Morgunblaðið - 02.08.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 02.08.2011, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Markaðirtóku til-kynn- ingum um sátt á milli fylkinganna tveggja í banda- rískum stjórn- málum af fögnuði og sjálfstraust fjárfesta bólgn- aði hratt. Skuldaþakið um- rædda skyldi hækkað, en því myndu fylgja loforð um að reynt yrði að spyrna gegn frekari skuldasöfnun í fram- tíðinni. Hlutabréfaverð hækk- aði því hratt í mánudagsmorg- unsárið. En Adam hafði enga eirð í sér í Paradís frekar en fyrri daginn og var þar hvergi sjá- anlegur þegar leið á daginn. Það er svo sem ekki útilokað að hann komi þar við aftur, en það mun ekki síst ráðast af því hvort matsfyrirtækin þrjú munu láta mesta efnahags- veldi heimsins halda áfram sinni hæstu einkunn sem skuldari. Og Evrópu er ekki rótt. Vandamál í Bandaríkj- unum myndu ekki láta Evrópu ósnortna. En það er þó ekki meginatriðið. Álfan sú hefur nóg með sig. Niðurstaða evruleiðtoganna á dögunum var þegar betur var að gáð ekki eins traust- vekjandi og látið var í veðri vaka. Zapatero, forsætisráð- herra Spánar, kynnti óvænt að hann myndi láta flýta þing- kosningum, þvert ofan í fyrri staðhæfingar um að það yrði ekki gert. Skuldatrygg- ingarálag á Spán fer sífellt hækkandi. Atvinnuleysið í landinu er komið vel yfir 20 prósent og atvinnuleysi fólks undir þrítugu á vinnumarkaði er vel yfir 40 prósentunum. Þetta er ömurleg staða og ekki í neinum takti við þau lof- orð sem sósíalistar gáfu þegar þeir tóku við stjórnartaum- unum. Ríkisstjórnin hefur ekki afl í þinginu til að þvinga þar í gegn þær aðgerðir sem ESB og AGS telja að séu nauðsynlegar til að afstýra hruni. Forsætisráðherranum, sem hefur tilkynnt brottför sína úr stjórnmálum eftir kosningar, var því ekki lengur vært. Leiðtogar Spánar eru ekki líklegir til stórræða í að- draganda kosninga. Þess vegna hafa yfirlýsingar for- sætisráðherrans um kosningar gefið spám, um að landið verði næst í röð beiningarlanda evr- unnar, byr undir báða vængi. Traust á spænskum bönkum veikist mikið við slíka undir- öldu og þeir máttu ekki við því. Og því miður er sömu sögu að segja frá Ítalíu, þótt samsetning skulda þar sé önn- ur en á Spáni, Grikklandi, Portúgal og Írlandi, þar sem kröfuhafar Ítalíu eru að stærri hluta innlendir. Skýr merki sjást um að vog- unarsjóðirnir hafi því bæði stórríki Miðjarðarhafsins í skotlínunni núna. Hrægammar þeirra voma yfir þeim báðum. „Björgunarsjóðir“ ESB hafa ekki bolmagn til að veita Ítalíu og Spáni þá hjálp sem myndi duga, ekki í óbreyttri mynd. Tvö áhrifamikil blöð í Dan- mörku og vefir þeirra, Börsen og Jótlandspósturinn, fjölluðu í aðalgreinum sínum í gær um það hvaða áhrif hugsanlegt hrun evrunnar mundi hafa á stöðu dönsku krónunnar. Það er ekki tilviljun að sérfræð- ingar þar á bæ telji tímabært að hefja slíka umræðu. Nið- urstaðan er raunar í báðum tilvikum sú að hrun evrunnar muni styrkja dönsku krónuna og er vísað til svissneska frankans í því sambandi en spurn eftir honum hefur auk- ist mjög. Niðurstaðan bendir jafnframt til þess að markið muni einnig verða sterkt þeg- ar og ef Þjóðverjar taki það upp á ný. Danmörk, sem ríki í Norður-Evrópu muni hafa styrk af nábýli við endurreist mark Á sama tíma og umræðan í dönskum fjölmiðlum er í þess- um förum fjallar þýska viku- ritið Der Spiegel um tvennt: að vantrúin á Ítalíu fari nú ört vaxandi og að Evrópusam- bandinu verði steypt saman í efnahagslega heild þar sem hvert ríki sambandsins verði sjálfkrafa í ábyrgð fyrir skuld- um annarra sambandsríkja. Ella verði evrunni ekki bjarg- að. Ekki þarf að vera með vangaveltur og snakk um sjálfstæði og fullveldi ein- stakra ríkja eftir að skuldir annarra ríkja falla sjálfkrafa á þau. Enda er öllum sem um málið fjalla ljóst að Þýskaland samþykkir aldrei slíka skipun mála nema að það geti átt síð- asta orðið í gegnum yf- irburðaáhrif sín hjá ESB um fjárstýringu (skuldasöfnun) og fjárlög einstakra aðildarríkja sambandsins. Við þessar að- stæður er Ísland eins og hver annar álfur út úr hól í aðildar- og aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið og óábyrgir og óheiðarlegir stjórn- málamenn landsins láta eftir sér að fullyrða að það þýði að samningaviðræður standi yfir, þótt ESB taki skýrt og af- dráttarlaust fram að það fái ekki staðist og vari umsókn- arríki við því að gefa í skyn að í aðildarumsókn felist samn- ingaviðræður. En hér á landi láta menn sér ekki segjast. Lágt er lagst. Grundvöllur hins alþjóðlega efna- hagslífs er skekinn óþægilega um þess- ar mundir} Uppnám nær og fjær E in helzta gagnrýnin sem heyrzt hefur á stjórnarskrá lýðveldis- ins, fyrir utan þá að hún beri á einhvern óútskýrðan hátt ein- hverja ábyrgð á bankahruninu, er að hún sé að uppruna frá Dönum komin og sé því væntanlega ekki nægjanlega íslenzk. Íslendingar þurfi því nauðsynlega að setja sér sína eigin stjórnarskrá sem sé þá laus við slík- an óásættanlegan útlenzkan uppruna. Þetta sjónarmið hefur ekki sízt heyrzt hjá sumum af þeim sem sitja í svonefndu stjórn- lagaráði og fengu það verkefni að setja saman tillögu að nýrri stjórnarskrá. Þannig hafði Ríkisútvarpið þetta til að mynda eftir einum sem þar situr fyrir helgi. Það verður óneit- anlega að teljast athyglisvert að úr sömu átt og umrædd gagnrýni á stjórnarskrána hefur borizt hafa einnig heyrzt skammir í garð ófárra annarra fyrir að „leika á þjóðernislega strengi“ við ýmis tækifæri í pólitískum tilgangi og jafnvel að vera á móti öllu sem útlenzkt er. Þá einkum og sér í lagi þeirra sem ekki hafa áhuga á því að gangast undir yfirstjórn Evrópusam- bandsins. En hvað er það annað en að spila á þjóðernislega strengi í pólitískum tilgangi að beita því sem rökum fyrir því að skipta þurfi um stjórnarskrá að gildandi stjórn- arskrá sé ekki nógu íslenzk? Eðlilega vaknar sú spurn- ing hvort aðeins sé leyfilegt að beita slíkum málflutningi þegar það hentar ákveðnum einstaklingum sem annars tala allajafna með allt öðrum hætti? Slíkur málflutningur bendir ekki beinlínis til þess að rökin fyrir því að þörf sé á nýrri stjórnarskrá séu merkileg. Þá væri vafalaust gripið til ein- hvers haldbærara. Ekki batnar það síðan þegar horft er til þess að ýmsir af þeim sem beitt hafa slíkum málflutningi í tengslum við stjórnarskrá lýð- veldisins eru á sama tíma miklir talsmenn þess að æðstu lög Íslands verði ekki íslenzk stjórnarskrá heldur stjórnarskrá Evrópu- sambandsins með inngöngu landsins í sam- bandið. Svonefndur Lissabon-sáttmáli. Það er ekki að sjá að það trufli umrædda einstaklinga á nokkurn hátt að stjórnarskrá Evrópusambandsins muni seint geta talizt ís- lenzk. Þvert á móti verður ekki betur séð en að það teljist fremur kostur að þeirra áliti en hitt. Hvers vegna er það óásættanlegt að stjórnarskrá lýðveldisins hafi hugsanlega einhver tengsl við danskan uppruna en á sama tíma í góðu lagi að æðstu lög landsins verði hátt í 400 blaðsíðna doðrantur frá Evrópusam- bandinu á tyrfnu lagamáli? Það sem skiptir vitanlega mestu máli í þessu sambandi er að um sé að ræða lagasetningu sem sé á forræði Ís- lendinga og nýtist þjóðinni sem skyldi. Í því sambandi má benda á að innan Evrópusambandsins yrði stjórn- arskrá sambandsins hvorki á forræði íslenzku þjóð- arinnar né tæki mið af íslenzkum aðstæðum. hjorturjg@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Útlenzk stjórnarskrá? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is M eð aukinni skógrækt hér á landi þrengir að búsvæðum mó- fugla því slíkir fugl- ar þrífast ekki í skóglendi. Töluvert hefur verið plantað af trjám í úthaga sem er mik- ilvæg búsvæði fuglanna. Íslenski út- haginn sé mófuglaland á heims- mælikvarða en sé þar ræktaður skógur eyðileggjast búsvæðin, segir Tómas G. Gunnarsson, fuglafræð- ingur og forstöðumaður Háskólaset- urs HÍ á Suðurlandi. Ríkið styrkir skógrækt um veru- legar fjárhæðir. Byrjað var að veita ríkisfé til svonefndra héraðsskóga ár- ið 1990 en áður hafði fé verið veitt til Fljótsdalsáætlunar og Nytjaskóga á bújörðum. Seinna tóku svonefnd landshlutaverkefni við. Frá 1990 til 2010 voru framlög ríkisins til Héraðs- skóga og landshlutaverkefna ríflega sjö milljarðar króna, á verðlagi ársins 2009. Þessu til viðbótar koma m.a. framlög til Skógræktar ríkisins sem eru á þessu ári 412,5 milljónir. Með auknu flatarmáli skóga mun mófuglum fækka en spörfugl- um, af tegundum sem eru algengar á meginlandi Evrópu, mun fjölga. Tómas G. Gunnarsson bendir á að á Íslandi séu tiltölulega fáar teg- undir fugla en Ísland sé hins vegar gríðarlega mikilvægur varpstaður fyrir margar þær tegundir sem hér eru, þ.m.t. fyrir vaðfugla. Um 40% af heimsstofni spóa verpi hér á landi og um 50% af heimsstofni lóu og send- lings. Með því að ganga á stóra stofna minnki genafjölbreytileiki þeirra og þar með geta þeirra til að standast áföll. Þessar tegundir séu ennfremur tiltölulega fágætar á heimsvísu en spörfuglastofnarnir sem eru líklegir til að festa hér rætur flestir gríð- arstórir. Hið sama megi í raun segja um íslenska úthagann, opið kaldtemprað svæði. Hann sé einnig tiltölulega sjaldgæft búsvæði. Skógur sé á hinn bóginn útbreiddasta gróðursamfélag á norðurhveli jarðar. Villta vestrið í skógrækt Tómas bendir á að skógrækt hafi í upphafi verið hugsjónastarf og drifin áfram af ungmennafélagsanda. Nú sé hún að breytast í ríkisstyrktan landbúnað. Skógrækt sé ekki sérstök dyggð í sjálfu sér. „Hún er ekkert merkilegri eða ómerkilegri en önnur ræktun,“ segir hann. Skógrækt hafi veruleg jákvæð áhrif á líffræðilega fjölbreytni þar sem hún er notuð í landgræðslutilgangi á lítt grónu landi. Hekluskógar séu mjög gott dæmi en þar eru horfur á miklum ávinningi fyrir líffræðilega fjöl- breytni með litlum tilkostnaði. Skóg- rækt á Íslandi sé á hinn bóginn síður en svo einskorðuð við lítt gróið land því mikið hafi verið plantað af trjá- plöntum í mólendi og hálfframræst votlendi. Tómasi finnst hálfgert villta vesturs ástand ríkja í þessum efnum. Skógrækt sé drifin áfram af stað- bundnum hagsmunum en fórn- arkostnaður á landsmælikvarða sé ekki metinn, heldur aðeins mögu- legur ávinningur. Hún njóti gríð- arlegs velvilja og fái fjárframlög frá ríkinu og fyrirtækjum auk þess sem margir stundi mikla skógrækt í sum- arbústaðalöndum. Tómas vill að ákveðið verði á landsvísu hvar trjám verði plantað í verulegu magni og hvar ekki. Veru- lega skorti á að skipulagið hafi verið nægilega gott í þessum efnum og þótt ástandið hafi eitthvað skánað á allra síðustu árum sé það enn alls ekki nægilega gott. Þörf sé á ramma- áætlun fyrir landnotkun á láglendi þar sem teknir eru til greina mik- ilvægir hagsmunir og skörun þeirra, t.d. landbúnaður af ýmsu tagi, nátt- úruvernd, frístundabyggðir iðnaður, o.s.frv. Viðamikil skógrækt eigi heima í slíku skipulagi. Meta ekki fórnirnar við skógræktina Ljósmynd/Pétur Thomsen Skógrækt Frá skógræktinni við Kerið í Grímsnesi. Hér hafa barrtré ver- ið gróðursett í grónum úthaga. Mófuglar láta ekki bjóða sér þetta. Mófuglar er alþýðuheiti á fugl- um sem verpa í móum og mýr- lendi. Flestir eru vaðfuglar, s.s. spói, lóa, jaðrakan og stelkur. Gisinn skógur getur verið ágætt búsetusvæði fyrir vað- fugla en þegar trén teygja úr sér forðast vaðfuglar skóginn, að sögn Tómasar G. Gunn- arssonar. Vaðfuglar reiði sig á að geta sýnt sig og séð aðra. Þeir séu einnig byggðir til að afla fæðu í deiglendi en ekki þurrlendi, t.d. með löngu nefi og leggjum. Ekki vaxnir fyrir skóg SÝNA SIG OG SJÁ AÐRA Morgunblaðið/Ómar Heimkynni Helmingur heimsstofns lóu verpir á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.