Morgunblaðið - 29.08.2011, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vinstri grænirályktuðuum helgina
að „ótvíræður ár-
angur“ hefði náðst
í mörgum mála-
flokkum, þar með
talið í skattamálum, í tíð núver-
andi ríkisstjórnar.
Nú er það svo að stjórn Sam-
fylkingar og Vinstri grænna
hefur hækkað nánast alla
skatta sem fyrir voru í landinu
og að auki bætt við nýjum
sköttum. Helstu skattar sem
hækkaðir hafa verið eru tekju-
skattur einstaklinga, sem var
22,75% en er nú allt að 31,8%.
Hámarksútsvar hefur verið
hækkað úr rúmum 13% í nær
14,5% og erfðafjárskattur hef-
ur verið tvöfaldaður. Skattur á
áfengi hefur verið hækkaður
um á að giska þriðjung og tób-
aksgjaldið rúmlega það. Virðis-
aukaskatturinn hefur verið
hækkaður í 25,5%, trygginga-
gjaldið hefur hækkað um 62%
og atvinnutryggingagjaldið
hefur verið næstum sjöfaldað.
Fjármagnstekjuskattur hefur
verið tvöfaldaður, tekjuskattur
fyrirtækja hefur einnig verið
hækkaður umtalsvert og svo
mætti áfram telja þá skatta
sem hækkaðir hafa verið.
Þetta er þó ekki öll sagan, því
að stjórn Vinstri grænna og
Samfylkingar hefur líka fundið
upp á fjölda nýrra skatta, til
dæmis nýjum orkuskatti, skatti
á arðgreiðslur, svokölluðum
auðlegðarskatti, nýjum bens-
ínskatti, bankaskatti, skatti á
gengisinnlánsreikninga og
skatti á heitt vatn, og er þá alls
ekki allt upp talið.
Við þetta bætist að ríkis-
stjórnin er stöðugt með í athug-
un enn frekari nýja skatta og
hækkanir þeirra sem fyrir eru.
Það eina sem fólk og fyrirtæki
geta gengið út frá í
sambandi við
skatta er að þeir
hafa verið hækk-
aðir gríðarlega og
að stefna núverandi
ríkisstjórnar er að
hækka þá enn frekar.
Það er við þessar aðstæður
sem annar stjórnarflokkurinn
ályktar um það að „ótvíræður
árangur“ hafi náðst í skatta-
málum. Þegar þannig er álykt-
að eftir allar þessar skatta-
hækkanir og þau áform sem
uppi eru um frekari hækkanir,
þá hljóta menn að staldra við og
velta því fyrir sér hvert mark-
mið stjórnarflokkanna er í
skattamálum. Ef þessar skatta-
hækkanir eru „ótvíræður ár-
angur“, við hverju mega lands-
menn þá búast það sem eftir
lifir starfstíma þessarar ríkis-
stjórnar? Er ætlunin að halda
áfram á sömu braut á meðan
nokkur skattur er eftir til að
hækka og einhver skattstofn er
ekki fullnýttur? Er það virki-
lega þannig að árangur í
skattamálum geti talist þeim
mun meiri sem fleiri skattar
eru hækkaðir eða búnir til?
Vitaskuld er þetta ekki svo
og ályktun Vinstri grænna lýsir
svo alvarlegum skorti á teng-
ingu við raunveruleikann að
furðu sætir. Skattastefna ríkis-
stjórnarinnar er búin að lama
atvinnulífið, sliga heimili lands-
ins, eyðileggja atvinnutækifæri
og hrekja fjölda Íslendinga úr
landi. Skattastefnan hefur eng-
um árangri skilað, þvert á móti
hefur hún verið stórkostlega
skaðleg. Ólíklegt er að núver-
andi ríkisstjórnarflokkar muni
átta sig á þessu, en gera má ráð
fyrir að næsta ríkisstjórn líti á
það sem eitt af sínum fyrstu
verkum að vinda ofan af núver-
andi skattastefnu.
Munu skattahækk-
anir stjórnarflokk-
anna einhvern tím-
ann taka enda?}
„Ótvíræður árangur“
Í dag eru sex árfrá því fellibyl-
urinn Katrína reið
yfir New Orleans
og lagði borgina í
rúst. Katrína skildi
eftir sig gríðarlega
eyðileggingu víðar í Suðurríkj-
unum og hátt í tvö þúsund
manns létu lífið.
Stjórnmála- og embættis-
menn fengu á sig harða gagn-
rýni fyrir að hafa brugðist of
seint við. Bush, þáverandi for-
seti Bandaríkjanna, fékk sinn
skerf af gagnrýninni og hún
hefur setið mjög í honum eins
og lesa má í ævisögu hans, enda
að verulegu leyti ósanngjörn
eins og stundum er um slíka
gagnrýni.
Borgarstjóri New York-
borgar sætti einnig gagnrýni í
desember sl. vegna
viðbragða við snjó-
byl, þó að það væri
vitaskuld miklu
minna mál en Katr-
ína. Þetta tvennt
hefur hins vegar án
efa lagst á eitt um að allur und-
irbúningur nú vegna fellibyls-
ins Írenu, ekki síst í New York,
var mjög viðamikill. Eftir á að
hyggja að minnsta kosti má
segja að óþarflega langt hafi
verið gengið að þessu sinni, en
yfirvöld í Bandaríkjunum
mundu vafalítið svara þessu
með því að benda á að allur sé
varinn góður. Undir það má
taka, en þegar gagnrýnin hefur
verið jafn mikil og vegna Katr-
ínu er hætt við að forvarnirnar
séu að einhverju leyti af póli-
tískum toga.
Gagnrýnin vegna
fellibylsins Katrínu
situr í mörgum í
Bandaríkjunum}
Að hluta pólitískt áhættumat E
ftir að síðasta endurskoðun Al-
þjóðagjaldeyrisjóðsins var sam-
þykkt í Washington fyrir helgi,
þá sendu spunameistarar for-
sætisráðuneytisins út frétta-
tilkynningu með orðalaginu: „Meginmarkmið
efnahagsáætlunarinnar hafa náðst.“
Spunameistarar er orð sem ég gríp sjaldan
til, enda mín reynsla að flestir temji sér að
veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar
eftir bestu vitund. En myndin er ekki hlutlaus
sem dregin er upp í umræddri fréttatilkynn-
ingu ráðuneytisins og óþolandi að starfsfólk
forsætisráðuneytisins sé bendlað við slíkan
hvítþvott: fólk sem ekki er á launaskrá Sam-
fylkingarinnar heldur þjóðarinnar.
Í fréttum RÚV í fyrrakvöld brá Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, öðru ljósi á árangurinn.
Hann sagði jákvætt að Íslendingar hefðu aðgang að
lánsfé og að ákveðnu aðhaldi hefði verið beitt í ríkisfjár-
málum, en taldi upp að öfugt við það sem að var stefnt
væru enn gjaldeyrishöft, verðbólga væri miklu meiri en
til stóð, 120 milljarða halli hefði orðið á fjárlögum síðasta
árs, fjárfestingar væru ekki að skila sér og einungis væri
spáð 1% hagvexti á næsta ári.
Það er ekki nefnt einu orði í tilkynningu forsætisráðu-
neytisins að í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem
kom út haustið 2009, var gert ráð fyrir 4,5% verðbólgu
árið 2010 og 2,5% verðbólgu eftir það. Veruleikinn er allt
annar, samræmd verðbólga í júlí var 5,2% eða sú næst-
mesta innan Evrópska efnahagssvæðisins og
hélst svipuð í ágúst. Nú þegar heimili og fyr-
irtæki eru skuldsett upp í rjáfur er höfuð-
skylda stjórnvalda að sporna við verðbólgu.
Það hefur mistekist.
Enn er ekki allt upptalið. Ríkisstjórnin
sveik þau loforð sem gefin voru í tengslum við
kjarasamninga í vor; það þýðir að samning-
arnir eru í uppnámi, og vegna stöðnunar í
efnahagslífinu urðu hækkanirnar þar sem ol-
ía á verðbólgubálið. Stöðnunina má svo meðal
annars rekja til þess að ríkisstjórnin hefur
staðið í vegi fyrir erlendum fjárfestingum og
markvisst skapað óvissu um þær greinar
sem helst afla þjóðinni gjaldeyris, nýtingu á
orkuauðlindum og sjávarútveginn.
Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins státar það af
því, að Ísland verði „fyrsta ríkið til að útskrifast úr slíkri
áætlun [Alþjóðagjaldeyrissjóðsins] í yfirstandandi al-
þjóðafjármálakreppu“. Þar hreykja spunameistararnir
sér hátt fyrir lítið. Það verður að teljast óviðeigandi og
ósmekklegt þegar litið er til þess hve atvinnuleysi er
mikið og að fólksflótti er viðvarandi. Atvinnuleysi var
6,6% í júlímánuði, þrátt fyrir árstíðabundna sveiflu til
lækkunar, og voru því 11.423 án atvinnu.
Hvernig væri að forsætisráðuneytið sendi atvinnu-
lausum og brottfluttum fréttatilkynninguna um að öll
helstu markmið áætlunarinnar hefðu náðst? Og mikið
hlýtur það að gleðja marga að lesa að komin sé „lausn“ á
skuldavanda heimila og fyrirtækja. pebl@mbl.is
Pétur Blöndal
Pistill
Spuni og veruleiki
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Á
taksverkefnið ,,Allir
vinna“ er borðleggjandi
dæmi um hvernig
skattalækkanir og
ívilnanir geta leyst úr
læðingi aukin umsvif og dregið úr
svartri atvinnustarfsemi. Tölur sem
fengust hjá embætti ríkisskattstjóra
sýna svart á hvítu að átakið hefur
mælst vel fyrir og virðist skila tilætl-
uðum árangri.
Þessu tímabundna hvatningar-
átaki, sem var jafnframt ætlað að
sporna gegn svartri atvinnu-
starfsemi, var hrundið úr vör í fyrra-
sumar og síðan framlengt til 1. jan-
úar 2012. Er fólki gefinn kostur á
bæði fullri endurgreiðslu virðis-
aukaskatts og á skattafrádrætti
vegna framkvæmda við íbúðar-
húsnæði og frístundahús þar sem
verktakar taka að sér viðhald eða
endurbætur.
Frádráttur færður á rúmlega
19 þúsund skattframtölum
Að sögn Skúla Eggerts Þórðar-
sonar ríkisskattstjóra er færður frá-
dráttur frá tekjuskattsstofni vegna
þessa á samtals 19.050 framtölum
ársins 2011. Heildarfrádrátturinn
nemur alls 1.664.350.000 kr.
Af fyrrnefndum fjölda framtelj-
enda voru 1.280 undir skattleysis-
mörkum eða frádrátturinn gerði að
verkum að þeir færðust undir skatt-
leysismörk. Hjá þeim er því ekki um
beina skattalækkun að ræða en hafa
ber í huga að þessi tekjuskatts-
lækkun hefur líka þau áhrif að
barnabætur og vaxtabætur geta
hækkað hjá viðkomandi vegna þess
að þær eru tekjutengdar.
Þá er búið að endurgreiða
virðisaukaskatt upp á samtals
2.073.552.499 kr. vegna endurbóta
og viðhalds.
Skúli Eggert segir enga spurn-
ingu um að menn notfæri sér þessa
heimild í miklum mæli, ýmislegt hafi
færst til betri vegar og átakið hreyft
við atvinnustiginu.
Skattaívilnunin og endur-
greiðsla virðisaukaskattsins ætti að
minnka þá freistingu að kaupa
svarta vinnu. Eins og fram kom í síð-
ustu viku hefur átaksverkefni á veg-
um ríkisskattstjóra, ASÍ og SA gegn
svartri atvinnustarfsemi í sumar,
leitt í ljós að svört atvinnustarfsemi
virðist vera að aukast. „Það eru
bráðabirgðaniðurstöður úr þessari
könnun að ástandið sé heldur verra
en menn reiknuðu með,“ segir Skúli
Eggert.
Búið er að heimsækja um 1.500
vinnustaði og jafnframt verið kann-
að starfssamband hátt í 5.000 ein-
staklinga og vinnuveitenda þeirra.
„Veitingastarfsemin er sérlega
slæm. Þar er óvenjuhátt hlutfall
starfsmanna á duldum launum.
Þetta dregur athygli að ýmiss konar
þjónustustarfsemi,“ segir hann en
bætir við að ástandið í mann-
virkjageiranum virðist að mörgu
leyti fara batnandi. „Það helgast
örugglega af átakinu Allir vinna.“
Hjá Vinnumálastofnun er nú
verið að keyra upplýsingar saman
við greiðsluskrár vegna atvinnu-
leysisbóta. Gissur Pétursson, for-
stjóri stofnunarinnar, segir dæmi
um tilvik þar sem brotið hefur verið
samtímis á ýmsum sviðum s.s.
skattalögum og lögum um atvinnu-
leysistryggingar. Þorbjörn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri hjá
Samiðn, segir að endanlegar niður-
stöður ættu að liggja fyrir í lok
september en draga megi þá
ályktun af því sem nú þeg-
ar liggur fyrir að um-
fang skattsvika hafi
ekki verið vanáætlað.
Skattafrádrátturinn
1,7 milljarðar króna
Morgunblaðið/Ernir
Lyftistöng Skattafrádrátturinn hefur hleypt lífi í viðhaldsframkvæmdir.
Nú eru hugmyndir um hvort rétt sé að ívilnanir nái einnig til bílaviðgerða.
„Menn geta velt því fyrir sér
hvort taka ætti upp samskonar
frádrátt vegna viðgerða í bíl-
greinunum. Það hefur verið
nefnt. Það er auðvitað pólitískt
mál og ég tek enga afstöðu til
þess,“ segir Skúli Eggert Þórðar-
son ríkisskattstjóri. Tímabundin
heimild til lækkunar tekjuskatts
og endurgreiðslu alls virðis-
aukaskatts vegna viðhalds á
íbúðarhúsnæði hefur að mark-
miði að auka umsvifin á bygg-
ingamarkaði og að uppræta
freistinguna til að kaupa svarta
vinnu. Vísbendingar eru um
að ástandið sé farið að
lagast í mannvirkjageir-
anum. Bílgreina-
sambandið hefur hvatt
til að gerð verði gang-
skör að því að uppræta
svarta atvinnu-
starfsemi í
bílgrein-
inni.
Ívilnun nái til
bílaviðgerða?
SKATTAAFSLÁTTUR
VEGNA VIÐHALDS
Skúli Eggert
Þórðarson