Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞETTA ER MÍN EIGIN
UPPFINNING OG ER HIÐ MESTA
ÞARFAÞING
HVAÐ
SAGÐIRÐU?!
KALLI BJARNA GETUR EKKI
SPILAÐ MEÐ OKKUR Í DAG
VEGNA ÞESS AÐ HANN ÞARF
AÐ PASSA LITLU SYSTUR
SÍNA
ER ÞETTA SATT?! ÞETTA ER MÉR
AÐ KENNA
ÉG
ÞARF AÐ
HITTA
LÆKNINN
ÞÚ ERT EKKI EINN
UM ÞAÐ
FÁÐU ÞÉR BARA SÆTI.
ÉG SKAL SVO LÁTA ÞIG VITA
EF HANN MÆTIR
MIG
DREYMDI AFTUR
FLUGDRAUM
ÉG VEIT EKKI HVORT
ÞAÐ ER SNIÐUGT AÐ LEYFA
KRÖKKUNUM AÐ VERA Í
ÞESSUM ÞÆTTI
AF
HVERJU EKKI?
ÞETTA ER
SPENNANDI OG
SKAÐLAUST
ÉG HEF
BARA ÁHYGGJUR
AF ÞVÍ AÐ ÞAU
HAFI EKKI GOTT
AF ÞESSU
PABBI ÞINN
PASSAR UPP Á
ÞAU. ÞAÐ ER
EKKI EINS OG
ÞAÐ EIGI AÐ
SKILJA ÞAU EIN
EFTIR Í
EINHVERJUM
DRAUGABÆ
ÉG MEINA ÞAÐ ER HÆTT AÐ
SÝNA ÞANN ÞÁTT
*ANDVARP*
ÞAÐ ER RÉTT
HJÁ ÞÉR...
VILTU KOMA ÚT
AÐ GANGA Í GÓÐA
VEÐRINU?
ENDI-
LEGA!
ÆTLARÐU
AÐ FARA Í
BÚNINGINN UNDIR
FÖTIN?
NEI, ÉG ÆTLA
AÐ SKILJA
KÓNGULÓAR-
MANNINN EFTIR
HEIMA
EN ÉG ÆTLA AÐ
TAKA MYNDAVÉLINA!
Hvernig var-
ast má illsku
Maðurinn þroskast
með því að verða sér
meðvitaður um hvað
það er, sem leiðir til
farsældar, þannig að
hann verður sér með-
vitaður um ósjálfráð
viðbrögð, og þegar
hann gerir sér ljóst að
ósjálfráðu viðbrögðin
geta leitt til slæmrar
niðurstöðu þá lætur
hann ekki stjórnast af
þeim. Það er hálfgerð
þversögn í því að hug-
myndir um rangt og
rétt geta leitt til ills hugar í garð
þeirra, sem maður telur hafa gert
rangt, en illur hugur leiðir til ófarn-
aðar. Menn verða að vera ábyrgir
gagnvart lögum, en forðast ber að
bera haturshug til fólks.
Borgari.
Hálsmen tapaðist
Hálsmen, kross með hvítri perlu,
tapaðist á leiðinni frá Gullsmiðju Óla
á Ingólfstorgi að Vitastíg. Finnandi
hringi í síma 695-1069.
Kraftur í skáklífi
eldri borgara
Það er mikill kraftur í
skáklífi eldri borgara á
höfuðborgarsvæðinu. Í
Reykjavík eru það
Æsir sem tefla alla
þriðjudaga í Stang-
arhyl 4 Reykjavík, frá
septemberbyrjun til
maíloka, kl. 13-16.30. Í
Hafnarfjarðarkirkju
tefla Riddararnir alla
miðvikudaga allt árið.
Það er löngu sannað að
hverskonar heila-
leikfimi seinkar heila-
hrörnun og skákiðkun
er ágæt aðferð til þess. Svo er það
auðvitað hin besta skemmtun að
tefla við góða vini og félaga. Ég vil
hvetja alla skákáhugamenn sem
orðnir eru sextugir að líta inn hjá
þessum klúbbum ef þeir eiga lausa
daga, það er vel tekið á móti öllum
og menn þurfa ekki að vera ein-
hverjir ofurmeistarar til þess að
vera gjaldgengir.
Finnur Kr. Finnsson.
Ást er…
… að halda honum
félagsskap í hjólatúrnum.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, ganga kl.
10.30, postulín kl. 13, leshópur kl. 13.30,
jóga kl. 18. Leikfimi hefst 3. okt. Skrán.
lýkur 29. sept.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9,
botsía kl. 9.30, handavinna kl. 13.
Boðinn | Handav. m/leiðb. kl. 9. Vatns-
leikfimi kl. 9.15 (lok. hóp.), ganga kl. 11.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefn., línudans
kl. 13.30, handav. Haustfagnaður 14. okt.,
uppl. í s. 535-2760.
Dalbraut 18-20 | Handav. kl. 9, félagsvist
kl. 14.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Helgistund, gestur sr. Gísli H. Kolbeins.
Kaffi.
Fella- og Hólakirkja | Dagskrá hefst kl.
13. Spil/spjall. Kaffi kl. 15, framhaldssaga.
Helgistund að lokum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl.
13. Félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.15, handav., gler og postulín kl. 9.30,
jóga kl. 10.50, tréskurður kl. 13, alkort kl.
13.30, línudans kl. 18, samkvdans kl. 19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður,
jóga/myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10.
Málm/silfursm/kanasta kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Qi gong kl. 8.10, trésmíði/trésk. kl. 9 og 13,
fullbókað, vatnsleikf. kl. 12, op. hús í kirkju,
bútas/karlaleikf. kl. 13, botsía kl. 14, Bón-
susrúta kl. 14.45. Línudans kl. 15 og 16.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarnarnesi
| Vatnsleikfimi kl. 7.15. Gler í Mýrarhúsa-
skóla kl. 9. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Jóga
kl. 11. Karlakaffi kl. 14. Skapandi skrif kl.
14.30. Opinn salur, frístund kl. 14. Málun/
teiknun í Valhúsaskóla kl. 17.
Félagsstarf Gerðubergi | Perlusaumur
og postulín kl. 9. Stafganga kl. 10.30 um
Elliðaárdal. Þri. 4. okt. hefst glerskurður.
Fös. 7. okt. hefst bókband.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, botsía
kl. 10.30, Bónusbíll kemur kl. 12.15, gler
kl. 13. Tímap. hjá Helgu fótafr. í s.
6984938, tímap. á hárgrst. í s. 8946856.
Haustlitaferð 28. okt. Farið kl. 12.30. Ekið
um Nesjav.leið, Þingvelli og Lyngdalsheiði.
Kaffiv. í Þrastalundi. Skrán. á skrifstofu.
Hraunsel | Qi gong/myndmennt kl. 10,
leikfimi kl. 11.30 í Bjarkarhúsi, bolta-
leikfimi kl. 12 í Haukahúsi, brids kl. 13,
vatnsleikfimi kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10. Búta-
saum. kl. 9. Helgistund kl. 14, sr. Ólafur
Jóhanns. Stólaleikfimi kl. 15.
Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50.
Glersk. og thaichi kl. 9. Leikfimi kl. 10.
Hláturjóga kl. 13.30. Tölvukennsla kl.
13.15. Bónus 12.40. Bókabíll 14.15. Gáfu-
mannakaffi kl. 15. Perlufestin kl. 16.
Bókmhóp. kl. 20.
Íþróttafélagið Glóð | Línudans hóp. I kl.
14.40, hóp. II kl. 16.10, zumba kl. 17.30 í
Kópavogsskóla.
Korpúlfar Grafarvogi | Bingó á morgun
kl. 13.30.
Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garða-
bæ | Bíó í opna húsinu, kyrrðarst. og súpa
í hád.
Seljakirkja | Menningarvaka í kvöld kl. 18.
Ragnar Gunnarsson segir frá kristniboði í
Afríku og Rósalind Gísladóttir syngur. Mat-
ur á eftir. Þátttökutilk. í s. 567-0110.
Vesturgata 7 | Handav. kl. 9.15, leshópur
kl. 13, kaffiv. kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaumur
og glerbr. kl. 9, morgunstund kl. 9.30,
framhsaga kl. 12.30, handavinnust. kl. 13,
félagsvist kl. 14.
Jón Gissurarson sendi Krist-björgu F. Steingrímsdóttur
hamingjuóskir með áttræðis-
afmælið, sem sagt var frá í Vísna-
horni í gær:
Ýlugráa ellin móð
á þér lítt nær taki.
Áttatíu árin góð
eru nú að baki.
Bjarni Stefán Konráðsson orti
eitt sinn um vin sinn áttræðan:
Áttatíu árin þín
eru full af striti,
og þú gerðir elskan mín
aldrei neitt af viti.
Það var haustlegt um að litast hjá
Hólmfríði Bjartmarsdóttur, Fíu á
Sandi, morgun í Aðaldal. Er hún
leit í spegilinn datt henni í hug:
Á mér sé ég engan kost
ekkert finnst mér gaman.
Ég minni helst á merarost
mjólkurhvít í framan.
Og þegar hún leit út um
gluggann og sá einn grannann
hlaupa hjá varð henni að orði:
Á honum hárin illa tolla
aðeins skeggið fölt og grátt.
Eins og blásin biðukolla
bogin undan norðanátt.
Kerlingin á Skólavörðuholti var í
banastuði þegar hún orti fyrir
helgi:
Víst er hún nú af mér lokkandi lyktin
og laðar að vonbiðlafjöld,
ég óska þess bara að bévítans gigtin
böggi mig ekki í kvöld.
Ekki hefur henni gengið að ósk-
um, því eftir helgina bætti hún við:
Svöng og pirruð orðin er,
edrú, blönk og vot,
það krefst þess að ég komi mér
upp karli eins og skot.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af merarosti og hausti