Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 ✝ Hafdís Jón-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1951. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 23. september 2011. Foreldrar henn- ar eru Jónsteinn Haraldsson frá Eskifirði, f. 4.3. 1924, og Halldóra Kristjáns- dóttir frá Vopnafirði, f. 2.6. 1928. Bróðir Hafdísar er Borg- ar Jónsteinsson, f. 19.5. 1960, kona hans Þórunn Inga Sigurð- ardóttir, f. 30.6. 1965. Hinn 26.1. 1974 gekk Hafdís unarstörf hjá bókabúð Máls & menningar frá 1969 til 1973. Frá árunum 1973 til 1990 vann hún ýmiss konar skrifstofu- og verslunarstörf og má þar nefna húsgagnaverslunina Línuna, verslun föður hennar, Skák- húsið og Leiklistarskóla Íslands. Á árunum 1990 til 1995 bjó hún ásamt fjölskyldu sinni í Växjö, Svíþjóð og stundaði þar nám í vuxen pedagogik við Växjö Uni- versitet. Árið 1995 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og hóf þá störf sem fjármálastjóri hjá bókaversl- unum fjölskyldunnar. Við sölu á þeim, árið 2000, hóf hún störf hjá Íslensku menntasamtök- unum sem skrifstofustjóri og eftir það hjá Félagi leiðsögu- manna þar sem hún starfaði meðan kraftar leyfðu. Útför Hafdísar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 4. októ- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 15. að eiga Ólaf Örn Jónsson. Foreldrar hans eru Jón Gest- ur Jónsson, f. 26.9. 1926, og Rósa- munda Alda Arn- órsdóttir, f. 30.6. 1929. Börn Hafdís- ar og Ólafs Arnars eru 1) Rósa Ólafs- dóttir, f. 31.7. 1973, d. 24.8, 1973. 2) Halldóra Ólafs- dóttir, f. 10.11. 1974, dóttir hennar er Ísold Braga Hall- dórudóttir, f. 11.8. 1996. 3) Ólaf- ur Örn Ólafsson, f. 19.10. 1986, í sambúð með Ástrós Ósk Jóns- dóttur, f. 6.7. 1985. Hafdís vann við versl- Ég vildi ég gæti andað yl inn í þig, vinur minn. Ég vildi ég gæti klappað og kysst kjark í svipinn þinn. Ég vildi ég gæti sungið sól í særða hjartað þitt, sem að gæti gefið þér guðdómsaflið sitt. Ég vildi ég gæti vakið upp vonir í þinni sál, og látið óma, enn á ný, allt þitt hjartans mál. Ég vildi ég gæti gert þig barn, sem gréti brot sín lágt, og vaggað þér í væran svefn, – ég veit, hvað þú átt bágt. Á meðan gæti ég sagt þér sögu, – en sagan er á þá leið, að til er sá guð, sem gleymir engum, en gætir vor bezt í neyð. Ég hlýt að vitja þín, vinur minn, og verma þinn hjartastað, af því ég veit, að enginn maður annar gerir það. (Jóhannes úr Kötlum) Ólafur Örn Jónsson. Kæra systir, nú ertu farin frá okkur eftir harða baráttu við krabbameinið, stríð sem hefur staðið með hléum undanfarin 20 ár. Að vera litli bróðir og eiga stjórnsama systur getur stund- um verið erfitt þegar maður er krakki en hún passaði mig oft og gerði það svikalaust jafnvel þótt hún þyrfti að drösla mér með til vina eða koma mér í háttinn und- ir dynjandi Bítlatónlist. Hún var alla tíð ákveðin og skipulögð sem kom fram í leik og starfi og skipu- lagði jafnvel þennan dag í dag. Hafdís var alltaf forvitin, ófeimin, mannglögg og kynntist góðu fólki og kannaðist við marga en ég hafði sérstaklega gaman af því að stríða henni á að viðkomandi hefði hún örugglega hitt í Glaumbæ um miðja síðustu öld. Hennar stóra gæfa í lífinu var að kynnast Óla Erni, manninum sínum til fjörutíu ára, sem hefur alla tíð staðið eins og klettur við hlið hennar og nú undanfarið ár gert henni kleift að vera sem mest heima við. Þeirra samband hefur alltaf verið fallegt og sú þolinmæði og væntumþykja sem Óli hefur sýnt gegnum árin er einstök. Þegar Hafdís og Óli „mávur“ fóru að skjóta sér saman eignaðist ég vin og svo langþráð- an bróður þegar þau bjuggu á Rauðalæknum hjá mömmu og pabba. Árin liðu við leik og störf, Haf- dís vann við verslunar- og skrif- stofustörf. Þau fluttu til Svíþjóð- ar um nokkurra ára skeið og þar gafst loks tími til að setjast á skólabekk með vinnu. Eftir heim- komuna starfaði Hafdís í bóka- búðum fjölskyldunnar í nokkur ár en undanfarin ár hjá félagi leiðsögumanna. Fjölskyldan var alla tíð efst í huga Hafdísar, bæði börnin hennar og ömmustelpan, en ekki síður foreldrar okkar sem hún bar mikla umhyggju fyrir. Undanfarin ár átti ljósmynda- áhuginn hug hennar allan en hún hafði næmt auka fyrir fallegu myndefni og því liggur nú eftir hana fjöldi fallegra mynda sem við eigum eftir að njóta um ókom- in ár. Hafdís hafði gaman af líf- inu, lifði því af gleði og kunni að sjá og meta það smáa sem gefur lífinu gildi. Mig langar til að þakka þér, kæra systir, fyrir alla þína vænt- umþykju til mín og fjölskyldu minnar, þín er sárt saknað. Kæri Óli, Halldóra, Ísold, Óli Örn og Ástrós – hugur okkar er með ykkur á þessum erfiðu tímum en minningin mun lifa með okkur. Borgar. Í dag kveðjum við hana Dísu okkar. Óli kynnti hana fyrir okk- ur; „þetta er bara Dísa“ en hún varð okkur svo miklu meira en bara Dísa. Hún varð strax ein af fjölskyldunni og eigum við marg- ar ljúfar minningar, eins og hlát- ur sem kom löngu eftir að skond- in saga hafði verið sögð, öll fallegu kortin frá henni sem voru svo fallega skrifuð persónulega til hvers og eins. Hún var ákveðin í skoðunum og var ófeimin að koma þeim á framfæri en gat alveg sætt sig við að aðrir væru ekki á sama máli. Þau Óli fengu að reyna heilmikið í sinni sambúð en stóðu saman í gegnum súrt og sætt og sást það vel núna á síðustu mánuðum þar sem þau voru svo samstillt og sterk eins og klettur. Það var allt- af stutt í brosið og húmorinn. Þau gáfu okkur styrk á sama tíma og styrkurinn hefði átt að koma frá okkur til þeirra. Vonandi getum við gefið Óla og krökkunum eitt- hvað til baka á þessum erfiðu stundum. Við erum ákaflega þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast Dísu og teljum okkur ríkari af þeim kynnum. Þegar litið er til baka yfir lífsins veg, minnumst við hinna gáfuðu, hugvits- sömu og snjöllu – en fyrst og fremst minnumst við hinna góðu. (Pamela Dugdale) Elsku Óli okkar, Halldóra, Ís- old Braga, Óli Örn og Ástrós, Halldóra og Jónsteinn. Við sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur Rósa, Jón Gestur, Sigrún, Áslaug og fjölskyldur. Í dag verður til moldar borin kær vinkona okkar, Hafdís Jón- steinsdóttir, – Dísa hans Óla bróður, eins og við sögðum svo oft. Dísa, sem var ekki bara mág- kona og svilkona, heldur líka og ekki síst hjartahlý vinkona sem lét sér annt um allt og alla, bar hag fjölskyldunnar sinnar og vina fyrir brjósti, gladdist eða syrgði vegferð hvers þess sem með henni gekk, Dísa, sem sagði sínar skoðanir umbúðalaust, „leið- beindi“ á sinn hátt ef það átti við og gladdist með ef það átti við en var umfram allt einlæg og traust- ur vinur og félagi til margra ára. Dísa og Óli höfðu gengið sam- an veginn í nær 40 ár og það var ávallt unun að sjá hve samband þeirra var náið og gott og byggð- ist á innilegri vináttu og virðingu hvors gagnvart öðru og ekki síst þeim sem þau umgengust hverju sinni. Þeim varð þriggja barna auðið, en sitt fyrsta barn, Rósu, misstu þau skömmu eftir fæðingu henn- ar. Þau Halldóra og Óli Örn sjá nú á eftir móður sinni. Það er þeim sem eftir lifa huggun harmi gegn að nú hefur hún fengið frið- inn og hvíld frá erfiðum veikind- um og þrautum þeim sem fylgdu veikindunum undanfarin ár. Aldrei heyrðist hún kvarta og ávallt var stutt í brosið og gleðina. Hún ætlaði að sigra. Hún barðist hetjulega svo aðdáunar- vert var að sjá allt fram á síðustu stundu er vágesturinn mikli lagði hana sigraða að velli. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku Óli bróðir. Þakka þér fyrir þann styrk, þann innri styrk og þá huggun sem þú sýndir og sem þú deildir og gafst svo rík- mannlega af þér til okkar við frá- fall ástkærrar eiginkonu þinnar og vinkonu okkar allra. Þinn var missirinn mestur og þín var sorgin mest, en samt varst það þú sem tókst að þér hlutverk huggarans er kallið kom. Þú styrktir og þú sefaðir sorgir okkar þegar við öll þörfn- uðumst þess mest. Til þess þarf sérstaka menn, slíkur maður ert þú. Okkur er heiður að því að eiga þig að og við þökkum fyrir þau sérréttindi. Elski Óli minn, Halldóra, Ísold Braga, Óli Örn og Ástrós. Megi góður guð styrkja ykkur og leiða á þessum erfiðu stundum. Minn- ingin um elskulega mág- og svil- konu og elskulega vinkonu lifir í hjörtum okkar beggja. Hrafnhildur Jónsdóttir Guðjón Grétarsson. Hún Hafdís okkar var yndisleg kona, litrík og glæsileg persóna. Hún var gjafmild og glaðbeitt enda man ég varla eftir henni öðruvísi en brosandi. Hún sagði hlutina eins og þeir voru og lá ekki á skoðunum sínum, eigin- leiki sem mér þótti alveg ómet- anlegur enda var það hreinskilni hennar og réttsýni sem beindi mér rétta leið fyrir nokkrum ár- um þegar ég stóð á krossgötum í lífinu. Hún tók svo vel á móti Gísla mínum í fyrsta skipti sem ég dró hann með mér í fjölskyldu- boð hjá Rósu ömmu og Donna afa en tók það þó fram að hann yrði að vera góður við mig og börnin, annars væri henni að mæta. Þau Óli frændi voru okkur svo góð þegar við fluttum utan yfir jóla- tímann að lána okkur fallegu íbúðina sína og Dísa bauð börn- unum mínum að koma og skreyta með sér jólatréð svo þau fengju að hafa aðeins meiri jól það árið. Ég held að ég hafi séð alveg jafn- mikla ánægju skína úr augum Dísu eins og barnanna á meðan þau hengdu saman skrautið á trjágreinarnar. Elsku Dísa mín. Mér þótti svo gott að koma í heimsókn til þín í sumar upp á sjúkrahús og geta hvíslað í eyra þitt hversu mikið mér þætti vænt um þig. Ég á sér- staklega eftir að sakna þín í jóla- boðunum og fjölskylduhitting- um, því þrátt fyrir hversu falleg og björt fjölskylduheildin er þá mun vanta litríka regnbogann sem skein yfir fallegan og bjart- an sumardaginn. Við haustsins innlit og litadýrð Kvöldsólar roði, kyrrðin Tíminn tekur alltof fljótt Því lífið fellur lauf, fellur tár Við endalokin mun ljósbrot þverra. Elsku Óli, Halldóra, Ísold, Óli Örn og Ástrós. Við sendum ykk- ur okkar allra innilegustu sam- úðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Guðrún Þóra, Gísli og börn. Mér er þungt um hjartarætur að kveðja æskuvinkonu mína, hana Hafdísi. Hún lést eftir löng og erfið veikindi 23. september sl., aðeins sextug að aldri. Örlög- in höguðu því þannig að þegar við vorum litlar stelpur tóku for- eldrar okkar á svipuðum tíma þá ákvörðun að koma sér upp húsi í Laugarneshverfinu, nánar tiltek- ið á Rauðalæknum og vildi þann- ig til að þau voru staðsett hlið við hlið. Mín fyrsta minning um Haf- dísi er þegar við hittumst sex ára gamlar í kjallaranum á Rauða- læk 57 þar sem allt var á fullu við framkvæmdir og þar gerðist það – ég var búin að eignast vinkonu. Það var skemmtilegt að alast upp í Laugarneshverfinu á þess- um árum, svolítið eins og að búa í sveit því náttúran var þá enn ósnortin að mestu leyti með tún- um, skurðum og steinum sem komu upp úr húsgrunnunum allt í kring. Þetta var því ævintýra- heimur fyrir okkur krakkana. Unglingsárin liðu með öllum þeim skemmtilegu uppátækjum sem tilheyra þeim árum. Eitt var það sem við áttum þó sérstaklega sameiginlegt í þá daga, það var hrifning okkar á Bítlunum. Við vorum reyndar alveg forfallnar og lögðum gjarnan eyrun upp að hátölurunum á flottu gramma- fónsmublunni sem staðsett var í stofunni heima hjá Hafdísi, svona til að heyra enn betur í goðunum. Og svo kom Óli.. Þau urðu óaðskiljanleg frá fyrstu stundu og sá ég fljótt að heppin var hún með lífsförunaut. Þau voru ævinlega mjög sam- stiga í lífinu og finnst mér eft- irfarandi orð lýsa sambandi þeirra vel. Sveifla í takti ekki endilega dans en hreyfing og samstilling. Að ferðast saman um lífið um stund. Finna gleðina í tengslunum nándina og hvernig má fara mjúkum höndum um hamingjuna. (Alda Ármanna Sveinsdóttir.) Öll okkar fullorðinsár höfum við Hafdís ávallt verið í góðu sambandi og höfum verið við- staddar alla helstu viðburði í fjöl- skyldum okkar, jafnt í gleði sem sorg. Lífið fór ekki alltaf blíðum höndum um hana Hafdísi vin- konu mína og þurftu þau hjónin að upplifa veikindi og þá miklu sorg að missa frumburðinn sinn, hana Rósu, aðeins nokkurra vikna gamla. Aðdáunarvert var að fylgjast með hvernig þau tók- ust á við þær aðstæður og þá gerðu þau það eins og endranær – samstiga. En svo kom Halldóra og síðan Óli og að síðustu ömmu- stelpan hún Ísold og mikið elsk- aði hún þau öll. Hún Hafdís vin- kona mín var á margan hátt alveg einstök manneskja. Traust, vel- viljuð, góður penni, orti falleg ljóð, tók gullfallegar ljósmyndir, hafði alltaf ráð undir rifi hverju og síðast en ekki síst var hún góð manneskja. Ég mun sakna henn- ar allt mitt líf. Ég votta Óla, Halldóru, Óla, Ísold, foreldrum, bróður, tengda- foreldrum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Kristín Hjálmarsdóttir. Góð kona hefur kvatt okkur hinstu kveðju, allt of fljótt. Leiðir okkar Hafdísar lágu fyrst saman upp úr 1980, þegar við Óli unnum bæði hjá Blaðaprenti. Fyrir um fimm árum hittumst við í tengslum við sameiginlegt áhugamál; ljósmyndun. Ég var þá nýbúin að stofna netsíðu á flickr-vefnum, sem eingöngu er ætluð íslenskum konum til að deila myndum og spjalla um ljós- myndun. Hafdís var ein af þeim fyrstu sem skráðu sig í hópinn. Hún rifjaði upp fyrir mér þegar við skemmtum okkur saman á árshátíðunum í „den“ og fljótlega urðum við ágætis vinkonur. Það var gaman að fylgjast með því næstu árin hvernig Hafdís þrosk- aðist og efldist sem ljósmyndari. Hún hafði næmt auga fyrir um- hverfi sínu, bæði mannlífi og landslagi. Hún tók þátt í ljós- myndasýningum á vegum flickr@iceland-hópsins og einnig með okkur konuhópnum, þegar við héldum samsýningu árið 2009 í Kringlunni. Kvennahópurinn hefur farið í margar ljósmyndaferðir saman. Hafdís var alltaf hrókur alls fagn- aðar í þessum ferðum. Hitting- arnir eru líka margir utan ferð- anna og ég minnst þess sérstaklega þegar Hafdís bauð okkur heim til sín í Hafnarfjörð- inn. Það var mikið hlegið og gam- an þá kvöldstund. Síðasta ferðin sem Hafdís mætti í með hópnum var réttar- og fjölskylduferð á Reykjanes haustið 2010. Hún var svo yndislegur grall- ari hún Hafdís. Ein af skemmti- legustu samverustundum okkar var fyrir tæpu ári. Þá hélt hún matarboð fyrir nokkrar vinkonur og spurði hvort ég væri til í að koma sem leynigestur. Þetta var heilmikið plott, en vandlega und- irbúið hjá henni. Eftir miklar get- gátur og mikinn hlátur kom leynigesturinn í ljós og þá var mér boðið að njóta þess sem eftir var kvöldsins með þessum góða hópi. Yndislegt kvöld, sem aldrei gleymist. Minningarnar leita á hugann við kveðjustund; þær eru eilífar. Myndirnar hennar Hafdísar eru hluti af hennar arfleifð. Þær eru líka eilífar. Ég þakka fyrir að hafa kynnst þessari frábæru konu og átt með henni góðar stundir undanfarin ár. Fjöl- skyldu Hafdísar votta ég mína dýpstu samúð. Guðmunda Jónsdóttir (Gúnna). Báran kyssir sandinn sandurinn kyssir goluna golan kyssir sveininn sveinninn kyssir meyna og nú ætlar sólin að fara að hátta og kyssir okkur öll. Svo dettur allt í dúnalogn – hvítt segl úti á vognum roðnar og segir niðurlútt við árarnar: ég er alveg að sofna. Svo er róið í land. (Jóhannes úr Kötlum) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur og megi guð styrkja ykk- ur í sorginni. Þórunn Eva, Baldur Geir, Örnólfur Þór og Urður Eir. Látin er kær vinkona, Hafdís Jónsteinsdóttir, eftir erfið veik- indi. Hafdís var mikill fagurkeri, listræn, hlý, ákveðin og stjórnsöm. Hafdís hafði gott auga fyrir fallegum munum. Hún var vel gefin og fljót að greina hismið frá kjarnanum. Heimili hennar bar þess alltaf merki, réttur hlutur á réttum stað þar sem allt naut sín sem best. Hún var lífsnautnamanneskja og lifði í núinu áður en það var upp- götvað. Hún gerði vel við sig þeg- ar hana langaði til þess og alltaf með Óla sínum. Stundum þótti þetta eyðslusemi en Hafdís lét það ekki á sig fá og sagðist „vera að lifa“. Hafdís hafði næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar. Hún tók náttúrumyndir og sendi á sýningar. Hafdís gaf góðar gjafir en kortin sem fylgdu lýstu tilfinn- ingaríkri konu sem elskaði málið sitt og vildi miðla góðum ljóðum eða textum til vina sinna og ætt- ingja. Þetta gladdi þiggjendur og hitti vel í mark en þetta var líka aðferð Hafdísar til að tjá sig. Þegar horft er til baka hafa fjörutíu ár flogið hjá á örskots- stundu. Það var mikið um að vera á þessum árum eftir miðja síðustu öld. Aðaláhugamálið okkar vin- anna var hreiðurgerð. Hafdís og Óli eignuðust fallegt heimili. Lífið var dásamlegt. Svo kom fyrsta skýfallið, Rósa, fyrsta barn Haf- dísar og Óla, lést nokkurra vikna gömul. Fleiri skýföll urðu á vegi Hafdísar og Óla. En þá kom í ljós að þau voru sterk, sterk saman en einnig sem einstaklingar. Hafdís lét ekki bugast. Hún eignaðist tvö börn, þau Halldóru og Óla, sem voru henni allt og ekki má gleyma dótturdótturinni, henni Ísold Brögu. Hafdís var fjölskyldu- manneskja og þakklát að geta verið með alla í kringum sig bæði í gleði og sorg. Hafdís og Óli heimsóttu mig eftir eitt skýfallið til Gautaborgar. Þau léku á als oddi, hraust, falleg og nutu dval- arinnar. Hafdís og Óli þræddu söfn, kynntust kínverskri matar- gerð, Svíþjóð heillaði. Hafdís naut þess að lesa úr Vísnabókinni sem hún hafði með sér fyrir barnið á heimilinu. Eftirminnilegust verð- ur samt ferð í Ikea. Þar sá hún óendanlega möguleika til að prýða og skreyta heimilið. Það var upplifun að vera með henni því hún sá alltaf það sem ég sá ekki þannig að þetta var sem fyrsta ferð fyrir mig einnig. Haf- dís og Óli fluttu síðar til Svíþjóðar og nutu þess sem sænskt sam- félag hefur að bjóða. Hafdís var sérstök kona og á lokagöngu hennar kom það svo vel í ljós. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hún skyldi gefa mér hlutdeild í henni. Við áttum góðar samræður um lífið og tilveruna. Hún tók ekki upp samræður um hvers vegna. Hún gerði bara það sem rétt var; hélt áfram. Hafdís tók til í gögn- um sínum, skrifaði í fallegu bæk- urnar sínar, ræddi við fólk og að lokum kvaddi hún. Hún lét ekki bugast. Hún kvaddi í faðmi fjöl- skyldunnar á fögru haustkveldi. Perlubandinu hennar lokað. Það eru fallegar perlur á því bandi enda valdi Hafdís perlurnar í sitt perluband og þær skyldu vera fal- legar. Þetta perluband skilur hún eftir handa okkur hinum. Ástvin- um öllum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ég kveð þig vin- kona. Anna Sigríður Pétursdóttir. Hafdís Jónsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Ég sat og orti um hana ljóð og albjört vornóttin sendi ilmblæ inn um opinn gluggann, hún settist niður við sæinn og lék sér um stund við blæinn – það heyrðist aðeins ölduhljóð. (HHK) Hjartans þakkir fyrir allt sem þú varst okkur. Mamma og pabbi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.