Morgunblaðið - 29.08.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
Forystumenn Vinstri hreyfing-arinnar - græns framboðs
ákváðu um helgina að minna á að
þeir hefðu engu gleymt og ekkert
lært á síðustu áratugum.
Orðavalið íályktunum
flokksráðsfundar
VG er þannig að
ætla mætti að það
hefði orðið til á miðils-
fundi þar sem framámenn ís-
lenskra kommúnista á liðinni öld
hefðu náð í gegn. Það er að
minnsta kosti ekki á hverjum degi
sem fólk rekst á orðin „heims-
valdahagsmunir“ og „arðrán“ í
sömu málsgreininni í pólitískri
ályktun.
VG kvartaði um helgina undanþví að „heimsvaldahags-
munir“ vestrænna ríkja hefðu ráð-
ið ferðinni í Líbíu síðustu mánuði
og endurómuðu þannig umkvart-
anir Gaddafís og stuðningsmanna
hans. Um leið styður VG „alþýðu
Líbíu og fordæmir hvers konar
kúgun og arðrán þar sem annars
staðar“.
Þá vill VG að skipuð verði rann-sóknarnefnd til að rannsaka
aðdraganda þess að Ísland sam-
þykkti aðgerðir Atlantshafs-
bandalagsins í Líbíu.
Nú er vissulega full ástæða tilað skipa rannsóknarnefnd
um það líkt og margt annað í
ógagnsæjum störfum núverandi
ríkisstjórnar, en fyrir VG er þetta
þó alger óþarfi.
VG er hluti af ríkisstjórninnisem samþykkti árásirnar og
þarf ekki annað en biðja formann
sinn að útskýra aðdragandann. Það
er veruleiki málsins og ályktun um
rannsóknarnefnd er auðvitað ekk-
ert annað en sýndarmennska.
Ályktað handan
veruleikans
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.8., kl. 18.00
Reykjavík 10 súld
Bolungarvík 13 rigning
Akureyri 13 alskýjað
Kirkjubæjarkl. 13 skýjað
Vestmannaeyjar 11 alskýjað
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 13 skýjað
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Helsinki 18 skýjað
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 13 skúrir
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 17 léttskýjað
París 18 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 15 léttskýjað
Berlín 18 skýjað
Vín 22 léttskýjað
Moskva 22 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 28 heiðskírt
Aþena 25 heiðskírt
Winnipeg 22 skýjað
Montreal 17 skúrir
New York 21 alskýjað
Chicago 22 léttskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:01 20:57
ÍSAFJÖRÐUR 5:58 21:11
SIGLUFJÖRÐUR 5:40 20:54
DJÚPIVOGUR 5:29 20:29
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Markmið okkar er að varðveita
húsið og við gerum það með öllum
tiltækum ráðum,“ segir Héðinn Ás-
björnsson sem ásamt fjölskyldu
sinni rekur ferðaþjónustu í Djúpa-
vík á Ströndum. Áhugamenn um
varðveislu gömlu síldarverksmiðj-
unnar vinna að stofnun áhuga-
mannafélags til að styðja við bakið á
eigendunum.
Síldarverksmiðjan í Djúpuvík í
Reykjarfirði á Ströndum er gríðar-
mikið mannvirki og merkilegt í
byggingarsögunni. Verksmiðjan var
byggð 1934 og tekin í notkun árið
eftir. Hún var stærsta bygging sem
reist hafði verið úr steinsteypu á Ís-
landi á þeim tíma.
Frumstæðar aðstæður
Skúli Alexandersson, fyrrver-
andi alþingismaður, sem alinn er
upp í Djúpavík, segir að bygging
verksmiðjunnar hafi verið mikið af-
rek. Helgi Eyjólfsson bygginga-
meistari hafi byggt hana á einu ári
við mjög frumstæðar aðstæður.
Djúpavík var ekki í vega-
sambandi. Fram kemur í yfirliti
Jóns Jónssonar um sögu Djúpavík-
ur að norsk flutningaskip hafi komið
með timbur, sement og fleira til
Djúpavíkur 10. júlí 1934. Járnbraut-
arteinar voru lagðir yfir fjallið til að
flytja efni í uppfyllinguna. Öll vinna
við grunn verksmiðjunnar var unnin
með handverkfærum og hjólbörum.
Skúli segir að steypumölinni
hafi verið mokað með skóflum upp á
vörubílspalla og losuð með sama
hætti í hjólbörur en menn hafi þó
haft vélar til að hræra steypuna.
Verksmiðjan var gangsett 7.
júlí 1935 og peningalyktina lagði yf-
ir Reykjarfjörð.
Verksmiðjan var mikilvægur
liður í iðnvæðingu þjóðarinnar og
Héðinn segir að hún hafi skilað
ótrúlegum hagnaði fyrstu árin. „Ég
held að þetta afrek yrði ekki leikið
eftir í dag, hvorki bygging verk-
smiðjunnar né tekjurnar sem hún
skapaði,“ segir hann.
Ævintýrinu lauk. Síldveiðin
hrundi 1948 og tveimur árum síðar
var nánast ekkert veitt. Ýmsar til-
raunir voru gerðar til að halda verk-
smiðjunni gangandi en henni var lok-
að 1954. Eftir stendur þessi mikli
minnisvarði.
Þarf að loka húsinu
Ásbjörn Þorgilsson eignaðist
húsin fyrir 25 árum. Héðinn segir að
allan þann tíma hafi þeir verið að
reyna að halda í við eyðingaröflin.
Síðustu árin hefur verið lögð áhersla
á að loka húsinu fyrir vatni og vind-
um. „Niðurbrotið heldur áfram á
meðan vatnið á greiða leið inn í burð-
arvirki hússins. Það þarf að leggja
tjörupappa á þakið. Eftir það verður
hægt að halda áfram með veggina.“
Búið er að setja pappa á hluta
þaksins. Í sumar máluðu þeir gafl
hússins og ganginn sem er ofan á
húsinu en vegginn höfðu þeir lagað
árið áður.
Skúli Alexandersson hefur
áhuga á að stofna áhugamannafélag
til að hjálpa til við varðveislu hússins.
Héðinn tekur vel í það og segir að öll
hjálp sé vel þegin, hvort sem hún sé í
formi vinnu eða fjárframlaga.
Sögusýning um Djúpavík er í
vélasal verksmiðjunnar og fá margir
leiðsögn um hana á sumrin. Segir
Héðinn að fólk hafi mikinn áhuga á
mannvirkinu. „Það verður að varð-
veita þetta merka hús en vitaskuld
þarf síðan að finna því nútíma-
hlutverk,“ segir Héðinn og bætir við
að enginn hörgull sé á hugmyndum
um nýtingu þess. Hann nefnir að
listafólk hafi notað það til sýninga-
halds og tónlistarflutnings og vel
færi á því að auka það.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Djúpavík 200 lítrar af málningu fóru á gafl verksmiðjunnar og efstu hæðina. Hótelið er rekið í Kvennabragganum.
Á blómatíma verksmiðjunnar var líka búið um borð í flutningaskipinu Suðurlandi sem enn hvílir í fjörunni.
Áhugamenn vilja styðja viðgerðir á
síldarverksmiðjunni í Djúpavík
Djúpavík
» Stærstu hluthafarnir í
Djúpavík hf. voru Alliance í
Reykjavík og Einar Þorgilsson
& Co í Hafnarfirði. Þeir ætluðu
sér að byggja fullkomnustu
síldarvinnslu í Evrópu.
» Húsið er 90 metra langt
og á tveimur til þremur hæð-
um. Með lýsistönkunum eru
byggingarnar um 6000 fer-
metrar að stærð, alls um 22
þúsund rúmmetrar.
» Ásbjörn Þorgilsson eign-
aðist síldarverksmiðjuna og
fjölskyldan hóf rekstur Hótels
Djúpavíkur í Kvennabragg-
anum 1985.
Eigendur reyna að hafa við eyðingaröflum sem vinna á merkum mannvirkjum