Morgunblaðið - 27.09.2011, Side 2

Morgunblaðið - 27.09.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Á fjórða hundrað manns mætti á borgarafund í Háskólabíói í gær sem bar yfirskriftina Er lög- mætur eigandi skuldarinnar að rukka þig? Með- al þeirra sem tóku til máls voru Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður, Sturla Jóns- son og Jóhannes Björn rithöfundur. Vel var mætt á borgarafund um gildandi lög um lánagjörninga Morgunblaðið/Sigurgeir S. Brugðið á leik á borgarafundi Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Nemendum í 5., 6. og 7. bekk grunn- skóla hér á landi líður almennt vel og hafa sterka sjálfsmynd að eigin sögn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Athygli vekur að hátt í fjórðungur nemenda les aldrei aðrar bækur en skólabækur. Rannsóknin sem hér um ræðir er byggð á spurningum um líðan, menntun, menningu, tómstundir og íþróttaiðkun íslenskra ungmenna. Rannsóknin var unnin af Rannsókn- um og greiningu fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og lögð fyrir nemendur í öllum grunnskólum landsins í febrúar á þessu ári. Gild svör bárust frá um 11.000 börnum. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag, en nefna má að þar kemur m.a. fram að börn sem stunda íþróttir reglulega eru síður einmana en önnur börn. Hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað undanfarin ár, en hlutfall þeirra sem hreyfa sig lítið sem ekkert hefur líka hækkað. Um 70% nemenda segjast eiga marga vini. Nær enginn munur er á kynjum í því sambandi en hins vegar vekur athygli að 10 af hundraði nem- enda í 5.-7. bekk, um 1.100, segjast fáa eða enga vini eiga. Mikill meirihluti nemenda segist aldrei hafa tekið þátt í stríðni eða einelti í skóla og eru stelpur fjöl- mennari í þeim hópi. Tæplega 11% nemenda finnst námið of erfitt og næstum jafnmörg- um finnst námið of létt. Hátt í fjórðungur nemenda segist engan tíma nota í lestur annarra bóka en skólabóka. Strákar eru fleiri en stelpur í þessum hópi. Á um 17% heimila er talað annað tungumál ásamt íslensku. Um 20% nemenda búa ekki með föður sínum en um 5% ekki með móður. Hátt í 10% nemenda finnst þau ekki örugg á skólalóðinni. Þá kemur í ljós, sem líklega kemur ekki á óvart, að um 92% krakkanna eiga gsm-síma. Fjórðungur les bara skólabækur  Yfir 70% barna á miðstigi grunnskóla eiga marga vini  Tæplega 10% segjast eiga fáa eða enga vini  Hlutfall þeirra barna sem hreyfa sig mikið hefur hækkað en líka þeirra sem hreyfa sig lítið eða ekkert Morgunblaðið/Golli Góð hreyfing Börn sem stunda íþróttir reglulega eru síður einmana. Á fundi Lögreglufélags Suðurnesja í gær var samþykkt tillaga þess efnis að allir lögreglumenn í óeirðasveit lögreglunnar á svæðinu segðu starfi sínu lausu við sveitina. Um 25 manns hafa sinnt þess háttar löggæslu þeg- ar þarf á Suðurnesjum og annars staðar. „Við gerum þetta af illri nauðsyn enda finnst okkur kjör okkar ekki endurspegla okkar störf,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglu- maður á Suðurnesjum. „Það virðist gleymast fljótt hverjir stóðu fyrir ut- an Alþingi og gættu friðar og sýndu öllum virðingu, bæði borgurum og ráðamönnum. Lögreglumenn hafa sýnt ástandinu mikinn skilning og það endurspeglast í störfum okkar t.d. þegar mótmæli hafa farið úr böndunum.“ Í dag ætlar Lögreglufélag Suður- nesja að leggja fyrir fund Landssam- bands lögreglumanna tillögu þess efnis að lögreglumenn um allt land segi upp starfi sínu í sveitum óeirða- lögreglunnar. Komi til þess skapast töluverð óvissa um öryggi og gæslu, t.a.m. við setningu Alþingis á laug- ardaginn næstkomandi. Lögreglu- menn geta þó ekki sagt sig frá þeim skylduverkum sem þeir þurfa að sinna. Því gæti komið upp óvenjuleg staða samþykki lögreglumenn á fundi Landssambands lögreglu- manna að segja upp í óeirðasveitinni. vilhjalmur@mbl.is Lögreglumenn í óeirða- sveit Suðurnesja segja upp  Lagt til að allir óeirðalögreglu- menn fylgi á eftir Morgunblaðið/Ómar Uppsagnir Óeirðalögreglumenn gætu allir sagt upp í dag. Mikill meirihluti nemenda í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla hérlendis fær hjálp frá pabba sínum, mömmu eða systkinum við heimanámið. Stelpur eru fjöl- mennari í þeim hópi. Einnig kemur fram í rann- sókninni að miklum meirihluta nemenda líður vel heima hjá sér og ver drjúgum tíma með for- eldrum sínum. Líður vel með foreldrunum HEIMA ER BEST Lögð verður fram þingsálykt- unartillaga á Al- þingi í næstu viku þess efnis að Íslendingar styðji umsókn Palestínumanna um aðild að Sam- einuðu þjóð- unum. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ í gærkvöldi. Össur sagði jafnframt að heimskulegt væri að neita Palest- ínumönnum um sjálfstæði. Styðji umsókn Palestínu að SÞ Össur Skarphéðinsson „ESA getur ákveðið að kaupa rök íslenskra stjórnvalda og fella málið niður, stofnunin getur líka komist að þeirri niðurstöðu að þetta breyti engu um afstöðu hennar og eins gæti verið að óskað yrði eftir frek- ari svörum frá Íslandi,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanrík- ismálanefndar, eftir fund nefndar- innar með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í gær, um svör Íslands vegna Ice- save-málsins, en frestur til að skila þeim til ESA rennur út um mánaða- mótin næstu. Ýmsir mögu- leikar í Icesave

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.