Morgunblaðið - 27.09.2011, Side 11

Morgunblaðið - 27.09.2011, Side 11
síðan Flensborgarhlaupið en við starfsfólkið höfum gengið með hug- mynd að slíku hlaupi í maganum í nokkurn tíma. Hlaupið verður ræst frá skólanum klukkan 12 og hlaupið í átt að Kaldárseli og aftur til baka. Lengra hlaupið er 10 km og er tíma- taka í því, hitt er 3 km skemmti- skokk/kraftganga/ganga. Hlaupið er opið öllum sem vilja vera með en skokkhópar Hauka og FH munu t.d. sameinast þarna með nemendum og starfsfólki. Það verður bæði hvetj- andi og skemmtilegt,“ segir Magnús Þorkelsson aðstoðarskólastjóri. Hollir valkostir vinsælir Magnús segir að verkefnið hafi haft góð áhrif í skólanum.Verið er að gera langtímarannsókn á árangrinum en þó svo að niðurstöður liggi ekki fyrir strax segist Magnúst sjá ýmsar breytingar í daglegu lífi skólans. Til að mynda séu hollir valkostir í mötuneytinu mjög vinsælir meðal nemenda. Þá er íþróttaafrekssvið starfrækt í Flensborgarskólanum en á því stunda um 200 krakkar nám af alls 850 nemendum skólans. Magnús segir þennan hóp vera áberandi í húsinu og hafa jákvæð áhrif á dag- legt starf skólans þegar komi að holl- ustu og hreyfingu. Sjálfur hefur Magnús hlaupið Reykjavíkurmaraþon og hálft maraþon í útlöndum. „Við vitum að það er hugur í ýms- um hópum hérna í kringum okkur fyr- ir laugardeginum og vonum að það verði mjög góð þátttaka. Það verður smátruflun á umferð svona í kringum skólann og kringum Kaldársel og við biðjum því ökumenn að sýna okkur tillitssemi,“ segir Magnús. Jökulfjarðaferð Þóra vílar ekki fyrir sér að róa á kajak við kaldar Íslandsstrendur, hér við Jökulfirði í sumar. kerfi sem kajakfólk miðar sig við. Prófið sem Þóra þreytti var sam- kvæmt breskum stöðlum og hingað komu af því tilefni tveir breskir prófdómarar. Ögraði sjálfri sér „Fjögurra stjörnu próf þýðir að maður er algjörlega sjálfbjarga og fær leyfi til að leiða hóp þriggja stjörnu ræðara. Þetta eru alþjóðleg réttindi sem ég gæti nýtt mér hvar sem er í heiminum en ég hugsaði þetta nú bara til að ögra sjálfri mér og sjá hvort maður geti þetta eins og strákarnir. Þetta er líka eðlileg þróun á því sem maður hef- ur verið að gera. Fyrir prófið þarf maður að undirbúa sig vel. Æfa alls konar tækniatriði sem maður er prófaður í og vera góður í korta- lestri og að lesa á áttavita. Einnig þarf maður að geta planað ferðir og kunna að afla sér upplýsinga um veður og strauma. Annar prófdóm- aranna er vel þekktur í kajak- heiminum en þeir koma hingað ár- lega til að taka út ræðarana og kenna. Fyrst fer maður á námskeið hjá þeim, svo líður ár og þá er hægt að taka þetta próf. Prófið fer fram við Gróttu en oft er líka farið í Sandvík á Reykjanesi eða í Þor- lákshöfn. Það þarf að vera alla vega eins metra alda og í þessu prófi er leitað að erfiðari aðstæðum en venjulega,“ segir Þóra. Þóra segir Kayakklúbbinn hafa til afnota frábært svæði í Geldinganesi og eins sé mikið siglt út að Viðey, Lundey og Þerney. Á þessum slóðum sé yfirleitt hægt að finna aðstæður sem henti bæði vönum sem óvönum ræðurum. Kajakræðararnir láta veðrið ekki stoppa sig og róa allt árið. Þó auð- vitað sé ekki róið í snarvitlausu veðri. Sjálf reynir Þóra að róa að minnsta kosti einu sinni í viku auk þess að fara á sundlaugaræfingu. Yfirleitt reynir hún líka að sækja eina æfingu í miðri viku og þá er aðeins stífari róður. „Það er gott að vera í góðu formi fyrir og þokkalega sterkur. En annars hefur þetta mest með tækni að gera og konur eiga oft auðveldara með hana þar sem þær eru mýkri og liðugri. Vindkælingin er hættulegust og eins ef maður fer í sjóinn þegar það er kalt, þó maður sé vel græj- aður í þurrbúningi. Því er mikil- vægt að fara aldrei einn og vera í hóp. Mig langar að róa meira hér heima, ég fór í sumar í Jökulfirðina og reri í fimm daga og hef farið með klúbbnum síðastliðin þrjú sumur á Breiðafjörðinn og róið þar. Ég hvet alla sem hafa áhuga til að kynna sér starfsemi klúbbs- ins og prófa að koma og vera með,“ segir Þóra. En upplýsingar um klúbbinn má nálgast á kayakklubb- urinn.is. Nú hefur bæst við listann afþeim efnum sem kven-kyns hlauparar mega ekki innbyrða til að bæta árangur sinn. Í raun er ekki um efni að ræða heldur nokkuð mun áþreif- anlegra, nefnilega karlmenn. Umdeild regla Alþjóðleg nefnd um frjálsar íþróttir ákvað í lok ágúst að met í kvennahlaupum myndu aðeins gilda ef um væri að ræða kvenna- hlaup. Var þetta ákveðið til að af- nema hagsmuni karlmanna af því að geta komið á ákveðnum hlaupahraða sem væri of mikill fyrir konur til að ráða við. Vekur þetta fólk vissulega til umhugs- unar um hvað það þýði nákvæm- lega að slá heimsmet. Til að mynda um það hvort kona hafi ekki slegið met ef hún hleypur af sér karlkyns keppinauta sína og kemur fyrst í mark. Eins hvers vegna það sé talið gott að karl- menn fylgi eftir hlaupahraða hver annars og gefi þá frekar í en verra þyki ef kona fylgir í fótspor karlkyns hlaupara. Um þetta hafa spunnist miklar umræður í hlaupaheiminum og met sem kvenkyns hlauparar hafa slegið eru samkvæmt þessu ekki gildandi lengur. Hafa skipuleggj- endur helstu maraþona heims eins og í New York, Berlín og London gagnrýnt þessa ákvörðun. Þykir það bæði ruglandi og ósanngjarnt að stysti tíminn sé ekki endilega met. „Ásetningur nefndarinnar var að gera greinarmun á afreki kvenna sem slá met þegar þær hlaupa með körlum og þeim sem slá met þegar þær hlaupa ein- göngu með konum. En það er yf- irleitt talið erfiðara. Við vildum sýna fram á að konur gætu staðið á eigin fótum og þær þyrftu ekki karlmanna við til að slá heims- met. En raunin er sú að hlaupa- tími kvenna er að meðaltali tveimur mínútum styttri þegar karlmenn ákvarða hraðann. En að kalla eitt afrek best í heimi og annað heimsmet gerir almenning augljóslega mjög ringlaðan,“ seg- ir Mary Wittenberg, fram- kvæmdastjóri New York- maraþonsins og félagi í nefndinni. Kemur þetta fram á vefsíðu bandaríska tímaritsins New York Times. Nýjar hlaupareglur Reuters Met? Konur ku gefa í og auka hlaupahraða sinn hlaupi þær með körlum. Met kvenna gerð ógild DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011 Þarft þú heyrnartæki? Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Að láta mæla heyrnin er einföld leið til að ganga úr skugga um hvort kominn sé tími til að nota heyrnartæki. Bjóðum upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Fallega hönnuð og þægileg heyrnartæki sem eru nánast því ósýnileg bak við eyra. Þú getur fengið heyrnartæki til prufu í vikutíma og upplifað hversu einfalt það er að heyra áreynslulaust á ný. Kayakklúbburinn var stofnaður vorið 1981. Starfsemi klúbbsins hefur farið ört vaxandi undan- farin ár og eru virkir félagar nú um það bil 400. Innan kajak- íþróttarinnar eru nokkrar gerðir kajaka, en hér á landi er aðal- lega lögð stund á róður á straumvatns- og sjókajökum. Klúbburinn hefur aðstöðu í Sundlaugunum í Laugardal, í Geldinganesi og í Nauthólsvík. Yfir veturinn er hist á Geld- inganesinu á laugardags- morgnum klukkan 9.30 en þá geta allir mætt sem vilja koma og prófað að róa. Róið er allan ársins hring. Félagar um það bil 400 KAYAKKLÚBBURINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.