Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Undanfarnar vikur hefur mikil orðræða átt sér stað í fjöl- miðlum þessa lands (aðallega Frétta- blaðinu) um sauð- fjárrækt. Umræðan hófst um miðjan júlí þegar sauðfjárbændur settu fram kröfu um hærra afurðaverð í nýrri viðmið- unarverðskrá sem gef- in er út árlega. Þrátt fyrir að tals- menn bænda hafi verið málefnalegir í umræðunni verður það sama ekki sagt um þá sem hvað harðast hafa sótt fram. En skoðum hlutina í víð- ara samhengi. Hækkandi matarverð á heimsvísu Á vef Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru birtar upplýsingar um vísitölu matvælaverðs. Hún hefur hækkað gríðarlega mikið á síðustu 12 mánuðum og benda sumar spár stofnunarinnar jafnvel til þess að svo verði út þennan áratug. Hins vegar hafa innlendir fjölmiðlar gefið þessum fréttum lítinn sem engan gaum. Aftur á móti hafa þeir verið iðnir við það að grípa á lofti alla um- ræðu tengda innlendum landbúnaði ef í sömu andrá er hægt að halda því fram að matarverð lækki stórkost- lega við inngöngu í Evrópusam- bandið. Í upphafi þessa árs hófst mikil ólga við Miðjarðarhaf sem enn sér ekki fyrir endann á en hækkandi matvælaverð er ein meginástæða þeirrar ólgu. Þar hafa stjórnvöld rekið óábyrga landbúnaðarstefnu sem byggist á því að styrkja ekki innlenda framleiðslu og treysta í staðinn á innflutning matvæla af heims- markaði. Slík stefna er slæm en á það má minna að margir innan Samfylkingarinnar töl- uðu fyrir slíkri stefnu í „góðærinu“ og öfluðu sér talsverðs fylgis þannig líkt og nokkrir af talsmönnum hennar hafa reynt í fjölmiðlum undanfarið. Tollvernd í landbúnaði Forsvarsmenn Samtaka versl- unar og þjónustu hafa farið mikinn síðustu daga eftir að Umboðsmaður Alþingis birti álit varðandi tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Vissulega eru tollar á innfluttar landbúnaðarvörur og þar með toll- vernd innlends landbúnaðar umdeil- anlegur hlutur. En höfum land- fræðilega legu Íslands í huga, skilyrði til framleiðslu matvæla eru talsvert lakari hér en annars staðar á meginlandi Evrópu eða hjá flest- um þeim þjóðum sem við flytjum inn matvæli frá. Því þarf innlend fram- leiðsla ákveðna vernd og ákveðinn stöðugleika svo hún standi jafnfætis framleiðslu á öðrum svæðum. Þeir sem halda öðru fram ættu jafnframt að íhuga hvort epli og appelsínur séu einn og sami ávöxturinn. Ef toll- vernd yrði afnumin myndi sum inn- lend framleiðsla minnka og önnur leggjast af. Þá tapast ákveðin þekk- ing sem erfitt getur reynst að end- urheimta ef menn vilja bakka til baka eftir á þegar forsendur fyrir innflutningi matvæla breytast eins og margt bendir til að nú þegar sé raunin, óháð því hvort tollur er lagð- ur á eða ekki. Aðild að ESB Það kemur því svolítið spánskt fyrir sjónir þegar talsmenn rík- isstjórnarinnar halda því fram að matarverð lækki við inngöngu í Evr- ópusambandið eða með öðrum milli- ríkjaviðskiptum. Staðreyndin er að flutningur matvæla til landsins mun kosta of mikið. Veit ég vel að við er- um háð innflutningi á ýmsum að- föngum til landbúnaðarframleiðslu hér á landi, s.s. eldsneyti og áburði. Hins vegar þarf líka eldsneyti til að flytja matinn til landsins. Innflutn- ingur matvæla er einnig í andstöðu við grundvallarhugmyndarfræði sjálfbærrar þróunar, sem stjórn- málamönnum verður oft tíðrætt um. Sjálfbær þróun felur í sér að fram- leiða matinn án mikilla flutninga. Sú staðreynd er aftur á móti í andstöðu við hið markaðsdrifna hagkerfi sem byggt hefur verið upp á und- anförnum árum í hinum vestræna heimi og virðist helsta orsök þess að mörg hagkerfi heimsins eiga í vök að verjast nú um stundir. Staðreyndin er sú að almennt gera menn sér ekki grein fyrir ástæðum hækkandi matarverðs, trúlega vegna áhugaleysis á því að kynna sér þessi mál, sér í lagi fjöl- miðla. Innlendir fjölmiðlar hafa mestan áhuga á sandkassaleikjum stjórnmálamanna sem margir hverj- ir trúa eingöngu á innri markað Evrópusambandsins þegar kemur að leiðum til að lækka matarverð. Það hefur því verið grátbroslegt að fylgjast með yfirklóri fjölmiðla síð- ustu vikur þegar þeir reyna að fjalla um þessi mál. Þeir taka hug- myndum frá spunameisturum rík- isstjórnarinnar fagnandi og blása þær út, segja íslenska bændur gam- aldags menn sem vilji engu breyta, einangra Ísland innan einhverskon- ar tollmúra og þar fram eftir göt- unum. Sé það almenn skoðun manna ættu þeir hinir sömu að íhuga smá- naflaskoðun. Matur verður ekki til af sjálfu sér þó að sumir haldi það, því er ekki sjálfgefið að matur sé gefins úti í búð (sama hvað nafni hann nefnist). Landbúnaður sem grunnur allrar matvælaframleiðslu þarf ákveðinn stöðugleika til að gera þrifist. Sá stöðuleiki þarf að vera óháður duttl- ungum stjórnvalda og spunameist- urum þeirra á hverjum tíma. Stað- reyndin er sú að matur getur orðið munaðarvara á Íslandi ekki síður en annars staðar í heiminum ef við tryggjum ekki nægjanlega innan- landsframleiðslu. Matur er mannsins megin Eftir Eyjólf Ingva Bjarnason » Innlendir fjölmiðlar hafa mestan áhuga á sandkassaleikjum stjórnmálamanna sem margir hverjir trúa eingöngu á innri markað Evrópusambandsins þegar kemur að leiðum til að lækka matarverð. Eyjólfur Ingvi Bjarnason Höfundur er búfræðikandidat og er stjórnarmaður í Samtökum ungra bænda. Fyrir um mánuði síð- an var formanni SGS sent bréf sem und- irritað var af hópi fé- lagsmanna úr nokkrum aðildarfélögum Starfsgreina- sambandsins víðsvegar að af landinu. Í bréfinu er hann beðinn um að svara spurningum hópsins á sama vett- vangi. Til stóð að birta bréfið líka í Morgunblaðinu en vegna stefnu blaðsins um aðsendar greinar birtist það ekki þar. Tilefni bréfsins var að mikil óánægja hefur verið með hvernig meirihluti framkvæmdastjórnar SGS stóð að og afgreiddi mál framkvæmda- stjóra sambandsins eftir að grunur vaknaði um misferli hans í starfi. Þrátt fyrir að fyrir hafi legið skýrsla ut- anaðkomandi endurskoðanda, stutt áliti hæstaréttarlögmanns, þar sem leidd voru rök að því að ýmsar fjár- hagslegar gjörðir hans í starfi orkuðu í besta falli tvímælis og í versta falli vörðuðu við lög, þá var tekin sú ákvörðun að hætta rannsókn og semja við hann um starfslok með fullri greiðslu uppsagnarfrests og engum frekari eftirmálum. Jú, reyndar var honum gert að greiða til baka nokkra upphæð sem hann viðurkenndi að gæti verið á gráu svæði. Við, sem sendum fyrrnefnt bréf er- um afar ósátt við þessa afgreiðslu og teljum meirihluta framkvæmdastjórn- ar hafa tekið ranga ákvörðun og ekki hafi verið gætt að hagsmunum aðild- arfélaga eða félagsmanna. Þess má geta að meðlimir framkvæmda- stjórnar eru formenn í stéttarfélögum fólks sem er meðal þeirra sem hvað lægst laun hafa á íslenskum vinnu- markaði. Hér er því ekki verið að kafa í dýpstu vasana í þjóðfélaginu. Við kröfðum formann SGS svara meðal annars um eftirfarandi: Hvers- vegna grun um misferli hefði ekki ver- ið fylgt eftir með frekari rannsókn. Hvað þessi afgreiðsla málsins kostaði sambandið í krónum talið. Hvort þetta væru viðtekin vinnubrögð innan raða verkalýðshreyfingarinnar. Formað- urinn svaraði nokkrum okkar per- sónulega í sendibréfi og er honum þökkuð viðleitnin. En þau svör eru með öllu ófullnægjandi og svara ekki spurningum okkar. Þessar spurningar eru ekki flóknar. Það hljóta að vera ástæður fyrir því að þessi stefna var tekin af meirihluta framkvæmda- stjórnar og við sem borgum til Starfgreina- sambandsins hljótum að eiga rétt á að vita um hve miklar upphæðir er að ræða, á hve gráu svæði starfsmaður okk- ar var og hvað það kost- aði að losna við hann af höndum okkar. Verandi í stjórn Starfsgreina- sambandsins er ekki það sama og vera ráðherra sem þarf bara að halda flokknum sínum góðum milli kosninga en getur látið umbjóð- endur sína dingla þar til hann þarf aft- ur að njóta atkvæða þeirra. For- ystumenn Starfsgreinasambandsins eru fulltrúar margra lægst launuðu stétta landsins og það hlýtur að hvíla á þeim sú siðferðilega skylda að geta varið ákvarðanir sínar þegar þær eru jafn umdeildar og sú sem hér um ræð- ir. Það er töluverð óánægja með verkalýðshreyfinguna á Íslandi í dag og þessi afgreiðsla meirihluta fram- kvæmdastjórnar Starfsgreina- sambandsins er ef til vill dæmi um hvers vegna. Fólk telur sig sjá ná- kvæmlega sömu vinnubrögð þar á bæ og annars staðar í þjóðfélaginu þar sem hagsmunir annarra en almenn- ings virðast alfarið ráða ferðinni. Ef eitthvert eitt afl í þjóðfélaginu ætti að fara á undan með góðu fordæmi með vönduð vinnubrögð og opna stjórn- sýslu þá er það verkalýðshreyfingin, stærstu samtök almennings í landinu. Þetta mál hefur vakið töluverða at- hygli og vil ég hér, fyrir hönd hópsins sem undir spurningabréfið skrifaði biðja Björn um að svara sem fyrst, hér á síðum Morgunblaðsins, spurn- ingum okkar. Upplýsingar um þetta mál, meðal annars bréfið til Björns, má finna á heimasíðum nokkurra stéttarfélaga svo sem Bárunnar, Framsýnar og Verkalýðsfélags Vest- firðinga en bréfið var sent á öll aðild- arfélög Starfsgreinasambandsins og beðið um að það yrði birt á heimasíð- um þeirra. Eftir Kristbjörn Hjalta Tómasson » Við, sem sendum fyrrnefnt bréf erum afar ósátt við þessa af- greiðslu og teljum meirihluta fram- kvæmdastjórnar hafa tekið ranga ákvörðun Kristbjörn Hjalti Tómasson Höfundur er starfsmaður Bárunnar og er félagi í Starfsgreinasambandi Íslands. Svör óskast Frumvarpið sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram er um margt gott og vel unnið. En það hafði til grundvallar n.k. þverskurð af þjóðarsál- inni, þ.e.a.s. niðurstöður tveggja þjóðfunda sem haldnir voru nýverið, einmitt í þessu skyni. Því er nú forvitnilegt að skoða niðurstöður þjóð- fundanna annars vegar og stjórnlagaráðs hins vegar. Það kemur í ljós að ekki fer þar allt sam- an. Það ofurkapp sem ríkisstjórnin og flokkar hennar lögðu á að hleypa þessari vinnu við stjórnarskrána af stokkunum einmitt á þessum tíma- punkti, hafði nefnilega ákveðinn til- gang sem kristallast í þessu frum- varpi, en átti þó engan hljómgrunn á þjóðfundunum. Einhverjir fulltrúar ráðsins, sem rækilega unnu sitt verk, ganga nefnilega pólitískra erinda fremur en þjóðarinnar. Athygli var vakin á því, eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosninguna til stjórnlagaþings, að dómarar hans eru víst upp til hópa bendlaðir við Sjálfstæðisflokkinn. At- hygli er hér með vakin á því að fulltrúar stjórnlagaráðs eru upp til hópa yfirlýstir ESB- aðildarsinnar og mátti því fyrirfram ætla að reynt yrði að greiða götu aðildarumsóknar í vinnu ráðsins. Og ekki ber á öðru. Í sjö síðna samantekt yfir niðurstöður síðari þjóðfundarins, sem hafði endurskoðun stjórnarskrárinnar að meginmarkmiði, koma fram skýrar áherslur á varðveislu fullveldis Íslands. Í frumvarpi stjórn- lagaráðs getur hins vegar að líta þetta: „111. gr. Framsal ríkisvalds Heim- ilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til al- þjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahags- samvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal rík- isvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóð- aratkvæðagreiðslu er bindandi.“ Hér er ljótur leikur í gangi. Þess er gætt að nota ekki orðið fullveldi, sem vonandi ruglar þó engan í ríminu. Ekki er hér gert ráð fyrir auknum meirihluta fyrir þessari ráðstöfun, sem þó er sjálfsagt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Loks er lætt inn mildandi en blekkjandi atrið- um eins og um afturkræfni. Þetta ákvæði er algert lykilatriði í umsókn- arferlinu að ESB, því fullveldisafsal er skilyrði fyrir inngöngunni. Ég vil minna á að það er einmitt á grund- velli fullveldis sem okkur hafa áskotnast full yfirráð yfir auðlindum okkar og gerum jafnvel tilkall til enn fjarlægari hafsvæða og hafsbotns- réttinda, s.s. á Drekasvæðinu og um- hverfis Hatton Rockall. Við höfum gert okkur gildandi á alþjóðavísu sem fullvalda þjóð og notið góðs af og það hefur tekið okkur heila öld að byggja okkur upp með því velferðarstigi sem við þekkjum í dag, eftir ánauð erlends ríkisvalds. Tvíhliða samningsréttur, eins og tilheyrir fullvalda ríki, hefur verið undirstaða alls þessa. Fullveldi er því tvímælalaust ein dýrmætasta eign okkar sem þjóðar. Ég vona að sem flestir geri sér grein fyrir því að afleiðingar af framsali ríkisvalds verða stórfelldar og óafturkræfar, þrátt fyrir ákvæði um að fullveld- isframsal skuli vera afturkræft. Ef við t.d. göngum í ESB þá ógildast all- ir fríverslunarsamningar Íslands við önnur ríki og þeir stofnast ekki aftur þótt gengið sé úr ESB. Hér sjást menn ekki fyrir. Sé gripið niður í 113. gr. frumvarpsins sést að það kann að nýtast í frekari tilraunum til að of- urselja okkur yfirþjóðlegum stofn- unum: Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæða- greiðsluna niður og öðlast þá frum- varpið gildi engu að síður. Hér er því opnað á þann möguleika að sniðganga almenning í svo veiga- miklu máli sem allt krukk í sjálfa stjórnarskrána er. Fleiri greinar frumvarpsins draga taum ríkjandi stjórnvalda á kostnað almennings og eyðileggja þannig þessa annars ágætu tilraun til endurbóta á stjórn- arskránni. Þar má nefna að í 90. gr. er tekið fyrir þann möguleika að forset- inn geti myndað utanþingsstjórn. Ennfremur kveður 82. gr. á um að staðgengill forseta verði eingöngu forseti Alþingis, sem ævinlega er þó fulltrúi pólitískra stjórnvalda hverju sinni. 67. gr. setur undir þann leka að þjóðin geti verið að vasast í málum eins og Icesave-samningunum, sællar minningar. Loks eru í 110. gr. engir varnaglar slegnir, t.d. um aukinn meirihluta þingmanna við gerð þjóð- réttarsamninga. Ólund ríkisstjórn- arinnar í garð forsetans og sjálfrar þjóðarinnar skín í gegnum þessar greinar frumvarpsins, en það gerir einnig valdagræðgi hennar og hrein andúð við beint lýðræði. Sá pólitíski óþefur sem leggur af þessu frumvarpi gerir því miður algerlega út af við það. Það er týpískt að ekki skuli vera það eðlilega ákvæði í frumvarpi þessu að „Allt ríkisvald kemur frá þjóðinni“. Það segir allt sem segja þarf. Stjórnarskrárfrumvarp með pólitísku ívafi Eftir Þorkel Á. Jóhannsson Þorkell Á. Jóhannsson » Það er týpískt að ekki skuli vera það eðlilega ákvæði í frum- varpi þessu að „Allt rík- isvald kemur frá þjóð- inni“. Höfundur er flugmaður og situr í stjórn Heimssýnar, samtaka um sjálf- stæði Íslands í Evrópumálum. Eyrnalokkagöt sími 551 2725

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.