Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is E ftir farsælt samstarf í áratug hafa þeir dr. Helgi Þór Ingason og dr. Haukur Ingi Jón- asson nú sent frá sér bækurnar Leiðtogafærni, sjálfs- skilningur, þroski og þróun og Stefnumótunarfærni, markmið, stefna og leiðir. Þar miðla þeir af reynslu sinni til almennings. Kappræður og söngur „Það er skemmst frá því að segja að við kynntumst fyrst í Menntaskólanum við Sund þegar okkur lenti saman í kappræðum. Þar fundum við að við áttum ýmislegt sameiginlegt. Við kynntumst enn betur þegar við fórum að syngja saman hlið við hlið í kór. Síðan fór- um við hvor í sína áttina, Helgi fór til Noregs í doktorsnám í verkfræði og ég fór í doktorsnám í guðfræði og sálgreiningu til Bandaríkjanna. Eft- ir heimkomu ákváðum við að hittast og bera saman bækur okkar. Þá kom á daginn að Helgi var með ýmsar hugmyndir tengdar verkefnastjórn- un og ég sagði við hann að ég myndi leggjast undir feld og sjá hvað ég gæti mögulega lagt í púkkið. Það má eiginlega líkja bakgrunni okkar Helga Þórs við kassa og hring. Góð- ur verkfræðingur kann að hugsa skipulega og er góður í að setja mörk og ramma inn verkefni og við- fangsefni, en sálgreinirinn og húm- anistinn setur hlutina í samhengi og fæst við það mannlega í stjórnun. Saman verður úr þessu mjög góð nálgun þar sem bæði er tekist á við hið tæknilega og hið mannlega. Það einkennir í raun allt sem við gerum,“ segir Haukur Ingi. En í framhaldinu stofnuðu þeir félagar námsbrautina Leiðtogi þarf að hafa ríkt innsæi Góður leiðtogi leggur sig fram um að gera góða hluti í þágu sjálfs sín, hópsins, skipulagsheildarinnar og samfélagsins. Til að öðlast innsæi þarf leiðtoginn að þekkja sjálfan sig. Morgunblaðið/Eggert Nemendur Margir hafa lagt stund á verkefnastjórnun og leiðtogaþ́jálfun. Morgunblaðið/Sigurgeir Námsefni Allir ættu að geta orðið góðir leiðtogar á sínu sviði Mörgum, sérstaklega ungum stúlk- um, finnst gaman að klæða dúkkur eða dúkkulísur í föt. Fyrir þær ætti vefsíðan Dressupgames.com að vera skemmtileg. En þarna eru settir inn nýir netleikir sem snúast um það að klæða sig eða dúkkur upp á og/eða mála sig. Á síðunni segir að þar inn á hafi verið valdir af vandvirkni bestu tísku-, förðunar- og fataleikir sem finna má á netinu. Einnig er bent á aðra örvandi leiki, þar sem koma til dæmis við sögu gæludýr eða hlut- verkaleikir. Það má velja leiki eftir þemum, til dæmis eru brúðkaupsleikir og heitir einn þeirra Hin fullkomna brúður. Þá eru hrekkjavökuleikir þar sem bún- ingar koma við sögu og leikur fyrir unglingsstúlkur sem sýnir og kennir hvernig á að mála sig. Þetta er mikil „prinsessu“-vefsíða sem hægt er að hafa gaman af. Vefsíðan www.dressupgames.com Morgunblaðið/Ernir Barbie Þær sem hafa gaman af Barbei-leikjum gætu haft gaman af síðunni. Dúkkulísuleikir og fleira sætt Í bíóhúsum um þessar mundir má sjá kvikmyndina One Day eða Einn dagur. Myndin er gerð eftir samnefndri bók Davids Nicholls sem skrifaði jafn- framt handrit myndarinnar. Bókin er yndisleg lesning. Epísk ástarsaga sem er langt frá því að vera eitthvað í líkingu við Rauðu ástarsögurnar. Í myndinni segir frá Em og Dex og er lífi þeirra fylgt eftir í tuttugu ár, en bara þann 15. júlí ár hvert. Við fáum að sjá hvernig lífið hjá þeim þróast. Það þurfa allir smá-rómantík öðru hverju svo endilega skellið ykkur í bíó á þessa mynd og finnið hjartað bráðna. Endilega … … upplifið smá-rómantík Rómantík Em og Dex í myndinni. Minnstu herbergin í húsinu geta verið hættulegir staðir þrátt fyrir að líta ekki út fyrir það. Samkvæmt tölum frá Centers for Disease Control and Pre- vention, sem sér um varnir gegn sjúk- dómum og forvarnir í Bandaríkjunum, koma á hverju ári um 235.000 manns yfir 15 ára aldri á slysavarðstofur vegna meiðsla sem áttu sér stað inni á baðherbergi, og um 14% þeirra þarf að leggja inn. Yfir þriðjungur þessara meiðsla á sér stað í baði eða sturtu. Meira en 14% eiga sér stað á meðan salernið er notað. Sagt er frá þessu á vefsíðu The New York Times. Meiðslin aukast með aldrinum, sér- staklega eftir 85 ára aldur. En slys sem eiga sér stað við baðkarið eða sturtuna eru algengust í aldurs- hópnum 15 til 24 ára og óalgengust á meðal þeirra sem eru komnir yfir 85 ára. Aftur á móti slasast þeir helst ná- lægt salerninu. Yfirlið er ekki algengur orsakavaldur slysanna en þau eiga sér þó oftast stað í aldurshópnum 14 til 24 ára. Áfengisneysla gæti verið þátt- ur í því. Slysatíðni á baðherbergjum var 72% hærri hjá konum en hjá körl- um. Rannsóknir hafa sýnt að konur eru í meiri áhættu en karlmenn að slasast við fall. Hættulegustu staðirnir á baðher- bergjum, fyrir allan aldur, eru baðið eða sturtan. Aðeins 2,2% af meiðslum eiga sér stað þegar farið er ofan í bað- karið eða í sturtuna á meðan 9,8% slysa eiga sér stað þegar farið er upp úr. Slys sem eiga sér stað rétt hjá bað- karinu eða sturtunni eru meira en tveir þriðju ástæðna fyrir heimsókn- um á slysavarðstofuna. Slys sem verða þegar farið er á eða af klósett- inu eru nokkuð algeng hjá fólki 65 ára og eldra. Að hafa eitthvað til að styðja sig við eða grípa í við klósettið gæti verið mjög gagnlegt þegar fólk er orð- ið eldra, og ekki bara við klósettið því slíkur stuðningur gæti líka verið gagn- legur þar sem stigið er inn og út úr sturtu eða ofan í og upp úr baðkeri. Heilsa Hætturnar leynast víða á heimilum fólks Reuters Hættulegt Á baðherbergjum gerast mörg slysin. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Breskir slátrarar mega nú búast við nýrri eftirspurn fyrir helgar þegar geitakjöt verður í auknum mæli skipt út fyrir lambalærið í hinni hefð- bundnu sunnudagsmáltíð. Kjötið er eitt það vinsælasta í heimi en hingað til hafa breskir neytendur ekki verið ýkja hrifnir af því sökum þess að tal- að hefur verið um að kjötið sé seigt og mjög bragðmikið. Nú segja breskir geitabændur hins vegar nýtt hljóð vera komið í strokkinn og hafi eft- irspurn eftir gæða geitakjöti aukist síðastliðinn áratuginn. Sharon Peacock er ein þeirra sem rækta eðalgeitur á búi sínu í Lancas- hire héraðinu og selur hún meðal ann- ars kjöt til hins þekkta matreiðslu- manns Nigel Haworth sem eldar á Northcote Manor veitingastaðnum. Peacock segir að hingað til hafi það geitakjöt sem boðist hafi breskum neytendum ekki verið í hæsta gæða- flokki og innflutt frá Ástralíu og Nýja- Sjálandi. Nú hafi hins vegar gæða geitarækt aukist í Bretlandi og þar með hafi eftirspurnin aukist. Kíló- verðið af geitakjöti er ódýrara en af lambakjöti í Bretlandi auk þess sem það er nokkuð magurra en lambakjöt. Kemur þetta fram á vefsíðu breska dagblaðsins The Independent. Mataræði Reuters Falleg Geitakjöt er vinsæll matur víða en þessi geit er að taka þátt fegurð- arsamkeppni í Jórdaníu. Bretar sólgnir í geitakjöt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.