngu- hugleiðslu í Öskjuhlíðinni. „Gangan sjálf er hugleiðsla og fólk gerir ákveðnar fingrastöður á meðan það gengur, andar í takt við gönguna og fer með möntru í hug- anum. Í nútímasamfélagi er andar- dráttur fólks oft óreglulegur, hugur- inn dreifður og athyglin flöktandi. Þess vegna þarf að koma á jafn- vægi,“ segir Arnbjörg og bætir við að til séu margar tegundir af göngu- hugleiðslu. „Oftar en ekki er farið með möntru í hljóði, en þær eru mik- ið notaðar í kundalini-jóga almennt. Ein af þeim er sett saman úr frum- hljóðum sem auðveldar okkur leið- ina í ástand núvitundar og jafn- vægis. Gönguhugleiðsla hjálpar til við að þróa með okkur einbeitingu og yfirvegun meðan við erum að framkvæma hluti í okkar daglega lífi.“ Boð til heilans Engin tilviljun ræður því hvaða orð eru notuð í möntrum í kundalini- jóga. „Þegar fólk fer með möntru þá þrýstir tungan á ákveðna punkta í efri góm og frá þeim berast ákveðin boð upp í heila. Það framkallar fyrir- sjáanleg áhrif samkvæmt jógískum Okkur veitir ekki af jafnvægisstillingu Kundalini-jóga er hægt að stunda nánast hvar sem er og hvenær sem er. Arnbjörg Konráðsdóttir kundalini-jógakennari var í sjósundi ásamt góðum hópi kvenna nýlega og prófaði í leiðinni að iðka jóga í köldum sjónum á Gáseyri við Eyjafjörð og kunni því vel. Hún ætlar að bjóða upp á gönguhugleiðslu í Öskjuhlíðinni og hefst hún á morgun. Ljósmynd/Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir Úti Arnbjörg í Kjarnaskógi fyrir helgi þar sem hún fór í gönguhugleiðslu. Ljósmynd/Freydís Erna Guðmundsdóttir Í sjónum Hér gerir Arnbjörg jógaæfingar í sjónum á Gáseyri við Eyjafjörð. Hollt og gott mataræði skiptir máli þegar maður stundar mikla hreyfingu og/eða vill ná af sér nokkrum kílóum. Til að fá hugmyndir að heilsu- samlegum og góðum mat er sniðugt að kíkja á vefsíðuna eatingwell.com. Þar er meðal annars að finna hand- hægt viku matarplan fyrir þá sem vilja létta sig. Því er skipt eftir því hversu margar kaloríur fólk vill inn- byrgða á viku hverri. Einnig er á vef- síðunni að finna hugmyndir að holl- um morgunmat og uppskriftir að alls konar girnilegum, einföldum og holl- um mat. Sumar hverjar miða líka að því að fólk þurfi ekki að eyða of miklu í máltíðina heldur geti borðað vel á fremur ódýran hátt. Á vefsíðunni er einnig að finna fréttir tengdar mat- vælaiðnaðinum, mataræði og nær- ingarfræði. Forvitnileg vefsíða fyrir þá sem vilja fræðast og finna góðar uppskriftir. Vefsíðan www.eatingwell.com Hollusta Það er gott að búa sér til pestó úr eldrauðum og fallegum tómötum. Einföld og ódýr hollusta Næstkomandi laugardag verður Jök- ulsárhlaup 2011 haldið í áttunda skipti en það fer fram í Jökulsár- gljúfrum í Vatnajökulsþjóðgarði. Öll leiðin liggur um stígakerfi þjóðgarðsins og er hlaupið um hrjóstuga mela og grófar klappir, eftir moldargötum í grónu landi og eftir göngu-/fjárgötum í grósku- miklum birkiskógi. Þá liggur loka- leggur allra leiðanna meðfram barmi Ásbyrgis. Í Jökulsárhlaupinu eru í boði þrjár vegalengdir, Detti- foss - Ásbyrgi 32,7 km, Hólmatung- ur - Ásbyrgi 21,2 km og Hljóða- klettar - Ásbyrgi 13,2 km. Endilega … … hlaupið Jökulsárhlaupið Hlaup Gerir öllum gott, hvort sem er í borg eða úti í náttúrunni. Maður sem hefur stundað langhlaup í tæplega fjörutíu ár hafði samband við blaðið og vildi vekja athygli á því að þegar hlaupið væri, skipti undirlagið sannarlega máli. Ástæðan fyrir því að hann vildi vekja máls á þessu, var stutt grein hér á þessum síðum fyrir skömmu, þar sem vitnað var í erlenda miðla og rannsóknir þar sem fullyrt var að undirlagið skipti ekki máli. „Þó svo að líkaminn lagi sig að hörðu und- irlagi, þá er það ekki rétt að undir- lagið skipti ekki máli, þegar fólk á annað borð hleypur eitthvað að ráði. Við eigum ekki að taka öllu sem vís- indamenn fullyrða sem sannleika, ef reynslan segir annað. Ég vil að þeir sem eru kannski að byrja að hlaupa, viti að við, sem höfum reynsluna, þekkjum það að undirlagið skiptir máli. Ég hef reynt þetta á eigin skrokk. Það er til dæmis ástæða fyrir því að ég vil ekki hlaupa á steyptum gangstéttum. Þær eru alltof hart und- irlag fyrir langhlaupara. Ef fólk prófar að hlaupa lengi eftir malbikaðri gang- stétt annars vegar og eftir steyptri gangstétt hinsvegar, þá finnur það fljótt að það er eins og svart og hvítt. Steypta gangstéttin er allt of hörð og fólk verður miklu þreyttara eftir að hafa hlaupið á slíku undirlagi heldur en á malbikinu. Hér í Reykjavíkurborg eru víða steyptar gangstéttir á löng- um köflum og við hlauparar höfum fengið skammir fyrir að hlaupa ekki á gangstéttum heldur á malbikinu á akstursgötunum, en það er einfald- lega vegna þess að það fer betur með okkur að hlaupa á malbikinu. Ég lagði til við Reykjavíkurborg að rannsakað væri hvaða áhrif það hefði á hlaupara að hlaupa á steyptu undirlagi, því það mun skila sér í betri heilsu borgar- anna í framtíðinni ef gangstéttir eru ekki steyptar. Ég hef hlaupið að með- altali tíu kílómetra á hverjum degi í tæpa fjóra áratugi og veit að góðir skór með góðum púða í hæl skipta máli þegar við hlaupum langt, eins og maraþon, á hörðu undirlagi. En skór mega heldur ekki verða of mikið tæknivæddir, ef svo má segja. En það má heldur ekki fara út í öfgar í hina áttina og hlaupa berfættur, ekki í langhlaupi. Við sem erum að hlaupa í bæjarfélögum þar sem er steypa og malbik út um allt, við vitum að við þurfum góða skó en þeir sem hlaupa á mjúku undirlagi, grasi úti í sveit, geta leyft sér að vera á skóm sem eru með þunnum botni. Reynslan kennir fólki Undirlagið skiptir víst máli Ljósmynd/Eyþór Undirlag Það skiptir máli hvort undir fótum er steinn, malbik, möl eða gras. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.