Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Það er um að gera að nýta matar- afganga vel. Sérstaklega eftir helgar, þegar stundum er keypt dálítið meira inn. Þá er oft til nóg í ísskápnum. Gott kjúklingasalat Það er mjög hagkvæmt að elda heilan kjúkling því þá getur maður auðveldlega notað afganginn í súpu, salöt og ofan á brauð. Úr grófu brauði, salati, tómötum og smá sinn- epi er hægt að búa til holla og góða samloku. Kjúklingasalat er líka snið- ugt að gera og taka til í ísskápnum í Matur Veislumatur úr afgöngum Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is U ndirbúningur ljósahá- tíðar er nú í hámarki og aðstandendur dag- skrár duglegir að kynna þá atburði sem boðið verður upp á. Að venju munu börn hefja ljósahátíð n.k. fimmtudag með því að sleppa hundruðum lit- skrúðugra blaðra upp í loft. Í kjöl- farið rekur hver dagskrárliðurinn annan og hátíðin nær hámarki á laugardag, Ljósanótt. Hvert rými er nýtt undir myndlistarsýningar og uppákomur, dagskrárliðir eru fjöl- breyttir og við allra hæfi. Bæjarbúar njóta þess ekki síð- ur en sjálfs hátíðardagsins, að eiga rólegar stundir á fimmtudeginum, föstudeginum og sunnudeginum, njóta þess að fara á opnanir sýn- inga, tónleika og upplifa stemmn- inguna í bænum sem öll er hægari en á laugardeginum. Einn þessara viðburða eru hátíðartónleikar ljósahátíðar, sem að þessu sinni verða í tvígang sunnudaginn 4. sept- ember n.k. Tónleikarnir bera yf- irskriftina „Með blik í auga. Tónlist og tíðarandi áranna 1950-1970“ og verða fluttir í Andrews Theater, Ásbrú. Hrifinn af þessum tíma Blaðamaður settist niður með Arnóri Vilbergssyni tónlistarstjóra og Kristjáni Jóhannssyni hönnuði og framkvæmdastjóra til að fræðast um hátíðartónleikana í ár, sem eru einn af hápunktum ljósahátíðar. „Þessari hugmynd laust niður í kollinn á mér strax að loknum hátíð- artónleikum fyrir ári síðan, þannig að það má segja að ég hafi verið með hugann við þetta í ár. Eftir að hafa lagt áherslu á klassíska tónlist og kóraflutning undanfarin tvö ár fannst mér kominn tími á að breyta til,“ sagði Kristján sem viðraði í framhaldi hugmyndina við Valgerði Guðmundsdóttur framkvæmda- stjóra menningarsviðs Reykjanes- bæjar. Hún tók strax vel í hug- Dægurlagamenning á hátíðartónleikum „Okkur langaði til að bjóða upp á eitthvað nýtt á hátíðartónleikunum í ár. Tónlist 6., 7. og 8. áratugarins er vinsæl enn í dag og þetta var gullöld Ríkisútvarpsins. Þetta eru ekki bara tónleikar, heldur sýning þar sem margmiðlunartækni verður notuð,“ segja þeir Arnór Vilbergsson og Kristján Jóhannsson. Þeir eru stjórnendur hátíðartónleika Ljósanætur sem fer fram í Reykjanesbæ 1. til 4. september. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Menning Arnór Vilbergsson og Kristján Jóhannsson, skipuleggjendur há- tíðartónleika Ljósanætur í ár, einblína á dægurlagamenninguna 1950-1970. Eins og það er margt í boði á netinu þá er auðvelt að festast í sömu vef- síðunum. Fara sama vefsíðurúntinn dag eftir dag og gleyma að leita uppi eitthvað nýtt. Á vefsíðunni Someonewho- cares.org/siteoftheday er valin ein vefsíða dagsins á hverjum degi. Síð- urnar sem verða fyrir valinu eru alls- konar, skemmtilegar sem gagnlegar. Nýja síðan kemur upp á miðnætti á hverjum degi. Hægt er að sjá allar vefsíður sem hafa orðið fyrir valinu langt aftur í tímann eða allt til ársins 2000. Það er maður að nafni Dan Pollock sem nennir að standa í því að halda þessari vefsíðu úti. Hann setur líka inn ljósmyndir, tengla á stærð- fræðivefsíður og fleira. Someonewhocares.org/siteof- theday er sniðug til að fá ábendingar um nýjar vefsíður. Vefsíðan www.someonewhocares.org/siteoftheday Morgunblaðið/Ernir Í tölvunni Það er meira í boði en bara Facebook í netheimum. Ný vefsíða á hverjum degi Ljóðabókin Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi hefur verið endurútgefin í ritröðinni Íslensk klassík hjá Forlaginu. Fáar íslenskar ljóðabækur hafa notið annarrar eins hylli og Svartar fjaðrir. Frá frumprentun hefur bókin komið út hvað eftir annað, ýmist ein og sér eða í ljóða- söfnum Davíðs, og telst þetta vera 13. út- gáfa hennar. Davíð Stefánsson (1895-1964) var um tvítugt þegar ljóð hans í tímaritum vöktu athygli ljóðaunnenda, raunar svo mjög að beðið var þessarar fyrstu bókar hans með óþreyju. Hún kom út rétt fyrir jólin 1919. Silja Aðalsteinsdóttir sá um útgáfuna og ritaði formála. Endilega … … lesið Svartar fjaðrir aftur Ljóðskáldið Davíð með hrafn. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. fyrst og fremst ódýr ÓDÝRT Í NEST IÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.