Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Eggert Tilþrif Engu var líkara en leikmenn þessir stunduðu loftfimleika þar sem þeir tókust á um knöttinn á vellinum í gærkvöldi þar sem Valur og Breiðabilk mættust í knattspyrnuleik í Pepsídeildinni. Arion banki færði Haga í dótturfélag sitt Stefni. Dótturfélagið bauð síðan við- skiptavinum bankans að kaupa hluti. Meðal kaupenda voru „kjöl- festufjárfestar“ kenndir við Húsa- smiðjuna, auk nokk- urra lífeyrissjóða með Gildi, næststærsta líf- eyrissjóð landsins, fremstan í flokki. Fjárfestar eða féflettar? Sjóður 9 tók að sér að ávaxta sparifé fyrir hrun. Allir bankar voru með slíka sjóði. Fyrst lánuðu bankarnir hluthöfum sínum beint, umfram lögleyfð mörk, þá lánuðu þeir hluthöfum hver annars út fyrir öll skynsemismörk og loks létu þeir sjóði sína kaupa skuldarviðurkenn- ingar sömu manna út yfir allan þjófabálk, því nú var löngu ljóst að um stórfelldan þjófnað var að ræða. Sjálftakan vafðist ekki fyrir mönnum. Húsasmiðjan varð fyrir barðinu á sjálftökuliðinu. Svo- nefndir kjölfestufjárfestar keyptu hana með „skuldsettri yfirtöku“. Aðferðin var sú að stofna inn- antóma skel, eign- arhaldsfélag án nokk- urs raunverulegs eigin fjár, slá stórfelld lán handa skelinni hjá vit- orðsmönnum í banka, kaupa fyrirtækið og sameina svo skelinni á eftir. Þá höfðu fjár- festarnir „eignast“ fyrirtækið en látið það borga sjálft sig. Eftir að þeir höfðu náð Húsasmiðjunni fyrir ekkert seldu þeir vit- orðsmönnum sínum í fasteigna- félagi eignir félagsins á verulegu yfirverði. Þeir tóku þær síðan á leigu á samsvarandi yfirverði til langs tíma. Andvirði eignanna not- uðu þeir strax til að greiða sjálfum sér stórfelldan arð. Eftir sátu ótryggðir kröfuhafar og starfs- menn félagsins í mikilli áhættu. Kaupendurnir reyndust ekki raun- verulegir fjárfestar heldur „féflett- ar“. Félagið sligaðist fljótt undan skuldum sem komu sjálfum rekstr- inum ekki við og féll í faðm bank- ans. Mök við álfa Landsbankinn seldi Húsasmiðj- una í fyrra eftir að hafa afskrifað lán sín. Spurning vaknar af hverju hann kærði ekki féflettana sem höfðu valdið honum tjóni? Það kærir enginn ef þeir sem eiga lög- varða hagsmuni gera það ekki. Nú hafa féflettarnir verið teknir góðir og gildir af Arion banka sem „kjöl- festufjárfestar“ í Högum. Gildi og fleiri lífeyrissjóðir hafa leyft þeim að skríða upp í til sín. Áður þótti ekki gæfulegt að hafa mök við álfa, en Sigurður Bessason formaður og Vilhjálmur Egilsson varaformaður víla slíkt ekki fyrir sér. Báðir virð- ast þeir hafa gleymt að þeir tóku nýlega þátt í að setja Framtaks- sjóðnum siðareglur sem vitna til reglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Gildi mætti líta til þeirra reglna líka. Skv. þeim má ekki taka þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almenn- um siðferðisreglum, heldur skal kappkosta að fjárfesta í fyr- irtækjum sem eru vel rekin og sýna samfélagslega ábyrgð. Leggja skal áherslu á að þau fyrirtæki sem fjárfest er í starfi samkvæmt lögum og reglum og virði réttindi launafólks. Nokkuð vantar upp á að féflettarnir hafi brillíerað í þess- um efnum og má heita undarlegt að Gildi og fleiri lífeyrissjóðir vilji leggjast með þeim úti í Högum. Hækkað vöruverð Það kom á óvart að Arion banki skyldi selja viðskiptavinum sínum Haga á hærra verði en hann gat fengið hjá óskyldum aðilum. Fyrir liggur að verð hvers hlutar var hátt í 50% hærra en aðrir buðu. Hefði ekki verið eðlilegra að hann hefði, í ljósi þess að bankinn taldi tilboð ótengdra aðila lágt, boðið viðskiptavinum sínum þátttöku á því verði? Vitað er að Hagar eru vel rekið félag, með fullkomna áhættustýringu, en litla sem enga vaxtarmöguleika. Aukinn hagnað og hækkandi markaðsverð hluta- bréfa er ekki að sækja eftir þess- um leiðum. Helst er að verðmætin megi auka með hækkuðu vöruverði, í ljósi fákeppni og markaðsráðandi stöðu. Félag með þessi einkenni má alls ekki selja á of háu verði, það býður hættunni heim. Að láta slíkt félag í hendur féfletta, sem sýnt hafa að þeir svífast einskis, er andstætt hagsmunum almennings. Spurningar vakna um þarfir bank- ans fyrir svona kúnstir. Sér bank- inn e.t.v. fram á að afskriftasjóð- irnir hans muni ekki hrökkva til? Þá er knýjandi að fá að vita á hvaða forsendum lífeyrissjóðurinn Gildi, sem fer með almannafé, gengur til liðs við féflettana. Hið sérstaka hlutverk „Hið sérstaka hlutverk banka- manna verður ljóst þegar þeir taka peninga annarra til eigin nota“ sagði David Ricardo f. 1772. Vand- inn er ekki nýr og af honum höfum við reynslu hér á landi. Fákeppni er staðreynd á íslenskum fjár- málamarkaði. Gera verður skýra kröfu um að bankar axli samfélags- lega ábyrgð við slík skilyrði. Menn verða ekki bankamenn af því einu að hefja störf í banka, fremur en þeir verða hestamenn af að eignast hest. Lærdómsferillinn getur verið þjáningarfullur, á því leikur ekki vafi. Arion banki hefur misstigið sig í málefnum Haga og ekki sýnt þá ábyrgð og yfirsýn sem krefjast verður af stofnun sem hefur mikil áhrif á þróun viðskiptalífs og sam- félags. Honum ber að leiðrétta mis- tök sín og koma féflettunum út úr Högum. Annars verður ályktað að ekkert hafi breyst, að við höfum ekkert lært og að við ætlum að líða fjárplógsmönnum hrunsins að koma sér varanlega fyrir í við- skiptalífinu, sem afætur á almenn- ingi. Hvað hefur þá orðið þá um „hið nýja Ísland“? Eftir Ragnar Önundarson » Að láta slíkt félag í hendur féfletta, sem sýnt hafa að þeir svífast einskis, er andstætt hagsmunum almennings. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. bankamaður. Banki skilur neytendur eftir í höndum „féfletta“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.