Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Hjartans þakkir: Á allra vörum safnar nú fyrir nýju barnahjartasónartæki, í samstarfi við Neistann. Vertu með og leggðu hjartveikum börnum lið með því að kaupa Á allra vörum gloss frá Dior! Sjá nánar á www.aallravorum.is. ÞAÐ ÞARF STÓRT HJARTA TIL AÐ BJARGA ÞEIM LITLU HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is ALLIR LITIR ÚTSÖLULOK Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305. Fatnaður frá 1000 kr. 50% a ukaaf sláttu r af ú tsöluv örum reikn ast á kassa Útsölulok 30-50% afsláttur af útsöluvörum Skeifunni • 108 Reykjavík www.belladonna.is • sími 517 6460 Stærðir 40-60 Áfram hjá móður sinni Vegna fréttar um úrskurð Hæsta- réttar í máli barns sem á að senda til Damerkur skal tekið fram að úr- skurðurinn sneri einvörðungu að því hvort barnið hefði verið flutt með lögmætum hætti frá Danmörku til Íslands með vísan til ákvæða Haag- sáttmálans. Niðurstaðan er sú að móðurinni er gert að fara með barn- ið til Danmerkur. Barnið, sem er ís- lenskur ríkisborgari, verður áfram hjá móður sinni þar til dómstólar í Danmörku hafa tekið afstöðu til kröfu föður barnsins, sem er norsk- ur en býr í Danmörku, um að fá fullt forræði yfir barninu. Árétting Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur lést hinn 20. ágúst síðastliðinn, 73 ára að aldri. Hann fæddist á Brekku í Mjóafirði 25. september 1937, sonur Vilhjálms Hjálmarssonar, fv. ráð- herra, og Önnu Mar- grétar Þorkelsdóttur húsfreyju. Eftirlifandi eiginkona Hjálmars er Kolbrún Sigurðardóttir kennari og eignuðust þau fjögur börn; Sigurð Stefán, Kristínu Önnu, Ínu Björgu og Vilhjálm. Barnabörn Hjálmars og Kolbrúnar eru átta og eitt barnabarnabarn. Hjálmar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1957. Að loknu stúdentsprófi lagði hann stund á heimspeki við Háskóla Íslands. Þaðan lá leiðin í Háskólann í Glasgow í dýrafræðinám, með áherslu á fiskifræði, sem hann lauk 1965. Að námi loknu starfaði Hjálmar hjá Hafrannsóknastofnuninni alla sína starfsævi. Veturinn 1989/90 var Hjálmar í rannsóknaleyfi við kan- adísku hafrannsóknastofnunina í St. John’s á Nýfundnalandi. Í kjölfarið varði hann doktorsritgerð sína, byggða á áratuga rannsóknum á ís- lenska loðnustofninum, við Háskól- ann í Bergen 1994. Auk starfa sinna hjá Hafrann- sóknastofnuninni sinnti Hjálmar ýmsum verkefnum bæði innan lands og utan í tengslum við vísindastörf sín. Hann sat í ýmsum sérfræðinga- nefndum Alþjóðahafrannsókn- aráðsins (ICES) og nefndum á vegum Hafrannsóknastofn- unarinnar, meðal ann- ars við rýni og endur- skoðun á ráðgjafarvinnu stofn- unarinnar. Hann sat á árunum 1988-1992 í nefnd Vísindaráðs Ís- lands sem fjallaði um vísindastörf á Íslandi og forgangsröðun þeirra. Auk þess sat hann í stjórn Fiski- málasjóðs um árabil. Hjálmar var félagi í Vísindafélagi Íslend- inga frá 1994. Hann stóð ásamt Kanadamanninum dr. James E. Carscadden fyrir sérstakri ICES-ráðstefnu um loðnu í Reykja- vík 2001 undir heitinu „Capelin, what are they good for?“. Einnig sat Hjálmar fyrir Íslands hönd í mats- hópi um áhrif veðurfarsbreytinga á norðurheimskautssvæðinu (Arctic climate impact assessment). Hann var ásamt Norðmanninum Alf Haa- kon Hoel aðalhöfundur og ritstjóri kafla um fiskveiðar og fiskeldi í skýrslu hópsins. Hjálmar var enn- fremur í hópi aðalhöfunda og rit- stjóra kaflans um fiskveiðar á norð- urslóðum í fjórðu skýrslu Milliríkjanefndar um loftslagsbreyt- ingar (IPCC) sem hlaut frið- arverðlaun Nóbels 2007. Hjálmar fékk sérstaka viðkenningu nób- elsnefndarinnar fyrir markvert framlag sitt. Í janúar 2010 var Hjálmar sæmd- ur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknir í fiski- fræði og hafvísindum. Andlát Hjálmar Vilhjálmsson Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Um mánaðamótin hófst starfsemi sameinaðs embættis Landlæknis og Lýðheilsustöðvar í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg. Ríkisendur- skoðun gerði athugasemdir við kostnað við sameininguna og gagn- rýndi að fjárhagsáætlun hefði ekki legið fyrir áður en ráðist var í sam- eininguna. Greint var frá því í fréttum Rík- isútvarpsins um helgin að húsaleigu- kostnaður við Barónsstíg nemi 41 milljón króna á ári en samanlagður leigukostnaður stofnananna tveggja var fyrir sameiningu tæpar 29 millj- ónir króna á ári. Kostnaðurinn hækk- ar því um 12 milljónir á ári. Embætti landlæknisins var áður í húsnæði á Seltjarnarnesi sem ríkið þarf að greiða leigu af til ársins 2027. Samningurinn er óuppsegjanlegur og er leiguupphæðin 24 milljónir króna á ári. Það húsnæði er nú tómt. „Þeir auglýstu eftir húsnæði fyrir embættið og fengu lágt tilboð sem þeir tóku ekki,“ segir alþingismaður- inn Guðlaugur Þór Þórðarson. „Það er ekkert annað en bruðl að taka ekki lægsta tilboðinu. Síðan flytja þeir án þess að vera búnir að framleigja hús- næðið sem þeir eru að flytja úr. Þannig að nú eru þeir að borga leigu fyrir húsnæði sem þeir eru ekki að nota. Það er sárgrætilegt að horfa uppá þetta.“ Guðbjartur Hannesson heilbrigð- ismálaráðherra viðurkennir að þetta sé rétt. „Vandamálið er að einhverj- um hefur dottið í hug að leigja þetta húsnæði á Seltjarnarnesi til 25 ára með óuppsegjanlegri leigu,“ segir Guðbjartur. „Það er skelfilegt að lifa við þetta. Mér finnst ástæða til að blaðamenn skoði hversvegna menn hafi gert svona samninga á sínum tíma. En við munum reyna að semja okkur útúr þessu eða framleigja hús- næðið. Ráðuneytið og þeir sem fara með fasteignir ríkisins eru að vinna í þessu. En fermetraverðið í Heilsu- verndarstöðinni er töluvert lægra og til langs tíma litið verður af þessu hagræðing.“ Guðlaugur segist vita af þessum samningum og hvetur blaðamenn til að rannsaka hvers vegna þeir voru gerðir. „En það breytir því ekki að þetta er staðan og það er skelfilega unnið úr henni með tugmilljóna bruðli á kostnað skattborgara.“ Tugmilljónir fara líklega í súginn  Hin meinta hagræðing er enn aðeins aukinn kostnaður Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bruðl Við sameiningu embættis Landlæknis og Lýðheilsustöðvar í þessu húsnæði við Barónsstíg jókst kostnaðurinn við embættið. En heilbrigðisráðherra vill meina að til langs tíma litið muni verða hagræðing af þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.