Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 36

Morgunblaðið - 27.09.2011, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Danskur handboltamaður lést 2. Snortin og þakklát 3. Madonna huggar stelpuna sína 4. Þolir ekki ágang aðdáendanna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Næsta plata Bjarkar kemur út 10. október. Útgáfudeginum var hnikað til, m.a. vegna þróunar nokkurra „appa“ og einnig ákvað Björk að nýta sér tónleikaupptöku af einu laginu frá Manchester. Biophilia kemur út 10. október  Þrjár af fram- bærilegustu þungarokks- sveitum landsins hita upp fyrir tón- leikaferðalag um Frakkland á Gauknum 1. októ- ber næstkomandi. Angist, Moment- um og Moldun hefur verið boðið í tónleikaferðalag til Frakklands í októ- ber og munu þær spila þar á fimm tónleikum í fimm borgum á jafn- mörgum dögum. Tónleikatvenna á Gauknum 1. október  Hinir árlegu stórtónleikar Jólagest- ir Björgvins verða að venju haldnir fyrstu helgina í desember, nánar til- tekið laugardaginn 3. desember. Söngvara- úrvalið hefur aldrei verið glæsilegra en sérstakir gestir verða Robin Gibb úr Bee Gees og Paul Potts. Risatónleikar í Höll- inni 3. desember Á miðvikudag Austlæg átt 8-15 m/s, hvassast við suðaustur- ströndina. Rigning, fyrst sunnanlands. Hiti 8 til 14 stig. Á fimmtudag Sunnan og suðaustan 5-10 m/s og dálítil rigning. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 8-15 með rigningu fyrst allra syðst, en lengst af hægari og þurrt á norðanverðu landinu. Lægir sunnantil annað kvöld og dregur úr úrkomu. Hiti 7 til 14 stig. VEÐUR Framarar hófu keppnis- tímabilið í handboltanum eins og best varð á kosið og unnu mjög öruggan sigur á Íslandsmeisturum FH í Kapla- krika, 28:23. Bæði lið koma mikið breytt til leiks frá því í fyrra en Ingimundur Ingi- mundarson, Sigurður Egg- ertsson og Sebastian Alex- andersson komu sterkir til leiks með Frömurum sem léku hrikalegan varnar- leik. »2-3 Framarar mæta sterkir til leiks Baldur Sigurðsson frá Reykjahlíð í Mývatnssveit er uppalinn í ung- mennafélaginu Eilífi en er nú orðinn Íslandsmeistari með KR. Baldur skoraði mikil- væg mörk fyrir KR- inga á lokaspretti Ís- landsmótsins og segir að mörkin virðist koma í gusum hjá sér. »4 Mývetningurinn í meist- araliðinu skorar í gusum Akureyringar voru ekki í vandræðum með Aftureldingu í fyrstu umferð Ís- landsmótsins í handbolta og unnu ellefu marka sigur í Mosfellsbæ. Ný- liðar Gróttu komu hins vegar á óvart og tóku stig af Val með góðum enda- spretti. Haukar komu til leiks með öfluga skyttu frá Svartfjallalandi, sem skoraði 12 mörk í sigurleik gegn HK í Digranesi. »2-3 Svartfellska skyttan skaut HK í kaf ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessi blanda virðist virka vel á menn, skepnur og plöntur. Upptaka efnanna virðist auðveld,“ segir Jörundur Garðarsson, framkvæmdastjóri og eig- andi Hafkalks ehf. á Bíldudal, sem selur kalkþör- unga sem skepnufóður og áburð og pakkar og sel- ur fæðubótarefnið HAFKALK. Jörundur er gæðastjóri hjá Íslenska kalkþör- ungafélaginu en rekur verksmiðjuna á Bíldudal. Hann er nú í 70% starfi. Sala á fæðubótarefnum úr kalkþörungum hefur vaxið svo mikið að hann hefur nú keypt nýtt hús fyrir framleiðsluna og er með tvo starfsmenn í vinnu og reiknar með að hætta í verksmiðjunni og snúa sér alfarið að rekstri Hafkalks. Meginhluti framleiðslu kalkþörungaverksmiðj- unnar er fluttur á erlenda markaði. Jörundur hóf eigin starfsemi með því að taka að sér að selja steinefnafóður og áburð fyrir verksmiðjuna á inn- lendum markaði en síðar bættist við pökkun og sala fæðubótarefnis til apóteka og verslana. Meginhluti kalkþörunganna sem dælt er af botni Arnarfjarðar er þurrkaður í verksmiðjunni á Bíldudal en valið hráefni er flokkað frá og þveg- ið og sent út til Englands til verkunar fyrir mann- eldisvinnslu. Jörundur flytur inn aftur hluta þess, setur í hylki, pakkar og dreifir hér á landi. Virðist hafa góð áhrif á fólk Jörundur gerði samning við Icepharma um sölu og dreifingu HAFKALKS fyrir tveimur árum og hefur eftir starfsmönnum þar að kalkþörungarnir hafi slegið í gegn á markaðnum. Hann fer varlega í fullyrðingar um áhrif efnisins, vantar rannsóknir til að vitna í. Hann segir þó að sumir kaupendur séu að bæta sér upp kalkskort í fæði, til dæmis til að fyrirbyggja beinþynningu. Þá segir hann að þessi blanda virðist draga úr verkjum vegna slitgigtar og kaupendur hafi sagt sér að hún dragi úr fótaóeirð og sinadrætti. Jörundur hefur lengi haft áhuga á að nýta þara og þang sem mikið er til af við Ísland til matvælaframleiðslu. Hann telur mikil tækifæri felast í framleiðslu á kryddi og fæðubótarefnum. Grunnurinn sé að rækta þara og vinnur hann að því. Virkar á menn og skepnur  Þörungar úr Arnarfirði hafa slegið í gegn á mark- aði fyrir fæðubótarefni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tækifærin liggja í sjónum Jörundur Garðarsson framleiðir fæðubótarefni úr kalkþörungum af botni Arnarfjarðar og hefur áhuga á að framleiða krydd og fleiri vörur úr þara. Vel hefur gengið að selja afurðir sem fram- leiddar eru í kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal. Kalkþörungarnir fara um allan heim, ekki síst í fóður fyrir mjólkurkýr og önnur húsdýr, og sífellt bætast við nýir kaupendur, að sögn Guðmundar Valgeirs Magnússonar framkvæmdastjóra. Jafnframt hefur írska fyrirtækið sem á Ís- lenska kalkþörungafélagið dregið úr framleiðslu í verksmiðju sinni á Ír- landi og lagt meiri áherslu á Bíldu- dal. Aukin sala hefur leitt til þess að verksmiðjan er nú fullnýtt. Unnið er á vöktum allan sólar- hringinn og hefst ekki undan. Fyrirtækið hefur fest kaup á öðrum þurrkara og byrjað er á byggingu húss yfir hann. Reiknað er með að framleidd verði 35 til 40 þúsund tonn í ár og unnt verður að tvöfalda framleiðsluna á næsta ári, eftir að nýi þurrkarinn verður tekinn í notkun. Guðmundur segir stefnt að því að nýta starfs- leyfi verksmiðjunnar til fulls, en það leyfir 60 þúsund tonna framleiðslu á ári. Sífellt bætast við nýir kaupendur AFKASTAGETA KALKÞÖRUNGAVERKSMIÐJUNNAR Á BÍLDUDAL TVÖFÖLDUÐ Guðmundur Valgeir Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.