Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Söngvarinn grískættaði, George Michael, hefur ekki átt sjö dagana sæla hin síðustu ár. Í fyrra ók hann Range Rover-bifreið sinni inn um búðarglugga í Lundúnum, undir áhrifum kannabisefna, og hlaut fjög- urra vikna fangelsisdóm fyrir. Mich- ael hefur nú ákveðið að breyta lífi sínu til hins betra, fangelsisvistin gerði honum það ljóst að hann væri á rangri braut og skal engan undra. Nú, tæpu ári eftir að hann ók inn í verslun í kannabis-vímu, birtist fimm stjörnu dómur í hinu virta dag- blaði Guardian um tónleika Michaels með tékknesku sinfóníuhljómsveit- inni í Prag, 22. ágúst sl. Fullt hús stiga. Á tónleikunum flutti Michael m.a. sinfónískar útgáfur af smellum sínum, lögum sem hann hefur flutt með tilþrifum í gegnum árin og má þar nefna „Kissing a Fool“ og „Free- dom“. Lagalista sem spannar 30 ára feril þessa farsæla tónlistarmanns auk laga sem honum eru kær. Gagn- rýnandi Guardian lýkur sinni rýni með þeim orðum að Michael hafi vissulega átt skilið það fimm mín- útna lófatak sem hann laut að lokn- um tónleikum. „Ég verð að segja ykkur að ég er að gera í brækurnar hérna,“ sagði popparinn lífsreyndi eftir að hafa sungið fyrstu fjögur lögin á efnisskránni. Óstyrkar taugar hjá svo sjóaðri poppstjörnu og tónleikarnir tilfinningaþrungnir, ef marka má lýsingar. Allt var gefið í flutninginn, sungið af lífi og sál. Tónleikar þessir eru þó aðeins einir af mörgum sem Michael heldur með sinfóníuhljómsveit á næstu mánuðum, auk níu manna popp- hljómsveitar. Í kvöld og næstu daga heldur hann tónleika í Danmörku og þá er förinni heitið til Þýskalands, Ítalíu, Póllands, Ungverjalands, Króatíu, Frakklands, Spánar, Belgíu og Sviss og svo aftur til Þýskalands, Bretlands og fleiri Evrópulanda. Já, Michael er snúinn aftur með látum. Wham! og farsæll sólóferill George Michael heitir réttu nafni Georgios Kyriacos Panayiotou, fæddur 25. júní árið 1963. Hann er einn söluhæsti tónlistarmaður sög- unnar, hefur selt yfir 100 milljónir hljómplatna á heimsvísu en fyrsta sólóplatan hans, Faith, frá árinu 1987, seldist gríðarlega vel, ríflega Níu líf Georges Michael  Þrátt fyrir áföll í einkalífinu og fangelsisvist snýr George Michael aftur og það með tilþrifum  Heldur í tónleikaferð með sinfóníuhljómsveit um Evrópu Reuters Svart Michael svartklæddur á tónleikum í Prag. Eftir vandræðagang seinustu ára virðist bjart framundan. 25 milljónir eintaka höfðu selst í fyrra. Michael skaust upp á stjörnu- himininn þegar hann var í dúettnum Wham! með félaga sínum Andrew Ridgeley. Wham! stofnuðu þeir árið 1981 og náði dúóið gríðarlegum vin- sældum, einkum meðal tánings- stúlkna. Wham! háði harða baráttu við hljómsveitina Duran Duran um aðdáun ungmenna, hér á Íslandi skiptust ungmenni í fylkingar, ýmist fylgdu þau Wham! eða Duran Dur- an. Wham! lagði upp laupana árið 1986 en Michael hóf þá farsælan sólóferil. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna á þeim 25 árum sem liðin eru frá endalokum Wham!, m.a. þrenn Brit-verðlaun og tvenn Grammy- verðlaun. Hin síð- ustu ár hafa þó per- sónuleg vandræði Michaels skyggt á afrek hans á tónlist- arsviðinu, m.a. til- raun til þess að hafa mök við óeinkennis- klæddan lögreglumann á salerni í al- menningsgarði í Beverly Hills sem leiddi til handtöku. Lögreglumaður- inn tældi að vísu Michael, eða þannig hefur söngvarinn a.m.k. lýst því. Og það má telja Michael til tekna að hann hefur gengist við öllum sínum glappaskotum og rætt um þau af einlægni. Michael sló þessu tiltekna atviki upp í grín nokkrum mánuðum síðar með laginu „Outside“ en í myndbandi við það má m.a. sjá lög- reglumenn kyssast og strjúka hvor öðrum. Já, söngvarinn hefur oftar en einu sinni komist í kast við lögin, vegna eiturlyfjanotkunar og meintr- ar ósæmilegrar hegðunar. Hann hef- ur samt sem áður alltaf lent á fót- unum þó fallið hafi verið hátt. Michael á sér níu líf, hugsanlega fleiri. Og nú virðist hann vera að hefja nýtt líf, skilinn við ástmann sinn og farinn að snúa sér aftur að tónlist- inni. Hvort hann mun lifa á fornri frægð eða koma með eitthvað nýtt og ferskt mun tíminn leiða í ljós. Andrew Ridgeley flutti til Mónakó eftir að Wham! hætti og reyndi fyrir sér í formúlu-kappakstri með lökum árangri. Hann reyndi einnig fyrir sér í leiklist í Los Angeles en sneri aftur til Bretlands árið 1990. Hann er m.a. hluthafi í bresku fyrirtæki sem fram- leiðir brimbretta- búnað og mikill umhverfis- verndar- sinni. Formúla og brimbretti HVAR ER ANDREW? Wham! Michael og Ridgeley. Karen O, söngkona hljómsveitar- innar Yeah Yeah Yeah, hefur samið óperu sem frumsýnd verður í New York í haust og segir söngkonan að það sé „sturlunarópera“ (e. psycho opera). Meðal þeirra sem leika munu og syngja í óperunni eru Mo- ney Mark úr Raconteurs og leik- konan Lili Taylor. Óperan ber tit- ilinn Stop the Virgens og segir O hana geðhreinsandi. Alveg klikk ópera? Reuters O Karen O virðist hafa samið heldur óvenjulega, geðhreinsandi óperu. Bókin Life, æviminningar rokk- arans Keith Richards, rennur hrað- ar út en heitar lummur, nú hafa fleiri en milljón eintök verið seld. Bókin kom út í fyrra og er ein sú mest selda í sögunni þegar ævisög- ur rokkara eru annars vegar. Þetta kemur fram á vef tímaritsins Roll- ing Stone. Richards fékk sjö millj- ónir dollarar greiddar fyrirfram fyrir bókina, þ.e. áður en hann sett- ist niður við skriftir. Annars er það að frétta af kappanum að hann seg- ist vera að reyna að draga hljóm- sveit sína Rolling Stones í hljóðver til að taka upp plötu. Ævisagan rýkur út Reuters Rithöfundur Ævisaga Richards selst gríðarlega vel. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD – 4-D! MEIRA SPURT OG SVARAÐ MEÐ MORGAN KL. 20 Í KVÖLD! 5% THE CHANGE-UP KL. 6 - 8 - 10.10 14 SPY KIDS 4 4D KL. 6 - 8 L CONAN THE BARBARIAN KL. 10 16 T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 THE CHANGE-UP LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 SPY KIDS 4 4D KL. 3.40 - 5.50 - 8 L ONE DAY KL. 8 L COWBOYS AND ALIENS KL. 10.30 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 10.20 12 FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12 THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14 GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 5.30 - 8 - 10.10 L SPY KIDS 4D KL. 5.50 L CONAN THE BARBARIAN KL. 10.20 16 ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 5.40 L FRIENDS WITH BENEFITS KL. 8 12 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE CHANGE-UP Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 5:30 CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20 CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 7:30 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 10 HÖRKU SPENNUMYND HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR HEFURÐU EINHVERN TÍMANN VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR? FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.