Morgunblaðið - 22.08.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 22.08.2011, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 ✝ Gunnar Sig-urðsson fædd- ist á Ísafirði 5. september 1966. Hann lést 10. ágúst 2011. Foreldrar Gunn- ars eru Kristín Þuríður Sím- onardóttir f. 10. september 1944 og Sigurður H. B. Runólfsson f. 3. maí 1946. Systkini Gunnars eru Íris Ragnarsdóttir f. 3. ágúst 1975, sambýlismaður Albert Guðmundsson, börn Arnór Elís, Baldvina Þurý og Aníta Mar- grét. Björgvin Sig- urðsson f. 22. mars 1968, sambýliskona Þóra Her- mannsdóttir, börn Einar Karl og Ým- ir Jarl. Sigríður María Sigurð- ardóttir f. 13 mars 1971, sambýlis- maður Kjartan Arnfinnsson, börn Aníta Ísey, Írena Hrafney og óskírð stúlka. Útför Gunnars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. ágúst 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku bróðir minn. Minningarnar með þér eru margar og góðar, þú varst mjög fjörugur og uppátækjasamur stóri bróðir og man ég t.d. þeg- ar ég var lítil þá dundaðir þú þér við það að setja hátt í 100 klemmur í hárið á mér. Þú kenndir mér að hjóla og skjóta úr byssu. Ég vildi vera og gera allt eins og þú, ég klæddi mig í fótboltabúninginn þinn og mót- orhjólagallann. Einnig hlustaði ég á tónlistina sem þú spilaðir og mótaðist þar með tónlistar- smekkur minn, Tom Petty, Kim Larsen og Bubbi. Þú hugsaðir alltaf svo vel um litlu systur, alltaf fékk ég stórar og fallegar gjafir frá þér, þótt svo að ég væri orðin fullorðin, byrjuð að búa og komin með fjölskyldu. Þegar ég sagði Vinu frá því að þú værir hjá Guði núna sagði hún: Hvað gerir hann þar, er dót þar? Kannski fer hann í feluleik? Arnór fór strax að leika með stóra rauða brunabíl- inn sem þú gafst honum, þann sem þú fékkst þegar þú varst lítill. Svo keppti Arnór í fótbolta um daginn, þá sagði hann áður en hann fór af stað: Gunnar horfir kannski á mig spila. Ég geymi fallegar minningar í hjarta mínu, elsku bróðir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín systir, Íris. Ég sá að það var eitthvað al- varlegt sem hafði gerst þegar Steina kom og náði í mig út í bílskúr og sagði: Þurý systir þín er í símanum. Höggið var þungt þegar mamma þín sagði: Hann Gunnar er dáinn. Andardrátt- urinn varð óreglulegur um stund meðan ég áttaði mig á því sem hafði gerst. Það var árið 1966 að mamma sagði mér að Þurý systir væri að koma heim til Ísafjarðar til að eignast barn og ég ætti að vera góður við hana og barnið. Svo 5. september komst þú í heiminn, fannst mér ekki aðeins að ég hefði eignast lítinn frænda heldur líka bróður, enda áttum við eftir að eiga margar góðar samverustundir í Tún- götu 12 hjá afa þínum og ömmu. Margar minningar koma upp í hugann á stundu sem þessari, sem valda bæði trega og gleði. Oft passaði ég þig fyrstu árin og þegar ég eignaðist skelli- nöðru varðst þú að fá að fara smá rúnt og ekki varstu minna spenntur þegar ég fékk bílpróf. Síðan þegar ég eignaðist fjöl- skyldu komst þú stundum með okkur í útilegur og veiði og átt- um við góðar stundir saman. Einnig varstu mikið á ferðinni með afa þínum Símoni þegar hann var að vinna í kringum gúmmíbátana og skipin. Tíminn leið og þú fórst að vinna, þá fyrst í efra frystihús- inu á sumrin. En síðan lá leiðin á sjóinn og var það að mestu þitt ævistarf, fyrir utan nokkur tímabundin störf í landi t.d. hjá Hampiðjunni og Netgerð Vest- fjarða og kom hún sér vel sú kunnátta sem þú öðlaðist þar, enda fór það orð af þér til sjós að þú værir góður netamaður og duglegur til vinnu. Ekki áttum við Steina von á því þegar við hittum þig í lok mars og áttum góðar stundir, að það væru síðustu stundirnar okkar saman. Við viljum kveðja þig með bæninni sem hún amma þín fór svo oft með og lét börnin hafa eftir þegar hún sat á rúmstokknum hjá barnabörn- unum á kvöldin, þegar þau gistu í Túngötu 12. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Gunnar, þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, minning þín lifir með okkur Við vottum Þurý, Írisi og fjölskyldu, Sigurði og fjöl- skyldu, okkar dýpstu samúð. Stefán Símonarson. Steinunn Sölvadóttir. Jóhanna Stefánsdóttir. Í dag kveðjum við góðan dreng sem fór þó allt of fljótt. Hann stóð ávallt sína plikt með sóma og var einstakur verk- maður til sjós. Öllum var hann góður og sagði ekki styggð- aryrði um nokkurn mann. Verð- ur honum best lýst með erind- um Örn Arnarssonar úr kvæðinu um Stjána bláa: Vindur hækkar. Hrönnin stækkar. Hrímgrátt særok felur grund. Brotsjór rís til beggja handa. Brimi lokast vík og sund. Stjáni blái strengdi klóna, stýrði beint á drottnis fund. Drottin sjálfur stóð á ströndu: Stillist vindur! Lækki sær! Hátt er siglt og stöðugt stjárnað. Stýra kannt þú, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, Hjartað gott, sem undir slær. Þinn frændi, Guðbjartur Jónsson (Baddi). Gunnar var stóri frændi okk- ar. Það var mikill samgangur á milli okkar fjölskyldna og eyddu þær miklum tíma saman þegar við vorum yngri, t.d. flestum jólum og áramótum. Það þótti spennandi að fara inn í herbergið hans Gunnars í Fjarðarstrætinu þar sem hann átti plötuspilara, fullt af plötum og var Sinclair spectrum leikja- tölvan líka afar vinsæl og leyfði hann okkur litlu frænkum sín- um að leika með. Þegar Gunnar byrjaði svo á sjó voru gjafirnar frá honum alltaf extra spennandi og er sér- staklega minnisstætt burðar- rúm sem Elísa svaf með uppí hjá sér í langan tíma og stórt dómínókubbasett sem Bryndís fékk og á enn. Mest munum við þó minnast brossins og smit- andi hláturs Gunnars sem gladdi ávallt alla í kringum hann. Elsku Gunnar, við viljum þakka þér allar ljúfar stundir; Hafðu hjartans þökk mér horfin stund er kær. Í minni mínu, klökk er minning hrein og skær. Þú gengur um gleðilönd, Þér glampar sólin heið og við herrans hönd þú heldur fram á leið. (Páll Janus Þórðarson.) Guð blessi þig. Bryndís og Elísa Stefánsdætur Gunnar Sigurðsson ✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir fæddist í Vík í Mýr- dal 31. janúar 1916. Hún andaðist á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut, 12. ágúst 2011. Foreldrar hennar voru Sigurður Ein- arsson söðlasmiður, fæddur í Indr- iðakoti undir Eyjafjöllum 9. júní 1879, látinn 14. desember 1971 og Valgerður Pálsdóttir, fædd í Svínhaga á Rangárvöllum 9. febrúar 1879, látin 18. júní 1964. Systkini hennar voru Þuríður, f. 1913, d. 22. febrúar 1915 og Páll f. 11. janúar 1918, d. 3. maí 1994. Ingibjörg giftist Magnúsi Ás- mundssyni úrsmíðameistara 28. október 1944. Magnús var fædd- ur á Kletti í Geiradalshreppi 27. Ingibjörg fæddist og ólst upp í Vík í Mýrdal. Hún stundaði nám í barnaskólanum í Vík og einnig í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Ingibjörg vann ýmis versl- unarstörf í gegnum tíðina og varð hún fyrsta konan til að af- greiða í Kaupfélagi Skaftfell- inga í Vík. Ingibjörg flutti frá Vík í Mýrdal árið 1940 til Reykjavíkur og vann þar í tísku- vöruverslun við Laugaveginn öll stríðsárin. Árið 1944 kynntist hún eiginmanni sínum Magnúsi Ásmundssyni úrsmíðameistara og sama ár giftust þau og hófu búskap við Rauðarárstíg. Árið 1952 fluttu Ingibjörg og Magnús í Drápuhlíð. Ingibjörg og Magn- ús ráku saman Úra- og skart- gripaverslunina í Ingólfsstræti 3. Eftir andlát Magnúsar rak hún verslun þeirra frá 1966 til ársins 1984. Ingibjörg bjó í Drápuhlíð til ársins 2007 er hún flutti í Ból- staðarhlíð og bjó þar til dauða- dags. Útför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 22. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ágúst 1914, dáinn 15. október 1966. Börn Ingibjargar og Magnúsar eru 1) Sigurður Þór, úr- smíðameistari, f. 28. ágúst 1945, kvæntur Auði Mar- inósdóttur, dætur þeirra eru Margrét Elsa, Kristín og Ingibjörg. 2) Val- gerður Ása, f. 2. janúar 1947, gift Gylfa Hall- grímssyni, börn þeirra eru Ingi- björg Dís og Magnús. 3) Ingunn Birna, f. 4. júlí 1950, gift Þórði Sigurðssyni, börn þeirra eru Sigurður og Margrét Gígja. 4) Ásmundur Smári, f. 15. maí 1956, kvæntur Dagbjörtu Jó- hönnu Steingrímsdóttur, synir þeirra eru Magnús og Ari Þór. Langömmubörnin eru sautján og eitt í fimmta ættlið. Þegar sest er niður til að rita minningargrein um tengdamóð- ur sína koma margar minningar fram í hugann. Ingibjörg Sig- urðardóttir var fædd og uppalin í Vík í Mýrdal. Ingibjörg giftist Magnúsi Ás- mundssyni úrsmíðameistara árið 1944. Eignuðust þau fjögur börn. Elstur Sigurður Þór, þá Valgerður Ása, Ingunn Birna og Ásmundur Smári. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ingibjörgu árið 1965 er ég kynntist dóttur hennar. Allar götur síðan hefur verið gagn- kvæmt traust á milli Ingibjargar og mín. Hún lét mig reyndar alveg vita af því ef hún var ekki al- kostar ánægð með sveininn. En þannig var þessi sómakona. Hún kom fram eins og hún var klædd. Við Ingunn byrjuðum okkar sambúð heima hjá henni í Drápuhlíð 38 í einu herbergi, þar var mér vel tekið. Hvað mér er minnisstæðast af kynnum mínum við Ingibjörgu er fyrst og fremst allur sá kær- leikur sem hún sýndi. Er gaman að minnast sunnudaganna sem börn hennar ásamt mökum voru mætt í Drápuhlíðina til að horfa á Húsið á sléttunni. Það var nefnilega til sjónvarp í Drápu- hlíðinni sem var ekki mjög al- gengt á þessum tímum. Mörg gullkorn duttu af henn- ar vörum og er mér sérstaklega minnisstætt er Ingunn fæddi seinna barn okkar og vorum við þá flutt í Asparfellið, eitthvað vildi barnið flýta sér í heiminn og kom bara í rúmið heima. Ingibjörg var á leiðinni og kom eins fljótt og auðið var og tók ég á móti henni í stiganum og sagði bara sísona barnið er fætt. Þá sagði hún. Þórður, er þetta hægt? og strunsaði áfram. Þetta orðatiltæki er oft notað innan þessarar fjölskyldu enn í dag. Samheldni þessarar fjöl- skyldu er til fyrirmyndar. Alltaf var hist á föstudögum og hellt upp á kaffi, flestir mættir. Var þetta til að byrja með í Drápu- hlíðinni og bakaði þá Ingibjörg alltaf pönnsur og var það í einni slíkri heimsókn að hún hafði bakað en enginn var rjóminn á borðum. Þá hringdi ég og boðaði komu mína og viti menn, hún reis upp og sagði: Þá verður þeyttur rjómi. Eftir að Ingibjörg fluttist í Bólstaðarhlíð 41 hittumst við hjá henni nánast á hverjum degi nú seinni ár en hún var hætt að baka og dekra við okkur, lagaði reyndar alltaf kaffi og með því, en það var kölluð sjálfsaf- greiðsla. Hún tengdamamma var orðin fjörgömul eða 95 ára og alltaf frísk fram að síðustu tveim mán- uðum. Ingibjörg missti mann sinn Magnús árið 1966. Þeim manni náði ég því miður ekki að kynn- ast nægjanlega. Eins og áður sagði var Ingi- björg heilsuhraust fram á síð- asta dag ævi sinnar og var það ekki hennar stíll að þurfa að leggjast inn á spítala. En Land- spítalinn var hennar síðasti við- komustaður. Þar tók á móti henni alveg yndislegt fólk sem vinnur starf sitt af alúð og kost- gæfni. Og er því hér þakkað allt það sem það gerði fyrir hana, vinna sem enginn skilur fyrr en á þarf að halda. Elsku tengdamamma, takk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur og barnabörnin og barna- barnabörnin, sem nú kveðja ömmu gömlu en þannig var hún skilgreind frá öðrum ömmum. Ég vill votta samúð mína öll- um í fjölskyldunni. Fallin er sæmdarkona úr Víkinni, hún var stolt af sínum uppruna. Þinn tengdasonur, Þórður Sigurðsson. Mig langar að minnast tengdamóður minnar eða ömmu eins og ég kallaði hana. Hún var yndisleg kona og var alltaf gott að koma til hennar. Það voru forréttindi að fá að fylgja henni í 47 ár og njóta samvista við hana. Alltaf var hún boðin og búin að passa börnin okkar þegar þau voru lítil og vildi allt fyrir okkur gera. Naut þess að fylgjast með uppvexti þeirra og síðan barna- barnanna. Þó hún gerði allt fyrir alla, þá átti hún voða erfitt með að þiggja hjálp frá öðrum. Ef hún hringdi þá fannst henni alltaf hún vera að trufla og oft var hún búin að skella á áður en maður gat kvatt og þá var bara hringt aftur í hana og hún hló mikið að því, já það var svo stutt í hlát- urinn hjá henni. Ógleymanlegar stundir voru þegar fjölskyldan hittist í Drápuhlíðinni, þar var mikið tal- að og hlegið meðan tengda- mamma bakaði pönnukökur eða vöfflur ofan í allan hópinn. Eftir að hún flutti í Bólstaðarhlíðina sá hún alltaf um að það væri keypt eitthvað með kaffinu, hún var miður sín ef ekkert var til. Hún var mikil hannyrðakona Ingibjörg Sigurðardóttir Örfáum síðbúnum orðum vil ég minnast þess góða drengs, Birgis Þorgilssonar, fyrrverandi ferða- málastjóra. Mér rennur blóðið til skyld- unnar sem gömlum samgöngu- ráðherra og yfirmanni ferðamála á þeirri tíð sem Birgir var allt í öllu á því sviði. Eldlegur áhugi hans og kraftur smituðu hressi- lega út frá sér og þá, eins og nú, voru uppbyggingar- og mótunar- Birgir Þorgilsson ✝ Birgir Þorgils-son fæddist á Hvanneyri í Borg- arfirði 10. júlí 1927. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni, Reykjavík, 4. ágúst 2011. Útför Birgis var gerð frá Háteigs- kirkju 11. ágúst 2011. tímar í íslenskri ferðaþjónustu. Á ár- unum 1988-1991 var mikil stefnumótun- arvinna unnin á sviði ferðamála; um- hverfismálin voru að öðlast aukið vægi innan málaflokksins og samantekt og greining á hag- gögnum færði mönnum heim sann- inn um vaxandi þjóðhagslegt mikilvægi greinarinnar. Og alltaf var Birgir mættur þar sem eitt- hvað var um að vera í málefnum ferðaþjónustunnar. Annað vil ég nefna og þakka sérstaklega. Það var Birgir sjálf- ur, slíkur sem hann var, sem samstarfsmaður og ferðafélagi. Við áttum á þessum tíma iðulega samleið á atburði innanlands og utan og um það er aðeins eitt að segja: Birgir var einstaklega hressilegur og upplífgandi ferða- félagi. Hann leysti þau vandamál sem þurfti að leysa ef einhver voru og hélt svo uppi fjöri og skemmtilegheitum, þannig að ég hef sjaldan kynnst öðru eins. Í ógleymanlegri Egyptalandsferð sagði hann sögur og hermdi eftir ferðamálafrömuðum sem farið höfðu í aðra slíka ferð mörgum árum áður. Í Berlín sneri hann öllu við á Tegel flugvelli af því taska samgönguráðherra kom ekki fram. En ekki var látið stað- ar numið þó taskan kæmi í leit- irnar. Nokkrum vikum eftir heimkomu kom Birgir hróðugur með afsökunarbréf upp á vasann sem hann hafði herjað út úr þeim sem hann taldi ábyrga fyrir töskutapinu. Vildi kenna þeim að- eins mannasiði, sagði hann. Við leiðarlok votta ég aðstand- endum samúð og þakka sam- fylgdina. Það var mannbætandi að fá að kynnast Birgi Þorgils- syni. Steingrímur J. Sigfússon. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN GUÐJÓNSSON, Heiðmörk 1, Stöðvarfirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 19. ágúst. Jóna Hallgrímsdóttir, Guðjón Kjartansson, Agnes Guðmundsdóttir, Oddný Vala Kjartansdóttir, Þorvaldur Hreinsson, Halla Kjartansdóttir, Björn Svanur Víðisson, Kristján Erling Kjartansson, Pálína Auður Lárusdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI KRISTMUNDSSON, fyrrverandi bóndi í Melrakkadal, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga fimmtudaginn 18. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14:00 Hólmfríður Jóhannsdóttir, Elínborg Bjarnadóttir, Gaukur Pétursson, Guðrún Elín Bjarnadóttir, Eggert Aðalsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Birgir Ingþórsson, Hrönn Bjarnadóttir, Arnar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.