Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir Samstarfsmenn Þeir Helgi Þór (t.v.) og Haukur Ingi hafa þekkst síðan á menntskólaárunum. Verkefnastjórnun- og leiðtogaþjálf- un. Hagnýtar og aðgengilegar Það nám hefur verið kennt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og verið ein vinsælasta námsbrautin þar. Haukur Ingi segir það vera keppikefli þeirra félaga og tilgang bókanna að hafa uppbyggjandi áhrif á íslenskt samfélag og atvinnulíf. Bækurnar eru aðgengilegar og er víða komið við. Lagt er upp úr því að kynna eitt og annað hagnýtt sem má nota beint og reynt að hafa bæk- urnar í senn faglegar og ferskar. Í þeim eru kynntar aðferðir til að þroska sjálfan sig og skipulags- heildir. Leiðtogafærnibókin er að vissu leyti sjálfshjálparbók með leið- um sem Haukur Ingi segist telja að virki vel ef fólk vill þjálfa sig að taka leiðandi stöðu á hvaða vettvangi sem er. Stefnumótunarfærnibókin fjallar hins vegar um að marka stefnuna í hvaða skipulagseiningu sem er, sama hvort fólk rekur heimili, fyr- irtæki, stofnun eða björgunarsveit og allt þar á milli. Haukur Ingi segir mikilvægt að búa til sameiginlega hugsjón í þeim fyrirtækjum. „Stefnumótun er til þess að fólk geti róið í sömu átt og skilgreindar eru leiðir til að komast að settum markmiðum. Þar með er alls ekki girt fyrir skapandi óreiðu, nýsköpun eða öflugt vitsmunalíf. Þetta þýðir bara að með ákveðin at- riði ætli menn að fara í sömu átt og stefna að sömu markmiðum,“ segir Haukur Ingi. Leiðtogi vill leggja sig fram „Til að gera langa sögu stutta þarf leiðtogi að hafa ríkt innsæi og við leiðbeinum í Leiðtogafærni- bókinni um hvernig megi öðlast það. Áherslan er á leiðtogann sem ein- stakling og farið fram á heilmikla sjálfsrýni. Það er kannski dálítil þverstæða að tala um leiðtogafærni en einblína í raun á leiðtogann sjálf- an. En staðreyndin er sú að þegar við erum að lesa annað fólk þá erum við að aðallega að lesa í okkar eigin tilfinningu fyrir því. Ég held að allir nútímamenn ættu að geta tekið að sér þetta hlutverk ef aðstæður krefj- ast og góður leiðtogi leggur sig fram um að gera góða hluti í þágu sjálfs sín, hópsins, skipulagsheildarinnar og samfélagsins. Við erum ekki að tala um að búa til Gandhi úr öllum heldur að gera fólki kleift að geta með góðu móti gengið í og gert það sem gera þarf,“ segir Haukur Ingi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Ný rannsókn hefur leitt í ljós að Bandaríkjamenn neyta nú minni syk- urs en fyrir áratug. Hluti þessa ár- angurs er því að þakka að þeir drekka færri gosdrykki en áður tíðkaðist. Hlutfall sykurs í mataræði Banda- ríkjamanna minnkaði úr 18 prósent- um á árunum 1999 til 2000 í 14,6 prósent á árunum 2007 til 2008. Samanburðarrannsókn á 42.000 manns sýndi að frá 1999 til 2000 hafi Bandaríkjamaður að meðaltali innbyrt um 100 grömm af viðbættum sykri á dag en frá 2007 til 2008 hafði talan lækkð niður í 77 grömm. Þó að neyslan virðist hafa dregist saman tæknilega séð er þó ekki þar með sagt að hún sé orðin lítil. Í yfir- lýsingu frá bandarísku hjartavernd- arsamtökunum árið 2009 kom fram að meðal- fullorðinn Bandaríkjamað- ur neyti sem samsvarar 22 teskeið- um af sykri á dag en unglingar 34 te- skeiðum. Þeir eiga því enn nokkuð í land. Þetta kemur fram á vefsíðunni Foodconsumer. Sykurneysla Morgunblaðið/Ernir Sykursætir Bandaríkjamenn eru enn nokkuð sólgnir í sykur. Bandaríkjamenn bæta sig nokkuð Fólki á öllum aldri finnst skemmti- legt að leika sér í sandinum og byggja sandkastala. Það sem byggt er þessa dagana í sandinum í Rorschach í Sviss eru þó engir venjulegir sandkastalar heldur feiknastór og glæsileg sand- listaverk. Á myndinni hér til hliðar leggur keníski listamaðurinn Atema Bouke lokahönd á risastór- an sandmaur. Maurinn vann hann í samvinnu við hollenska listamann- inn Maxim Gazendam og kalla þeir félagar skúlptúrinn Diabetes (Ant- i-jection). Vonandi bara að sjórinn komi ekki og skoli þessu mikla listaverki í burtu. Það væri nú verra. Sandlistaverk Reuters Listaverk Stór maur gerður úr sandi. Risamaur úr sandi Leiðtogafærni, sjálfsskiln- ingur, þroski og þróiun fjallar um leiðtogafærni í ljósi sálarfræði og hugvís- inda. Í bókinni er fjallað um tilfinningar, hugsun og at- ferli leiðtogans, persónu- lega stefnumótun, áhrif við- horfa og væntinga sem og áhrif persónuleika hvers og eins. Stefnumótunarfærni, markmið, stefna og leiðir fjallar um stefnumótun sem fræðigrein og hagnýtingu hennar í atvinnulífinu. Með bókinni er ætlunin að gera lesendur færari um að taka virkan þátt í stefnumiðaðri stjórnun en með þeim hætti styrkja þeir þátttöku sína í atvinnulífinu. Persónuleg stefnumótun NÁMSBÆKUR FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSA KET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...D TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...P Þúsundir fermetra af flísum með 20 -70% afslætti Eikar plankaparket kr 4.990 m2 Allar baðherbergisvörur 25% afsláttur ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.