Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  195. tölublað  99. árgangur  LEIÐTOGARNIR OG STJÓRNUN VERKEFNA MENNINGARNÓTT KOLBEINN SKOR- AÐI OG TRYGGÐI AJAX JAFNTEFLI TUGIR ÞÚSUNDA Í BÆNUM 26 ÍÞRÓTTIRGEFA ÚT TVÆR BÆKUR 10 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Virkjun Norðlingaölduveita er í verndunarflokki í nýkynntri tillögu.  ,,Það kemur okkur óneitanlega á óvart hversu margir orkukostir, sem verkefnastjórn raðaði ofarlega í skýrslu sinni, hafa verið færðir niður í biðflokk og sumir jafnvel niður í verndarflokk,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, inntur eft- ir athugasemdum um þingsályktun- artillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem kynnt var fyrir helgi. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ekki sáttur við þá ákvörðun að slá Norð- lingaölduveitu út af borðinu. ,,Það er búið að mæta öllum helstu viðmiðunum sem voru um Norðlingaölduveitu,“ segir Jón. „Eftir stendur einhver hagkvæm- asti virkjunarkostur sem við eigum með mjög litlum umhverfisáhrif- um.“ »6 Röðun orkukosta kemur á óvart Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Komið virðist að endalokum Muammars Gaddafis, einræðisherra Líbíu. Mótstaða stjórnarhersins var lítil sem engin þegar sveitir upp- reisnarmanna komu inn í Trípólí, höfuðborg landsins, í gærkvöldi. Gaddafi biðlaði til þjóðar sinnar í sjónvarpsávarpi að „bjarga Trípólí“ og berjast gegn uppreisnarmönnun- um, en raunin varð hið gagnstæða. Í miðborginni sáust almennir borgar- ríkisstjórnar Gaddafis, til NATO um að koma á vopnahléi og sagði ríkis- stjórnina reiðubúna til samningavið- ræðna. Hann sagði 1.300 fallna um helgina. Uppreisnarmennirnir sögð- ust hins vegar aðeins myndu draga sig í hlé ef Gaddafi viki. Sagði leiðtogi þeirra að Gaddafi og syni hans yrði hleypt úr landi ef þeir gæfust upp. „Það sem við sjáum í kvöld er fall rík- isstjórnarinnar,“ sagði Oana Lung- escu, talsmaður NATO. Baráttunni um borgina var þó ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. »15 Stefnir í endalok Gaddafis  Uppreisnarmönnum fagnað af borgarbúum Trípólí  Synir Gaddafis í haldi  Baráttuhugur í Gaddafi en ríkisstjórnin segist vilja semja  Um 1.300 fallnir ar rífa niður myndir af Gaddafi og fagna uppreisnarmönnunum. Um sama leyti bárust þær fregnir að tveir synir einræðisherrans hefðu verið handsamaðir. Fall ríkisstjórnarinnar „Við höfum gefið fyrirmæli um að hann hljóti mannsæmandi meðferð svo hann geti komið fyrir dóm,“ hafði Reuters eftir Mustafa Abdel Jalil, leiðtoga uppreisnarmanna. Þegar ljóst varð í hvað stefndi biðlaði Moussa Ibrahim, talsmaður Reuters Vígreifir Uppreisnarmenn sóttu fram af krafti í Trípólí í gær. Morgunblaðið/Eggert Leikskólinn Verkfallinu sem hefj- ast átti í dag hefur verið aflýst. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „[Öll] viðbótarútgjöld fyrir sveitar- félögin kalla einfaldlega á það að þau þurfa að skoða sín mál og þá vænt- anlega mæta þeim annaðhvort með auknum tekjum eða niðurskurði á þjónustu. Það segir sig sjálft,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin eru misvel í stakk búin að mæta þeim launahækkunum sem fylgja nýjum kjarasamningum Félags leikskólakennara. Samning- ar voru undirritaðir á laugardag og sveitarfélaganna bíður því að reikna út hvernig kjarabæturnar verða fjármagnaðar. Samkomulagið hljóð- ar upp á 7% upphafshækkun, en eft- ir er að ákvarða hversu stór skref þarf að taka umfram það og á hve löngum tíma til að jafna bilið milli leikskólakennara og sambærilegra stétta. Haraldur Freyr Gíslason, formað- ur Félags leikskólakennara, segist ánægður með samninginn og að samninganefndin hafi náð sínum markmiðum. »4 Kjarabótin þungur baggi  Sveitarfélögin skoða hvernig launahækkunum verði mætt Vel á annað hundrað manns lagði leið sína út í Viðey í gærkvöldi en þar var tendrað á Frið- arsúlunni af því tilefni að stjórnvöld í Noregi ákváðu að 21. ágúst skyldi tileinkaður minningu þeirra er létust í hryðjuverkaárásunum í Osló og á Útey. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og Silje Arnekleiv, sendiráðsritari í norska sendi- ráðinu, sögðu nokkur orð áður en kveikt var á súlunni. Sendu samúðarkveðjur til Noregs Morgunblaðið/Kristinn  Eistlendingar þökkuðu í gær Íslendingum fyr- ir stuðninginn þegar landið barðist fyrir að endurheimta sjálfstæði sitt fyrir tuttugu ár- um. Haldinn var sérstakur Íslend- ingadagur og var hann mun viða- meiri en blaðamaður Morgunblaðs- ins hafði gert sér í hugarlund. Meðal annars var Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, fagnað sem poppstjörnu og voru kallaðar til hans þakkir og til íslensku þjóð- arinnar fyrir það hugrekki að standa með Eistum. »12 Íslendingadagurinn í Eistlandi tókst vel „Vandamálið er að einhverjum hefur dottið í hug að leigja þetta húsnæði á Seltjarnarnesi til 25 ára með óuppsegjanlegri leigu,“ segir Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra um eldra húsnæði Landlæknis sem stendur autt með óuppsegjanleg- um leigusamningi. Greiða þarf 24 milljónir króna á ári vegna þessa. Guðbjartur segir skelfilegt að lifa við þetta en reynt verði að semja um málið. Hann bendir jafn- framt á að fermetraverð í Heilsu- verndarhúsinu við Barónsstíg sé töluvert lægra og því verði af flutningi Landlæknisembættisins hagræðing til lengri tíma litið, en um mánaðamótin síðustu hófst starfsemi sameinaðs embættis Landlæknis og Lýðheilsustöðvar í húsinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, segir sár- grætilegt að horfa upp á bruðl stjórnvalda í málinu. »9 Vandamálið óuppsegjan- legur samningur til 25 ára Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.