Morgunblaðið - 22.08.2011, Síða 25

Morgunblaðið - 22.08.2011, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 » HeimildarmyndinAndlit norðursins var frumsýnd í Bíó Paradís sl. föstudag. Í myndinni er Ragnari Axelssyni ljósmyndara fylgt eftir við störf sín við að festa íbúa á norð- urslóðum og lífshætti þeirra á filmu. Frum- sýningargestir skemmtu sér vel og voru ánægðir með út- komuna en myndin er líka framleidd fyrir er- lendan markað. Heimildarmyndin Andlit norðursins frumsýnd Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kæti Jóhann Gestur, Svava, Sigurbjörg Jónsdóttir og Viðar Pétursson. Gleði Páll Magnússon og Hildur Hilmarsdóttir létu sig ekki vanta. Sæla0 Þórunn Kristinsdóttir, Tinna Dögg Ragnarsdóttir voru á staðnum. Bros Ilmur Kristjánsdóttir og Hannes Pálsson voru alsæl. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er með kynningareintak af Gentle Spirit með Jo- nathan Wilson sem ég held að komi út í næsta mánuði, draumkennd, seiðandi og mögnuð sýrukántríplata frá upphafi til enda. Laufey vinkona kynnti mig fyrir Jo- nathan fyrir svona sex árum og ég varð ástfangin við fyrstu hlustun. Er líka að hlusta á íslensku plöturnar Sagan með 1860, Arabian Horse með GusGus, Jukk með Prinspóló og Winter Sun með Snorra Helgasyni – allt frábærar plötur. Ég er búin að vera að hlusta mjög mikið á íslenska tónlist undanfarið til að finna góð lög fyrir mynd okkar Borgríki sem kemur út í október. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Úff, þær eru svo margar en ég verð að segja að Rumours með Fleetwood Mac og Mezzanine með Mas- sive Attack tróna ofarlega hjá mér þegar ég spái í heildstæðar plötur sem eldast afar vel. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Tango in the Night með Fleetwood Mac á vínyl í Hljómvali, í heimabænum Keflavík, þegar ég var svona 11-12 ára Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Lítinn fugl, safnplötu með Ellý Vilhjálms, því það minnir mig á eldhúsið hjá ömmu þegar ég var lítil. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Án efa Stevie Nicks. Röddin hennar og framkoma er alltaf mögnuð og seiðandi. Ég fór á tónleika með Fleetwood fyrir tveimur árum og hún er ennþá með þetta! Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Topp 5 lög fyrir næsta föstudagskvöld gætu verið eftirfarandi: Saturday Love með Toro y Moi, I Can’t Wait með Twin Shadow, Midnight City með M83, Wait In The Dark (Jensen Sportag Remix) með Memory Tapes, og Someone To Count On með hinum íslenska Axfjörð – þetta væri svona létt upphitun á sum- arkvöldi. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Það gæti td. verið Jonathan Wilson, Last Train Home platan hans Kalla, soul með William Bell eða smá ambient með Ulrich Schnauss. Í mínum eyrum Kristín Andrea Þórðardóttir kvikmyndaframleiðandi Lítill fugl í eldhúsinu hjá ömmu Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 2/9 kl. 20:00 1.k Mið 7/9 kl. 20:00 3.k Fös 16/9 kl. 20:00 5.k Lau 3/9 kl. 20:00 2.k Sun 11/9 kl. 20:00 4.k Sun 18/9 kl. 20:00 6.k Mannleg og hrífandi sýning sem lætur engan ósnortinn NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 1.k Lau 17/9 kl. 20:00 3.k Lau 24/9 kl. 20:00 5.k Lau 10/9 kl. 20:00 2.k Fös 23/9 kl. 20:00 4.k Vinsælasta sýning síðasta leikárs snýr aftur Zombíljóðin (Litla sviðið) Fös 9/9 kl. 20:00 frumsýn Sun 11/9 kl. 20:00 3.k Þri 13/9 kl. 20:00 5.k Lau 10/9 kl. 20:00 2.k Mán 12/9 kl. 20:00 4.k Hábeittur og hrollvekjandi samfélagsspegill Afinn (Stóra sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 1.k Fim 22/9 kl. 20:00 3.k Fös 30/9 kl. 20:00 5.k Sun 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 25/9 kl. 20:00 4.k Hlýlegt gamanverk með stórt hjarta Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 1.k Sun 25/9 kl. 13:00 2.k Leikhústöfrar fyrir börn á öllum aldri Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 2/9 kl. 19:30 Br. sýningartími Fös 9/9 kl. 19:30 Fös 16/9 kl. 19:30 Lau 3/9 kl. 19:30 Br. sýningartími Lau 10/9 kl. 19:30 Lau 17/9 kl. 19:30 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 18/9 kl. 19:30 Sun 25/9 kl. 19:30 Sun 2/10 kl. 19:30 Fös 23/9 kl. 19:30 Fös 30/9 kl. 19:30 Lau 24/9 kl. 19:30 Lau 1/10 kl. 19:30 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 28/8 kl. 14:00 Sun 11/9 kl. 14:00 Sun 25/9 kl. 14:00 Sun 4/9 kl. 14:00 Sun 18/9 kl. 14:00 Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.