Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 6
Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að með 5,1% hækk- un á bensíngjaldi séu stjórnvöld að ganga þvert á þær yfirlýsingar að ekki eigi að hækka skatt á almenn- ing. Þessi hækkun muni koma verst við þá sem búa í hinum dreifðari byggðum lands- ins og þurfi að fara um langan veg eftir þjón- ustu. Því sé um dreifbýlisskatt að ræða, og einn- ig sé verið að hækka bifreiða- gjöld. Telur Runólfur að mið- að við forsendur fjárlaga myndi hækkun bensín- og kolefnisgjalds þýða hækkun um 5,60 krónur á hvern lítra, með virð- isaukaskatti og miðað við algengt eldsneytisverð í dag. „Þetta hefur líka áhrif á allar aðrar skuldbindingar fólks því elds- neytiskaup er einn af stærri út- gjaldaliðum heimilanna þegar neysluvísitalan er reiknuð út,“ seg- ir Runólfur og bendir jafnframt á að við fjárlagagerð fyrir ári síðan hafi verið reiknað með tekjuauka af skattahækkunum á eldsneyti. Þró- unin hafi orðið allt önnur, sam- dráttur í bensínsölu hafi verið 4,7% en ekki aukning um 1,9% eins og spáð var. Nú sé gert ráð fyrir 2,3% aukningu á næsta ári og óraunhæft sé að ætla að það gangi upp, sér- staklega ef álögur séu auknar. „Þetta bítur í skottið á sjálfu sér, tekjurnar verða minni fyrir vikið,“ segir Runólfur. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Bensín FÍB er ósátt við hækkun bensíngjalds í fjárlagafrumvarpi. Lítrinn gæti hækkað um 5,60 krónur FÍB mótmælir hækk- un bensíngjalds 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við fögnum því að taka þátt núna. Verkefnið er mjög gott og hefur ver- ið vel rekið,“ segir Guðbjörg Að- albergsdóttir, skólameistari Fram- haldsskólans í Mosfellsbæ og formaður Félags íslenskra fram- haldsskóla. Forvarnardagurinn verður á morgun og að þessu sinni bæði í grunnskólum og framhalds- skólum. Ágætur árangur hefur náðst með forvarnarstarfi í grunnskólum landsins. Þótt gott forvarnarstarf sé einnig unnið í framhaldsskólum gefa rannsóknir til kynna að drykkja ungmenna aukist hratt eftir að grunnskóla lýkur. Kannanir sýna að hlutfall þeirra sem segjast hafa ver- ið ölvaðir í mánuðinum á undan eykst úr 9% í 10. bekk í 43% hjá 16- 17 ára framhaldsskólanemendum. Hlutfall þeirra sem prófað hafa hass eykst úr 3 í 7% og þeirra sem prófað hafa maríjúana úr 8 í 12%. Þá eykst hlutfall þeirra sem reykja úr 5 í 9%. Guðbjörg viðurkennir að þetta sé mikil aukning og telur að það teng- ist því að samfélagið hafi að vissu leyti veitt þegjandi samþykki fyrir því að framhaldsskólanemendur drekki áfengi. „Það hefur náðst árangur en við þurfum að gera enn betur. Kannski ekki síst með því að breyta menningunni í framhalds- skólanum og koma þeim skilaboðum sterkt á framfæri að þetta er ekki í lagi og mikilvægt sé að stunda heilbrigðan lífsstíl strax á ung- lingsaldri. Mér finnst mikilvægt að allir hjálpist að. Það skiptir máli hvað fullorðna fólkið segir, ekki síst foreldr- arnir. Áhrifaríkast er ef við tölum einum rómi gagnvart ungling- unum,“ segir Guð- björg. Þarf að koma skilaboðunum á framfæri Morgunblaðið/Golli Forvarnir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynnti forvarnardaginn við athöfn í Breiðholtsskóla í gær. Forvarnardagurinn er á morgun.  Stór hluti unglinga byrjar að drekka á fyrsta ári framhaldsskóla  Forvarnardagurinn nú haldinn bæði í grunnskólum og framhaldsskólum  Allir þurfa að hjálpast að við að breyta menningunni Nemendur í grunnskólum ræða hugmyndir og tillögur um hvað- eina sem eflt getur forvarnir. Efnt er til samkeppni meðal nemenda framhaldsskóla og efstu bekkja grunnskóla um myndband sem best sýnir hvað geti fengið ungt fólk til að fresta því að drekka áfengi eða sleppa því alveg. Samkeppni um myndband NEMENDUR RÆÐA MÁLIN Guðbjörg Aðalbergs- dóttir „Við erum ósátt við þennan skatt, teljum hann illa ígrundaðan og þarfnast endurskoðunar,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, um boðaðan launaskatt á fjármála- fyrirtækin. Guðjón segir skattinn hafa mis- munandi áhrif, hann sé sérstaklega íþyngjandi fyrir minni fjármálafyr- irtæki. Skatturinn muni fara beint út í verðlag á þjónustu fyrirtækj- anna og hafa áhrif á starfsmanna- haldið. Heildaráhrifin hafi ekki verið reiknuð til enda og þannig geti greiðslur úr atvinnuleysistrygging- arsjóði aukist. Þá bendir Guðjón á að ESB sé að hverfa frá svona skatti og samanburður við Danmörku sé ekki fyllilega raunhæfur, t.d. sé ekkert tryggingargjald innheimt þar. Nær að skattleggja afkomu „Ef þetta er komið til að vera þá hlýtur það að hafa áhrif á iðgjöldin til hækkunar þegar fram í sækir. Ekkert af þessum félögum getur tekið svona kostnaðarauka á sig að fullu,“ segir Sigrún Ragna Ólafs- dóttir, forstjóri VÍS, um launaskatt á fjármálafyrirtæki. Hún bendir á að launakostnaður sé talsverður hluti af rekstrarkostn- aði tryggingarfélaga. Trygging- argjald sé ennþá nokkuð hátt og launaskattur til viðbótar muni hafa íþyngjandi áhrif á rekstur VÍS sem annarra félaga. Sigrún bendir einnig á að stór hluti af afkomu tryggingafélaga undanfarin ár hafi verið tengdur fjárfestingum, ekki sjálfri vátrygg- ingastarfseminni, og t.d. í ár hafi fjárfestingar ekki skilað mikilli ávöxtun. „Vátryggingafélög og minni fjár- málafyrirtæki eru með allt aðra af- komu en stóru bankarnir þrír. Ef menn ætla að skattleggja hagnað bankanna þá hefðu aðrar leiðir verið færar, eins og að skattleggja afkom- una beint,“ segir hún. bjb@mbl.is Illa ígrund- aður launa- skattur Guðjón Rúnarsson Tryggingaiðgjöldin gætu hækkað Sigrún Ragna Ólafsdóttir FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga árið 2012 á að skrúfa fyrir þann möguleika sem launþegar hafa haft til að leggja allt að 4% tekna sinna til hliðar í sér- eignasparnað. Þess í stað verður hlut- fallið 2%. Með þessu aukast skatt- tekjur ríkisins um 1,4 milljarða á ári en forsvarsmenn lífeyrissjóðanna segja að langtímasparnaður lands- manna muni minnka vegna breyting- anna. Séreignarlífeyriskerfið virkar í grófum dráttum svona: Ríkið tekur ekki tekjuskatt af allt að 4% af tekjum, séu þær lagðar inn í séreignasjóð. Launþegi getur valið um að leggja 2% eða 4% af tekjum sínum inn í sjóðinn og samið hefur verið um að atvinnu- rekendur greiði á móti 2%. Þegar sér- eignarsparnaður er tekinn út leggur ríkið tekjuskatt á upphæðina, þ.m.t. þá vexti sem safnast hafa upp. Í reynd hefur ríkið því aðeins frestað skatt- lagningunni. Þórey S. Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyris- sjóða, bendir á að ef halda eigi þeim möguleika opnum að leggja fyrir 4% af tekjum inn í séreignarsjóð verði samhliða að breyta reglum um tekju- skatt á lífeyrisgreiðslur. Ella kæmi til tvískattlagningar á tveimur prósentu- stigum af sparnaðinum. Til að ello komi til tvískattlagningar yrði að gera kröfu um aðgreiningu eignanna, það er þeirra sem þegar hafa verið skatt- lagðar eða að stöðva samninga um sér- eignasparnað umfram 2% af launum. Hún telur útlokað að ætlunin sé að tví- skattleggja lífeyrisþega og því mik- ilvægt að fundinn verði leið til að svo verði ekki. Almenningur muni aldrei sætta sig við slíka skattlagningu. „Búast má við því að þessar breyt- ingar dragi verulega úr langtíma- sparnaði. Ég tel þessa ákvörðun illa tímasetta og beinlínis fela í sér röng skilaboð til almennings um gildi reglulegs sparnaðar,“ segir Þórey. Vissulega geti fólk ákveðið að leggja aukalega í annan sparnað en viðbótarlífeyrissparnað en þá verði að hafa í huga að fjármagnstekjuskattur reiknast af þeirri ávöxtun. Fjár- magnstekjuskattur hafi farið hækk- andi og sé nú 20%. Afraksturinn verði því, að öðru jöfnu, minni en verið hefði í séreignarsjóði. Einnig sé hætt við að færri leggi til hliðar í annan sparnað heldur en í séreignarlífeyrissjóði. Einn af kostunum við séreignar- sparnað, umfram annan langtíma- sparnað, sé hversu þægilegur hann sé enda sé það þá atvinnurekandans að koma sparnaðinum til skila. Sótt að séreignarsparnaðinum Guðmundur Þ. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslun- armanna, segir að þessi breyting muni letja til sparnaðar og sé klárlega aðför að séreignarsparnaði. Sótt sé að þessari sparnaðarleið úr ýmsum átt- um. Opnað hafi verið fyrir flýtiúttekt- ir úr sjóðunum. „Og svo kemur þetta ofan á,“ segir hann. Gert ókleift að setja 4% í séreignarsjóði  Minnka frádrátt í 2%  Munurinn yrði skattlagður tvisvar Skerðing á séreignarsparnaði Áhrif breytingar á tekjur ríkis og einstaklinga fyrir eftir Breyting Mánaðarlaun 350.000 Mánaðarlaun 350.000 Sameign 4% 14.000 Sameign 4% 14.000 Séreign 4% 14.000 Séreign 2% 7.000 Tekjuskattsstofn 322.000 Tekjuskattsstofn 329.000 Tekjuskattur 123.404 Tekjuskattur 126.218 2.815 (2,3%) Ráðstöfunartekjur 198.596 Ráðstöfunartekjur 202.782 4.185 (2.1%)t Greiðslur frá 20,7 13,8 -6,9 (-33%) 27 til og með 66 ára aldri m.v. 3,5% ávöxtun á tímabilinu Inneign í m.kr. Morgunblaðið/Kristinn Minnihluti Launþegar geta lagt lítið hlutfall af tekjum sínum í sjóð og frestað skattlagningu. Nú mun það minnka. Spara og spara » 2010 voru rúmlega 314 milljarðar í séreignarsjóðum. » Iðgjaldagreiðslur í séreign- arsjóði námu 28,7 milljörðum árið 2010 og greiddu rúmlega 62.200 manns í sjóðina. 4,7% minni bensín- sala í ár en árið áður. 1,9% aukningu var spáð í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.