Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 KVIKMYNDIR Börkur Gunnarsson Önundur Páll Ragnarsson Kvikmyndaskóli Íslands hefur um árabil verið eitt öflugasta ef ekki öfl- ugasta framleiðslufyrirtæki landsins þar sem þar hafa verið framleiddar 80-90 stuttmyndir á önn eða um 160- 180 stuttmyndir á ári. Í árdaga skól- ans var ekki hægt að ganga að gæð- unum vísum hjá skólanum en með ár- unum breyttist það. Nú í ár voru til dæmis 70% þeirra stuttmynda sem samþykktar voru inná stutt- myndahátíð Reykjavíkur fram- leiddar í Kvikmyndaskóla Íslands. Það verður sjónarsviptir af skólanum og bransinn mun svo sannarlega finna fyrir skorti á fagþekkingu ef öðrum skóla verður ekki komið á laggirnar. En ef öðrum skóla verður komið á laggirnar er ástæða til að læra af því hvað gekk upp hjá þessum skóla og hvað gekk ekki upp. Gæðastimpill samtakanna CILECT sem eru al- þjóðleg samtök kvikmyndaskóla var gleðilegur og sýndi að margt var gert rétt í skólanum. Þessháttar gæða- stimpill er ekki ókeypis. Alls kenna um 32 framhaldsskólar og háskólar kvikmyndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, og að auki bjóða 78 lýðhá- skólar upp á kvikmyndatengt nám, en af þessum 110 kvikmyndaskólum á Norðurlöndunum hafa aðeins 5 fengið gæðastimpil CILECT. Þegar talað er við kennara innan Kvikmyndaskólans eru ekki allir á því að allt hafi verið gert rétt í stjórn skólans. Sumir kennararnir hafa tek- ið undir gagnrýni ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar á reksturinn og stjórn skólans og ef að nýr skóli verð- ur byggður á grunni þess gamla er ástæða til að hlusta á þessar gagn- rýnisraddir. Nýr skóli? Í spjalli við Skúla Helgason, for- mann menntamálanefndar Alþingis, í síðustu viku var hann sammála því að ríkisstyrkurinn til Kvikmyndaskóla Íslands hefði verið ansi lágur á hvern nemanda. Á honum mátti skilja að hann sæi fyrir sér að einhverskonar kvikmyndaskóli tæki við sem væri með færri nemendur og hærri styrk á nemanda. Af orðum Elíasar Jóns Guðjóns- sonar, aðstoðarmanns ráðherra, mátti líka ráða að þeir vildu tryggja framboð á einhverskonar kvik- myndagerðarnámi hér á Íslandi. Hann sagði orðrétt: „Við teljum að það eigi að vera framboð á kvik- myndanámi í landinu en hvaða leiðir við förum til að tryggja það mun koma í ljós.“ Enn er von En forsvarsmenn Kvikmyndaskóla Íslands hafa ekki gefið upp alla von eins og kemur fram í spjalli sem Morgunblaðið átti við Hilmar Odds- son, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, í gær. „Við teljum okkur hafa ærna ástæðu til bjartsýni. Forsætisráð- herra gaf okkur vonarneista með þessum orðum sínum, þegar öll sund virtust lokuð. Og sá vonarneisti hefur ekki verið slökktur,“ segir Hilmar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á föstudag að skól- anum yrði tryggt fjármagn til þess að geta haldið áfram rekstri, en í kvöld- fréttum RÚV sama dag var birt at- hugasemd frá aðstoðarmanni hennar, þess efnis að ekkert slíkt hefði verið samþykkt í ríkisstjórn. Jóhanna hef- ur þó ekki dregið orð sín til baka. Hilmar segir ekki hægt að skilja hlutina öðruvísi en svo að það sem forsætisráðherra segi standist, a.m.k. þar til hún tekur það til baka með skýrum hætti. Hann segir Jóhönnu hafa brugðist vel og fallega við boði um að mæta á kvikmyndasýningu hjá skólanum í gær, en hún hafi ekki komist. Full virðing sé í samskiptum hennar við skólann. Tíminn alveg að renna út Ekki verður af skólasetningunni sem ráðgerð hafði verið á morgun, en Hilmar segir að ef yfirleitt eigi að kenna við skólann í haust þurfi skóla- setning að verða í lok vikunnar eða byrjun þeirrar næstu. „Ég held að menn séu að tala sam- an. Við erum að tala saman í okkar ranni. Dagurinn er ekki að kvöldi kominn. Við skulum bara sjá, þetta er staðan núna og hún gæti breyst áður en dagurinn er á enda,“ segir Hilmar, þegar hann er spurður hvort einhver hreyfing sé á málunum. Hann kveðst munu setja sig í samband við forsæt- isráðuneytið í vikunni ef ekkert ger- ist fljótlega. Hann segist vilja kynna málið fyrir fólki með staðreyndum og bendir í því sambandi á vef sem hann hefur látið setja upp, stadreyndir.com, en þar að auki má finna ítarlega umfjöll- un um mál skólans í Sunndagsmogg- anum frá því í gær. Hilmar segir jafnframt að málinu sé mætt með nokkru skilningsleysi og litið sé svo á að nemendur skólans eigi einfaldlega að snúa sér að ein- hverju öðru en kvikmyndagerð, þeg- ar skólinn líður undir lok. Hins vegar séu margir nemendur í skólanum vegna þess að þeir hafi ástríðu fyrir þessu námi og geti ekki hugsað sér að mennta sig í neinu öðru fagi. Námsráðgjafi mætti Á föstudaginn hélt mennta- málaráðuneytið fund með nemendum skólans og segir Hilmar að á fundinn hafi mætt, ásamt ráðuneytisstarfs- mönnum, námsráðgjafar sem hafi boðið nemendum aðstoð við að finna út úr því í hvaða annað nám þeir gætu farið. M.ö.o. hvernig þeir gætu skipt um stefnu í lífinu. „Þetta var kannski fallega meint,“ segir Hilmar „en nemendur tóku þessu margir frekar illa.“ Morgunblaðið/Kristinn Mótmæli Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands eru hér á náttfötum á Austurvelli en þeir hafa líka sett mörg skemmtileg myndbönd á netið til að mótmæla. Framleiddi 180 myndir á ári  Kvikmyndaskóli Íslands hefur framleitt mikinn fjölda stuttmynda  Ekki hafa allir verið sáttir við stjórn skólans eða skipulag hans  Rektor skólans heldur enn í vonina og það gera nemendur líka Skúli Helgason er formað- ur Menntamálanefndar Al- þingis.Aðspurður hvort honum finnist það ekki orka tvímælis að dæma Kvikmyndaskóla Íslands ekki hæfan til reksturs sem hefur hlotið alþjóð- legar viðurkenningar fyrir gæði starfs síns auk þess sem hann hefur verið rek- inn á svo hagkvæman hátt að framlag ríkisins á hvern nemanda skólans er ekki nema tæp 3% af því sem ríki Norður- landanna styrkja kvikmyndaskóla sína um segist hann verða að taka mark á niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. „Það er afstaða Rík- isendurskoðunar að þeir geti ekki mælt með því að skólinn fái frekari fjárframlög vegna þeirrar óvissu sem ríkir um reksturinn. Nú mun fara fram sérstök úttekt Ríkisend- urskoðunar á fjárreiðum skólans og síðan verður tekin ákvörðun um framhaldið þegar niðurstaða hennar liggur fyrir,“ segir Skúli. Skúli var í viðtali á Rás 2 í vikunni þarsem mörgum fannst hann ýja að því að eitthvað hefði verið farið illa með fé í skólanum og að- spurður hvort hann geti nefnt dæmi um það segist hann ekki hafa ýjað að því í viðtalinu. „Ég sagði hins vegar að ég hefði efasemdir um að þetta rekstrarform gengi óbreytt. Ég sagði að það þyrftu fleiri aðilar að koma að rekstrinum til að grundvöllurinn væri traust- ari svo nemendur gætu treyst því þegar þeir hefja nám að þeir fái lokið því. Sú skoðun fær staðfestingu í afstöðu Ríkisendurskoð- unar,“ segir Skúli. Aðspurður hvort það sé ekki skrítið að það sé fyrst núna verið að kalla eftir áliti Rík- isendur− skoðunar, nokkrum dögum áður en skólahald átti að hefjast, þrátt fyrir að vandamálið hafi verið uppi á borði í ráðu- neytinu í meira en hálft ár, segir hann að svo sé. „Ég get alveg tekið undir það að það hefði verið fullt tilefni til að óska eftir áliti Ríkisendurskoðunar fyrr. Það eru margir mánuðir síðan það varð ljóst að það þyrfti að grípa inní og finna lausn á rekstrarvanda skólans,“ segir Skúli. Lágur kostnaður skólans Aðspurður hvort vandamál skólans sé ekki tilkomið vegna þess að ríkið hafi verið að svelta skólann árum saman og hann sýnt fram á góðan rekstur þegar litið er til þess að á Norðurlöndunum fái kvikmyndaskólar yfir 10 milljónir í styrk miðað við hvern nem- anda en hér fái kvikmyndaskólinn aðeins 278 þúsund krónur á hvern nemanda tekur hann undir það að framlagið hafi ekki verið sann- gjarnt til skólans undanfarin ár. „Ég hef ein- mitt bent á að ríkisframlög til skólans hafa verið mjög lág hér á landi. Það hefur vantað uppá það að stjórnvöld hafi gætt jafnræðis gagnvart einkaskólum varðandi fjárveitingar. Aðrir skólar á framhaldsskólastigi hafa feng- ið talsvert hærri framlög en kvikmyndaskól- inn miðað við hvern nemanda og skólinn var bara með styrktarsamning sem var í sjálfu sér óháður nemendafjölda. Hins vegar er for- senda þess að hægt sé að leiðrétta þennan mun að fyrir liggi faglegt mat á því að skól- inn hafi farið vel með það almannafé sem hann hefur fengið,“ segir Skúli. Í ljósi þess hve gríðarlega miklir hags- munir eru í gangi fyrir heila listgrein, auk þeirra hundruð nemenda sem eru í skólanum að er þá ekki skrítið að láta 14 milljónir sem bar á milli tilboðs ríkisins og þess sem skól- inn taldi sig þurfa til rekstursins verða til þess að setja skólann á hliðina? „Því miður þarf meira til að leysa rekstrarvanda skólans. Ef þetta snerist bara um þessar fjórtán millj- ónir, þá væri búið að leysa þetta fyrir löngu síðan, ég fullyrði það. Því til viðbótar eru þungar skuldir sem hvíla á rekstrinum. Stjórnvöld þurfa að hafa mjög sterk rök fyrir því að nota almannafé til að greiða niður skuldir einkaskóla, sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Þar fyrir utan setur staða ríkisfjár- mála ráðuneytinu þröngar skorður. Það er niðurskurðarkrafa á alla framhalds- skóla í landinu og það er mjög umdeilanlegt að taka einn skóla útúr og margfalda framlög til hans en skera niður hjá öðrum skólum. Það er vandinn sem ráðuneytið stendur m.a. frammi fyrir. Ráðuneytið bauð ríflega 40% hækkun ríkisframlags en það dugir ekki til að koma rekstrinum á réttan kjöl og lengra verður ekki gengið nema Ríkisendurskoðun gefi út fjárhagslegt heilbrigðisvottorð fyrir skólann. Vandi skólans á að miklu leyti rætur að rekja til þess að árið 2007 var námsbrautum fjölgað úr einni námsbraut uppí fjórar. Skól- inn fékk viðurkenningu frá ráðuneytinu á þessum námsbrautum en hins vegar fylgdi því engar samþykktir á tilteknum fjölda nemenda eða vilyrði um aukin framlög. Báðir hafa því eitthvað til síns máls þegar um þessa framkvæmd er deilt. Skólinn getur sagt að ráðuneytið hafi ekki sett sér stólinn fyrir dyrnar og ráðuneytið getur sagt að við- urkenningu á námsbrautunum hafi ekki fylgt neitt vilyrði fyrir því að fjárframlög myndu aukast. Það má alveg gagnrýna þá afgreiðslu ráðuneytisins árið 2007. Þar hefði verið til- efni til að gera þjónustusamning með föstum nemendaframlögum sem hefði treyst veru- lega rekstrargrundvöll skólans en því miður var það ekki gert og síðan hafa safnast upp skuldir sem nú eru að sliga reksturinn. En þetta er verkefni sem þarf að leysa hratt og vel og öllu skiptir að hagsmunir nemenda verði tryggðir, skólinn og stjórnvöld verða að bindast samtökum um að finna ásættanlega lausn fyrir nemendur sem allra fyrst. ,“ segir Skúli. Verðum að finna lausn fyrir nemendur Skúli Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.