Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Samkeppnin hefur aukist á fjar-
skiptamarkaðinum og skipting
markaðarins hefur breyst á sein-
ustu misserum. Í nýútkominni árs-
skýrslu Póst og fjarskiptastofnunar
(PFS) fyrir seinasta ár kemur fram
að í farsímaþjónustu var Síminn
með 42% markaðarins, Vodafone
31% og Nova með 22%.
Í háhraðatengingum er skipting-
in 52%, 30% og 13% milli Símans,
Vodafone og Tals. Enn ber Síminn
hins vegar höfuð og herðar yfir
aðra í talsímaþjónustu þar sem
markaðurinn skiptist þannig að
Síminn var með 70% markaðarins,
Vodafone 26% og Tal 4%.
Kvöðum líklega fyrst létt af á
farsímamarkaðinum
„Síminn er sem áður með sterk-
asta markaðsstöðu á öllum mörk-
uðum en önnur fyrirtæki sækja á.
Ef fram fer sem horfir er líklegt að
PFS geti aflétt kvöðum af markaðs-
ráðandi aðilum á næstu árum og við
taki samkeppni án sérstakra kvaða
af hálfu PFS, enda er það eitt af
meginmarkmiðum fjarskiptareglu-
verksins,“ segir Hrafnkell V. Gísla-
son, forstjóri PFS, í ársskýrslunni.
Hrafnkell segir í samtali við
Morgunblaðið að PFS hafi lagt
kvaðir á fyrirtæki í framhaldi af
markaðsgreiningu en nú sé ljóst að
staða fjarskiptafyrirtækjanna á
þessum markaði hafi jafnast þó enn
sé nokkuð í land. „Þróun markaðar-
ins hefur verið í þá átt að staðan er
að jafnast og það kemur að því að
kvöðum verður aflétt,“ segir hann.
Nefnir hann að sérstaklega verði
litið til farsímamarkaðarins í því
sambandi. Þar er annars vegar um
að ræða kvaðir sem settar hafa ver-
ið vegna kostnaðar við lúkningu
GSM-símtala og hins vegar á svo-
nefndum aðgangsmarkaði, þar sem
einu fjarskiptafélagi ber að hleypa
öðru inn á fjarskiptanet sitt. „Ég
hugsa að þessi síðast taldi mark-
aður yrði líklega fyrstur,“ segir
Hrafnkell.
Fram kemur í tölum PFS að net-
notkun um farsímanet er orðin út-
breidd og eru nú yfir 30.000 net-
lyklar í notkun hér á landi. Þá eru
yfir 10.000 heimili tengd ljósleiðara.
Netaðgangur verði skil-
greindur borgaraleg réttindi
Í ársskýrslu PFS er fjallað um
breytingar sem gerðar hafa verið á
fjarskiptalöggjöf Evrópusambands-
ins. Þar eru ýmis nýmæli á ferð
sem væntanlega þarf að innleiða
hér á landi. Er m.a. kveðið á um að
aðgangur að Netinu verður skil-
greindur sem borgarleg réttindi
þannig að allar takmarkanir á slík-
um aðgangi þurfi að vera í sam-
ræmi við mannréttindasáttmála
Evrópu og meginreglur ESB-lög-
gjafar þar að lútandi.
Líklegt að kvöð-
um verði aflétt
Vaxandi samkeppni og jafnari staða á fjarskiptamarkaði
Morgunblaðið/ÞÖK
Samkeppni Farsímamarkaðurinn skiptist nú þannig að Síminn er með 42% hlutdeild, Vodafone 31% og Nova 22%.
Hallur Már
hallurmar@mbl.is
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra bíður nú eftir því að fá
inn á borð til sín umsókn um und-
anþágu vegna laga um eignarrétt
og afnot fastaeigna í tengslum við
hugsanleg kaup
kínverska kaup-
sýslumannsins
Huang Nobu á
jörðinni á
Grímsstöðum á
Fjöllum. Hann
telur þurfa að
skoða málið
gaumgæfilega
ekki síst með til-
liti til uppruna
mannsins í huga.
Nokkur fordæmi eru fyrir um-
sóknum um slíkar undanþágur og
ráðherrann nefnir t.d. Grundar-
tangaverksmiðjuna og Þörunga-
verksmiðjuna á Reykhólum í því
sambandi. „Hér erum við þó að
tala um land af allt annarri stærð-
argráðu en jörðin er um 300 fer-
kílómetrar að stærð. Værum við
tilbúin að veita undanþágur sem
heimiluðu útlendingum að eignast
allt Ísland?“ spyr Ögmundur og
segir þörf á að endurskoða löggjöf
í þessum efnum vegna þess að í
núverandi mynd taki hún einungis
til aðila sem eru búsettir utan
Evrópska efnahagssvæðisins.
Eignarhald á
landi skilyrt
Hann segist ekki tilbúinn til að
svara því hvort setja ætti stærð-
artakmarkanir í tengslum við kaup
á jörðum en telur að skoða þurfi
hvort eignarhald á landi eigi að
vera án nokkurra skilyrða og tak-
markana, sérstaklega með tilliti til
auðlinda og nýtingar þeirra og á
það bæði við um innlenda og er-
lenda ríkisborgara.
„Nú sjáum við eigendur Reykja-
hlíðar, landstærstu jarðar á land-
inu, gagnrýna verndun Gjástykkis
og segja ákvörðunina gera ríkið
skaðabótaskylt gagnvart landeig-
endum – eitthvað sem er úti í hött
þar sem auðlindirnar eru í eigu
þjóðarinnar allrar og ef svo er
ekki búið um í lögum og stjórn-
arskrá þá þarf hið snarasta að
vinda sér í það verk.“
Kræfir Kínverjar
Nobu hefur látið hafa eftir sér
að hann sé tilbúinn til að skoða að
afsala sér vatnsréttindum og Ög-
mundur segir það vera veigamikið
atriði sem gæti breytt afstöðu
manna. „Skoða þarf málið með til-
liti til þessa samhengis þar sem
eignarhald er annarsvegar og nýt-
ing auðlinda hinsvegar.“ Ögmund-
ur segir líka ljóst að skoða þurfi
málið á þeim forsendum að Kín-
verjar eiga í hlut. Þeir ásælist
t.a.m. jörð á Langanesi og séu að-
gangsharðir um heim allan og vís-
ar til Afríku, Bandaríkjanna, Evr-
ópu og S-Ameríku. Hann segist
eiga eftir að sjá hvort Nobu sé
bara einn á báti í sínum viðskipt-
um. „Við Íslendingar þekkjum það
að menn komi með stóra drauma
og glæsileg dollaramerki í aug-
unum en með dómgreindina í núlli
og við vitum hvernig fór um sjó-
ferð þá. Mér finnst óþægilegt hve
margir eru tilbúnir að kyngja
þessu öllu án nokkurrar skoðun-
ar.“
Setja þarf skil-
yrði um eignar-
hald á landi
Ráðherra vill skoða lög um kaup
jarða og nýtingu á auðlindum þeirra
Morgunblaðið/Ernir
Auðugur Nubo er í ferðaþjónustu í
Japan og Bandaríkjunum auk Kína.
Ögmundur
Jónasson
Ekki er ljóst hvernig staðið verður
að skoðun á félagslegum áhrifum
kvótakerfisins á íbúa- og byggðaþró-
un. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðu-
neytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, segir að málið sé í skoðun á milli
ráðuneytisins og Byggðastofnunar.
Í kjölfar útkomu hagfræðinga-
skýrslunnar svokölluðu í vor var
samþykkt á fundi sjávarútvegs-
nefndar Alþingis í júní að fara þess á
leit við sjávarútvegsráðuneytið að
slík úttekt yrði gerð. Lilja Rafney
Magnúsdóttir, formaður nefnd-
arinnar, og Ólína Þorvarðardóttir,
varaformaður, báru tillöguna upp í
nefndinni.
Hins vegar hefur verið settur á
laggirnar vinnuhópur sem á að vinna
með starfsmönnum ráðuneytisins að
skoðun á ýmsum byggðatengdum og
félagslegum aðgerðum í sjávar-
útvegi. Þar er átt við byggðakvóta,
línuívilnun, strandveiðar og skel- og
rækjubætur. Í hópnum eru Adolf
Berndsen, framkvæmdastjóri og
oddviti á Skagaströnd, Albertína
Elíasdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði,
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Framsýnar stéttarfélags, og Atli
Gíslason alþingismaður.
Að sögn Sigurgeirs Þorgeirssonar
er tilgangurinn með þessu starfi að
treysta þessar aðgerðir um leið og
stjórnsýslan verði gerð einfaldari og
skilvirkari.
Kanna byggðatengdar
aðgerðir í sjávarútvegi
Morgunblaðið/Ómar
Sjávarbyggð Vinnuhópur skoðar
ýmsar byggðatengdar aðgerðir.
Ekki ljóst hvernig staðið verður að
könnun á félagslegum áhrifum kvótakerfis
Undanfarin misseri hafa komið upp tilvik þar sem fjarskiptafélög
brutu fjarskiptalög og Póst- og fjarskiptastofnun taldi koma til álita
að vísa málinu til lögreglu vegna hugsanlegra viðurlaga sem af slík-
um brotum gæti leitt. Fram kemur í ársskýrslu PFS að það var gert í
einu tilviki í fyrra.
„Stofnunin hefur nú verið upplýst um að lögreglan hyggist ekki
aðhafast í málinu og það verði látið niður falla. Í þessu samhengi er
rétt að nefna að stofnunin hefur ekki sektarheimildir. Því er staðan
sú að fjarskiptafélög geta brotið fjarskiptalög, stofnunin úrskurðar
um að brot hafi átt sér stað, en engin viðurlög eru við brotinu. Við
slíkt verður ekki unað, sérstaklega í ljósi þess að líkur eru á því að
brotum sem gætu leitt til viðurlaga eigi eftir að fjölga,“ segir Hrafn-
kell.
Gera þurfi bragarbót á þessu. Núna jafngildi þetta því að fyrir-
tækið fái aðeins áminningu þótt um brot sé að ræða.
Lögregla lét málið niður falla
BROT Á FJARSKIPTALÖGUM