Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 14
Stór breyting á hegðun neyt- enda segir Kristmundur að sé að fáir nýti sér raðgreiðslu- möguleika. Viðgerðirnar eru yfirleitt staðgreiddar í dag. „Við höfum ýmsar leiðir í boði, m.a. vaxtalausar afborg- anir, en það heyrir samt til undantekninga að slíkar lausnir verði fyrir valinu. Það er frekar eins og fólk vilji frekar bíða fram að næstu eða þarnæstu mánaðamótum, eiga þá alveg fyrir reikn- ingnum og vera svo laust við málið.“ Upp til hópa segir Krist- mundur að fólk hugsi enn vel um bílana sína en ákveðinn hluti bíleigenda gangi þó greinilega fulllangt í að spara og geti valdið hættu á veg- unum. „Sumir eru akandi um á handónýtum dekkjum eða eru komnir alveg á ystu mörk með viðgerðir m.a. vegna þess að varahlutir og dekk eru orðin allt of dýr.“ Vilja ekki hafa rað- greiðslur á bakinu ALLT STAÐGREITT 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það sem við sjáum í dag er að við fáum til okkar færri tjónaviðgerðir en það er gert við meira á hverjum bíl,“ segir Jón Bergur Hilmisson, bílamálari og eigandi Lakkhússins á Smiðjuvegi, um muninn fyrir og eftir bankahrun. „Fyrir hrun voru allir á nýjum bíl- um og með kaskótryggingu, en nú eru bílarnir eldri og ekki endilega kaskótryggðir svo fólk lætur það vera að koma jafnoft með bílinn í við- gerð. Á meðan hækka varahlutirnir gríðarlega í verði sem þýðir meiri vinnu við að lagfæra það sem skemmst hefur frekar en að skipta því bara út,“ segir hann. „Hér áður fyrir mátti varla sjá á bretti án þess að væri óðara farið á verkstæði og látið skipta út fyrir nýtt, en í dag liggur ekki jafnmikið á lagfæringun- um og þegar komið er á verkstæðið er frekar gert við en sett nýtt í stað- inn fyrir það gamla.“ Þá er töluvert að gera við að flikka upp á gamla bíla sem áður hefði verið skipt út fyrir nýja. „Það er engin spurning að margir eyða í að gera gamla bílinn upp frekar en fá sér nýjan í þessu árferði. Bíll þarf ekki að verða orðinn svo gamall og átt mörg ár inni, en hægt að hressa upp á útlitið með því að lakka upp á nýtt.“ Verðþrýstingur frá tryggingafélögunum Lakkhúsið er 23 ára gamalt fyr- irtæki og var stofnað af Hilmi Þor- varðarsyni, föður Jóns Bergs. Þar vinna í dag, auk Jóns, tveir bílamál- arameistarar, bifreiðasmiður og svo kona sem heldur utan um bókhaldið. Auk réttinga og málningarvinnu fæst fyrirtækið við rúðuskiptingar og viðgerðir á hjólhýsum. „Við höf- um ekki getað hækkað mikið þótt efniskostnaðurinn hafi aukist um tugi prósenta. Verðið er líka undir miklum þrýstingi frá trygginga- félögunum og síðustu ár hafa þau verið mjög stíf á sínu. Við höfum ekki tekið slaginn við þá en könnumst við þá umræðu að tryggingafélögin séu orðin svo hörð að sé farið að bitna á gæðum viðgerðanna á sumum stöð- um.“ Jón segir það engar ýkjur að mik- ið sé um svarta starfsemi í bílavið- gerðabransanum. „Hvað varðar bíla- málun þá hafa efnin þróast svo mikið að það krefst meiri búnaðar eins og t.d. sprautuklefa. Það má samt enn ná sæmilegum árangri með því að sprauta inni í bílskúr þótt það þýði minni gæði. Meira er um að menn séu að rétta og vinna alls konar und- irvinnu svart,“ segir hann. „Óhætt er að fullyrða að svarti markaðurinn blómstri, og talað um að það séu lengri biðlistar hjá þeim sem laga bíla svart en hjá löglegum verkstæðum.“ Fúskið getur verið dýrt Síðustu vikur hefur verið nokkur umræða um mögulega hættu af svörtum bílaviðgerðum og Jón Berg- ur tekur undir þær viðvörunarradd- ir. „Bíll sem hefur verið illa gert við er í raun verri en bíll sem ekki hefur verið gert við og getur sett líf far- þega og annarra vegfarenda í hættu ef illa er staðið að verki. Ekki nóg með það heldur getur eigandi bílsins tapað á því að láta fúskara gera við. Oft sjáum við menn koma til okkar eftir að hafa farið ódýrustu leiðina og látið einhvern laga bílinn svart, en útkoman ekki orðið nógu góð. Þá getur verið dýrara að gera við fúskið en ef farið hefði verið beint á al- mennilegt verkstæði strax í upp- hafi.“ Virðisaukaskattur er lagður á all- an efniskostnað og þjónustu bíla- verkstæða. Jón segir álögurnar m.a. draga úr hvatanum til að stækka og víkka út starfsemina. Hann myndi vilja sjá gerða tilraun með bílavið- gerðir líkt og gert hefur verið með góðum árangri í átaksverkefninu Allir vinna, þar sem kostur er á end- urgreiðslu hluta gjalda og kostnaðar vegna viðgerða og framkvæmda á húsum og lóðum. Að koma meiru af starfseminni úr skugga svarta mark- aðarins segir Jón að gæti gert alla starfsemi heilbrigðari. „Það hefur t.d. verið erfitt að fá menn í vinnu og af atvinnuleyssiskrá því margir hafa það bara mjög fínt vinnandi stöku viðgerðarverk í bílskúrnum heima og þiggjandi atvinnuleysisbætur meðfram. Umhverfið er orðið mjög aumingjahvetjandi.“ Meira gert við en minna skipt út  Hækkað verð á varahlutum og fækkun kaskótrygginga hefur breytt hegðun neytenda  Getur verið dýrt að ætla að spara pening með fúsk-viðgerðum  Skattaumhverfið „aumingjahvetjandi“ Morgunblaðið/Ómar Floti „Hér áður fyrir mátti varla sjá á bretti án þess að væri óðara farið á verkstæði og látið skipta út fyrir nýtt. Í dag liggur ekki jafnmikið á lagfær- ingunum,“ segir Jón Bergur um hegðun íslenskra bílaeigenda. Svart Jón Bergur Hilmisson vill sjá „Allir vinna“ átak í bílaviðgerðum. „Skýrasta breytingin er að nú er gert við 10-12 ára bíla þó það kosti 150 eða 200 þúsund, til að koma þeim í gegnum skoðun. Ef við förum fjög- ur ár aftur í tímann þá hefði þessum sömu bílum verið hent,“ segir Krist- mundur Þórisson, bifvélavirki og framkvæmdastjóri Almenna bíla- verkstæðisins í Skeifunni. Kristmundur segir nóg að gera á verkstæðinu en rekstrarumhverfið hefur versnað vegna hækkandi álaga hins opinbera og veikari krónu. „Það er mun erfiðara að reka fyrirtæki í dag en fyrir fjórum árum. Rekstrarlega séð svíður undan öll- um þessum hækkunum.“ Lítill hvati til að vinna meira Þó eftirspurnin sé mikil eftir þjón- ustu verkstæðisins er Almenna bíla- verkstæðið ekki opið um helgar og virka daga er látið duga að vinna frá 8 til 5, og stundum til 6. Ein ástæða þess að eftirspurninni er ekki mætt með lengri opnunartíma og helgar- opnun segir Kristmundur að skatta- umhverfið dragi úr mönnum hvat- ann til að bæta við sig vinnu. „Ungir menn um þrítugt, til dæmis, sem ættu undir eðlilegum kring- umstæðum að taka glaðir við allri þeirri aukavinnu sem þeim býðst, þeir vilja ekki aukavinnuna í dag því svo stór hluti af viðbótartekjunum fer í skattinn,“ segir hann. „Skatta- umhverfið virðist vera komið al- gjörlega úr böndunum og er farið að letja og skemma fyrir okkur. Það er pirrandi að hugsa um þetta, því þeir sem eru duglegir vilja ekki vinna sér inn meira þó þeir gætu, og myndu með því skapa sér aukatekjur sem gætu svo farið í að greiða niður skuldir eða örva verslun og þjón- ustu.“ Prútt og hagsýni Hegðun neytenda er önnur núna en fyrir nokkrum árum. Þannig segir Kristmundur mikið um verðsam- anburð og prútt, og á bak við eitt verkefni geti verið mörg símtöl. Hvort það sé hins vegar rétt fyrir neytandann að leita alltaf uppi all- raódýrasta verðið segir Krist- mundur ekki endilega vera raunina. „Oft eru bilanirnar þess eðlis að mjög erfitt er að veita viðunandi lýs- ingu og fá nákvæmt verðmat yfir síma. Síðan getur ýmislegt komið í ljós sem breytir endanlegu verði, og loks þarf að vega og meta hvort lægsta verðið skilar nægum gæð- um,“ segir hann. „Bílaviðgerðir eru sérstök gerð þjónustu, og snýst mik- ið um persónuleg samskipti og traust. Það má líkja þessu við lækn- inn sem fólk velur sér eða rakara- stofuna sem skipt er við. Fólk finnur þann sem það getur treyst og stein- hættir að spyrja um verð enda getur það stólað á að fá þá þjónustu sem þarf fyrir sanngjarna þóknun.“ Aukin notkun notaðra varahluta er eitthvað sem Kristmundi þykir hafa breyst til batnaðar eftir að kreppan skall á. „Það fór rosalega mikið í súginn á mesta uppgangs- tímabilinu. Maður horfði jafnvel upp á það hjá fyrirtækjum sem áttu fína bíla að þegar kom viðgerðaráætlun upp á 100 þúsund krónur kom hrein- lega kranabíll á staðinn og fór með bílinn beint í pressu. Þetta eru bílar sem væri slegist um í dag. Ástandið nú er svipað og þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í bransanum en þá voru varahlutir einmitt dýrir og meiri hagsýni og nýtni í gangi.“ ai@mbl.is Skattaumhverfið letjandi og skemmir fyrir  Segir menn ekki vilja vinna lengri vinnuviku vegna hárra skatta  Mikið um verðsamanburð, prútt og mörg símtöl bak við hvert verkefni  Notaðir varahlutir orðnir vinsælli og mikið um staðgreiðslur Morgunblaðið/Kristinn Lagfæringar Kristmundur segir svíða undan skattahækkunum og rekstr- arumhverfið sé erfiðara en fyrir fjórum árum. Þá hafa skattar á vinnu letj- andi áhrif. Myndin er af sprækum bifvélavirkja að störfum. Sparað Kristmundur Þórisson er ánægður með hagsýni neytenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.