Morgunblaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 18
✝ Gunnar Dal(Halldór Sig-
urðsson) fæddist í
Syðsta-Hvammi í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 4. júní 1923.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 22. ágúst
2011.
Foreldrar
Gunnars voru Sig-
urður Davíðsson,
f. 13.9. 1896, d. 27.3. 1978,
kaupmaður á Hvammstanga,
og Margrét Halldórsdóttir, f.
3.10. 1895, d. 22.4. 1983, hús-
móðir. Systkini hans eru Dav-
íð, f. 1919, d. 1981, Anna, f.
1921, d. 1996, Garðar, f. 1924,
Guðmann, f. 1928, d. 2004,
Jón, f. 1930, d. 2008, Björn, f.
1935, og Soffía, f. 1929.
Gunnar Dal var afkastamik-
ill rithöfundur. Verk hans eru
fjölmörg, heimspekirit, ljóða-
bækur, samtalsbækur og
skáldsögur. Þá eru þýðingar
hans vel þekktar. Mestur hluti
ritverka Gunnars Dal er að-
gengilegur og opinn öllum til
aflestrar á vefnum. Auk rit-
starfa starfaði Gunnar við
kennslu og flutti fjölda fyrir-
lestra.
Gunnar hlaut listamanna-
laun frá 1953, bókmenntaverð-
laun RÚV 1976, Davíðspenn-
ann 1995 og bókmennta-
verðlaun VISA 1998. Gunnar
var heiðursfélagi Handar-
innar, samtaka um mannúð og
mannrækt. Forseti Íslands
sæmdi Gunnar Dal riddara-
krossi, árið 2004, fyrir ritstörf
og framlag til íslenskrar
menningar.
Útför Gunnars Dal fer fram
frá Neskirkju í dag, 29. ágúst
2011, kl. 13.
Gunnar kvænt-
ist Pálínu Guð-
varðardóttur, f.
1921, d. 2005. Syn-
ir þeirra eru
Gunnar, f. 1949,
Jónas, f. 1952, og
Guðvarður, f.
1957. Önnur kona
Gunnars var María
Sigurðardóttir.
Sonur hennar er
Sigurður, f. 1943.
Þriðja kona Gunnars var El-
ísabet Lilja Linnet, f. 1920, d.
1997. Börn hennar eru Guð-
rún, f. 1944, Kristján, f. 1947,
Hlíf, f. 1949, og Edda, f. 1951.
Gunnar Dal lauk stúdents-
prófi frá MR 1946 og stundaði
síðan heimspekinám við há-
skóla í Skotlandi, Indlandi,
Grikklandi og Bandaríkjunum.
Rithöfundurinn, skáldið,
heimspekingurinn og umfram
allt mannvinurinn Gunnar Dal
hefur yfirgefið okkur.
Sjálfur sagði hann að jarð-
vistin væri eitt lítið og erfitt
þrep í tilverunni og að allt yrði
betra og auðveldara þegar því
lyki og nýtt tilverustig tæki við.
Ég var búsettur hjá henni
ömmu minni, Margréti Ketil-
bjarnardóttur í Keflavík, þegar
móðir mín, María Sigurðar,
hringdi í mig og sagðist vera bú-
andi með manni sem héti Hall-
dór Sigurðsson og væri rithöf-
undur. Hann skrifaði reyndar
undir nafninu Gunnar Dal og
hefði gefið út ljóðabók sem héti
Vera. Hún tjáði mér einnig að
þau vildu endilega fá mig í
heimsókn til Reykjavíkur og að
ég gæti gist hjá þeim, þannig að
við gætum kynnst. Þetta var að
undirlagi Gunnars.
Með hálfum huga lagðist ég í
ferðalag, en amma fylgdi mér á
biðstöðina. Ég var sóttur á Um-
ferðarmiðstöðina þegar ég kom
með Keflavíkurrútunni til höf-
uðborgarinnar og haldið var
rakleiðis heim í „Langahlíð“ þar
sem þau bjuggu í einu herbergi.
Þetta var á gamlárskvöldi og
sennilega hef ég verið tólf eða
nýorðinn þrettán ára gamall.
Gunnar spurði hvort ég hefði
gaman af flugeldum, og ég hélt
það nú! Hann pantaði leigubíl og
saman fórum við tveir niður á
Kalkofnsveg þar sem var flug-
eldasala hjá Hreyfli. Hann eyddi
öllu sem hann átti í flugelda
handa stráknum litla.
Þannig hófust kynni okkar
sem aldrei bar skugga á. Enda
var hér stórkostlegur maður á
ferð sem forréttindi voru að fá
að kynnast, eins og ég átti eftir
að komast að. Skömmu síðar
gengu þau Gunnar og móðir mín
í hjónaband og nokkru síðar
fluttum við á Njálsgötu 87 og
bjuggum þar í nokkur ár. Við
bjuggum einnig saman öll þrjú í
Garðastrætinu, á Þórsgötunni, á
Mallorca og á Arnarstapa á
Snæfellsnesi. Að sjálfsögðu voru
þetta forréttindi fyrir ungling-
inn mig, sem annars hefði
kannski lent á villigötum, að fá
að alast upp hjá einum mesta
mannvini allra tíma … Gunnari
Dal.
Það er meira en að segja það
að reyna að skrifa um ofur-
menni eins og hann fóstra minn,
sem mig langaði mest til að líkj-
ast af öllum jarðarbúum.
Það litla sem ég get lagt til
málanna nú að leiðarlokum er
þakklæti og aftur þakklæti fyrir
að hafa fengið að vera samferða
þér, fóstri minn, í meira en hálfa
öld. Ég trúi því að þú hafir verið
okkar mesti og gáfaðasti fræðari
og mannvinur síðan tímatal okk-
ar hófst.
Ég samhryggist íslensku
þjóðinni vegna fráfalls ástsæl-
asta skálds okkar tíma.
Guð blessi Gunnar Dal.
Sigurður S. Bjarnason.
Elsku Gunnar afi.
Við kveðjum þig með söknuði
en vitum jafnframt að þú ert
kominn heim. Þú varst tilbúinn í
þetta ferðalag og við vitum að
þú ert á himneskum stað.
Þegar við hugsum til baka
standa uppúr minningar um
heimsóknir til ykkar Lóló ömmu
í Hveragerði. Þar lékum við
okkur í blómahafi í garðinum
sem var eins og ævintýraheimur
fyrir litlar stelpuskottur. Á með-
an bakaði amma ilmandi pönnu-
kökur og þið pabbi teflduð.
Þessar stundir voru yndislegar
og minningarnar eru dýrmætar
við kveðjustund.
Elsku afi, við lærðum svo
margt af samtölunum við þig.
Heimsmyndin þín var svo skýr
og hún lifir áfram í öllum þeim
verkum sem þú skilur eftir
handa okkur til að fræðast
meira og byggja okkar eigin
heimsmynd á. Það voru virkileg
forréttindi að fá að kynnast þér
og það má með sanni segja að
heimsmynd þín og hugsjón hafi
mótað okkar uppeldi á margan
hátt. Fyrir það verðum við æv-
inlega þakklátar. Þú varst, og
ert enn í gegnum bækur þínar,
fyrst og fremst kennari. Þú
kenndir svo mörgum og varst
ávallt tilbúinn í lærdómsrík
samtöl, hvort sem það var heima
í stofu, í kennslustund eða á
kaffihúsi. Þú kenndir okkur með
því að hvetja okkur til spurn-
inga og fá okkur svo til að hug-
leiða, ígrunda og leita svara áð-
ur en þú útskýrðir fyrir okkur
hvert svarið var og af hverju.
Sem börn trúðum við því að þú
værir hreinlega alvitur vegna
þess að það var sama hvað við
spurðum um, þú kunnir svör við
öllu sem við gátum látið okkur
detta í hug. Þú mótaðir okkur
og þau viskufræ sem þú sáðir í
okkar lífi munu vaxa og dafna
áfram í okkar eigin lífi og barna
okkar. Takk fyrir það.
Þangað til við sameinumst á
ný, blessi þig, elsku afi.
Birna Íris og
Margrét Hildur.
Alheimsorkan vísaði mér á
Gunnar heitinn Dal í draumi. Ég
þráaðist við að hlýða draumnum
en þegar ég tók mín fyrstu skref
á rithöfundabrautinni gekk ég á
fund skáldsins á Hringbrautinni.
Tókst með okkur löng og kær
vinátta. Heimili Gunnars stóð
mér sem öðrum ævinlega opið.
Móttökurnar voru látlausar en
hlýjar. Gestum var boðið inní
eldhús, kaffi og bakkelsi.
Þegar við Gunnar hófum út-
gáfusamstarf dáðist ég að dugn-
aði hans og eljusemi. Ekki ætla
ég að rekja skáldferil Gunnars
eða yfirleitt framlag hans til
andlegs lífs. Það læt ég öðrum
eftir. Ég get þó ekki látið hjá
líða að minnast þess þegar
skáldið afhenti mér ódauðlega
þýðingu sína á smásögum
Tolstoys, sem vakti slíka gæsa-
húð í líkama mínum að ég þótt-
ist fullviss um að höfundurinn
sjálfur væri nálægur. Á sama
hátt og Alheimsorkan vísaði mér
á Gunnar, vísaði Guðdómurinn
Gunnari á Kahlil Gibran og Spá-
manninn. Þannig sagði Gunnar
mér ógleymanlega sögu af gula
teppinu sem hann borgaði með
aleigu sinni til þess eins að geta
lagst á það og þýtt Spámanninn.
Þetta var Gunnar heitinn Dal.
Og það er einmitt í þessa veru
sem mig langar til að deila með
ykkur vináttu minni við Gunnar.
Aldrei heyrði ég Gunnar Dal
kvarta undan neinu, ekki heldur
þegar Lísbet, eiginkona hans
heitin, þjáðist sem mest af Alz-
heimer. Þá minnist ég atviks
sem mun aldrei líða mér úr
minni: Ég var nýkominn til Ís-
lands í heimsókn frá París, sum-
arið 1997, skítblankur auðvitað.
Svona var listamannslífið sem
ég hafði kosið yfir mig. Þegar
vinkona Gunnars sem var þá
stödd hjá honum í kaffi spurði
mig á hverju ég lifði, svaraði ég
eins og satt var að ég lifði á um
25.000 krónum íslenskum á
mánuði, leiga innifalin. Gunnar
hafði nýlega hlotið styrk og var
með veskið úttroðið af seðlum.
Hann gekk ævinlega með pen-
inga á sér, notaði ekki krítar-
kort eins og flestir. Það var ein-
stök veðurblíða úti og við sátum
á svölunum á Hringbrautinni.
Ég bar mig ekki illa, því mér
fannst ég njóta vissra forrétt-
inda að þurfa ekki að fórna lista-
gyðjunni fyrir brauðstritið. Þeg-
ar ég kvaddi Gunnar þetta
skiptið dró hann upp veskið og
rétti mér 50.000 krónur sisvona.
Gunnar var örlætið eitt, hann
var mjög langt kominn í and-
legum þroska og bjó yfir ótrú-
legu lífsþreki og máttugri og
kærleiksríkri lífsorku. Ég minn-
ist þess þegar ég leyfði honum
að skynja mátt lífsorkunnar,
Kundalini, með sjálfsvitundar-
vakningu, þá fann ég mjög
sterkan straum, næstum því
vindhviðu, spretta úr miðjum
lófa hans. Við höfðum kynnst
Guðdóminum á mismunandi
hátt. Jesú Kristur hafði komið
til Gunnars á unga aldri og veitt
honum blessun sína, ég hafði
kynnst Guðdóminum í formi Sa-
haja yoga, sem ég var og er enn
sannfærður um að vísindin eigi
eftir að sanna og sameinast áður
en langt um líður. En allt þetta
eru bara orð rituð í minning-
unni. Vinátta Gunnars var lif-
andi og bundin við augnablikið.
Í ást og kærleika við lífið hér og
nú – og auðvitað við listina –
ekki síst listina að vera til.
Benedikt Sigurðsson.
Meira: mbl.is/minningar
Hann brosti kankvíslega í
anddyrinu í Hveragerði: Þýða
þessa bók? spurði hann. Já, ég
held hún eigi erindi til þjóð-
arinnar, svaraði ég. Gunnar
lagði bókina frá sér án þess að
fletta henni. Ja, ég geri ekkert
fyrr en við erum búnir að tefla
nokkrar skákir. Svo settumst
við að tafli, það neistaði á milli
okkar enda Gunnar Dal öflugur
kaffihúsaskákmaður. Svo lukum
við taflinu og það var haldið út í
bjart sumarkvöldið án þess að
bókin væri nefnd frekar á nafn.
Við Ólafur Grétar höfðum látið
þýða verkið sem Gunnar Dal var
nú með í höndum, en vorum
ósáttir, fannst þýðingin hreint
út sagt ís-enska og skilningur
þýðanda lítill. Það yrði að gera
atlögu að sjálfum meistaranum
ef vel ætti til að takast.
Rúmlega viku síðar hittumst
við Gunnar aftur, og auðvitað
var tekin skák. Að taflmennsk-
unni lokinni tók hann bókina í
hönd sér og sagði: Þessi bók er
blanda af vestrænni heimspeki,
fornmenningu hebrea, austur-
lenskri trúarheimspeki og amer-
ískum pragmatisma. Hún er
kristin, hún er stórmerkileg. Ég
geri það með ánægju að þýða
þessa bók. Svo þýddi hann
„Lögmálin sjö um velgengni“
eftir Deepak Chopra af mikilli
list. Þetta litla heimspekirit varð
metsölubók ársins 1996. Síðar
sagði eldhuginn Guðlaugur heit-
inn Bergmann við mig: Hallur,
Lögmálin er besta bók sem
komið hefur út á íslensku. Þýð-
ingin er snilld. Og ég meina það,
þú veist ég meina það, áréttaði
Guðlaugur vinur minn. Auðvitað
vissi ég það.
Allar götur frá sumardegin-
um 1996 ríkti mikil vinátta milli
okkar Gunnars Dal. Við tefldum
oft á Hringbrautinni, og ég sett-
ist alloft við fótstall hans á Café
París í morgunkaffi með fleiri
góðum kaffihúsaspekingum. Þar
sat Gunnar Dal til öndvegis
enda líf og sál félagsskaparins.
Ég gaf út þrjár bækur eftir
Gunnar Dal: skáldsöguna „Í dag
varð ég kona“ og lítið ljóðasafn:
„Maður og jörð“.
Fyrsta ljóðið í því fallega
kveri er Skáldalaun:
Ég kaus að fara aðra leið.
En talaðu samt ekki
um gamlan, bitran mann
fyrirlitinn, misskilinn, gleymdan.
Ég var á hæstu launum
sem þessi heimur getur greitt:
gleðinni yfir að skapa.
Gleðinni yfir að hafa storminn í fangið
og sjá mótvindinn dreifa fræjum
mínum
um jörðina.
Gleðinni yfir að elska.
Þannig var Gunnar Dal, sann-
kristinn með djúpa og sterka
trúarsannfæringu. Hann vissi
hvert hann stefndi, hann var
sáttur, hann hafði elskað. Þegar
við hittumst síðast og spjölluð-
um um daginn og veginn eins og
jafnan, sagði hann glaður: Hall-
ur, þú ert farinn að skilja. Það
gleður mig mikið. Svo tefldum
við.
Samfylgdin með Gunnari Dal
hefur veitt mér djúpa gleði og
ánægju. Ég votta fjölskyldu
Gunnars Dal dýpstu samúð, með
honum er genginn maður „á
hæstu launum“ sem hafði djúp
áhrif á samtíð sína.
Hallur Hallsson.
Það væri ekki gott að staf-
setja rangt eða gera málfarsvillu
þegar ég minnist stórvinar míns
og frænda, en verra væri að
sleppa því að skrifa. Dóri frændi
kenndi mér íslensku og stafsetn-
ingu og hvernig á að vera al-
mennileg manneskja. Það skipti
engu máli um hvað við töluðum,
Terry Pratchett eða Aristóteles,
gæludýr eða skák, mér fannst
ég alltaf hafa lært eitthvað af
samtalinu og þó rúmlega hálf
öld skildi okkur að í aldri fannst
mér ég aldrei vera vitlaus eða
ekki þess verð að vera hluti af
samtalinu. Hann var stórgáfaður
og einstakur maður sem ég varð
þess heiðurs aðnjótandi að
kynnast.
Ég mun sakna hans það sem
ég á eftir ólifað.
Brandur af brandi
brennur uns brunninn er.
Funi kveikist af funa.
Maður af manni
verður að máli kuður
en til dælskur af dul.
(Úr Hávamálum)
Hvíl í friði, elsku vinur, þín
vinkona
Guðrún.
Mikill öldungur er að velli
lagður, Gunnar Dal rithöfundur,
hugsuður og skáld, er nú til
moldar borinn 88 ára að aldri.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Gunnari þegar
ég fór stöku sinnum að sækja
„háborðið“ í Hressingarskálan-
um fyrir mörgum árum og lað-
aðist strax að honum, en það
gerðu reyndar flestir. Þó vorum
við Gunnar afar sjaldan sam-
mála en því tók Gunnar ávallt
vel enda naut hann þess að rök-
ræða hina aðskiljanlegustu hluti,
jafnt annir hversdagsins sem
hin dýpstu rök tilverunnar.
Það sem mér fannst alltaf
mest sláandi og einstakt í fari
hans var hve vel hann hafði
varðveitt barnið í sjálfum sér,
spurnina, hinn opna huga hins
sanna heimspekings, sem vill
sjálfur leita sannleikans, en
hirðir lítt um hátimbraðar kenn-
ingar og opinbera hugmynda-
fræði eða þá hálærðu ábúð og
yfirlæti, sem stundum gætir í
„háskólasamfélaginu“ svokall-
aða.
„Vatnsmýrarvitringarnir“
sem Gunnar nefndi svo voru
honum lítt að skapi. Hann sagði
oft, að „heimspekingur“ hefði í
æsku hans fyrir norðan verið
skammaryrði, svipað og við
segjum nú „rugludallur“ og gaf
lítið fyrir þá sem titluðu sig sem
slíka í símaskránni eftir að hafa
lært utan að hugsun og kenn-
ingar annarra manna án þess að
leggja neitt til sjálfir. Slíka
menn mætti kannski nefna
„heimspekifræðinga“, en fáir
einir verðskulduðu titilinn
„heimspekingur“. Endurtekning
á hugsun annarra manna er ekki
heimspeki. Sjálfum hefur mér
sýnst að sumar háskólagreinar,
t.d. „hugmyndasögu“ mætti
leggja alveg niður og nota í
staðinn tiltölulega einfalt tölvu-
forrit (hver sagði hvað? um
hvað?). Gunnar var þó hámennt-
aður í heimspekifræðum en af-
staða hans var samt fremur í
anda hinna fornu grísku spek-
inga, sem komu að veröldinni
ósnortinni af hugmyndafræði
eða kenningum annarra. Þessi
er afstaða barnsins og þannig
var Gunnar alla tíð, ferskur og
frumlegur. Fólk laðaðist að hon-
um, ungir sem aldnir. Nemend-
ur hans dáðu hann mikið enda
var Gunnar gæddur þeirri sér-
gáfu að vera beinlínis fæddur
kennari.
Gunnar Dal
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir,
tengdasonur, mágur og frændi,
RAGNAR HEIÐAR KRISTINSSON
húsasmíðameistari,
Bæjarbrekku 10,
Álftanesi,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu
fimmtudaginn 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju
þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.00.
Ragnheiður Katrín Thorarensen,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Hulda Björk Ingibergsdóttir,
Kristín Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur Jón Kristinsson,
Ólafur Kristinsson, Þorbjörg Inga Jónsdóttir,
Oddur C. S. Thorarensen, Unnur L. Thorarensen,
Elín Thorarensen, Úlfar Örn Friðriksson,
Alma Thorarensen, Sindri Sveinbjörnsson
og frændsystkin.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
STEFÁN SCH. THORSTEINSSON,
Árvangi,
Mosfellsdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugar-
daginn 20. ágúst.
Útför hans fer fram frá Mosfellskirkju þriðjudaginn 30. ágúst
kl. 13.00.
Erna Tryggvadóttir,
Einar Sch. Thorsteinsson,
Tryggvi Sch. Thorsteinsson, Steinunn Egilsdóttir,
Þórhildur Sch. Thorsteinsson,Guðmundur B. Sigurðsson,
Stefanía Ósk Stefánsdóttir, Lárus Bragason
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ERLINGUR HERBERTSSON,
Reinhold Kummer,
blikksmíðameistari,
Sóleyjarima 7,
áður til heimilis að Lindargötu 30,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn
24. ágúst.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst
kl. 13.00.
Sonja Valdemarsdóttir,
Kristín Erlingsdóttir,
Valgerður Kummer, Magnús S. Ármannsson,
Ragnar Kummer, Þóra Björk Sigurþórsdóttir,
Guðríður Dagný Erlingsdóttir, Ágúst Jónas Guðmundsson,
Sonja Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.