Morgunblaðið - 27.09.2011, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
Nú er þrautum þínum lokið,
amma mín, og langar mig að
þakka þér með nokkrum orðum
að lokum. Takk fyrir að standa
með mér í gegnum súrt og sætt.
Ég man margar góðar stundir
með þér sem hafa haft mikil
áhrif á mig. Ég man sérstaklega
eftir kjötsúpunni þinni og spjalli
sem gat lagað nánast hvaða
vandamál sem var. Við áttum
saman góðar stundir yfir uppá-
haldsþættinum okkar, Leiðar-
ljósi. Það sem ég á eftir að sakna
mest er það að hafa ekki lengur
bandamann í rökræðum við aðra
fjölskyldumeðlimi. En þar
komstu alltaf sterk inn. Ég veit
svo sem ekki hvort það var til að
koma mér til bjargar eða hvort
við vorum svona furðulega lík að
því leytinu til að við segjum
Þórey Jónsdóttir
✝ Þórey Jóns-dóttir fæddist á
Þorvaldsstöðum í
Breiðdal hinn 5.
maí 1936. Hún lést
á Sjúkrahúsi Akra-
ness hinn 10. sept-
ember síðastliðinn.
Útför Þóreyjar
var gerð frá Akra-
neskirkju 16. sept-
ember 2011. Hún
var jarðsett á Þor-
valdsstöðum í Breiðdal mánu-
daginn 19. september.
kannski hluti sem
aðrir myndu ekki
segja eða þora ekki
að segja. Ég held
hins vegar að við
höfum bæði verið
svolitlir prakkarar
og veit að við sögð-
um oft hluti meira
til að sjá viðbrögð
fólks heldur en að
meina allt sem við
sögðum. Mér finnst
ég allavega mjög heppinn að
hafa fengið að kynnast þér svona
vel.
Ég fékk líka að búa hjá þér
um tíma og mér fannst það af-
skaplega gott, þú studdir mig vel
á tíma sem ég þurfti virkilega á
stuðningi að halda. Ég man líka
að á þeim tíma átti ég að mæta í
vinnu á miðnætti og þá mætti ég
þér stundum í dyrunum á leið-
inni út þar sem þú varst að koma
skælbrosandi heim úr myndlista-
klúbbnum og ég sagði góðan
daginn og þú sagðir góða nótt.
Stundum lenti ég í því að vinir
mínir spurðu mig að því hvaða
kona þetta hefði verið sem ég var
að tala við og þegar ég sagði
þeim að þetta væri amma mín þá
trúðu þeir mér ekki allir, því þú
varst svo ungleg. Ég minnist þín
alltaf sem afskaplega myndar-
legrar konu sem bar af sínum
jafnöldrum og mér fannst þú
vera mikil gella þó þú værir
amma mín.
Ég veit að þú áttir erfitt um
tíma í þínu lífi og ég man að ég
hafði miklar áhyggjur af þér, en
ég var því miður of ungur þá til
að geta eitthvað lagt til málanna.
En þá kom styrkur þinn og fjöl-
skyldu okkar berlega í ljós og þú
náðir að yfirstíga þær hindranir.
Ég hafði reyndar tröllatrú á því
að þú myndir líka sigrast á þess-
um hræðilega sjúkdómi sem
lagði þig í lokin en kannski var
það bara af því að þú hefur alltaf
verið svo ung og hress að ég taldi
að það þyrfti mun meira til að
leggja þig. Kannski var það líka
bara barnsleg trú mín að þinn
tími væri ekki kominn. En eins
og ég á eftir að sakna þess að fá
hjá þér fótanudd og spjall þá
samgleðst ég þér yfir að erfið-
leikarnir eru á enda og ég veit að
það eru örugglega góðar mót-
tökur sem þú færð hjá þínu fólki
þarna hinum megin. Ég þakka
þér fyrir öll ljóðin, listaverkin,
skoðanirnar, jólarjúpuna, kjöt-
súpuna, hlátrasköllin og fallegar
minningar um þig. Ég þakka þér
fyrir hvað þú varst góð við hann
Bjart Óla son minn og hvað þú
varst honum mikill félagi og þú
varst líka í miklu uppáhaldi hjá
henni Rúnu konu minni. Ég er
stoltur af því að fá að bera nafnið
þitt og afa.
Ástarkveðja.
Þitt ömmubarn,
Eyþór Ólafur Frímannsson
og fjölskylda.
Miðvikudaginn 21. septem-
ber síðastliðinn var hún Sigríð-
ur J. Guðmundsdóttir amma
okkar borin til grafar.
Við kveðjum yndislega ömmu
hinstu kveðju.
Amma Sigga eins og við köll-
uðum hana alltaf var okkur
mjög kær og góð. Það verður
erfitt að hugsa sér að hún sé
farin og komi ekki aftur. Hún
var alltaf til staðar þegar við
sem litlir strákar komum heim
úr skóla. Hún bjó í íbúð sem
var í húsinu okkar og gátum við
alltaf reitt okkur á að hún biði
eftir að við kæmum heim.
Einnig var hún alltaf reiðubúin
að fara með bænirnar okkar á
kvöldin og varð faðirvorið alltaf
fyrir valinu. Þegar við vorum
Sigríður J.
Guðmundsdóttir
✝ Sigríður J.Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 24. des-
ember 1932. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 10. sept-
ember 2011.
Útför Sigríðar J.
fór fram frá Bú-
staðakirkju 21.
september 2011.
búin að fara með
það klóraði hún
okkur á bakinu
þangað til við sofn-
uðum. Hún var
alltaf svo róleg og
yfirveguð og sagði
aldrei nei ef við
báðum hana um að
klóra okkur eftir
að við höfðum far-
ið með bænirnar.
Einnig er okkur
mjög minnisstætt að hún
kvartaði aldrei svo að við
heyrðum, hvort sem hún var
slöpp eða þreytt. Oftar en ekki
var hún með mjólk og kex þeg-
ar komið var heim úr skólanum
og skipti ekki máli þó að teknir
væru vinir með úr skólanum.
Allir voru velkomnir til hennar.
Einnig man ég, Oliver Snær,
eftir að hún geymdi nammið
sitt uppi á skáp við sjónvarpið
og var sá skápur mun hærri en
ég, það stoppaði mig þó ekki að
klifra upp á skápinn og reyna
að ná í nammið. Það fór nú
ekki betur en svo að einn dag-
inn valt skápurinn og ég datt í
gólfið, hurðirnar oppnuðust og
allt leirtauið hennar kom yfir
mig, hurðirnar á skápnum
björguðu mér þar sem þær
opnuðust og stóðu fastar í
parketinu. Allir nema amma
urðu reiðir, hún var mest sátt
að ég slasaðist ekki þó að
nokkrir bollar, diskar, skálar
og annað glerdót sem hún átti
hefði allt brotnað. Hún sagði
seinna við mig og Nökkva Snæ
bróður minn að hann mætti
eiga allt glerdót sem ekki
brotnaði en hún vildi að ég
fengi það sem brotnaði í poka
eftir sinn dag.
Eftir að hún flutti í Ljós-
heimana hittumst við ekki eins
oft, en þegar við hittumst
fannst henni gaman að fara
með okkur á McDonalds og
kaupa handa okkur barnabox
þar. Minning um góða konu og
yndislega ömmu lifir og mun
lifa. Konu sem aldrei kvartaði
yfir neinu. Var alltaf til staðar,
horfði með okkur á Konung
ljónanna, Toy Story og Litlu
hafmeyjuna eins oft og við vild-
um þó að það væri í hundr-
aðasta skipti. Alltaf gaf hún
okkur ráð við öllu sem við
spurðum hana um og reyndust
þau ráð okkur alltaf vel. Nú
höldum við áfram út í lífið með
góðu ráðin í farteskinu og
munu þau alltaf vera okkur
minnisstæð. Við þökkum þér
allar samverustundirnar okkar
og þú munt fylgja okkur alla
tíð.
Elsku amma Sigga, hvíldu í
friði.
Oliver Snær Jónsson og
Nökkvi Snær Jónsson.
✝ Sigfús KristinnSvavarsson
fæddist í Reykjavík
23. mars 1944.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 20. sept-
ember 2011.
Foreldrar hans
voru hjónin Svavar
Sigurðsson, varð-
stjóri í slökkviliði
Reykjavíkur, f. í
Reykjavík 10. maí 1912, d. 25.
júlí 1976 og Ingibjörg Ágústa
Kolbeinsdóttir, f. í Reykjavík,
26. ágúst 1915, d. 15. júní 1998.
Systur Sigfúsar eru: Aðalheiður
Svavarsdóttir, f. 1. febrúar
1937, Jóhanna Svavarsdóttir, f.
Sigmar, f. 29. janúar 1985, Sæv-
ar, f. 6. apríl 1989 og Sæunn
Björg, f. 16. júlí 1998. 2. Stein-
unn Björk, f. 12. desember 1963.
Fyrrverandi maki hennar er
Viggó Valdimarsson, f. 19. mars
1959. Dætur þeirra eru: Anna
Emilía, f. 6. júlí 1986 og Sólborg
Eva, f. 19. desember 1993. 3.
Bjarki, f. 3. mars 1971. Maki
hans er Marta Kristín Hreið-
arsdóttir, f. 10. maí 1971. Dætur
þeirra eru: Karitas, f. 17. júní
2000 og Dóra, f. 30. júní 2005.
Sigfús fæddist í Reykjavík og
ólst upp á Hverfisgötu 53. Sig-
fús var 18 ára þegar hann gift-
ist Sólborgu, eftirlifandi eig-
inkonu sinni, og bjuggu þau
lengst af í Árbæ og Kópavogi.
Sigfús starfaði í slökkviliði
Reykjavíkur alla sína starfsævi
eða til ársins 2003 er hann lét af
störfum.
Útför Sigfúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 27. sept-
ember 2011, kl. 11.
21. júní 1940 og
Kristín Svav-
arsdóttir, f. 30.
ágúst 1947.
Sigfús giftist 10.
maí 1962 Sólborgu
Sæunni Sigurð-
ardóttur, f. 7. mars
1944, dóttur
hjónanna Sigurðar
Hallgrímssonar, f.
31. október 1921 og
Steinunnar Þórð-
ardóttur, f. 1. nóvember 1912, d.
20. september 1984.
Börn Sigfúsar og Sólborgar
eru: 1. Ágústa Kolbrún, f. 17.
febrúar 1962. Maki hennar er
Þröstur Valdimarsson, f. 4. des-
ember 1960. Börn þeirra eru:
Betri vinnufélagar en Sigfús
Svavarsson eru vandfundnir.
Það er gott að umgangast menn
sem búa yfir hjálpsemi og hlýju
og hafa góð áhrif á umhverfi sitt
með glaðværð og smitandi
hlátri. Fæli maður Sigfúsi verk-
efni var ástæðulaust að hafa
frekari áhyggjur af því.
Sigfús fetaði í fótspor föður
síns þegar hann gekk til liðs við
Slökkvilið Reykjavíkur. Svavar
faðir hans átti langan og farsæl-
an feril í slökkviliðinu og það átti
einnig fyrir Sigfúsi að liggja.
Hann byrjaði sem afleysinga-
maður 1965 en fékk ráðningu
sem brunavörður tveimur árum
síðar. Hann var síðan eldvarna-
eftirlitsmaður um árabil áður en
hann var gerður að birgða- og
innkaupastjóra 1992. Þeirri
stöðu gegndi hann með sóma
uns hann neyddist til að láta af
störfum vegna heilsubrests
2004.
Sigfús hafði til að bera þá
kosti sem gera menn að góðum
lagerstjóra. Hann var einkar
nákvæmur og skipulagður í
vinnubrögðum, reglusamur og
samviskusamur og vænti hins
sama af öðrum. Hann var ljúf-
lingur en lét menn þó ekkert
eiga inni hjá sér ef honum þótti
að sér vegið.
Sigfús var snyrtimenni svo af
bar. Það kom ekki aðeins fram í
störfum hans á lagernum í
Skógarhlíðinni því heima fyrir
var allt með sama brag. Röð og
regla á öllu og bíllinn ævinlega
stífbónaður, ekki bara boddíið
heldur kramið sömuleiðis. Geri
aðrir betur.
Síðustu æviárin og til hinsta
dags starfaði Sigfús hjá okkur
við að safna saman úr blöðum
allri umfjöllun um slökkvilið og
sjúkraflutninga í landinu. Hann
gætti þess vel að láta ekkert
fram hjá sér fara. Og það brást
ekki að á fyrsta virka degi hvers
árs lagði hann á borð slökkvi-
liðsstjóra möppu með umfjöllun
nýliðins árs. Í þessu verkefni
nutum við samviskusemi og ná-
kvæmni Sigfúsar. Hann var
safnari og áhugamaður um
slökkviliðið og störf þess. Hon-
um féll sjaldan verk úr hendi og
síðustu árin smíðaði hann úr tré
og beini af ótrúlegri nákvæmni.
Lífsgildi Sigfúsar voru skýr.
Hann hafði trúmennsku og um-
hyggju að leiðarljósi, bæði í
störfum og einkalífi. Aðdáunar-
vert var að heyra hve fallega
hann talaði um Sólborgu konu
sína og ljóst að honum var mikið
í mun að annast hana vel.
Í slökkviliði þurfa menn að
ávinna sér virðingu félaga
sinna. Það gerði Sigfús svo
sannarlega. Við minnumst hans
einmitt þannig, af verðskuld-
aðri virðingu og þökk fyrir sam-
fylgdina.
Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri.
Sigfús Kristinn
Svavarsson
Þegar við systkinin Gunnar
Valur, Marín Björk og Jónas
Hrafn horfum til baka sjáum við
að það er af mörgu að taka og
margs að minnast þegar við
Guðmunda
Erlendsdóttir
✝ Guðmunda Er-lendsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. febrúar 1920.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 11. september
2011.
Útför Guðmundu
fór fram frá Ás-
kirkju 21. sept-
ember 2011.
hugsum um ömmu
Dídí. Það sem
stendur upp úr er
einstök amma sem
var alltaf til staðar
og virtist alltaf hafa
nægan tíma til að
hlusta og veita okk-
ur þá athygli sem
við þurftum. Hún
var ung í anda,
klár, vissi margt,
kunni margt og gat
svo margt að okkar mati að það
var okkur eðlilegasti hlutur í
heimi að blanda henni inn í flest
okkar mál. Höfðu ýmsir vinir
okkar á orði hvað við ættum
unga ömmu og kom mörgum
þeirra á óvart að heyra um öll
þau umræðuefni sem voru gjald-
geng í hennar eyru. Enda var
auðvelt að tala við hana um nán-
ast alla hluti, bera upp við hana
vangaveltur og vandamál og
hlusta heilshugar á það sem hún
hafði til málanna að leggja.
Hún var iðulega uppspretta
góðra hugmynda og snilldarráða
þegar við átti, og virtist alltaf
vita hvenær við þurftum ráð og
hvenær við þurftum eingöngu að
láta hlusta á okkur. Ef okkur
var heitt í hamsi lægði hún öld-
urnar af sinni alkunnu snilld án
þess að við áttuðum okkur á því.
Amma Dídí fylgdist vel með
því sem var í gangi, hún var allt-
af „móðins“ eins og sagt er og
fylgdist vel með straumum og
stefnum. Hún var glæsileg kona
í alla staði og bar sig fallega og
því var auðvelt að vera stoltur af
því að eiga svona flotta ömmu.
Amma, systur hennar og
mágkonur voru þekktar sem
„slæðugengið“ í stórfjölskyld-
unni og voru iðulega hrókur alls
fagnaðar þegar fjölskyldan kom
saman enda voru fliss og hlátra-
sköll ávallt allsráðandi við þeirra
borð og við krakkarnir sóttum í
að vera nálægt og fá að fylgjast
með umræðunum. Nú er orðið
öllu tómlegra og rólegra hjá
okkur því amma er sú næstsíð-
asta sem kveður af slæðugeng-
inu. En það er auðvelt að
ímynda sér stemninguna sem er
í gangi þar sem þær eru sam-
ankomnar núna.
Þegar við horfum til baka og
hugsum um ömmu Dídí og þá
fyrirmynd sem hún var okkur
vaknar löngun til að leggja sig
fram um að feta í hennar fót-
spor.
Marín Björk Jónasdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
ÞÓRA NÍELSÍNA HELGA
HÁKONARDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í
Reykjavík mánudaginn 19. september,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, Suður-
hlíð, Reykjavík, miðvikudaginn 28. september kl. 11.00
Helga Dagmar Jónsdóttir,
Snjólaug Petrína Sveinsdóttir, Jónas Þór Jakobsson,
Guðrún Margrét Sveinsdóttir,
Auður Sveinsdóttir, Jóhann Valgeir Jónsson,
Kristín Sveinsdóttir, Guðmundur Unnarsson,
Áslaug Sveinsdóttir, Björn Grétar Þorsteinsson,
Hákon Sveinsson,
Haraldur Hákonarson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
dóttir okkar,
MARGRÉT ÁRNADÓTTIR,
andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans
að kvöldi sunnudagsins 25. september.
Útför hennar mun fara fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 4. október kl. 13.00.
Gísli Örvar Ólafsson,
Steinar Freyr Gíslason, Kristín Guðrún Jónsdóttir,
Rúnar Bogi Gíslason,
Kristín Ýr Gísladóttir,
Árni V. Gíslason, Guðrún Steingrímsdóttir.
✝
ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR
ljósmóðir,
Strandvegi 3,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í
Garðabæ fimmtudaginn 29. september og
hefst athöfnin kl. 15.00.
Tómas Agnar Tómasson,
Ingibjörg Erna Sveinsson, Helgi Ólafur Ólafsson,
Agnes Vala Tómasdóttir Bryndal,
Árni Haukur Tómasson, Marion Tómasson,
Helga Brynja Tómasdóttir, Vilhjálmur Karl Gissurarson,
Herdís Rún Tómasdóttir, Ingólfur Freyr Elmers,
Óskar Bergmann Tómasson,
Tómas Heimir Tómasson, Helena Tómasson,
barnabörn og barnabarnabarn.