Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Hallur Már Una Sighvatsdóttir Allt bendir nú til að sveitir uppreisn- armanna í Líbíu, sem eru dyggilega studdar af NATO, séu að ná yfir- höndinni í bardaganum um landið eftir sex mánaða baráttu. Tveir synir Muammars Gaddafis voru í gærkvöldi handsamaðir af uppreisnarmönnum og stuttu síðar var lífvörður hans sagður hafa gefist upp. Uppreisnarmenn sóttu fram af krafti í kjölfar bardaga síðustu daga og nálguðust í gærkvöldi óðum höf- uðstöðvar Gaddafis. Í fyrsta skipti á þeim sex mánuð- um sem liðnir eru frá því átök hófust í Líbíu voru skærur innan höfuð- borgarinnar á laugardag þar sem sprengingar heyrðust og skotbar- dagar geisuðu fram á sunnudags- morgun. Að sögn fréttastofu BBC voru erjurnar á milli sveita Gaddafis og andstæðinga harðstjórans innan borgarinnar. Flugsveitir NATO styðja af krafti við sveitir uppreisn- armannanna og hafa að sögn Bloom- berg-fréttaveitunnar sprengt upp skotmörk innan borgarinnar. Upplýsingaráðherra Líbíu, Moussa Ibrahim, var gagnrýninn á aðgerðir NATO sem hann sagði greiða götu uppreisnarmanna sem væru þó vanmegnugir sjálfir. Hann sakaði jafnframt uppreisnarmennina um ofbeldisverk innan ríkisins. NATO hefur fengið á sig gagnrýni víðar að þar sem aðgerðir banda- lagsins þykja hafa farið fram úr upp- runalegu markmiði þess, sem var að vernda almenna borgara gagnvart sveitum Gaddafis. Þegar fregnir hermdu að upp- reisnarmennirnir væru við útjaðar borgarinnar á laugardag fóru stjórn- völd fram á vopnahlé sem taka ætti gildi samstundis. Af því varð hins- vegar ekki. Þetta er í fyrsta skipti sem uppreisnarmennirnir hafa kom- ist svo langt síðan bardagar hófust. Í gærkvöldi gerðu þeir svo aðra ásókn og þótt stjórnarherinn þyki betur búinn virtist hann veita létt- vopnuðum sveitum uppreisnar- manna litla mótstöðu. Ávarp frá Gaddafi var spilað á ríkissjónvarps- stöðinni í kjölfarið þar sem hann hvatti borgarbúa til að berjast. Tals- maður ríkisstjórnarinnar ítrekaði hinsvegar beiðni um vopnahlé. Bandaríkin hvöttu í gærkvöld þjóð- arráð Líbíu til að byrja skipulagn- ingu nýs stjórnarfars í landinu.  Flugsveitir NATO gera loftárásir innan höfuðborgarinnar  Flest bendir til að nú styttist í sigur uppreisnarmanna  Gaddafi Líbíuforseti segir 65.000 hermenn tilbúna að berjast fyrir borginni Baráttan um Trípólí er hafin Reuters Sókn Uppreisnarmenn fagna eftir að hafa náð bænum Maya á sitt vald. Sér fyrir enda stríðsins » Hart er barist um Trípólí en uppreisnarmenn náðu til borg- arinnar úr vestri í gær. Þeim var víða fagnað af íbúum borg- arinnar sem veifuðu fánum og skutu úr byssum. » NATO sætir gagnrýni fyrir að hafa farið út fyrir heimildir sínar með loftárásum á hern- aðartakmörk. » Uppreisnarmenn eru sig- urvissir og sannfærðir um að Gaddafi verði kominn frá völd- um innan skamms. Talið er að hundruð manna hafi fallið á síðustu dögum. » Gaddafi segir að 65.000 hermenn muni berjast fyrir borginni. Hann hefur jafnframt kallað eftir vopnahléi. Bandarísku ferðalangarnir Shane Bauer og Josh Fattal voru á laug- ardaginn dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar fyrir njósnir af dóm- stólum í Teheran, höfuðborg Írans. Mennirnir halda því fram að hafa farið óvart yfir til Írans á göngu sinni um Írak í júlí 2009. Sarah Shourd var einnig handtekin en var leyst úr haldi á síðasta ári. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lýsti yfir von- brigðum með dóminn og sagðist kalla eftir lausn mannanna tveggja. Hún sagði jafnframt engar sann- anir hafa komið fram sem bentu til sektar mannanna tveggja. Bandarískir ferða- langar dæmdir í Íran Hingað til hafa verið gerðar 1.875 handtökur vegna óeirðanna í London fyrr í mánuðinum. Samkvæmt Scot- land Yard hafa 1.073 einstakl- ingar verið kærð- ir fyrir lögbrot í tengslum við upp- þotin. Lögreglan hefur 3.296 mál til rannsóknar. Um 1.100 innbrot voru gerð í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði en 95 mál tengdust viðskiptum með stolinn varning og 48 alvarlegar lík- amsárásir voru tilkynntar. Nú deila David Cameron forsætis- ráðherra og Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, um rætur óeirð- anna. Cameron kennir siðferðis- bresti innan þjóðfélagsins um en Blair gefur lítið fyrir þá útskýringu. Hann kennir um jaðarhópi ungs fólks sem lifir og hrærist innan sam- félagsins án þess að viðurkenna nokkur velsæmismörk. Nær 2.000 handtökur í London Óöld Ástandið var slæmt á Englandi. Stjórnmálamenn deila um rót vandans Hinn sjaldséði leiðtogi Norður- Kóreu Kim Jong Il er á ferðalagi um Rússland um þessar mundir. Í gær heimsótti hann eina stærstu vatns- aflsvirkjun Rússa, sem er í austur- hluta landsins. Kim ferðast með einkalest sinni vegna mikillar flug- hræðslu en búist er við að heimsókn- in vari í viku. Næsti viðkomustaður er Síbería þar sem Kim mun hitta Dimitri Medvedev, forseta Rúss- lands. Heimsókn leiðtogans um- deilda til Rússlands er sú fyrsta í níu ár og þykir bera vott um viðleitni til að rjúfa einangrun landsins. Leið- togarnir munu ræða um samstarf á sviði orkumála en Rússar hafa sent matargjafir til Pyongyang, höfuð- borgar Norður-Kóreu, undanfarið. Kim Jong Il heimsækir Rússland Veðrið hafði áhrif á heimsókn páfans til Madrid á laugardaginn. Þrumuveður kom í veg fyrir að páfinn gæti lokið við ræðu sína sem hann flutti fyrir um milljón píla- gríma. Í stað þess að flytja ræðuna þurfti hann að láta sér duga að kasta kveðju á mannfjöld- ann á nokkrum tungumálum. Þrumuveður stöðv- aði ræðuhöld páfans Bleyta Aðstoð- armenn páfans skýla honum. Hallur Már hallurmar@mbl.is Vaxandi áhyggjur eru innan alþjóðasamfélagsins í kjölfar bardaga á milli Ísraela og Palestínu- manna. Loftárásum Ísraelshers á Gazasvæðið hefur verið svarað með sprengjuárásum Palest- ínumanna. Eftir að átta ísraelskir borgarar létu lífið í skotárás hryðjuverkamanna síðastliðinn fimmtudag hefur ástandið á svæðinu versnað til muna. Á undanförnum dögum hafa fimmtán manns látist í loftárásum Ísraela á Gaza-svæðið og tugir hafa slasast. Herskáir Palestínumenn hafa svarað árásunum með því að skjóta yfir 100 flugskeytum og sprengjum yfir landamæri Ísr- aels. Eitt dauðsfall er staðfest en tugir hafa slas- ast. Hamas-liðar hafa stutt árásirnar eftir fjög- urra mánaða vopnahlé. Sameinuðu þjóðirnar ásamt Bandaríkjamönn- um, Evrópusambandinu og Rússum, sem hafa reynt að miðla málum á svæðinu, hafa kallað eftir ró á svæðinu. Viðbrögð Sambands arabaríkja voru öllu harðari en það kallaði til neyðarfundar í gær þar sem aðgerðir Ísraelsmanna voru for- dæmdar og alþjóðasamfélagið hvatt til að beita Ísraela þrýstingi til að láta af árásunum. Eftir skotárásina á fimmtudag, sem var á sum- arleyfisstaðnum Eilat við landamæri Egypta- lands, létust fimm egypskir lögreglumenn þegar ísraelskir hermenn eltust við skotmennina. Þetta hefur haft slæm áhrif á samskipti Ísraela og Egypta. Egyptar hótuðu að kalla sendiherra sinn heim. Þá tilkynntu egypsk stjórnvöld að ísraelsk eldflaug hefði lent á egypskri grund á sunnudag. Þúsundir komu í kjölfarið saman til að mótmæla fyrir framan ísraelska sendiráðið í Kaíró. Reuters Eyðilegging Hamas-liði virðir fyrir sér eyðilegg- ingu af völdum loftárása Ísraelsmanna. Vaxandi spenna á Gaza  Fimmtán manns hafa látist í loftárásum Ísraela  Samskipti Ísraela og Egypta fara versnandi Í gær minntust Norðmenn þeirra 77 sem féllu í árás- unum hinn 22. júlí. Sex þúsund manns komu saman í Spektrum-höllinni í Osló í gær, þar á meðal ættingjar hinna látnu. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Nor- egs, og Haraldur Noregskonungur fluttu ávörp. Leið- togar allra Norðurlandaþjóðanna voru viðstaddir, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Reuters Norðmenn minnast þeirra sem féllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.