Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Nú hefur verkefnisstjórn umrammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða skilað af sér drögum að þingsályktunartillögu. Þá bregður svo við að einhverjir stjórnmálamenn telja sig vera orðna stikkfrí í um- ræðunni.    Katrín Júl-íusdóttir iðn- aðarráðherra tekur ekki afstöðu til þess hvort lengra ætti að ganga í nýt- ingu náttúru- auðlindanna en verkefnisstjórnin leggur til og segist vilja sjá „faglega umræðu“ um þessi mál. Hún telur líka tímabært að binda enda á „tilvilj- anakenndar ákvarðanir einstakra stjórnmálamanna“ og þetta ferli leiði til þess.    Svandís Svavarsdóttir umhverf-isráðherra er ámóta hugrökk í sinni afstöðu til tillögunnar.    Nú er vitaskuld rétt að fyrirliggur – allt of seint að vísu – tillaga verkefnisstjórnar um rammaáætlun. Sú tillaga er ágætt tæki fyrir stjórnmálamenn og eitt af því sem hjálpar þeim að taka afstöðu.    Tillaga verkefnisstjórnar, starfs-hóps, nefndar, vinnuhóps, samráðsvettvangs, ráðs, samráðs- hóps, ráðgjafanefndar, faghóps eða ráðgjafahóps getur hins vegar ekki leyst þingmenn eða ráðherra undan þeirri skyldu sinni að taka sjálfir afstöðu til mála.    Þjóðin kaus fólk á Alþingi til aðsinna slíkum málum fyrir sig en ekki til að hlaupa í felur þegar á reynir. Katrín Júlíusdóttir Engin eigin afstaða STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Veður víða um heim 21.8., kl. 18.00 Reykjavík 10 skúrir Bolungarvík 10 rigning Akureyri 11 rigning Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Vestmannaeyjar 11 skýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 11 skúrir Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Lúxemborg 27 léttskýjað Brussel 27 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 16 skýjað London 22 heiðskírt París 32 heiðskírt Amsterdam 23 léttskýjað Hamborg 26 skýjað Berlín 23 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Moskva 17 skýjað Algarve 23 léttskýjað Madríd 37 heiðskírt Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 32 heiðskírt Róm 33 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 17 skýjað Montreal 18 skúrir New York 26 léttskýjað Chicago 25 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:40 21:22 ÍSAFJÖRÐUR 5:34 21:38 SIGLUFJÖRÐUR 5:17 21:22 DJÚPIVOGUR 5:07 20:54 Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Næsta námskeið byrjar 25. ágúst 2011 Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði öku- mann seint á laugardagskvöld í um- dæminu eftir að lögreglumönnum þótti aksturslagið heldur undarlegt. Eftir að hafa rætt við manninn og fengið þær upplýsingar að hann væri gestkomandi í sumarhúsi í grenndinni ákváðu lögreglumenn að koma þar einnig við. Í bústaðnum dvöldust sjö einstak- lingar á þrítugsaldri. Þeir höfðu í fór- um sínum nokkurt magn af kannabis- efnum, þó til eigin neyslu, þ.e. neysluskammta. Lögregla tók skýrslu af fólkinu og var því að lokum sleppt. Þá var gerð húsleit í Kópavogi að- faranótt sunnudags. Þar stóð yfir sam- kvæmi og fundust fíkniefni á tveimur stöðum í íbúðinni og á tveimur gestum. Með kanna- bis í bústað Sjö á þrítugsaldri með neysluskammta Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Friðrik Ólafsson stórmeistari takast í hendur eftir sjö mínútna hraðskák með afsteypum af hinum fornu söguald- arskákmönnum frá Ljóðhúsum. Friðrik fór með sigur af hólmi, en skákin fór fram í Skálholti í tilefni af málþingi um taflmennina. Stórmeistarinn sigraði Mikil umferð var um miðborg Reykjavíkur á laugardag, en tugþús- undir sóttu ýmsa viðburði Menning- arnætur. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gengu hátíðar- höld og umferð nokkuð vel fyrir sig. Þó þurfti lögregla að eiga við „frek- lega ökumenn“ sem hentu til merkj- um sem lokuðu götum í miðborginni. „Á milli klukkan tvö og fjögur þurftum við að berjast við ansi ósvífna ökumenn sem færðu til keil- ur og lokunarharmonikkur svo þeir gætu ekið um götur sem hafði verið lokað,“ sagði Guðbrandur Sigurðs- son, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is. „Götunum er lokað með samþykki lögreglu og það ber að virða.“ Þá var talsvert um að ökutækjum væri ólöglega lagt í og við miðborg- ina og í einhverjum tilvikum þurfti að fjarlægja ökutæki af vettvangi með dráttarbíl. Umferðin gekk að mestu áfalla- laust þótt nokkur umferðaróhöpp væru tilkynnt til lögreglunnar, en tvö þeirra má rekja til ölvunarakst- urs. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags og einn öku- maður var tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumenn virtu ekki lokanir lögreglu  Mikil umferð um miðborgina Morgunblaðið/Ernir Umferð Mikil umferð var í miðborg- inni vegna Menningarnætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.