Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 21
að vinna á Hótel Eddu á Laug- arvatni. Ég var kvíðin enda þekkti ég engan en það breyttist fljótt. Þú hafðir verið þarna áður, þekktir til og hjálpaðir mér að komast inn í þessa „fjölskyldu“ (ML-fjölskylduna). Mér var vísað upp á gömlu vistina og þar fékk ég mitt eigið herbergi. Ég held ég hafi náð að sofa þar ein fyrstu nóttina en svo var ég komin yfir til þín. Við urðum strax mjög góðar vinkonur en líka hálfgerð- ar systur þar sem við bjuggum saman þrjá mánuði á ári. Við vor- um saman á Laugarvatni í að ég held ein átta sumur eða tvö ár þegar allt er tekið saman. Ég bjó fyrst í Bretlandi þegar við kynnt- umst og voru ófá bréfin frá þér með FF-kveðju, Forever Fri- ends. Þú lést svo útbúa hálsmen fyrir okkur sem við bárum báðar með stolti yfir góðum vinskap. Á Laugarvatni var margt brallað fyrir utan vinnuna. Við fórum stundum út með dýnurnar okkar og sængur og sváfum úti í pásunum, það var æði. Við feng- um okkur líka stundum malt og appelsín þegar við vildum halda smájól. Tónlist var alltaf ofarlega hjá þér Hanna Lilja mín og á þessum tíma var Stjórnin í miklu uppáhaldi. Við sungum ófá lögin saman og ekki skemmdi fyrir að við gátum tekið dúett þegar „nei eða já“-lagið var í Evróvisjón. Þetta var bara gaman og hugur minn er fylltur yndislegum minn- ingum. Þú komst síðast til mín fyrir tæpum mánuði glöð og spennt yf- ir næstu verkefnum í lífinu; fæð- ingu tvíburanna, kaupa stærri bíl og jafnvel hús. Ég á bágt með að trúa þessum raunveruleika eins og flestir að þitt fallega bros, lífs- gleði þín og kraftur sé slokknað- ur. Hvað tekur við verður tíminn að leiða í ljós. Gísli, mamma þín, pabbi þinn, Sigga systir þín, Siggi bróðir þín og auðvitað börnin þín öll eiga erfitt verkefni fyrir höndum en með þinni leið- sögn og í þínum anda tekst þeim það. Takk fyrir allt og allt, ég mun sakna þín og mun segja börnun- um þínum skemmtilegar sögur um þig elsku vinkona. Hvíl í friði. FF, Hrönn S. Steinsdóttir. Hanna Lilja kom inn í líf okkar á aðventu fyrir um tveimur ára- tugum. Ég hafði auglýst eftir heimilishjálp fyrir jólin og það var mikil gæfa að þessi dugnað- arstúlka skyldi rata til okkar. Ég gleymi aldrei hvernig hún vatt sér í störfin í fyrsta sinn sem við hittumst. Það var heilsað glað- lega og síðan hófst hún handa. Aldrei þurfti að segja henni til eða gera athugasemdir. Hún kom reglulega og fljótlega varð hún einnig barnapía heimilisins. „Ekkert mál“ var hennar við- kvæði. Hún gætti barnanna okk- ar hvort sem var um kvöld eða helgar og vann strax hjörtu þeirra: „Hanna Lilja er best“ var einkunnin sem hún fékk hjá þeim. Við fylgdumst með Hönnu verða stúdent, mennta sig áfram, bæði í Noregi og hér heima, gift- ast honum Gísla og eignast börn- in. Alltaf brosandi og svo ótrú- lega dugleg og mikill forkur. Að fá andlátsfregn Hönnu Lilju var óvænt og hræðilega sárt. Við kveðjum líka Valgerði Lilju litlu með trega yfir að fá ekki að kynnast henni og biðjum þess að Sigríður Hanna nái heilsu og þroska. Fjölskyldan á Leirutanga þakkar fyrir allar góðar minning- ar og sendir Gísla, börnunum og öllum á Minna Mosfelli dýpstu samúðarkveðjur. Anna Guðný Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hönnu Lilju Valsdóttiur og ValgerðiLilju Gísladótti- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS ÁGÚSTSSONAR íþróttakennara á Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Elín Friðriksdóttir, Ágúst Óskarsson, Helga Sigurðardóttir, Hermann Óskarsson, Karín M. Sveinbjörnsdóttir, Knútur Óskarsson, Guðný Jónsdóttir, Una María Óskarsdóttir, Helgi Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Dórotheafæddist í Holtakotum í Bisk- upstungum 21. febrúar 1932 og ólst þar upp. Dórothea lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 16. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Jónasína Sveinsdóttir f. 21.2. 1890, d. 13.10. 1967 og Einar Jörundur Helgason, f. 7.6. 1896, d. 20.2. 1985, bændur í Halakoti og síðar Holtakotum í Biskupstungum. Systkini: Helgi Kristbergur f. 7.10. 1921, d. 26.7. 2004, Ragnhildur f. 7.11. 1922, Ingigerður f. 27. 2. 1924, d. 25.11. 2006, Málfríður Heiðveig, f. október 1926 en lést á öðru ári, Hlíf, f. 19.11. 1930. Dórothea giftist 26.6. 1954 Herði Bergmann, kennara og rithöfundi, f. 24.4. 1933. Börn hún við að leiðbeina í handa- vinnu og stjórna tómstunda- og félagsstarfi á Droplaugar- stöðum. Dórothea var virk í fé- lagsstarfi leiðbeinenda og stjórnenda í öldrunarþjónustu og einnig lagði hún Menning- ar- og friðarsamtökum ís- lenskra kvenna lið og sat í stjórn félagsins um skeið. Dórothea var hagmælt, hag- virk og hafði yndi af söng. Hún tók þátt í margs konar kór- starfi, söngferðum og kóra- mótum heima og erlendis. Í fyrstu söng hún með Alþýðu- kórnum, Árnesingakórnum í Reykjavík og Maíkórnum og frá 1968 til 1997 söng hún með Söngsveitinni Fílharmóníu og sat í stjórn kórsins 1983-1988, þar af sem formaður í þrjú ár. Á seinni árum var hún með Senjorítum Kvennakórs Reykjavíkur, Kór Félags eldri borgara og Kirkjukór Grafar- holtssóknar og reyndist henni sárt að neyðast til að yfirgefa góðan félagsskap og hugðar- efni sín vegna heilsubrests síð- ustu árin. Útför Dórotheu fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag, 29. ágúst 2011, og hefst athöfnin klukkan 15. þeirra eru: Hall- dóra Björk, f. 21.3. 1953, Atli, f. 31.12. 1958, Jóhanna, f. 26.6. 1963 og Helga Lilja, f. 7.11. 1967. Barnabörnin eru tíu og barna- barnabörn átta. Dórothea lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum að Laugarvatni 1952 og stúdentsprófi frá öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1977, stundaði nám við félagsvísindadeild Háskóla Íslands í tvö ár og sótti mörg námskeið og mót tengd starfi sínu og hugðarefnum. Auk húsmóðurstarfa vann Dórot- hea sem aðstoðarmaður fé- lagsráðgjafa á Kleppsspítala 1972-80, við iðjuþjálfun á Hvítabandinu 1980-86, síðan á dagvistunarheimilinu Hlíðar- bæ og á Stuðlaseli – sambýli fyrir fatlaða, og loks starfaði Við Hörður bróðir settumst á menntaskólabekk á Laugarvatni fyrir sextíu árum eða svo. Þetta var einkynja bekkur, tómir strákar vaðandi uppi með mannalæti af ýmsu tagi – þang- að til Dóra kom til sögu, Dórót- hea bóndadóttir úr Holtakotum, en hún var þá í Héraðsskól- anum. Hún var fyrsta kærastan sem vildi við einhverjum okkar líta, það er að segja Herði. Þessu tókum við hinir í fyrstu með dári og spéi sem Dóra sneri fljótlega sér og okkur öll- um í vil með því að sníða af okk- ur fláttskap og grófheit og siða okkur eins og hægt var með mildi sinni, kímni og góðvild. Hún varð ekki aðeins ástin heillaríka í lífi bróður míns held- ur og þá þegar eins og kærasta okkar allra. Og einhvern slíkan sess skipaði hún síðan í hverjum þeim hópi sem hún varð hluti af. Það mátti ég vita flestum öðrum betur, því jafnan var stutt á milli fjölskyldna okkar bræðra. Hér skal það ekki tíundað hvað mágkona mín vann á far- sælli ævi og hve vel hún var verki farin. Hvort heldur við að ala upp ágæt börn, hlúa að gam- almennum, rækta garð sinn, smíða og sauma góða gripi, setja saman ljúfar eða skondnar vísur og syngja í mörgum kór- um – en tónvís var Dóra fram í tær og fingur. Allt er það meira en umtalsvert. En þótt vel sé hverri skyldu sinnt og mann- eskju margt til lista lagt verður þó ein list öllum dýrmætari þeg- ar horft er yfir hennar æviferil. Það er sú veflist sem mótar samskipti hennar við aðra, listin að þræða saman hlutskipti sitt og annarra svo um muni til góðra hluta. Okkur finnst heimurinn ein- att heimskulega grimm óreiða, fullur af duttlungafullu rang- læti. Og það væri hann – ef ekki væru innan seilingar þær mann- eskjur sem með nærveru sinni trufla myrkrið allt um kring, greiða fyrir því að það skásta í okkur hafi framgang, blása í glæður vonar um jákvætt sam- hengi sem við getum gengið inn í. Dóra var ein af þessum dýr- mætu grönnum og vinum, sem við tökum stundum ekki nóg- samlega eftir vegna þess að þau eru lítt frek til athygli. Hún setti upp sinn lífsvef úr þráðum gæsku og umhyggju, umburð- arlyndis og réttlætiskenndar, kímni og hlýju og sló hann með sínu milda brosi alla sína daga, allt frá því við vorum unglingar í skóla þar til Dóra lagði af stað út úr heiminum – og var einnig þá sjálfri sér lík: tók erfiðum sjúkdómi án þeirrar beiskju sem honum einatt fylgir. Við þökkum fagra samfylgd – og hafi Hörður bróðir einnig þökk okkar fyrir dæmafáa um- hyggju sem hann veitti Dóru okkar allra í veikindum hennar. Verði henni moldin létt sem fið- ur. Árni J. Bergmann. Kær mágkona og svilkona er látin eftir þung veikindi. Minn- ing um fyrsta fund okkar er enn ljóslifandi eftir tæplega 60 ár. Strákur í Keflavík tók reiðhjól sitt og fylgdist með komu rút- unnar úr Reykjavík sem flutti Dóru á fund fjölskyldu Harðar. Það var eftirvænting yfir þessu. Svo kom hennar milda og góð- lega bros og lágur hlátur. Fyrir stráksa þýddi tilkoma Dóru fljótlega ný kynni og dvöl með fjölskyldu hennar í Biskups- tungum, ný reynsla, víðari sjón- deildarhringur en í gamla bæn- um í Keflavík og ný tengsl við náttúru og samfélag. Síðar fylgdi umönnun skólapilts af Suðurnesjum á heimili þeirra Harðar í Reykjavík sem hér er þakkað fyrir. Baklandið í Tung- unum var henni mikilvægt og ætíð ofarlega í huga. Þar reisti hún fjölskyldunni bústað við gömlu réttirnar við Tungufljót. Dóra var afar traust og hlý manneskja, fjölskyldu sinni og börnum mikils virði og okkur öllum sem nærri stóðum. Yf- irbragðið var rólegt og yfirveg- að og þannig gengið að hverju nýju viðfangsefni. Þessi hlýja nærvera og viðmót gerði nýjum fjölskyldumeðlimum og vinum auðvelt að tengjast henni og njóta sín. Áhugamál Dóru beindust að tónlist, einkum söng, og var hún virkur þátttak- andi í kórstarfi á meðan kraftar entust og formaður í sumum þeirra; hún var handverksmann- eskja, jafnvíg á hannyrðir og smíðar. Við fráfall hennar erum við sem hana þekktum fátækari og skynjum þá breytingu sem orðið hefur. Herði, börnunum og fjöl- skyldum þeirra sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Með kærri þökk. Stefán, Helga Hrönn og fjölskylda. Þegar ég komst til vits og ára eins og stundum er sagt fór ég smátt og smátt að átta mig á því að það er ekkert gefið mál að allir eigi stóra fjölskyldu, hvað þá góða og samheldna fjöl- skyldu. Nú fer fækkandi systk- inum foreldra minna og við kveðjum í dag yngri systur mömmu. Það var fastur liður þegar ég ferðaðist suður á land barnung til að fara í sveit í Tungunum að þá tók Dóra frænka á móti mér í Reykjavík, hýsti mig og kom krakkanum í rétta rútu eða flugvél eftir því hvort ég var að koma eða fara. Hún var líka sú frænkan sem oftast kom í ferða- lög alla leið til Akureyrar með fjölskylduna í heimsóknir til okkar. Hún átti það reyndar líka til að aðstoða þá mömmu örlítið við uppeldið og maður var kannski minna hrifinn af því stundum þó að mér hafi verið fullljóst að allt var það af vel- vilja og væntumþykju. Svo þroskaðist ég smátt og smátt og fullorðnu frænkurnar urðu ekki bara frænkur heldur líka vin- konur sem alltaf var yndislegt að hitta og umgangast þó að stundum liði langur tími á milli samfunda. Þær deildu með mér áhuga á handverki margskonar og ekki var nú leiðinlegt að einu sinni náðum við því að vera allar saman, ég, mamma og systur hennar þrjár að sýna á Hrafna- gilshátíð. Alveg var líka óborg- anlegt að sitja úti í horni og láta lítið fyrir sér fara þegar þær sátu allar fjórar saman á spjalli og rifjuðu upp gamla tíma, allar með kímnigáfu í besta lagi og stálminnugar á sögur og við- burði þó að þær myndu raunar sumt á mismunandi vegu og þurfti þá sitthvað að leiðrétta. Það var hægt að veltast um af hlátri yfir þeim þá. Þær kunnu allar ógrynni af kvæðum og söngvum og rifjuðu upp að þegar þær voru að læra úr útvarpinu lög og texta, þá dugði að heyra flutninginn einu sinni. Nú síðustu árin hvarf Dóra smátt og smátt frá okkur og það var vont að horfa á það en þrátt fyrir það var hún áfram hlý og jákvæð þegar ég sá hana síðast og þannig minnist ég hennar. Elín Kjartansdóttir. Við viljum með fáeinum orð- um minnast Dóru frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Dóru höfum við þekkt alla tíð, hún var gift Herði föðurbróður okkar og við vorum tíðir gestir hjá fjölskyldu þeirra, einkum á yngri árum. Dóra var ein þeirra einstöku manneskja sem best hæfir að lýsa sem holdtekju gæskunnar og góðseminnar. Maður heyrði aldrei Dóru atyrða nokkurn mann eða segja neitt í nei- kvæðnistón um neinn. Það var alltaf gott að hitta hana og fá hlýlegt faðmlag og klapp á kinn, líka eftir að sjúkdómurinn var farinn að setja mark sitt á líf hennar því alltaf var hún Dóra frænka samt jafn elskuleg og falleg. Okkar hugheilustu samúðar- kveðjur til Harðar, Dóru Bjark- ar, Atla, Jóhönnu, Helgu Lilju og allra afkomendanna. Blessuð sé hlý og falleg minn- ing um góða manneskju. Olga og Anna. Snorri og Védís, Mig langar í örfáum orðum að minnast söngsystur minnar og vinkonu, Dórótheu Einars- dóttur, sem í mínum huga og munni var alltaf Dóra. Okkar kynni hófust í Söng- sveitinni Fílharmóníu og við höfðum ekki sungið saman mörg ár þegar ég fann að hjörtu okk- ar slógu ekki í ósvipuðum takti. Við áttum gott og skemmtilegt samstarf í kórnum og einkum í sambandi við 25 ára afmælishá- tíðahöld hans 1985 en þá var Dóra formaður kórsins. 1994 vorum við þátttakendur í fyrstu utanlandsför Söngsveit- arinnar til Norðurlanda. Þá héldum við mest hópinn Dóra, ég og Guðrún Reynisdóttir, nokkuð jafnaldra allar og með þeim elstu í kórnum. Ég minnist glaðrar stundar í „Stúdenta- lundinum“ rétt við Ráðhúsið í Ósló þar sem við sömdum í sam- einingu gamanbréf til Selmu Samúelsdóttur, söngsystur sem heima sat. Sameiginlegur áhugi okkar hjóna og þeirra Dóru og Harðar var bygging sumarbústaða þar sem eigin hugvit og handafl kom töluvert við sögu. Ekki lét- um við þægindaleysi svo sem vatns- og rafmagnsleysi mikið á okkur fá fyrstu árin. Þægindi jukust smám saman og ég man hvað Dóra hló dátt þegar hún var að segja mér frá vatns- hrútnum sem komið var upp við bústað þeirra. Nokkrum sinnum komum við hjón í bústað þeirra og þau í okkar. Gaman var að spjalla við Dóru hvort sem var augliti til auglitis eða í síma. Glaðan og léttan hlátur hennar heyri ég í huganum þegar við töluðum um eitthvað fyndið og skemmtilegt sem oftast var. En minnisstæðast af öllu var brosið hennar ljúfa sem yljaði öllum í návist hennar og mun hafa haldist til hinsta dags. Ég þakka ljúf og skemmtileg kynni um áratuga skeið og tel mig ríkari hér á jörð að hafa átt Dóru að söngsystur og vinkonu. Við Sigurður sendum Herði, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Anna María Þórisdóttir. Kær vinkona mín – Dóra hef- ur kvatt. Hugurinn hvarflar til baka – við erum ungar stúlkur á Laugarvatni – lífið leikandi létt – endalausir skemmtidagar. Í skólanum – á heimavistinni, strákar, ást og sæla – svífandi yfir og allt um kring. Með okkur Dóru, þennan vetur á Laugar- vatni , tókst djúp og einlæg vin- átta sem entist ævina út. Við vorum samstiga á lífsleiðinni, hjónaband – barneignir – upp- eldi – heimavinnandi – útivinn- andi – ömmur og langömmur. Já, ánægjulegar samverustundir áratugum saman, við vinkonurn- ar eða með fjölskyldunum okk- ar. Barnahópurinn varð stór – Dóra eignaðist fimm börn og ég fjögur. Mikil hamingja – ekki síst þegar barnabörnin fóru að bætast við. Dóra var sveitarstúlka – kát – róleg – yfirveguð – handlagin og mjög söngelsk. Hún var öfl- ug í kórastarfi og naut þess innilega að syngja og njóta tón- listar. Trygg og trú sínum – fal- leg, hlý og gefandi. Eiginmann- inum, honum Herði Bergmann, kynntist hún einmitt veturinn góða á Laugarvatni. Milli þeirra ríkti ást og virðing í blíðu sem stríðu. Dóra, þessi skýra og vel gefna kona, hvarf frá ástvinum sínum í hinn miskunnarlausa heim minnisleysis. Þá kom Hörður maðurinn hennar sterk- ur inn. Hörður umvafði sína konu hlýju og ástúð – stundaði hana af einstakri nærgætni til síðasta dags. Dóra var gleðinnar barn – það fylgdi henni birta hvar sem hún kom með brosið sitt blíða. Ég þakka minni elskulegu vinkonu fyrir dýrmæta, langa samferð. Guð geymi Dóru vinkonu mína, Guð veri með eiginmanni hennar og afkomendum þeirra. Ásg. Birna Björnsdóttir. Við Dóra kynntumst fyrir meira en hálfri öld því menn- irnir okkar voru bestu vinir. Ég minnist þess hvað Dóra var geislandi glöð þegar við eitt haustið héldum í ferðalag til móts við vinina tvo eftir uppgrip sumarsins. Það var á morgni lífsins. Dóra og Hörður voru einstak- lega gestrisin hjón og góð heim að sækja. Leiðir okkar fléttuð- ust saman af margvíslegu til- efni. Dóra var söngelsk hagleik- skona með hlýjar hendur og hýrlegt bros, sem náði til augn- anna. Hún var náttúruunnandi og lét drauminn rætast um bústað í sveitinni sinni, Tungunum. Þangað var gaman að koma. Aldamótaárið létum við Dóra verða af því að fara í flúðasigl- ingu á Hvítá og þess ævintýris minntumst við með nokkru stolti. Dóru skorti aldrei kjark. Á kveðjustund er efst í huga þakklæti fyrir órofa tryggð og vináttu og allar góðu samveru- stundirnar. Við fjölskyldan sendum Herði og ástvinum öllum hjartans samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Dórotheu Sveinu Einarsdóttur. Rannveig Jónsdóttir. Dórothea Sveina Einarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Dórotheu Sveinu Ein- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.