Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. United skoraði átta gegn Arsenal 2. Undraverður glerhjúpur 3. La Primavera hættir 4. Ætlaði að ráðast á Önnu Lindh »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríska stórstjarnan, „cult“- leikarinn og kvikmyndagerðarmaður- inn Crispin Glover er væntanlegur til landsins um miðjan september og mun verða viðstaddur sýningu á tveimur mynda sinna í Bíó Paradís og jafnframt svara spurningum gesta og flytja eigið lifandi leikverk. Crispin Glover kemur til Íslands  Sarah Wiggles- worth arkitekt mun fjalla um manngert um- hverfi fyrir við- burði daglegs lífs í fyrirlestraröð Hönnunarmið- stöðvar Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands, annað kvöld í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sarah Wigglesworth í Hafnarhúsinu  Anna Jónsdóttir sópran og Bryn- hildur Ásgeirsdóttir píanóleikari verða með tónleika annað kvöld í Listasafni Sigurjóns. Á dagskránni er meðal annars Evrópufrumflutningur á verkinu As Far As The Eye Can See, eftir Jeffrey Lependorf við ljóð Ann Lauterbach. Einn- ig flytja þær innlend og er- lend sönglög. Sumartónleikar í Sigurjónssafni Á þriðjudag Suðaustlæg átt, 5-10 með rigningu eða súld, en hæg- ari og bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 17 stig. Á miðvikudag Suðlæg átt, 3-10 m/s og rigning sunnan- og vest- anlands, en skýjað með köflum og þurrt að mestu N- og A-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 3-8 vestanlands en hæg vestlæg átt austanlands. Úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austanlands. VEÐUR Birkir Bjarnason, landsliðs- maður í knattspyrnu, er á leið frá norska félaginu Vik- ing Stavanger eftir að hafa verið í röðum þess í sjö ár. Birkir reiknar með því að yfirgefa bæði Viking og Nor- eg fyrir miðvikudagskvöldið þegar lokað verður fyrir fé- lagaskiptin. Hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með Viking. »1 Birkir burt frá Viking í vikunni? Usain Bolt, fljótasti maður heims, missti heimsmeistaratitilinn í 100 metra hlaupi úr höndum sér í gær þegar hann þjófstartaði í úrslita- hlaupinu í Suður-Kóreu. Landi hans frá Jamaíku, Yohan Blake, nýtti tæki- færið og varð heimsmeistari í greininni. Keppinautar hans segja ekki sann- gjarnt að fella menn úr keppni fyrir eitt þjóf- start. »2 Ekki sanngjarnt að falla úr leik á einu þjófstarti? Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson skellti Eyjaálfumeistaranum á aðeins 53 sekúndum á heimsmeistara- mótinu í júdó í París. Það voru óvænt úrslit því Ástralinn var 45 sætum fyr- ir ofan Þormóð á heimslistanum. Síð- an varð íranskur beljaki á vegi Þor- móðs, sá sami og felldi hann á ÓL í Peking fyrir þremur árum. »8 Skellti álfumeistara á 53 sekúndum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fólk var létt á fæti og með sól í sinni þegar lagt var á brattann á árlegum Esjudegi Ferðafélags Íslands sem haldinn var í gær. Um það bil 300 manna hópur lagði af stað laust eftir hádegi og lét hvorki rigningu né þokuslæðing í efstu brúnum fjallsins á sér bíta. Yngstu göngugarparnir, sem fóru á fjallið undir merkjum Ferðafélags barnanna, létu sér yfir- leitt nægja að ganga í svonefndar grunnbúðir sem voru neðarlega í fjallinu en hinir vösku og reyndari fóru alla leiðina upp á efsta hjalla, þar sem Þverfellshorn heitir. Hvað er svo glatt „Esjudagurinn er einn af há- punktunum í starfi okkar. Veðrið veldur því að þátttakendur nú eru færri en vanalega en stundum hafa þeir verið nærri tvö þúsund manns. Esjan hefur alltaf mikið aðdráttar- afl,“ sagði Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hann var þá nýkominn úr gönguferð á Mósk- arðshnjúka með fjörutíu manna hóp sem lagði af stað um klukkan sex um morguninn. Ámóta stór hópur fór svo á fyrrnefnt Þverfellshornið á laugardagskvöldið. „Það var skemmtilegur hóp- ur og með höfuð- ljós kom ekki að sök að fara á fjallið þó komið væri kol- niðamyrkur,“ segir far- arstjórinn, Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ. Hann segir stemn- inguna í hópnum hafa verið sér- staklega góða og á tindinum hafi fólk tekið lagið og allir sungið lög eins og Íslands er það lag og Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Yngstu göngu- garparnir sem á fjallið fóru í gær fengu hins vegar í upphafi gott veganesti frá Ingó veðurguði sem raulaði dægurslagara af ýmsum toga. Tveir tímar á efstu brún Meðal útivistarfólks er gildandi viðmið að gott sé að ná upp á efstu brún Esjunnar á tveimur klukku- stundum – sem aftur þýðir að reikna verður sér þrjá tíma í ferðina. „Esj- an er fjall fyrir alla. Er rétt við borgarmörkin og er auðkleif,“ segir Páll. „Í raun þarf fólk ekkert að gera nema binda á sig gönguskóna og leggja af stað. Nái maður svo ekki settu marki í fyrstu tilraun koma tímar og ráð en mest um vert er að fá hreyfingu og loft í lungun.“ Loft í lungu og lagt á brattann  Hundruð á fjallið á Esjudegi Ferða- félags Íslands Morgunblaðið/Eggert Esjan Fjallaprílarar voru á öllum aldri og áður en lagt var af stað var teygt á vöðvum svo ganga mætti greitt. „Esjan er vinsælasta útivistarsvæði landsins. Áætlað er að um hverja helgi, frá vori til hausts, gangi minnst þúsund manns á fjallið og yfir árið skrifa um 20 þúsund manns nafn sitt í gestabók sem er í sér- stöku hólfi í útsýnisskífunni á Þverfellshorni,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ. Inntakið í starfi Ferðafélags Íslands er að vekja áhuga fólks á landinu og greiða fyrir ferða- lögum þess. Að þessu er unnið meðal annars með reglulegum ferðum á Esjuna árið um kring, þar sem arkað er á borgarfjallið með þaulreyndum fararstjórum, sem velja leiðir við hæfi, bæði fyrir byrjendur og þrautþjálfaða göngumenn því Esjan er fjall sem hæfir öllum. TUGIR ÞÚSUNDA GANGA Á ESJUNA ÁRLEGA Borgarfjall við allra hæfi Páll Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.