Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 11
leiðinni. Grænmeti, nokkrar ólífur sem eru eftir í krukku, vínber sem liggja undir skemmdum og ostbiti. Þessu má öllu henda saman í gott salat og búa til góða dressingu með. Góð og sterk súpa Góða og kröftuga súpu er líka auð- velt að búa til úr alls konar grænmeti. Gulrætur, sætar kartöflur og venju- legar er t.d. gott að sjóða og mauka síðan með töfrasprota. Svo er bara að krydda dálítið vel með chilli eftir smekk, salti og pipar og öðru sem þér finnst passa. Súpur eru mjög drjúgar svo þú getur fryst afganginn og átt þannig nokkur box til að taka með þér í vinnuna eða nota á dögum þegar enginn tími er til að elda. Morgunblaðið/Kristinn Góð Úr græn- metisafgöngum er tilvalið að búa til súpu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljósanótt Frá setningu Ljósanætur fyrir nokkrum árum síðan. Skólabörn slepptu saman blöðrum. myndina, en Arnór sagðist aðeins hafa þurft að hugsa málið. „Já, ég þurfti að melta þetta. Þetta er mikill vendipunktur frá fyrri hátíðartón- leikum en ég er mjög hrifinn af þessum tíma og veit að tónlist þess- ara áratuga er mjög vinsæl. Ég get nefnt lög systkinanna frá Merkinesi í Höfnum, Ellýjar og Vilhjálms. Þessar vinsældir koma ekki síst fram í kirkjunni,“ sagði Arnór sem starfar sem organisti í Keflavík- urkirkju. Hann sagðist jafnframt hafa séð fyrir að þetta yrði gríðarleg vinna, sem reyndist rétt og hvergi nærri lokið þegar þetta er skrifað. Tónlistarfólkið allt af Suðurnesjum Arnór hefur útsett öll lögin sem flutt verða fyrir einsöngvara og 14 manna slagverks-, strengja- og blás- arasveit, ásamt því að stjórna flutn- ingi. Kristján hefur sett sig inn í tónlist og tíðaranda áratuganna þriggja og sett saman í handrit þar sem margmiðlunartækni verður m.a. notuð til að varpa fram ljós- myndum, texta og tónum. „Þarna verða þekktar útvarpsraddir enda var þetta tímabil gullöld Ríkis- útvarpsins,“ sagði Kristján. Söngv- ararnir verða heldur ekki af verri endanum, en hópur samanstendur af bæði ungu tónlistarfólki sem á miklum vinsældum að fagna í dag, s.s. Valdimar Guðmundssyni, Jönu Maríu Guðmundsdóttur og Fríðu Dís Guðmundsdóttur en einnig eldri reynsluboltum, s.s. Guðmundi Her- mannssyni og Guðmundi Sigurðs- syni, sem hafa alið af sér nokkra þekktustu tónlistarmenn dagsins í dag. „Þeir sem koma fram á þessum tónleikum eru allt Suðurnesjamenn og við tengjum tónlistarflutninginn við tíðarandann hér á þessum árum, hvað var að gerast í bæjarlífinu, hvaða áhrif bandaríski herinn hafði á mannlíf og menningu, hvaða tón- listarmenn og hljómsveitir voru vin- sælust,“ sagði Kristján. Arnór bætti við að af því að tónleikarnir væru sögulegir, væri reynt að hafa hljóm- inn í lögunum eins og hann var á þessum tíma, m.a. með notkun hljóðfæra eins og harmonikku og víbrafóns. „Dægurlagamenningin er að ryðja sér til rúms þarna upp úr 1950 og stórhljómsveitir voru að stíga fram. Dægurlögin eru fáguð en á sama tíma er stór hugsun í gangi. Allt var útsett og vel æft og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Fólk klæddi sig upp áður en það fór á svið og hljómsveitir létu jafnvel gera á sig hljómsveitarbúninga.“ Flytja aðeins þekkt lög – Með blik í auga er vísun í þekkt lag sem Haukur Morthens flutti kringum 1960. Hvaða önnur þekkt lög verða flutt á hátíðartón- leikunum? „Þetta eru allt þekkt lög sem flutt verða og við þræðum þessa þrjá áratugi í tímaröð. Ef við eigum að nefna eitt af vinsælustu lögum hvers áratugar sem flutt verða á sunnudag þá eru það án efa „Þrek og tár“, „Heyr mína bæn“, „Bíddu pabbi, bíddu mín“ og „Án þín“,“ sögðu Arn- ór og Kristján að lokum. Auk Reykjanesbæjar kemur Tónlistar- félag Reykjanesbæjar að fram- kvæmd tónleikanna, en Arnór og Kristján eru báðir stjórnarmenn þar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Bandarískir framhalds-skólanemar eru ekki nóguduglegir að borða ávexti og grænmeti ef marka má nýjustu rannsóknir. Ríkisháskólinn í Ore- gon gerði nýverið rannsókn sem leiddi í ljós að sumir nemarnir borða alls ekki neitt af þessari holl- ustu á degi hverjum, en mælt er með því að fólk borði fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Stelpurnar stóðu sig betur Rannsókin var gerð á 582 fram- haldsskólanemum sem flestir voru á sínu fyrsta ári og var lítill munur á neyslunni eftir kynjum. Karlkyns nemar sögðust að meðaltali borða um fimm skammta á viku en kven- kyns nemar fjóra skammta. Þá vantaði helst trefjar í mataræði stelpnanna en strákarnir neyttu að jafnaði of mikillar fitu. Í heild var mataræði stelpnanna betra því það var reglulegra og þær slepptu ekki eins mörgum máltíðum úr og strák- arnir. Einnig skipti þær meira máli að lesa innihaldslýsingar á því sem þær lögðu sér til munns. Þurfa að verða meðvitaðri Í grein um rannsóknina, sem birt er á vefsíðunni foodconsumer.org, er vitnað í Brad Cardinal, íþrótta- og heilsufræðing við Oregon- ríkisháskólann, einn þeirra sem stóðu að rannsókninni. „Nemendur slepptu nokkuð reglulega mál- tíðum, sem gæti haft sín áhrif á neyslu grænmetis og ávaxta. Við þurfum að sjá til þess að krakk- arnir verði meðvitaðri um það sem þau borða og búi sér það meira til sjálf heima fyrir. Þannig sjá þau betur hvað mætti betur fara.“ En þeir nemar sem tóku þátt í rann- sókninni borða oft úti og borða skyndibitamáltíð að meðaltali einu sinni í viku. Það kemur því kannski ekki á óvart að meira en 30% af þeim kaloríum sem þau innbyrða kemur úr fitu en það er yfir þeim mörkum sem hæfilegt þykir. Cardi- nal segir að fræðsla um það sem sé hollt sé nauðsynleg til að unga kyn- slóðin kunni að velja rétt. Ekki megi vanrækja slíka kennslu í skól- um en í Texas er heilsu- og næring- arfræði til að mynda ekki lengur kennd lögum samkvæmt. Rannsókn um mataræði Hollusta ekki það vinsælasta hjá bandarískum nemum Morgunblaðið/Einar Falur Biti Unga fólkið í Bandaríkjunum er sumt hvað sólgið í skyndibita. Dagskrá ljósahátíðar má nálgast í heild á vef hátíð- arinnar, www.ljosanott.is. Meðal nýjunga í ár er Ljósanæturball, sem hefst strax upp úr miðnætti á föstudagskvöld í Stapa. Þar mun Páll Óskar Hjálm- týsson þeyta skífum fram til morguns, en stefnt er að því að gera þennan lið að árvissum.  Guðrún Elfa Jóhannsdóttir er 10 ára Reykjavíkur- mær sem þó er enginn nýgræðingur þegar kemur að myndlist. Hún hefur alla tíð haft gaman af að teikna og mála og hefur undanfarin ár fengið að mála með móðurafa sínum, Bjarne P. Svendsen, í bílskúrnum hans. Árið 2009 tók Guðrún Elfa þátt í myndlistarkeppni Gallerís Foldar á Menningarnótt í Reykjavík og sigraði í sínum aldursflokki. Það hefur lengi blundað í henni að halda myndlist- arsýningu og nú þegar Halla Harðardóttir, ömmuvinkona Guðrúnar Elfu, er að halda sýn- ingu á Ljósanótt bauð hún Guðrúnu Elfu að sýna með sér. Sýningin verður á hár- snyrtistofunni Fimum fingrum og hefst kl. 18 á fimmtudag. Viðar Oddgeirsson kvik- myndatökumaður hefur tekið saman kvikmyndir sem sýna lífið í bænum á hinum ýmsu tímaskeiðum og myndirnar voru sýndar í Nýja bíói á bernskuár- um Ljósanætur. Í ár verða þær allar sýndar í sjón- varpi á Bókasafni Reykja- nesbæjar. Þar verður einnig stiklað á stóru í sögu bíósýninga í Keflavík. Hönnunarfyrirtæki Írisar Jónsdóttur og Ingunnar Yngvadóttur, Spiral, hefur vaxið hratt á stuttum tíma. Þær stöllur ætla að bjóða upp á „Klikkaðan kærleik“ í Víkingaheimum á föstudagskvöld þar sem teflt verður saman tónlist, leiklist, myndlist og hönnun. Dagskráin hefst kl. 21. Boðið verður upp á námskeið fyrir börn í töfra- brögðum síðasta dag Ljósahátíðar. Það er töframað- urinn Einar Mikael sem ætlar að bjóða upp á nám- skeið í Íþróttaakademíunni kl. 13-15. Að loknu námskeiði ættu allir að geta töfrað í anda Harrys Potters. Kjötsúpan góða frá Skólamat mun ylja há- tíðargestum á föstudagskvöld um leið og kvölddagskrá hefst á stóra sviðinu við Æg- isgötu. Tónlistardagskrá verður einnig á stóra sviðinu á laugardagskvöld og munu margir þekktir tónlistarmenn stíga á svið bæði kvöldið. Flugeldasýningin verður á sínum stað kl. 22:15 á laugardags- kvöld. „Dúkka“ heitir sýning Valgerðar Guðlaugsdóttur sem er ljósahátíð- arsýning Listasafns Reykjanes- bæjar í ár. Sýningin verður opnuð á fimmtudag kl. 18 og stendur til 16. október. Á sýningunni varpar Valgerður fram áleitnum spurn- ingum um mannseðlið, hlutskipti kynjanna og einnig samskipti þeirra. Glefsur úr dagskrá Ljósanætur LJÓSANÓTT Ung myndlistarkona Guðrún Elfa Jóhannsdóttir er 10 ára en hefur lengi haft áhuga á myndlist. Hér heldur hún á verkinu Andlit vindsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.