Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Hallur Már hallurmar@mbl.is Nú er væntanleg önnur breiðskífa jazz-sveitarinnar ADHD. Platan hefur hlotið titilinn adhd2 en upp- tökur fóru fram í Island hljóð- verinu sem staðsett er í Vest- mannaeyjum síðastliðið vor. Sveitin er skipuð einvalaliði hljóð- færaleikara sem hafa verið áber- andi í íslensku tónlistarlífi um ára- bil. Ómar Guðjónsson leikur á gítar og bassa, Óskar Guðjónsson á saxafón, Davíð Þór Jónsson leik- ur á ýmis orgel, píanó og bassa og Magnús Tryggvason Eliasen leik- ur á trommur. Sem hljóðfæraleikarar hafa meðlimir sveitarinnar komið fram með mörgum af þekktustu hljóm- sveitum og listamönnum landsins t.a.m. Mezzoforte, Moses Highto- wer, amiinu, Latínsveit Tómasar R. Einarssonar, Flís, Jagúar, Stór- sveit Samúels J. Samúelssonar og svo mætti lengi telja. Hljómsveitin var stofnuð árið 2008 og ári síðar kom út platan adhd sem hlaut góðar viðtökur tónlistaráhugamanna og var valin jazz-plata ársins á íslensku tónlist- arverðlaununum árið 2010. Matarsvall og einangrun í Eyjum Ómar segir að það hafi verið góð reynsla að fara til Vest- mannaeyja til að taka upp. „Við fórum í viku og bjuggum saman á efri hæð stúdíósins en tókum upp á hæðinni fyrir neðan. Ívar „Bongó“ Ragnarsson hljóðmeistari fór með okkur og á þessari viku unnum við með efni sem hefur fylgt bandinu alveg frá stofnun. Eitthvert efni varð svo til á staðn- um. Þetta var frábær reynsla og við reyndum að nýta það vel að vera bara einir úti í Vest- mannaeyjum og geta einbeitt okk- ur algerlega að upptökunum. Á milli þess að vera í tökum fórum við í göngutúra og drukkum í okk- ur kraftinn úr náttúrunni til að skapa.“ Í stúdíóinu var mikil áhersla lögð á að skapa góðan anda og Ómar segir Óskar bróður sinn vera einkar liðtækan í eldhúsinu og hafa reitt fram sælkeramáltíðir á milli þess að spila. „Þegar Óskar byrjar að elda þá verður afrakst- urinn alltaf eins og á fimm stjörnu veitingahúsi. Það var stór þáttur í stemningunni sem myndaðist þarna úti í Eyjum. Það var líka ákveðin ró sem myndaðist innan bandsins og við gátum verið alveg heilir í verkefninu. Það er yfirleitt mikið að gera hjá okkur og þarna náðum við allir að stilla okkur saman og vorum ákveðnir í að skapa gott verk.“ Meiri vídd byggð á sama grunni Ómar segir enga meðvitaða áherslubreytingu vera að finna á nýju plötunni. „Þó væri hægt að segja að við séum að sýna á okkur fleiri hliðar en heyrðist á fyrri plötunni. Nú kláruðum við t.a.m. að vinna lög sem okkur fannst eig- inlega ekki henta á síðustu plötu. Þau lög þótti okkur á þeim tíma vera of glaðleg til að passa inn í heildarmyndina á síðustu plötu. Í þetta skiptið leyfðum við okkur að gera tónlist sem var hressari ef svo má að orði komast. Síðasta pata var náttúrulega frekar lág- stemmd þannig að á nýju plötunni verður að finna hraðara tempó án þess þó að tapa einkennum hljóm- sveitarinnar.“ Að sögn Ómars spilar hljóm- sveitin lögin inn þar til þeir eru komnir með tökur sem þeim finnst vera nógu góðar og búi yfir góðri orku. „Á þessari plötu leyfðum við okkur þó að leika okkur aðeins meira með upptökurnar. Í einu lagi eru t.d. þrír saxófónar og tveir bassar. Þannig bættum við einhverjum hljóðfærum við eftir að hafa tekið lagið upp. Þetta er svona tilraunastarfsemi sem við fórum minna út í á seinustu plötu. Í þeim skilningi vorum við að fara leiðir sem við höfum ekki farið áð- ur og í einum kafla má meira að segja heyra þrjá mismunandi bassa.“ Tónleikaferð um landið í vetur Eitt og annað er í pípunum hjá sveitinni að sögn Ómars þó með- limirnir séu flestir með fjöldann allan af verkefnum í gangi. „Út- gáfutónleikarnir verða á þriðju- daginn í Hörpunni og það lítur út fyrir að það verði einu tónleikarnir fram á vetur. Við höfðum hugsað okkur að fara hringinn í nóvember og spila úti á landi, vonandi náum við því.“ Plötuna gefa þeir út sjálfir en dreifingin verður í höndum Kima. Næsta sumar er stefnan svo tekin á lítinn Evróputúr og Ómar vonast til að einhver dreifing verði hafin á þeim markaði. „Í raun höfum við jazz-tónlistarmennirnir ekki verið nægilega duglegir að koma okkur á framfæri erlendis en það er þó eitthvað að breytast í þeim efn- um,“ segir Ómar og nefnir í því samhengi að hópur íslenskra jazz- tónlistarmanna ferðist til London í nóvember þar sem íslenskt svið verður á London Jazz Festival. Þegar talið berst að nafni sveit- arinnar segir Ómar að það sé til- komið af þeirri orku sem sé á milli hljómsveitarmeðlima. „Á þeim tíma sem við höfum verið starf- andi hefur verið erfitt frekar erfitt fyrir okkur að finna fókus. Þegar við hittumst erum við vanalega saman í tvo til þrjá tíma en ein- hvern veginn náum við bara að spila í korter. Bróðurparturinn af tímanum fer í að fíflast og gera eitthvað allt annað en við eigum að vera að gera. Við erum allir sam- mála um að það búi smá athygl- isbrestur í okkur öllum en það er nú samt eitthvað sem okkur finnst í raun og veru bara mjög já- kvætt.“ Band Hljómsveitin fór til Vestmannaeyja og dvaldi þar í viku við upptökur á nýju plötunni. Athyglisbresturinn er bara jákvæður  Kvartettinn ADHD gefur út nýja plötu0  Upptökur fóru fram í ró og næði úti í Eyjum Mögnuð stórmynd um upphafið á stríði manna og apa sem seinna meir mun gjöreyða mannkyninu H H H „ÞÚ FINNUR EKKI BETRI MYND HANDA KRÖKKUNUM ÞÍNUM UM ÞESSAR MUNDIR. SUMIR FULLORÐNIR GÆTU JAFNVEL FENGIÐ SMÁ NOSTALGÍUFIÐRING" -TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT Hvar í strumpanum erum við ? HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM HHH „BRÁÐSKEMMTILEGUR HRÆRIGRAUTUR AF SCI-FI Í SPIELBERG-STÍL OG KLASSÍSKUM VESTRA. CRAIG OG FORD ERU EITURSVALIR!“ T.V. -KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT LARRY CROWNE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND HHH BoxOffice Magazin HHH PRÝÐILEG MEÐ POPPINU VÍSIR.IS LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 7 LARRY CROWNE kl. 8 - 10:20 2D VIP COWBOYS AND ALIENS kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 14 GREEN LANTERN kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 2D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 2D VIP BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 3D L BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 2D L HARRY POTTER 7 kl. 8 - 10:40 2D 12 / ÁLFABAKKA STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:20 3D L STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:20 2D L COWBOYS & ALIENS kl. 5:20 -8-10:40 2D 14 GREEN LANTERN kl. 10:45 3D 12 BÍLAR 2 Ísl. tal kl. 5:20 2D L HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D 12 CAPTAIN AMERICA kl. 10:20 3D 12 HARRY POTTER 7 kl. 8 3D 12 PLANET OF THE APES kl. 8 - 10:30 2D 12 LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 LAST DAYS OF THE ARTIC kl. 6 - 8 2D L STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:50 3D L GREEN LANTERN kl. 10:30 3D 12 HORRIBLE BOSSES kl. 10 2D 12 HARRY POTTER 7 kl. 8 3D 12 GREEN LANTERN kl. 5:40 - 10:30 3D 12 LARRY CROWNE kl. 8 2D L BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:40 2D L HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D 12 HARRY POTTER 7 kl. 10:10 2D 12 LARRY CROWNE kl. 8 2D 7 COWBOYS & ALIENS kl. 10:20 2D 14 HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D 12 BAD TEACHER kl. 10:10 2D 14 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI CONAN THE BARBARIAN kl. 8-10:20 2D 16 COWBOYS & ALIENS kl. 10:20 2D 14 FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 2D 12SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KELFAVÍK OG SELFOSSI FRÁ HÖFUNDUM SÝND Í KRINGLUNNI FRÁÁ ÁBÆR GAM ANM YND 91/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 - ST.PETERSBURG TIMES RYAN REYNOLDS , BLAKE LIVELY, MARK STRONG,GEOFFREY RUSH ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.