Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Met 12.481 hlaupari tók þátt í öllum vegalengdum Reykjavíkurmaraþonsins sl. laugardag. Þar á meðal voru liðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem hlupu með fólk í hjólastólum. Árni Sæberg Hagsmunir fjölskyldna og at- vinnulífs á Suðurnesjum byggj- ast m.a. á að eiga þingmenn sem hlusta á fólkið, skilja vanda svæðisins og berjast fyrir það. Oddný Harðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi og formaður fjárlaga- nefndar, svarar grein minni í Morgunblaðinu frá síðustu viku þar sem ég lagði áherslu á mik- ilvægi þess að stjórnvöld vinni með okkur Suðurnesjamönnum í uppbyggingu atvinnulífsins í stað þess að vinna gegn okkur. Ég vonaði að nú kæmi sá kraftur frá Oddnýju sem hefur vantað til að fylgja málum eftir. Við segj- um ekki örvæntingarfullum fjöl- skyldum að bíða og sjá til, mál séu í skoðun, vitandi það að ekk- ert muni gerast. En þingmaðurinn olli mér vonbrigðum. Með upphafsorðum sínum í svar- grein gefur hún í fyrsta lagi í skyn að hún hafi ekki einu sinni lesið greinina mína. Að því loknu segist hún „hafa frétt“ að þar stæði að ríkis- stjórnin öfundi sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ. Svo telur hún sig svara á „faglegum“ nótum og biður í framhaldinu um vönduð samskipti. Þingmaðurinn, sem gerir lítið úr orðum mín- um og áhyggjum af stöðu þúsunda Suðurnesja- manna, situr í stjórnarsófanum með Vinstri grænum og hlustar þögul á andstöðu þeirra við einkarekstur sjúkrahúsa, framkvæmdir við Helguvíkurhöfn, ECA flugverkefni, virkjanir og álver. Ekki orð frá henni um að þetta gangi ekki lengur! Það eru aðeins orð sem heyrast frá Kristjáni L. Möller, samflokksmanni hennar fyrir norðan. Ekki þeirra hlutverk að taka upp símtólið „Það er ekki hlutverk ríkisins að stíga inn í viðskiptasamninga einkafyrirtækja,“ segir þingmaðurinn til að afsaka að ekki sé tekið upp símtólið til að spyrjast fyrir um stöðu stórra verkefna eða hvetja forsvarsmenn þessara fyr- irtækja áfram þegar þjóðin þarf virkilega á þeim að halda. Þetta lýsir þeirri aðgerðarleys- isstefnu sem of margir þingmenn Samfylking- arinnar virðast aðhyllast. Hún lýsir vissu skiln- ingsleysi á því hvernig hægt er að hreyfa við hlutum og er miður að komi frá þingmanni í þessu kjördæmi. Þriggja ára bið eftir virkjanaleyfi! Samfylkingarþingmaðurinn segir mig kalla eftir pólitískum afskiptum af veitingu virkj- analeyfa „sem við Suðurnesjamenn hljótum að hafna,“ segir hún. Í stöðunni er algerlega rangt að Suðurnesjamenn hafni pólitískum afskiptum af virkjanaleyfinu úti á Reykjanesi, því það er ekkert faglegt að það hafi verið að flækjast í kerfinu í 3 ár, þrátt fyrir fjölda jákvæðra um- sagna frá fjölda sérhæfðra fyrirtækja sem um málið hafa fjallað. Það er meira að segja í drögum að rammaáætlun þingsins sem einn sterkasti kostur til jarðhitavirkjana. Enn ein afsök- unin fyrir aðgerðarleysinu, nú und- ir merkjum „faglegs mats“. Sérmeðferð Oddný talar um meinta sér- meðferð Reykjanesbæjar í fjár- málaráðuneytinu – skoðum það að- eins. Þegar sveitarfélögin seldu hluti sína í Hitaveitunni, greiddu þau öll fjármagnstekjuskatt af söl- unni, þ.á m. Reykjanesbær. Reykjanesbær hélt eftir stórum eignarhlut en seldi síðar, gekk þá á fund fjármálaráðuneytis og vildi semja um greiðslu á skattinum. Þá var tilkynnt að þegar væri verið að skoða leiðir til að koma til móts við sveitarfélög sem skulda háar fjár- hæðir í fjármagnstekjuskatt. Getur verið að einhver hafi verið á undan með vandamálið? Það er algjörlega ný söguskýring Oddnýjar að þetta hafi verið gert sérstaklega fyrir Reykjanesbæ því aldrei kom beiðni frá okkur til þingmanna um það og ekki er ólíklegt að önnur sveitarfélög í enn verri stöðu hafi átt meiri þátt í að þessi leið var valin, mögulega Hafnarfjörður, þar sem meiri- hlutinn tilheyrir flokki Oddnýjar, Samfylking- unni. Lítið gert úr hugmyndum um einkasjúkrahús Og enn sannfærir þingmaðurinn sig og sína um að ekkert hafi verið að andstöðu vinstri grænna við einkasjúkrahús. Upphafshug- myndir voru einmitt að byrja smátt með því að nýta nýjar ónotaðar skurðstofur á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og þróa sig yfir í stærra. Formleg beiðni kom til heilbrigðisráðherra 7. apríl 2009. Oddný hélt því fram í fjölmiðlum í september í fyrra að ekkert erindi hefði borist heilbrigðisráðuneytinu um að umræddir einka- aðilar vildu nýta skurðstofurnar og því væri ekki við ráðherra vinstri grænna að sakast. Hún leiðrétti þau ósannindi aldrei þótt ég ósk- aði eftir því við hana. Hún heldur því nú fram að ef verkefnið byggðist á því að byrja fyrst smátt og þróa sig í stærra, þá hafi það í heild ekki staðið á nægilega styrkum stoðum. At- hyglisvert! Atvinnuleiðin Greinar mínar eru skrifaðar í ljósi þess veru- leika sem samfélagið býr við – þær eru ekki um erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélaga – þær tengj- ast því að ekkert gengur að fá hjól atvinnulífs- ins til að snúast. Það eru tekjur af vel launuðum störfum sem skapa fjölskyldum lífsviðurværi og börnum þessa lands bjarta framtíð. Það er ekki nóg að við tölum saman, við þurfum að vinna saman og það þarf að koma verkum fram. Eftir Árna Sigfússon » Það er ekki nóg að við tölum saman, við þurfum að vinna saman... Árni Sigfússon Höfundur er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hagsmunir Suðurnesjamanna Mikil umræða er nú í þjóð- félaginu vegna kjaradeilu leik- skólakennara við viðsemjendur þeirra. Leikskólakennarar hafa boðað verkfall og er ljóst að það mun hafa víðtæk áhrif. Leik- skólakennarar hafa verkfallsrétt en það hafa lögreglumenn ekki. Lögreglumenn voru með verk- fallsrétt til ársins 1986 en þá voru sett lög sem bönnuðu lög- reglumönnum að fara í verkfall. Í staðinn fengu lögreglumenn svo- kallaðan viðmiðunarsamning sem átti að tryggja það að þeir myndu fylgja ákveðnum stéttum í launum. Þetta reyndist flókið og breytingar í þjóðfélaginu urðu til þess að ríkið kveinkaði sér undan þessum samningi. Árið 2003 var síðan samið um að þessi viðmiðunarsamningur yrði ekki lengur til staðar og fengu lög- reglumenn ágætis „bætur“ í staðinn. Eins og svo oft áður þá „fjarar“ slíkur ágætissamningur hratt út og þær bætur sem stétt- in fékk urðu fljótlega að engu. Eftir stóð bókun með kjara- samningum um að hvor aðili fyr- ir sig gæti óskað eftir úttekt á kjaralegri stöðu, í upphafi kjaraviðræðna. Þeg- ar þessi grein er skrifuð eru liðnir 260 dagar síðan kjarasamningurinn rann út, það er lengra síðan samninganefnd lögreglumanna bað um að þessi kjaralega úttekt færi fram. Ekkert gerð- ist í nokkra mánuði, enda ekki við því að búast því lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt eða önnur þvingunarúrræði eins og flestar aðrar vinnandi stéttir. Sagan hefur í langan tíma ver- ið sú að við lögreglumenn er ekki rætt fyrr en búið er að semja við flesta aðra, í það minnsta stóru stéttarfélögin. Þegar loksins var farið að ræða við lögreglumenn þá kom í ljós að samn- inganefnd ríkisins taldi að ekki ætti að skoða kjaralega stöðu lögreglumanna miðað við ártal- ið 2003, eins og samninganefnd lögreglumanna vildi. Eftir nokkra samningafundi þar sem lítið gekk og fátt annað var í boði en aðrar stéttir höfðu verið að semja um, ákvað samninganefnd LL að leggja málið í gerðardóm, við litla hrifn- ingu samninganefndar ríkisins. Slíkur gerð- ardómur er skipaður þremur aðilum, einum frá hvorum samningsaðila og einum skipuðum af ríkissáttasemjara og á að skila af sér innan 30 daga frá því hann er skipaður. Samninganefnd LL tilnefndi strax sinn aðila í gerðardóminn en núna, rúmum einum og hálfum mánuði síðar hefur samninganefnd ríkisins ekki tilnefnt sinn fulltrúa. Til að gæta sanngirni þá mátti kannski búast við einhverri töf vegna sumarleyfa en þetta er orðin vanvirðing við stétt lögreglu- manna og eru lögreglumenn margir hverjir orðnir pirraðir. Þessir pirruðu lögreglumenn eiga margir hverjir börn á leik- skólaaldri og yfirvofandi er verk- fall leikskólakennara og mun það raska daglegu lífi þeirra ef af verð- ur. Lögreglumenn hafa horft upp á hamaganginn sem verður þegar ýmsar stéttir hóta eða boða til verkfalls og þá fer allt á flug í við- ræðum. Lögreglumenn höfðu verkfallsrétt, hann var tekinn af þeim með lögum. Í staðinn fengu þeir viðmiðunarsamning því það var ljóst að þeir yrðu að hafa ein- hver úrræði, það var samkomulag milli samninganefndar ríkisins og landssambands lögreglumanna og það varð einnig að samkomulagi milli þessara samninganefnda þeg- ar viðmiðunarsamningurinn var erfiður úrlausnar að sett yrði inn þessi bókun og heimild beggja til að krefjast úttektar á kjaralegri stöðu. Það er síðan skoðun samn- inganefndar ríkisins að þetta eigi ekki við nema að hluta. Þetta minnir um margt á umræðuna sem nú fer fram um hvernig sveit- arfélögin geti smokrað sér framhjá verkfallsaðgerðum leikskólakenn- ara. Í kjaraviðræðum er það svo að launþeginn bendir á að hann hafi svo og svo mikið í grunnlaun, eða réttara er kannski að segja svo og svo lítið. Launagreiðandinn kemur þá á móti með upp- lýsingar um að launþeginn hafi svo og svo mikið í heildarlaun. Vissulega er það svo að grunnlaun lögreglumanna segja ekki allt en það á ekki við um alla lögreglumenn. Þeir sem vinna vakta- vinnu ná margir hverjir að tvöfalda grunn- launin en það er líka vegna álagsgreiðslna fyrir kvöld, nætur og helgidagavaktir og fyrir auka- vinnu sem þeir hafa enga stjórn á. Lög- reglumenn hafa nefnilega nánast ótakmarkaða aukavinnuskyldu. Þessir sömu lögreglumenn, sem hafa ágætis heildarlaun í dag, geta aftur á móti staðið frammi fyrir því að gerð er breyting á þeirra vinnu þannig að þeir standi eftir nánast á strípuðum grunnlaunum. Aðeins þarf 30 daga fyrirvara á slíkri breytingu. Þessir sömu aðilar hafa kannski verið hjá fjármálastofnun nokkru áður, með sína launaseðla, til að gera áætlanir um einhverja fjárfestingu. Slík áætlun verður að engu. Fyrir rúmu ári var gerð breyting hjá 10 manna deild þar sem þetta var raunin. Ég er ekki gott dæmi um lögreglumann sem er illa launaður, ef litið er á heildarlaun. Ég er með 303.000 kr. í grunnlaun, með 26 ára starfsaldur og í millistjórnandastöðu. Óbreyttur menntað- ur lögreglumaður með 5 ára starfsaldur er með rétt um 230.000 kr. í grunnlaun, sem er lægra en afleysingamaður hjá Tollgæslunni. Við erum ekkert að biðja um meira en aðrir, við viljum bara halda okkar stöðu, miðað við aðra. Eftir Guðmund Fylkisson » Lögreglu- menn hafa verið með lausa kjarasamninga í meira en 260 daga. Lögreglu- menn hafa ekki verkfallsrétt og hafa því setið á hakanum í kjaraviðræðum Guðmundur Fylkisson Höfundur er aðalvarðstjóri á fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Lögreglumenn í skugga leikskólakennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.