Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Að sjálfsögðu þarf að taka allan viðbótarkostnað til skoðunar og okkar fjármálaskrifstofa mun fara yfir áætlaðan kostnað vegna þessa samnings. En þetta mun ekki sliga sveitarfélagið,“ segir Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Sveitarfélögin standa misvel að vígi til að mæta launahækkun leik- skólakennara, sem samningar náð- ust um á laugardag. Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir ljóst að sveitarfélögin þurfi að bregðast við viðbótarútgjöldum með því ann- aðhvort að skera niður þjónustu eða auka tekjur sínar. Það sé hins- vegar undir hverju og einu sveitar- félagi komið hvaða leið verði farin til að fjármagna launahækkanirn- ar. Þungt til lengri tíma lítið Árni Sigfússon segir að í tilfelli Reykjanesbæjar hafi hlutfall sveit- arfélagsins í kostnaði við rekstur leikskóla hækkað mjög mikið á síð- ustu 8 árum. Áður hafi foreldrar greitt um 25% af heildarkostnaði til móts við sveitarfélagið, en greiði nú rúmlega 10%. Svigrúm sveitar- félagsins til að taka á sig viðbót- arkostnað sé því eðli málsins sam- kvæmt minna. Í Reykjanesbæ eru 10 leikskólar, þar af 4 einkareknir. „Þetta er það sem við þurfum að skoða, en á sama tíma gerum við okkur grein fyrir að foreldrar eru ekki síður í erfiðri stöðu en sveit- arfélögin. Þetta eru staðreyndirnar en það þýðir lítið annað en að vinna saman að lausn á þessu. Leikskólakennarar vinna mjög mikið starf og það var orðinn óeðli- lega mikill launamunur milli kenn- arastétta. Við höfum fullan skilning á að það þurfi að leiðrétta það.“ Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, segir að áhrifin á fjárhag bæjarins séu ekki ljós þar sem nákvæmar prósentu- tölur launahækkunar hafi ekki ver- ið gefnar upp. „Vonandi er þetta á svipuðum nótum og það sem er að gerast á almenna markaðnum, en til lengri tíma gæti þetta orðið þyngra ef til stendur að jafna laun- in eins og manni heyrist. Almennt er það svo að kjarasamningarnir taka í budduna hjá okkur sem þýð- ir að við þurfum að skoða hvernig við getum mætt þeim. Við erum einmitt í því þessa dagana að finna út hvernig við getum mætt þessum áhrifum því það þarf að horfa í hverja einustu krónu í rekstri sveitarfélaganna í dag.“ Sveitarfélögin skoða hvernig launahækkun verður mætt Morgunblaðið/Golli Skólastarfið Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr grunnskólakennurum í launum og knúðu fram leiðréttingu.  Kjarabætur leikskólakennara taka í budduna  Hækkanir eða niðurskurður 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Tyrkland 27. ágúst í 10 nætur Kr. 131.900 – Allt innifalið M.v. tvo fullorðna og eitt barn í herbergi á Royal Palm Beach **** í Bodrum með allt innifalið, 27. ágúst. Verð 159.800 kr. m.v. tvo í herbergi á Royal Palm Beach **** í Bodrum með allt innifalið, 27. ágúst. Frá aðeins 119.900 með „öllu inniföldu“ Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum í 10 nátta ferð til Tyrklands þann 27. ágúst. Í boði er m.a. frábært sértilboð á Hotel L´Ambiance ***+ og Royal Palm Beach **** með öllu inniföldu á ótrúlegum kjörum. Einnig önnur sértilboð í boði. Aðeins örfá herbergi í boði - bókaðu strax! ! Kr. 119.900 – Allt innifalið M.v. tvo fullorðna og tvö börn í herbergi á L´Ambiance ***+ í Bodrum með allt innifalið, 27. ágúst. Verð 139.900 kr. m.v. tvo í herbergi á L´Ambiance ***+ í Bodrum með allt innifalið, 27. ágúst. Þó svo hátíð- arhöld í tengslum við Menningarnótt hafi gengið vel framan af degi var heldur meira að gera hjá lög- reglu höfuðborg- arsvæðisins eftir að skyggja tók. Tilkynnt var um sjö líkamsárásir í miðborginni en engin þeirra var þó talin alvarleg, þ.e. enginn hlaut alvarleg meiðsli. Flestar árásirnar áttu sér stað á milli klukkan tvö og sjö aðfaranótt sunnudags. Meðal annars var til- kynnt um að maður af erlendum uppruna hefði ráðist á þrjá menn á Lækjartorgi auk þess sem dyra- vörður skemmtistaðar slasaðist þegar gestur staðarins réðist á hann. Þurfti dyravörðurinn að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Þá var maður sleginn með flösku í höfuðið við Sæbraut og var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, en töluvert blæddi úr honum. Tilkynnt um sjö lík- amsárásir í tengslum við Menningarnótt Tekinn Erill var í miðbænum. Össur Skarphéð- insson utanrík- isráðherra ræddi Evrópu- og norðurslóða- mál á fundi sín- um með Erkki Tuomijia, utan- ríkisráðherra Finnlands, í Tallinn í Eist- landi í gær. Að sögn utanríkisráðuneytisins mun Össur hafi þakkað Finnum samstarfið í Evrópumálum, en þeir hafa m.a. veitt sérfræðiráðgjöf um landbúnaðar- og byggðamál. Þá fór Össur yfir stöðuna í við- ræðunum við Evrópusambandið og hét finnski ráðherrann áframhald- andi fullum stuðningi við umsókn Íslands. Þeir fóru yfir stöðuna á evrusvæðinu og finnskum stjórn- málum þar sem ný ríkisstjórn hefur nýlega tekið við völdum. Ráðherrarnir hétu því að auka samstarf þjóðanna um norðurslóða- mál þar sem sérstaklega var rætt um uppbyggingu í menntun, rann- sóknum og fjarkennslu. Samstarfið verði þróað áfram í vetur. Þakkaði Finnum sérfræðiráðgjöf Össur Skarphéðinsson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra sóttu í gær minningarathöfn norsku þjóðarinnar um þá sem létu lífið í Útey og í sprengingunni við stjórnarráðsbyggingarnar. Norsk stjórnvöld boðuðu til minningarathafnarinnar og hana sóttu meðal annarra þjóðhöfð- ingjar Noregs, Íslands og Finn- lands og ríkisarfar Danmerkur og Svíþjóðar auk annarra nor- rænna og norskra ráðamanna. Athöfnin var haldin í Oslo Spektrum-miðstöðinni í Ósló og hófst um miðjan dag að norskum tíma. Athöfn Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson við minningarathöfnina. Forseti og forsætis- ráðherra sóttu minningarathöfn Reuters Það styttist í að varðskipið Þór komi til landsins, en áætlað er að skipið verð afhent 23. september næstkomandi. Reyndar stóð til að það legði úr höfn nú um mán- aðamótin, en á því varð seinkun. „Það er verið að gera margskon- ar prófanir sem hafa tekið aðeins lengri tíma en áætlað var,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrú Landhelgisgæsl- unnar. Um er að ræða sjó- og tog- prófanir og síðan hallaprófanir á skipinu, auk þess sem prófanir eru gerðar á slökkvibúnaði. Þór er fjöl- nota hátækniskip og verður því al- gjör bylting í björgunargetu Land- helgisgæslunnar á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á. Áratugir eru síðan endurnýjun varð í flotanum, því Ægir var smíð- aður 1968 og Týr 1975. Meðal tækjakosts um borð má nefna bún- að til að gefa þyrlum á flugi elds- neyti og fjölgeislamæli sem notaður er til dýptarmælinga og við neð- ansjávarleit. Áætlað er að 18 manns verði í áhöfn Þórs og hafa þeir ver- ið við þjálfun að undanförnu. Um mánuð tekur að sigla skipinu frá Síle til Íslands og má því eiga von á því til landsins í lok október. Prófanir Þór er búinn öflugum slökkvibúnaði sem var prófaður nýlega. Hægt er að hylja skipið vatnsúða við slökkvistörf ef á þarf að halda. Prófanir á búnaði Þórs tefja brottför Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins varð miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara til þess að sættir náðust á laugardag. Samn- ingurinn er sagður fela í sér leið- réttingu launa leikskólakennara til jafns við aðrar stéttir, en efni hans verður ekki gefið upp strax. „Þetta er flókinn samningur og eðlilegt að [Félag leikskólakennara] fái tóm til að útskýra hann fyrir sínu fólki,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveit- arfélaganna. Hún staðfestir að upphafshækkun launa verði 7%, en ráðist verður í greiningarvinnu á launum sambærilegra stétta áð- ur en ákveðið verður í hversu stórum skrefum og á hve löngum tíma frekari hækkanir verða. Að- spurð segir Inga Rún að sú vinna sem framundan er verði unnin í sameiningu enda sé samningurinn á forræði beggja aðila. Flókin samningagerð FREKARI GREININGARVINNA Á PRÓSENTUHÆKKUNUM EFTIR Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók í gærmorgun rúmlega þrítug- an karlmann eftir að hann var stöðvaður á Reykjanesbraut. Að sögn lögreglu var akturslag mannsins afar varhugavert en hann ók bíl sínum á tveimur ak- reinum. Í ljós kom að maðurinn var vel við skál og því ekki í neinu ásig- komulagi til að stjórna ökutæki. Hann olli ekki tjóni með akstr- inum en lögregla segir það mikla mildi að til hans hafi náðst áður en illa fór. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum. Ók á tveimur akreinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.