Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 50% afsláttur af handþvotti og bóni að utan fyrir allar gerðir bíla ... allra hagur aha.is í dag Verð aðeins: 2.750 kr. (fólksbíll), 3.250 kr. (jepplingur) og 4.000 kr. (jeppi). Fjarðarbón „Þarna er með beinum hætti verið að auglýsa tæki til notkunar við lögbrot, því allur akstur utan vega er bannaður,“ segir Andrés Arn- alds, fagmálastjóri hjá Land- græðslu ríkisins, um auglýsingu sem birtist í Bændablaðinu., Þar eru ákveðin gerð mótorhjóla auglýst undir þeim formerkjum að þau séu „nýjung í smalamennsku“. Meðal þess sem talið er upp hjól- unum til tekna er að þau tæti ekki upp gróður. Þar með virðist gefið til kynna að í lagi sé að aka hjól- unum yfir gróðurlendi, sem hins- vegar er bannað með lögum. Færst hefur í vöxt undanfarin ár að bændur noti ökutæki eins og mótorhjól og fjórhjól við göngur og í smalamennsku. Andrés telur hins- vegar að þörf sé á vitundarvakn- ingu meðal bænda um áhrif utan- vegaaksturs á umhverfið. Hugarfar sem þarf að uppræta „Þetta er mjög svæðisbundið, en göngur á vélfákum eru víða mikið tíðkaðar og eru sumstaðar jafnvel aðalsmalamátinn,“ segir Andrés. „Það sem hefur verið að gerast er að það myndast för. Svo sjá aðrir þessi för og fara þau og allt í einu er kominn slóði. Lenskan hefur ver- ið sú að þegar einn er búinn að fara virðist, í þessu lagaleysi sem hér er, að öðrum sé leyfilegt að fara líka. Þetta leiðir til algjörs skipulags- leysis í því hvernig framtíðar- slóðakerfi þjóðarinnar er mótað.“ Jafnvel þótt ekki verði skemmdir segir Andrés að auglýsingin í Bændablaðinu afhjúpi ákveðið hug- arfar sem þurfi að uppræta gagn- vart umgengni við náttúruna, þar sem menn „taki sér bara sinn rétt án tillits til umhverfisins eða laga“. „Það þarf að byggja upp það hug- arfar að allur akstur utan vega sé lögbrot, alveg óháð því hvort hann valdi skemmdum eða ekki. Það þarf bara að ná tökum á þessu og sömu reglur eiga að gilda fyrir alla, en það þarf að gerast innan frá.“ Mótorhjól auglýst til aksturs utan vega í smölun  „Nýjung í smalamennsku“ sem tætir ekki gróður segir í Bændablaðinu Morgunblaðið/Eggert Nútímasmali Það færist í vöxt að fjórhjól séu notuð við göngur. Samkvæmt þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er Norðlingaölduveita slegin út af borðinu. Í rökstuðningi sem fylgdi tillögunni segir m.a. að virkjun á þessu svæði myndi fela í sér röskun vestan Þjórsar á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera, auk áhrifa á sérstæða fossa í Þjórsá. Jón Gunnarsson alþingismaður gefur lítið fyrir þessar röksemda- færslur og segir að virkjun á þessum stað skaði ekki Þjórsárver. „Ég verð að segja að mér finnst þessi rökstuðn- haust, eða þegar fólk getur verið þar á ferð til að njóta náttúrunnar. „Þannig að það er búið að mæta öllum helstu viðmiðunum sem voru um Norðlinga- ölduveitu með góðum árangri og friða Þjórsá gagnvart þessum fram- kvæmdum. Eftir stendur einhver hagkvæmasti virkjunarkostur sem við eigum með mjög litlum umhverfis- áhrifum.“ Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, vildi ekki tjá sig um mál- efni Norðlingaölduveitu þegar eftir því var leitað. Gefur lítið fyrir röksemdafærslur  Norðlingaölduveita einhver hagkvæmasti virkjunarmöguleiki í landinu og jafnframt sá umhverf- isvænasti, að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks  „Hefur í rauninni ekkert með Þjórsárver að gera“ Norðlingaölduveita » Búið að mæta öllum helstu viðmiðunum sem voru um Norðlingaölduveitu með góð- um árangri, að sögn Jóns Gunnarssonar. » Hagkvæmur virkjunarkostur sem hefur mjög lítil umhverfis- áhrif. ingur falla um sjálfan sig. Í fyrsta lagi þegar talað er um Norðlingaöldu- veitu, sérstaklega af þeim sem tala á móti þeim virkjunarkosti, er talað um að mikilvægt sé að vernda Þjórsár- ver. En málið er að þetta fer ekkert inn í Þjórsárver og það hljóta að vera þau viðmiðunarmörk sem við erum að horfa á. Með öðrum orðum skaðar þetta ekki Þjórsárver, og hefur í rauninni ekkert með þau að gera.“ Þá segir Jón að búið sé að finna lausn á því að halda vatnsmagni á fossakerfi svæðisins frá vori fram á Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjórsárver Veitan var slegin af. Róbert B Róbertsson robert@mbl.is ,,Við hjá Samorku erum ekki búin að fjalla nægjanlega mikið um málið á okkar vettvangi svo við erum ekki tilbúin með umsögn, en það kemur okkur verulega á óvart hversu margir orkukostir, sem verkefna- stjórnin raðaði ofarlega í sinni skýrslu, fara langt niður listann í sjálfri þingsályktunartillögunni og jafnvel alla leið niður í verndarflokk, en það eru engin dæmi um hið gagn- stæða,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- orku, samtaka orku- og veitufyrir- tækja, um tillögu að þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða var kynnt fyrir helgi. Samkvæmt tillögunni voru 69 virkjunarkostir flokkaðir í þrjá flokka þ.e. nýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu á laugardag- inn þar sem sýnt var hvaða kostir enduðu í hvaða flokki. Röðun vekur athygli Gústaf segir það vekja at- hygli hversu margir virkj- unarkostir sem voru of- arlega á lista í skýrslu verkefnastjórnarinnar, sem vann að tillögu um ramma- áætlun, hafa verið færðir niður í biðflokk og sum- ir jafnvel niður í vernd- arflokk. „Við gerð skýrslunnar var lögð áhersla á fagleg vinnubrögð og þó svo að menn hafi ekki verið sam- mála um alla hluti þá kemur nátt- úrlega mjög á óvart eftir alla þessa vinnu hvernig röðun orkukosta í þingsályktunartillögunni er háttað,“ segir Gústaf. Orkufyrirtækin fengu ekki að hafa sinn fulltrúa Þingsályktunartillagan var unnin í sumar af formönnum faghópanna, formanni verkefnisstjórnar og starfsmönnum ráðuneytanna, en orkufyrirtækin fengu ekki að hafa sinn fulltrúa við gerð hennar. ,,Auð- vitað hefðum við viljað eiga þarna fulltrúa,“ segir Gústaf. ,,Hvorki við, fulltrúar orkufyrirtækjanna né um- hverfisverndarsinnar voru með full- trúa, þannig að það má alveg segja að þarna hafi verið gætt samræmis. Það má samt deila um þetta því að Þóra Ellen grasafræðingur vann að tillögunni og hún er mikill frömuður í náttúruvernd. Þá vildu einhverjir meina að orkumálastjóri væri okkar fulltrúi, en það er ekki rétt því að Orkustofnun er ekki fulltrúi orku- fyrirtækjanna,“ segir Gústaf að lok- um. Tillögur verkefna- stjórnar hunsaðar  Margir góðir virkjunarkostir færðir í verndarflokk „Ákvarðanir eru teknar af pólitíkusum sem tala um okkur en ekki við okk- ur. Þeir segja okkur hvað sé mikilvægt og hvað ekki á okkar svæði óháð því hvað okkur finnst þannig að maður hristir bara hausinn yfir svona vinnubrögðum,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norð- urþings. „Það eru liðin þrjú ár síðan Þórunn Sveinbjarnardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, samþykkti og undirritaði skipulag sem sveit- arfélögin Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing og Að- aldælahreppur unnu sameiginlega og mikil sátt ríkti um. Svo var það í fyrra að Svandís Svararsdóttir lagði fram tillögu um að friðlýsa Gjástykki í Þingeyjarsveit. Þetta kom okkur mikið á óvart þar sem 60% af Gjástykki eru í Norðurþingi þannig að þeir vita ekki einu sinni hvað þeir eru að friðlýsa.“ ,,Maður hristir bara hausinn“ GJÁSTYKKI Í VERNDARFLOKK Bergur Elías Ágústsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Virkjun Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku segir að samtökin hefðu viljað hafa fulltrúa við gerð tillögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.