Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
Þannig er útlit fyrir
að hátt í fimmtíu nýj-
ar hljóðbækur verði gefnar
út á geisladiskum 33
»
Norræni tískutvíæringurinn var
opnaður í Settle á vesturströnd
Bandaríkjanna fyrir helgi. Þar sýna
og koma fram yfir sextíu hönnuðir,
listamenn, tónlistarmenn og fyr-
irlesarar, en Norræna húsið í
Reykjavík og Nordic Heritage Mu-
seum í Seattle skipulögðu viðburð-
inn í samvinnu við Iceland Nat-
urally. Grunnsýning Norræna
tískutvíæringsins nefnist Looking
Back to Find our Future en þar er
lögð áhersla á tísku- og skart-
gripahönnun samtímahönnuða á
Norðurlöndum. Hrafnhildur Arn-
ardóttir myndlistarkona, sem notar
listamannsnafnið Shoplifter, er list-
rænn stjórnandi sýningarinnar og
stillir saman gamalli hönnun og
nýrri, og fléttar saman við gripi sem
fyrir eru í Norræna sögusafninu.
Góð aðsókn hefur verið að við-
burðum tvíæringsins og segir Max
Dager, forstjóri Norræna hússins,
hann vera „stórsigur fyrir Norræna
hönnun.“
Á málþingi sem var hluti dag-
skrárinnar var einkum rætt um
framtíðarstefnu í hönnunariðn-
aðinum og fjallaði Ragna Fróðadótt-
ir þar meðal annars um framtíðina
auk uppruna norrænnar hönnunar.
Sýningarstjórinn Hrafnhildur
Arnardóttir talar á málþinginu.
Sigur fyrir
Norræna
hönnun
Norræni tískutvíær-
ingurinn í Settle
Um helgina voru opnaðar tvær
nýjar sýningar eftir gestalista-
menn Skaftfells á Seyðisfirði.
Listamennirnir Barbara Amal-
ie Skovmand Thomsen og Ulla
Eriksen hafa aðstoðað hvor
aðra í mörg ár en verkin sem
þær sýna í Bókabúðinni – verk-
efnarými eru þau fyrstu sem
þær vinna sameiginlega. Meðal
annarra verka sýna þær nýtt
zen-myndbandsverk sem var
tekið upp í jarðböðunum við Mývatn.
Svissnenski listamaðurinn Karin Reichmut
sýnir ný verk á Vesturveggnum en hún er gesta-
listamaður í Skaftfelli í september og október.
Myndlist
Nýjar sýningar í
Skaftfelli
Úr verki Thomsen
og Eriksen.
Í tengslum við bókakaupstefn-
una í Frankfurt í Þýskalandi,
sem opnuð verður í næstu viku,
var opnuð fyrir helgi sýning í
Archeologisches Museum í
Frankfurt þar sem íslenskir
forngripir skipa veglegan sess.
Sýningin fjallar um handrits-
gerð og fornleifarannsóknir á
Íslandi og voru lánaðir á hana
34 gripir úr Þjóðminjasafninu.
Á sýningunni er eitt handrit
Egilssögu, sem varðveitt er í Þýskalandi, en frá
Þjóðminjasafninu er m.a sýnt úrval gripa úr forn-
leifarannsóknum á Hólum og í Skálholti, vopn frá
miðöldum, kumlfundir og reiðtygjaskraut.
Þjóðminjar
Sýna þjóðminjar
í Frankfurt
Frá uppgreftri á
Hólum.
Á morgun, miðvikudag, mun
franska listakonan Nadine
kynna glerperlugerð á hand-
verkskaffi í Gerðubergi. Hefst
kynningin annað kvöld kl. 20.
Nadine hefur getið sér gott
orð fyrir gripi úr gleri, fyrst og
fremst skartgripi en einnig
nytjahluti. Verk hennar eru
glerperlur af ýmsu tagi sem
hún vinnur frá grunni úr mis-
litum glerstöngum yfir brenn-
heitum gasloga. Nadine mun útskýra fyrir gestum
í hverju glerperlulistin er fólgin og sýna hráefni til
glerperlugerðar ásamt sýnishornum af tilbúnum
perlum. Aðgangur er ókeypis.
Hönnun
Glerperlugerð í
Gerðubergi
Glerperlur eftir
Nadine.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta í fyrsta skiptið sem tvær söng-
konur koma fram í einu á hádegistón-
leikunum,“ segir Antonía Hevesi pí-
anóleikari, en systurnar Erla Björg
og Rannveig Káradætur sópr-
ansöngkonur verða gestir á öðrum
hádegistónleikum haustsins í hádeg-
istónleikaröð Hafnarborgar sem
fram fara í dag milli kl. 12.00 og 12.30.
Þetta er níunda árið í röð sem boðið
er upp á hádegistónleika í Hafn-
arborg, en þeir fara héreftir fram
fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Sem
fyrr er aðgangur ókeypis. Antonía
hefur verið listrænn stjórnandi tón-
leikanna frá upphafi.
Að sögn Antoníu hafa þær systur
ekki haft tækifæri til þess að koma
mikið fram saman að undanförnu
enda iðulega búið hvor í sínu landinu.
„Stutt er síðan Erla Björg flutti heim
frá Austurríki þar sem hún lærði og
Rannveig býr sem stendur í Frakk-
landi en er í nokkurra vikna heim-
sókn á klakanum. Okkur fannst því
tilvalið að nota tækifærið og vera með
systratónleika.“
Aðspurð segir Antonía efnisskrána
setta saman með það fyrir augum að
báðar söngkonurnar fái að glansa.
„Þannig flytja þær hvor sína aríu sem
hæfir þeim vel. Rannveig syngur aríu
Norinu úr Don Pasquale eftir Doni-
zetti, en þar bregður hún sér í hlut-
verk skvísu sem veit allt betur um
karlmenn en margar aðrar. Þetta er
mjög fjörug og skemmtileg aría. Erla
Björg syngur hádramatíska aríu
Ameliu úr Grímudansleiknum eftir
Verdi, þar sem hún biður um það eitt
að fá að kveðja son sinn áður en eig-
inmaður hennar hyggst taka hana af
lífi út af meintu framhjáhaldi henn-
ar.“
Auk þess verður boðið upp á tvo
dúetta, annars vegar Blómadúettinn
úr Lakmé eftir Delibes og hins vegar
Bréfadúettinn úr Brúðkaupi Fígarós
eftir Mozart.
Komið í veg fyrir systraríg
„Við pössuðum upp á að báðar
fengju annars vegar að syngja hlut-
verk hefðarkonu og hins vegar þjón-
ustustúlku, til þess að forðast systra-
ríg eftir tónleikana,“ segir Antonía og
tekur fram að raddir systranna hljómi
einstaklega vel saman þótt þær séu
með nokkuð ólíkar raddgerðir.
Að sögn Antoníu hafa hádegistón-
leikarnir í Hafnarborg fest sig í sessi
og fjölgar tónleikagestum jafnt og
þétt ár frá ári. „Það er stór hópur af
fastagestum sem ýmist vinnur eða
býr í miðbæ Hafnarfjarðar. Stundum
mæta síðan heilu leik- og grunn-
skólabekkirnir,“ segir Antonía og
tekur fram að sér þyki einnig mjög
vænt um það þegar eldri borgarar
komi í skipulögðum ferðum á tón-
leikana. Segist hún sannfærð um að
tónleikagestir komi endurnærðir út
að tónleikum loknum.
Hádrama í bland við sprell
Sópransystur á
hádegistónleikum
í Hafnarborg
Tónelskar Antonía Hevesi, Erla Björg Káradóttir og Rannveig Káradóttir flytja undurfagra þekkta dúetta í bland
við sprellfjörugar og hádramatískar aríur eftir Mozart, Donizetti, Delibes og Verdi á hádegistónleikum í dag.
Fyrirsögn tónleika Sinfón-íuhljómsveitar Íslands sl.fimmtudagskvöld var„Melkorka og Mahler“,
sem kann að hljóma einkennilega.
Við fyrstu sýn virtust líka fyrri og
seinni hluti tónleikanna afskaplega
óskyldir, japönsk og austurrísk
tuttugustu aldar klassík, en skyld-
leikinn kom fljótlega í ljós.
Japanska tónskáldið Takemitsu
hafði sem sagt mikið dálæti evr-
ópskri, klassískri tónlist og höfðu
Frakkarnir Messiaen og Debussy
sterk áhrif á tónlist hans, líkt og
heyra mátti frá fyrsta tóni þetta
kvöld. Fyrra verk Takemitsu á
þessum tónleikum sótti efnivið
sinn í vatnið, sem er mikilvægt
frumefni í japanskri lífsspeki og
táknar oft flæði eða hreinsun.
Hann var að mestu sjálflærður en
það var ekki að merkja því hann
virðist hafa haft afskaplega næmt
eyra fyrir mismunandi blæbrigð-
um hljómsveitarinnar, verkið
flæddi áfram og einleikshlutinn
speglaði sig skemmtilega í hljóm-
sveitinni á köflum. Bæði einleikari
og hljómsveit fluttu verkið óað-
finnanlega og af listfengi. Síðara
verkið var einleikur Melkorku án
undirleiks í Air eftir Takemitsu.
Verkið var rammað inn af fjögurra
nótna stefi, sem var sem rauður
þráður, frekar einfalt í uppbygg-
ingu. Ekki var mikið um tækni-
skraut af neinu tagi, aðallega fín-
lega beitt glissando og „flutter“
tunga stöku sinnum. Ekki er ég
nokkur sérfræðingur í flautuleik
en Melkorka fannst mér hafa ein-
staklega hlýjan og blæbrigðaríkan
tón, verkið var fallega mótað og
flutningurinn frábær. Þá var vel til
fundið að hafa sveitina á sviði því
hún setti punktinn yfir i-ið í fal-
legri, mjúkri lýsingunni.
Eftir hlé var síðan komið að ein-
um af stórvirkjum Gustav Ma-
hlers, sjöundu sinfóníunni. Verkið
er stórt í sniðum, rúmur klukku-
tími í flutningi. Það þykir ef til vill
nokkuð þungmelt enda teygir sig
tónskáldið hér hvað lengst í frels-
inu frá tóntegundarammanum og
verkið kann að hljóma nokkuð
brotakennt á köflum. Hljóð-
færaskipan er einnig nokkuð
óvenjuleg, meðal annars með gítar
og mandólín í lykilhlutverkum í
næturljóði fjórða þáttar. Hér er
því lagt á djúpið en líkt og á fyrri
hluta tónleikanna hittum við hér á
óskastund. Þetta risavaxna verk
var frábærlega mótað af Volkov og
hélt manni á sætisbrúninni allan
tímann. Sveitin stóð sig með af-
brigðum vel. Hér gæti ég farið í
langa lofgerðarrullu um hvern ein-
asta hljóðfærahóp sveitarinnar en
til þess höfum við því miður ekki
rými. Tónleikarnir voru einfald-
lega stórkostlegir og verðskulda
hverja stjörnu, sem hér er gefin.
Óskastundin
Harpan – Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslands
bbbbb
Toru Takemitsu (1930-1996): I Hear the
Water Dreaming (1987), Air (1995).
Gustav Mahler (1860-1911): Sinfónía nr.
7 (1905). Melkorka Ólafsdóttir, flauta.
Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi:
Ilan Volkov. Fimmtudaginn 29. sept-
ember kl.19.30.
SNORRI
VALSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Eggert
Frábært Sjöunda sinfónía Mahlers var frábærlega mótuð af Volkov.
Morgunblaðið/Kristinn
Flautuleikari Melkorka Ólafsdóttir.