Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
Fellibylur í New York
» Fellibylurinn Írena gengur
yfir New York-borg og ná-
grenni.
» Hluti af samgönguleiðum
sem liggja inn í borgina er al-
gjörlega undir vatni.
» Ráðstafanir í borginni vel
skipulagðar og íbúarnir með á
nótunum.
» Ljóst er að nokkra daga mun
taka að koma daglegu lífi í
borginni og nágrenni í eðlilegt
horf.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Fellibylurinn Írena er nú genginn
yfir New York og varð minna tjón af
honum en óttast var í fyrstu. Felli-
bylurinn hefur verið flokkaður sem
hitabeltislægð en
þó létu 12 manns
hið minnsta lífið
þar sem hann
gekk yfir. Þá hef-
ur orðið töluvert
eignatjón á aust-
urströnd Banda-
ríkjanna og raf-
magnsleysi fylgdi
einnig óveðrinu.
Hlynur Guð-
jónsson, ræðis-
maður í New York, sagði í samtali
við Morgunblaðið um hádegisbil að
bandarískum tíma að ekki væri
margt fólk á götum úti þó einhverjir
væru farnir að tínast út. Undir
venjulegum kringumstæðum væru
margir á leið í morgunmat eða
„brunch“ á þessum tíma dags en fáir
veitingastaðir væru opnir.
„Upp úr klukkan 22 í gærkvöldi
(laugardagskvöld) voru göturnar
orðnar tómar hérna. Það er afskap-
lega óvanalegt að í borginni sem
aldrei sefur séu engir á ferli. Lög-
reglan keyrði um megingötur borg-
arinnar til að fylgjast með þannig að
borgin var vel skipulögð og fólk með
á nótunum,“ segir Hlynur en borg-
arstjórinn í New York, Michael Blo-
omberg, greip til víðtækra varúðar-
ráðstafana í borginni og lét meðal
annars 370.000 manns rýma heimili
sín.
Samgöngur í lamasessi
Búast má við því að nokkurn tíma
muni taka að koma samgöngum á að
nýju í borginni. Hlynur segir hluta af
mikilvægum samgönguleiðum sem
liggja inn í borgina eins og t.d. Hud-
son Parkway og þjóðveg 87 vera al-
gjörlega undir vatni.
„Ástandið er ekki gott á mörgum
svæðum fyrir utan borgina og líka í
Queens, Brooklyn og á Statham Isl-
and. Þar er mikið um flóð og einhver
hluti neðanjarðarlestakerfisins hef-
ur flætt. Því var lokað í gær (laug-
ardag) en ég sá myndir í sjónvarpinu
þar sem vatnið náði upp að braut-
arpallinum á lestarstöðinni. Það lítur
því út fyrir að erfitt verði með sam-
göngur næstu dagana. Þá er raf-
magn farið af stórum svæðum og á
meðan það heldur áfram að rigna er
erfitt fyrir orkufyrirtækin að koma
því í lag,“ segir Hlynur.
Fólk tekur því rólega
Hlynur segir að þeir Íslendingar
sem hafi verið á hættusvæðum hafi-
farið til vina og vandamanna. Þá hafi
íslenskir ferðamenn í borginni birgt
sig upp af vatni og mat til vonar og
vara. „Fólk var dálítið stressað en
heldur sig nú innandyra og tekur því
rólega. Í nótt fór ég á fætur til að
kíkja aðeins á ástandið og það var
ansi góður strekkingur. Hér þar sem
ég bý er aðeins hærra uppi og hér
geymir borgin öll hreinsitæki. Hérna
í götunni eru raðir af ökutækjum frá
sorphirðunni þannig að allt er vel
undirbúið,“ segir Hlynur.
„Ég held að okkur hafi tekist að
standa af okkur storminn,“ sagði Jo-
seph Bruno, yfirmaður almanna-
varnanefndar New York-borgar, í
viðtali við sjónvarpsstöðina CNN í
gær. Ljóst er þó að nokkra daga mun
taka að koma daglegu lífi í borginni
og nágrenni hennar í eðlilegt horf.
Reuters
Samgönguleið Kona hjólar eftir götu á neðri Manhattan en víða um New York og nágrenni flæddi yfir götur.
Afar fáir á ferli í borg-
inni sem aldrei sefur
Óvanalegt ástand í New York eftir að fellibylurinn Írena gekk yfir
Hlynur
Guðjónsson
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
21
87
MENNTUN OG KENNSLA Á 21. ÖLD
Teaching and Learning for the 21st Century
Dr. Linda Darling-Hammond er prófessor í menntavísindum við
Stanford-háskóla og leiðandi í mótun menntastefnu núverandi
stjórnvalda í Bandaríkjunum.
Fyrirlesturinn er í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli Háskóla
Íslands og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu,
fimmtudaginn 1. september nk. kl. 15.00.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Dr. Linda Darling-Hammond,
öndvegisfyrirlesari
Menntavísindasviðs,
flytur erindið:
Uppreisnarmenn í Líbíu eru nú
skammt frá því að yfirtaka bæinn
Sirte, heimabæ Muammars Gad-
dafi. En uppreinsarmennirnir reyna
nú að koma nauðsynlegri þjónustu á
að nýju í Trípólí. Hörð átök hafa
einnig brotist út í vesturhluta lands-
ins en þar mun hafa verið ráðist á
uppreisnarmenn, sem reyna að ná
yfirhendinni yfir svæðinu, úr laun-
sátri.
Talinn vera í Sirte
Uppreisnarmennirnir voru í 30
km fjarlægð frá Sirte síðdegis í
gær. Þeim hafði þá tekist að ná
bænum Bin Jawad, í austurhluta
Líbíu, aftur á sitt vald. Sirte er síð-
asta eftirstandandi virki Gaddafis
eftir að uppreisnarmenn buguðu
her hans í Trípólí og náðu Bab al-
Aziziya-höfuðstöðvunum á sitt vald.
Uppreisnarmennirnir einblína nú á
að handsama Gaddafi. Þó ýmsar
kenningar séu á reiki um dvalarstað
er almennt talið að hann hafist við í
Sirte, sem er í 360 km fjarlægð frá
Trípólí. Uppreisnarmennirnir reyna
nú að semja um friðsamlega yfir-
töku á borginni en haft er eftir
Mahmud Shammam, talsmanni
bráðabirgðastjórnar uppreisnar-
manna, í frétt AFP-fréttaveitunnar
að slíkar viðræður yrðu þó ekki
látnar dragast á langinn. „Við eig-
um nú í viðræðum við ættbálka í
Sirte um friðsamlega yfirtöku. En
þær munu ekki halda áfram enda-
laust. Við viljum sameina Líbíu eins
fljótt og kostur er,“ segir Sham-
mam. Í höfuðborginni Trípólí er líf-
ið aftur að færast í eðlilegt horf eft-
ir sex mánaða blóðuga uppreisn til
að binda enda á 42 ára langa harð-
stjórn Gaddafi. maria@mbl.is
Uppreisnarmenn í
Líbíu nálgast Sirte
Semja um friðsamlega yfirtöku
Reuters
Bakað Brauð handa íbúum Trípólí.
„Það er allt ró-
legt hér og ég
var bara sofandi
þegar hvirfilbyl-
urinn gekk yfir,“
segir Soffía
Hlynsdóttir,
hjúkrunarfræði-
nemi, sem er í
heimsókn hjá
bandarískri vin-
konu sinni. Hún býr í Astoria í
Queens sem er í tveggja km fjar-
lægð frá East River en fólkinu þar í
grennd var gert að rýma hús sín.
Þegar blaðamaður heyrði í Soffíu
upp úr hádegi á bandarískum tíma
var fólk farið að skjótast út í búð en
enginn kemst langt þar sem al-
menningssamgöngur eru í lama-
sessi. „Við vorum búnar að fylla
þrjá potta og risastóra könnu af
vatni. Allt vatnið, epli og brauð
voru búin í búðinni. Síðan límdum
við til öryggis fyrir eina hurð og
tókum allt af gólfinu í kjallaranum
Ég held að fólk hafi búist við meira
en þegar ég leit út um gluggann í
morgun sá ég bara eitt brotið tré,“
segir Soffía sem átti að fljúga heim
á laugardagskvöldið var en flýgur
þess í stað heim í kvöld.
Epli, vatn og brauð
búið í búðinni
Soffía Hlynsdóttir
„Það er allt á
floti í kjallar-
anum hjá mér
og ég er með
viftu í gangi
og handklæði
og tuskur til
að þurrka allt
upp,“ segir
Halldóra
Ingthors, innanhússhönnuður, sem
búsett er í Weehawken í New Jer-
sey
Hún segist að öðru leyti hafa orð-
ið lítið vör við fellibylinn en það
versta hafi gengið yfir um tvöleytið
um nóttina. „Yfirvöld sendu út til-
kynningu um hvernig bæri að haga
sér og hér hinum megin við götuna
er rafall sem fór strax í gang þegar
rafmagnið fór af. Þetta hafði því lít-
il áhrif á okkur en um leið og ég
heyrði af þessu á fimmtudags-
kvöldið fór ég út og keypti nóg af
vatni og mat til að eiga í þrjá daga.
Svo setti ég öll blómaker og annað
lauslegt inn þannig að ekkert gæti
fokið,“ segir Halldóra.
Í óða önn að þurrka
upp kjallarann
Halldóra með börnin,
Connor og Lillu.