Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 4
Karin Beate Nøsterud/norden.org Út Íslendingar horfa til Noregs, þegar kemur að búferlaflutningum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Straumur Íslendinga liggur enn til Noregs. Fyrri helming ársins fluttu tæplega 700 út. Aftur á móti fluttu mun fleiri heim frá Danmörku en þangað fóru. Á árunum 2009 og 2010 fluttu ár- lega 1450 til 1500 Íslendingar til Noregs, svipaður fjöldi og fór til Danmerkur þar áður. Eins og sést á töflunni hér að ofan fluttu 695 Ís- lendingar til Noregs fyrstu sex mán- uði ársins. Það gæti bent til að þess að straumurinn sé jafn stríður og ár- in tvö þar á undan. „Það er erfitt að sjá fyrr en eftir árið en þó eru fermingarbörnin sem skrá sig að nálgast fjörutíu. Þau voru tuttugu í fyrra en tíu flest árin þar á undan,“ segir séra Arna Grét- arsdóttir, prestur íslenska safnaðar- ins í Noregi. Eins og þessar tölur gefa til kynna hefur fjölgað mjög í söfnuðinum. Um sjö þúsund ein- staklingar voru í söfnuðinum á síð- asta ári en Arna hefur ekki nýrri töl- ur. Arna kannast við umræður um að fjölskyldur þeirra sem sótt hafa vinnu á milli landanna hafi verið að hugsa sér til hreyfings með flutning til Noregs. „Ég heyrði rætt um þetta í vor. Einhverjir voru að kanna um- hverfið enda geta menn ekki farið endalaust á milli,“ segir hún. Einnig er töluvert um að fólk flytji til baka, til Íslands. Í fyrra fluttu lið- lega 500 manns heim frá Noregi en það svarar til liðlega þriðungs þeirra sem fluttu út. Á fyrra helmingi þessa árs fluttu tæplega 250 heim frá Nor- egi sem gæti bent til svipaðrar þró- unar. Séra Arna segir að ýmsar skýringar séu á þessu. „Einhverjir ná ekki að fóta sig hér og svo er stundum meira mál að flytja á milli landa en fólk heldur þegar það fer af stað. Þriðja skýringin sem ég heyri er að fólk sem eingöngu hefur komið til að sækja vinnu fer aftur þegar það fær vinnu heima,“ segir Arna. Brottfluttir og aðfluttir íslenskir ríkisborgarar 2008- 30. júní 2011, til og frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð eftir kyni Aðfluttir Brottfluttir Alls Alls 2008 Danmörk 1.461 715 746 1.528 747 781 Noregur 187 93 94 278 156 122 Svíþjóð 294 161 133 452 231 221 2009 Danmörk 1.137 558 579 1.427 704 723 Noregur 270 159 111 1.486 877 609 Svíþjóð 257 127 130 633 344 289 2010 Danmörk 1.071 554 517 1.083 512 571 Noregur 522 307 215 1.459 808 651 Svíþjóð 362 193 169 643 312 331 2011 (jan-jún) Danmörk 516 257 259 353 164 189 Noregur 248 160 88 695 432 263 Svíþjóð 131 71 60 249 133 116 Jafn mikill fólksflótti til Noregs og síðustu ár  Þriðjungur flytur heim aftur  Fleiri frá Danmörku en fara út Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að nýting- arsamningar sem gert er ráð fyrir í kvótafrumvarpi sjávarútvegs- ráðherra séu til of skamms tíma. Það skapi óvissu sem sé slæm fyrir bank- ann og atvinnugreinina. Forystumenn úr ríkisstjórnar- flokkunum hafa gagnrýnt Lands- bankann harklega fyrir umsögn hans um frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Þessi óánægja kom meðal annars fram á fundi flokksráðs VG um helgina. Þar sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, formað- ur sjávarútvegsnefndar Alþingis, bankann haga sér eins og eitur- lyfjasjúkling sem heimtaði meira dóp. Steinþór vildi ekki tjá sig um þessi ummæli, sagði þau dæma sig sjálf, en vísaði í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis þar sem hvatt er til málefnalegrar umræðu og að gagnrýni fái að koma fram. Ólína Þorvarð- ardóttir, varafor- maður sjávar- útvegsnefndar, gagnrýnir í grein að bankinn gefi sér þá forsendu fyrir umsögn sinni að aflaheim- ildir komi ekki til endurúthlutunar eftir fimmtán ár og það muni skerða lánveitingar til sjávarútvegsins. Steinþór svarar því til að óvissa sé um það hvað gerist eftir fimmtán ár og það hafi áhrif á viðskiptavini Landsbankans og áhættu útlána hans. Fimmtán ár séu of skammur tími. „Ég hvet alla til að lesa vel greinargerð okkar. Vonandi þrosk- ast málið í meðferð Alþingis og við fáum niðurstöðu sem sátt er um,“ segir Steinþór. Of skammur tími  Bankastjóri Landsbankans vonar að kvótafrumvarpið þroskist í meðförum Alþingis og sátt verði um niðurstöðu Steinþór Pálsson Gagnrýni » Lilja Rafney Magnúsdóttir segir Landsbankann haga sér eins og eiturlyfjasjúkling sem heimtar meira dóp. » Ólína Þorvarðardóttir seg- ir að forsenda Landsbankans um varúðarnálgun fái ekki staðist. Aflaheimildum verði ávallt úthlutað til þeirra sem sækja sjóinn. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Tyrklands Stökktu til frá kr. 109.900 m/hálfu fæði - kr. 119.900 m/”öllu inniföldu” Kr. 109.900 - 11 nátta ferð Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 11 nætur. Aukalega m.v. “allt innifalið” kr. 20.000 fyrir fullorðna og kr. 10.000 fyrir börn. 6. sept - 11 nátta ferð Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á allra síðustu sætunum til Tyrklands 6. september í 11 nætur. Þú bókar flugsæti og gistingu og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og bókaðu strax frábært frí á hreint ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt önnur sértilboð í boði. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara. Frá aðeins kr. 109.900 með hálfu fæði Hallur Már hallurmar@mbl.is Á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs sem haldinn var á föstudag og laugardag var sam- þykkt ályktun um loftárásir Atlants- hafsbandalagsins á Líbíu. Í henni var ítrekuð fordæming á loftárásunum sem samþykkt var á sambærilegum fundi í maí. Ennfremur var sam- þykkt að biðla til Alþingis að skipa rannsóknarnefnd sem ætti að rann- saka aðdraganda þess að Ísland sam- þykkti aðgerðirnar. Tveir þingmenn flokksins sitja í ut- anríkismálanefnd Alþingis, þau Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, sem var í barneignarleyfi þegar ákvörðunin var tekin en í hennar stað sat Álf- heiður Ingadóttir, og Árni Þór Sig- urðsson, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Eftir að ræða hvort skipun nefndar verður lögð til Árni segist ekki hafa verið á fund- inum þegar ályktunin var afgreidd og ekki hafa vitað af ákvæði í álykt- uninni sem kveður á um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd sem eigi að rannsaka málið. Árni segir að í sínum huga liggi þó meginatriði málsins fyrir. „Í kjölfar ákvörðunar Samein- uðu þjóðanna kom málið til um- ræðu innan ríkis- stjórnarinnar og var svo kynnt inn- an utanríkismála- nefndar. Hið sama er að segja um ákvörðun Atl- antshafs- bandalagsins um að taka yfir hlut- verk sem Bretar, Frakkar o.fl. höfðu tekið að sér þegar samþykkt SÞ lá fyrir. Því var haft samráð við utan- ríkismálanefnd þó svo að við hefðum í raun látið okkar skoðun í ljós innan nefndarinnar. Afstaða annarra flokka á þingi liggur nokkurn veginn fyrir svo að ég tel að utanríkis- ráðherra hafi gert það sem hann átti að gera samkvæmt lögum með því að hafa samráð við nefndina. Hann tek- ur síðan sína ákvörðun sem hann ber stjórnskipulega ábyrgð á á grund- velli þingræðisreglunnar.“ Árni segir að hugsanlega vaki fyrir fólki að varpa ljósi á hvernig sú ákvörðun var tekin. Afstaða flokksins liggi fyrir og tillaga sem hann lagði fyrir þingið um að segja Ísland úr Atlantshafs- bandalaginu. Þá segir hann að eftir sé að ræða hvort tillaga verði lögð fram á þingi um að skipa slíka nefnd. Morgunblaðið/Eggert Fundað Steingrímur J. Sigfússon á flokksráðsfundi Vinstrigrænna á föstu- dag en ályktunin var samþykkt eftir atkvæðagreiðslu á laugardag. Vilja rannsókn vegna Líbíu  Formaður utanríkismálanefndar ekki á fundinum þegar ályktunin var afgreidd Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.