Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Bítnikkskáldið Allen Ginsberg, þekktastur skáldanna úr bítnikkhreyfingunni, sagði að engin bítnikkhreyfing væri til; þetta væru bara nokkrir höfundar að reyna að verða sér út um útgáfu. KVIKMYNDIR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þegar ég var ungur var hluti af skyldulesn- ingunni að fara yfir Naked Lunch eftir Burroughs, Á veginum eftir Kerouac og ljóð Ginsbergs. Þetta voru bítnikkararnir, þessir töffarar sem lifðu í angist og reiði, í eit- urlyfjum og andskotanum. Hvorki Burroughs né Kerouac heilluðu mig það mikið að ég læsi mikið meira eftir þá, Kerouac var svo einfald- ur og afslappaður, enda montaði hann sig af því að hafa skrifað Á veginum á sjö dögum. Burroughs var svo sýrður að þrátt fyrir bráð- snjallar einræður og líkingar inni á milli lokk- aði hann mann ekki. En Ginsberg var nógu magnaður til að maður læsi hann þokkalega vel. Öskrandi, eða ýlfrandi svo vitnað sé til frægasta ljóðsins hans; reiði, ríðinga, homma- ástarsagna, haturs, ástar, andúðar á stríði en einhverskonar hassreykur yfir öllu og dauða- daður. Nú er loksins komin í bíóhús mynd sem er byggð á lífi og ljóðum Ginsbergs. Hinsegin og meira hinsegin Hinn 29. júlí byrjuðu Hinsegin bíódagar í Bíó Paradís og verða fram til 7. ágúst. Þessi bíóhátíð var víst haldin árlega í einhvern tíma en hefur legið í dvala síðustu fimm árin. Dag- arnir eru haldnir í samvinnu við Hinsegin daga sem að þessu sinni fara fram 4.-7. ágúst. Hátíðin er eins og vanalega með marg- víslegum uppákomum eins og dragkeppni á miðvikudaginn, opnunarhátíð á fimmtudag- innn og síðan hinni hápunktinum á laug- ardaginn sem er gangan sem að þessu sinni verður ekki á Laugaveginum heldur er geng- ið frá BSÍ og yfir á Arnarhól þar sem tónleik- arnir fara fram. Ástæðan fyrir breyttum göngustað er að í fyrra mættu 70.000 manns og örtröðin var of mikil og því er verið að reyna að finna plássmeiri göngustað. En samhliða þessari hátíð samkynhneigðra eru bíódagarnir með bíómyndum eins og Howl, Brotherhood og Tomboy. Allt myndir sem vöktu þónokkra athygli í fyrra og hitti- fyrra og eru allar tengdar samkynhneigð með einhverjum hætti. Howl (Ýlfur) er nafnið á tilraunamynd um Allen Ginsberg sem einmitt var aldrei alveg viss um kynhneigð sína og orti mikið um samkynhneigð. Hann var meðal annars rekinn úr Columbia-háskólanum eftir að skólastjórinn hafði komið að honum hálf- nöktum í rúminu með rithöfundinum Kero- uac. Ginsberg ólst upp hjá frjálslyndum for- eldrum sem héngu mikið í kringum bókmenntahópa Greenwich Village í New York. Mamma hans var með geðklofa sem ágerðist með árunum og þegar faðir Allens þreyttist á að annast móðurina þurfti strák- urinn oft að sjá um hana og hlusta á ruglings- legt tal hennar og paranoju. Hann sló fyrst í gegn með ljóðum sínum eftir frægan ljóða- upplestur á ljóðinu Ýlfur í Six Gallery í San Francisco árið 1955 og var eftir það gefin út af bókaforlaginu City Lights, en vegna ósið- legs texta Ginsbergs var forlagið lögsótt. Þessi tilraunamynd um Ginsberg hefur farið víða og hlotið mörg alþjóðleg verðlaun. Í ólínulagaðri frásögn myndarinnar er blandað saman bútum úr lífi Ginsbergs á fimmta og sjötta áratugnum, frumflutningi hans á hinu fræga ljóði sínu Howl í Six Gallery, sviðsetn- ingu ljóðsins í hreyfimynd og réttarhöldum yfir City Lights-forlaginu sem var kært fyrir brot á velsæmi árið 1957. Rotten Tomatoes gefur myndinni 61%. Myndin er sýnd klukk- an 22 núna á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í Bíó Paradís. Bræðralag Svo verður sýnd myndin Broderskap eða Brotherhood sem er dönsk og er fyrsta bíó- mynd leikstjórans Nicola Donato. Myndin var frumsýnd árið 2009 og fjallar um Lars sem er rekinn úr hernum fyrir að hafa reynt við fé- laga sinn í hernum. Svo ringlaður og ráð- villtur er þessi ungi maður að hann gengur í nýnasistahreyfingu þar sem aðrir ringlaðir ungir menn þjálfa hálfgerða hermennsku og það sem meira er stunda það að fara saman út á kvöldin að lumbra á hommum. Hann lendir í harkalegum deilum við einn félaga sinn hjá nýnasistunum en með tímanum breytast sam- skipti þeirra þannig að þau einkennast af gagnkvæmri virðingu og vináttu. Á endanum breytast þau í ástarsamband. Þegar grunur vaknar hjá hinum ný-nasistunum um hvers eðlis þeirra samband sé, eru þeir komnir í stórhættu. Rotten Tomatoes gefur henni 64%. Myndin er sýnd hinn 7. ágúst klukkan 20.00 og 22.00. Strákastelpa eða stelpustrákur Þá verður sýnd myndin Tomboy, sem fjallar um unga stúlku, Laure, sem flytur á nýjan stað og kynnir sig fyrir nágrönnum sem strákur að nafni Mickaël. Blekkingin gengur upp en fer að verða flókin þegar ein vinkona hennar, Lisa, verður ástfangin af Mickaël. Gagnrýni Variety Review er vinaleg og Rotten Tomatoes gefur henni 67%. Mynd- in er sýnd 4. ágúst klukkan 22.00, 5. ágúst klukkan 20.00 og 6. ágúst klukkan 22.00. Svo er það myndin Skógurinn og trén sem fjallar um Frederick sem er höfuð virðu- legrar efnafjölskyldu og síðastliðin sextíu ár hefur hann átt sér leyndarmál. Konan hans og elsti sonur eru þau einu sem vita hið sanna. Samband hans við soninn er erfitt en þegar sonurinn fellur skyndilega frá, finnur Frederick sig knúinn til að koma út úr skápn- um og opinbera samkynhneigð sína. Rotten Tomatoes gefur henni 75%. Myndin er sýnd í kvöld og annað kvöld, 2. og 3. ágúst, klukkan 20.00. Veisla strákastúlkna og stelpustráka í paradís bíóanna  Samhliða Hinsegin hátíðinni fara fram Hinsegin bíódagar í Bíó Paradís  Bítnikk skáldið Ginsberg mun öskra á áhorfendur af hvíta tjaldinu  Ljóshærðir og bláeygðir nýnasistar munu fara í sleik Skógurinn og trén Í þessari fallegu bíómynd segir frá eldri manni sem kemur út úr skápnum. Strákastelpa Lítil stelpa ákveður að ljúga því að hún sé strákur. Það reynist skemmtilegur leikur en verður óvænt flókinn þegar vinkona hennar verður ástfangin af henni. Nasistar Þeir sem eru með búningafetish fá eitthvað fyrir sinn snúð með myndinni Bræðralag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.