Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Það er fullt af hlutum sem hafaekkert farið af stað í atvinnulíf- inu. Og að hluta til er það vegna þess að ríkisstjórnin er að tefja það,“ sagði Halldór Halldórsson, formað- ur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, við Rúv. um helgina.    Halldór sagðieinnig að vegna þessa hefðu sveit- arstjórnarmenn áhyggjur af for- sendum kjarasamn- inganna og að sú tekjuaukning sem þar væri gert ráð fyrir mundi ekki skila sér.    Það eru minni um-svif heldur en reiknað var með. Það er fullt af hlutum sem hafa ekk- ert farið af stað í atvinnulífinu,“ seg- ir Halldór.    Hann nefnir sjávarútveginn ogaðförina að honum sem dæmi um tafir ríkisstjórnarinnar og einnig stórar framkvæmdir sem hafi verið fyrirhugaðar. Halldór óttast að þetta verði til þess að sveitarfélögin þurfi að segja upp fólki.    Eins og vænta mátti kom GylfiArnbjörnsson, forseti ASÍ, rík- isstjórninni til hjálpar og taldi ólíkt Halldóri að ekki þyrfti að koma til uppsagna hjá sveitarfélögunum.    En jafnvel þessi gallharði sam-fylkingarmaður gat ekki neit- að því að hér þyrfti að fara af stað uppbygging og hagvöxtur og að stjórnvöld þyrftu að standa við yf- irlýsingar um framkvæmdir.    ASÍ mun þó vafalítið ekkert að-hafast sem gæti komið sér illa fyrir ríkisstjórnina og standa áfram með henni þegar á reynir. Ríkisstjórnin studd þrátt fyrir allt STAKSTEINAR Gylfi Arnbjörnsson Halldór Halldórsson Veður víða um heim 1.8., kl. 18.00 Reykjavík 15 skýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 14 alskýjað Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað Vestmannaeyjar 10 skýjað Nuuk 12 alskýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 22 skýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 27 heiðskírt París 26 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 18 skýjað Berlín 22 léttskýjað Vín 20 skýjað Moskva 22 léttskýjað Algarve 25 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 26 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 27 skýjað Montreal 27 skýjað New York 32 léttskýjað Chicago 30 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:38 22:31 ÍSAFJÖRÐUR 4:21 22:57 SIGLUFJÖRÐUR 4:04 22:41 DJÚPIVOGUR 4:02 22:06 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Togarinn Baldvin NC 100 kom til Akureyrar í gærkvöldi með fyrsta aflann til vinnslu í fiskiðjuveri Út- gerðarfélags Akureyringa og vinnsla átti að hefjast þar í bítið í dag. Samherji keypti reksturinn af Brimi í maí og viðskiptin voru sam- þykkt af Samkeppniseftirlitinu nú í lok júlí. Samherji tók í gær formlega við rekstrinum og starfsemi hefst á ný í dag að loknu sumarfríi, í nafni Út- gerðarfélags Akureyringa, ÚA. Samherji keypti fiskvinnslu á Ak- ureyri og Laugum, ísfisktogarana Sólbak EA 1 og Mars RE 205 og veiðiheimildir, samtals 5.900 þorsk- ígildistonn. Baldvin NC kom með fullfermi af þorski sem veiddur var á Grænlandsmiðum. Skipið er gert út af Deutsche Fischfang Union (DFFU) sem er dótturfélag Sam- herja og skipstjóri er Sigurður Kristjánsson. „Þetta er stór og góð- ur þorskur, meðalviktin er yfir þrjú kíló eftir aðgerð. Áhöfnin á Baldvin NC er sannarlega ánægð og stolt af því að koma með fyrsta farminn til vinnslu hjá ÚA,“ segir Sigurður í tilkynningu frá Samherja. Löndun átti að hefjast um miðnætti og vinnsla með morgninum. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði í gærkvöldi að spennandi tímar væru framund- an. „Við erum bjartsýn á að sam- starfið í þessum stækkandi hóp samstarfsmanna verði farsælt. Okk- ur stjórnendum Samherja er ljóst hve stóran sess ÚA skipar í huga heimamanna. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að taka yfir þennan rekstur og mun- um leggja okkur fram um að hann gangi sem best í framtíðinni.“ „ÚA skipar stóran sess í huga heimamanna“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fiskur til vinnslu Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri út- gerðarsviðs, taka á móti Baldvin NC 100 á togarabryggjunni á Akureyri, fyrir framan ÚA, í gærkvöldi.  Samherji tekinn við ÚA  Baldvin með fullfermi af þorski Ferskt og fryst » Hjá ÚA á Akureyri og á Laugum starfa samtals um 150 manns. » Í vinnslunni á Akureyri fer fram tæknivædd bolfiskvinnsla þar sem unnar eru ferskar og frystar afurðir fyrir neyt- endamarkað, aðallega í Evrópu. » Á Laugum starfrækir ÚA fiskþurrkun. Íslenskum og færeyskum skip- um hefur verið bannað að landa makríl í norskum höfnum. Norska sjávarútvegs- ráðuneytið til- kynnti umrætt löndunarbann í gær. Tilkynn- ingin var birt á heimasíðu ráðuneytisins. Bannið nær til alls makrílafla, sem veiddur er í íslenskri og færeyskri lögsögu og makrílafla veidds með skipum, sem hafa leyfi frá íslenskum og færeyskum stjórnvöldum. Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir lönd- unarbannið hafa litla þýðingu fyrir íslenska makrílveiðimenn. Makríll- inn sé veiddur mjög nálægt Íslands- ströndum og því þurfi nær aldrei að landa honum utan íslenskrar lög- sögu. Sigurgeir segir útspil Norð- manna aðeins sýndarmennsku. „Skynsamlegast væri fyrir alla að semja um málið og hætta þessu skítkasti.“ hjaltigeir@mbl.is Bannað að landa makríl Sigurgeir B. Kristgeirsson Í kvöld, þriðjudagskvöldið 2. ágúst, býðst áhugasömum stafgöngu- kennsla í Viðey hjá Guðnýju Ara- dóttur. Kennslan er ókeypis. Í til- kynningu segir að stafganga sé holl og góð hreyfing fyrir alla og hafi undanfarin ár rutt sér til rúms sem fyrirtaks heilsurækt og útivist. Sí- fellt fleiri sækja námskeið í staf- göngu og stunda íþróttina reglu- lega í kjölfarið. Þeir sem eiga stafi taka þá með, en einnig verður hægt að fá stafi lánaða hjá leiðbeinand- anum. Leiðsögn hefst við Viðeyj- arstofu kl. 19:30 og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Boðið upp á ókeypis kennslu í stafgöngu í Viðey í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.