Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER BÚINN AÐ STILLA SÍMANN MINN ÞANNIG AÐ HVER OG EINN SEM HRINGIR ER MEÐ SINN EIGIN TÓN ÞETTA ER GARGANDI ILLFYGLIÐ FRÚ GUÐLAUG Á LÍNU 1 ÉG ÆTLA EKKI AÐ KYSSA ÞIG FYRR EN ÞÚ ERT BÚINN AÐ RAKA ÞIG! ÞETTA HÚS ER SVO GOTT SEM GEFINS HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ ÞVÍ? EF EIGENDUNUM TEKST EKKI AÐ SELJA, ÞÁ ÆTLAR ÞEIR BARA AÐ GEFA HÚSIÐ TIL SÖLU MAGNÚS OG KRAKKARNIR ERU Í RAUNVERULEIKA ÞÆTTI... VIÐ ERUM BÚIN AÐ TAPA! KRAKKAR MÍNIR, VIÐ MEIGUM EKKI GEFAST UPP! ÞÓ SVO AÐ VIÐ GETUM EKKI UNNIÐ ÞÁ SKULUM VIÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ BÍLLINN OKKAR KOMIST Í MARK HJÁLP! HVERT ÞÁ Í... ÞÚ BJARG- AÐIR ÞEIM! USS! ÉG ER AÐ VONA AÐ ENGINN TAKI EFTIR ÞVÍ HVAÐAN VEFURINN KEMUR HANN FÓR EKKI EINU SINNI Í GANG! Kvengler- augu töpuðust Gleraugu töpuðust í Norrænu í desember sl. Upplýsingar í síma 461 2094 eða 869 7400. Fullkomin þjón usta ACER- tölvu- fyrirtækisins Dóttir mín keypti í BT í júlí 2008 Acer- fartölvu sem bilaði í janúar 2010 og var þá hálft ár eftir af ábyrgðartíma. BT með nýja kennitölu harðneitaði að viðurkenna ábyrgðina. Harði disk- urinn gaf sig og var sagt að viðgerð kostaði um 70 þúsund krónur. Und- irritaður var ekki ásáttur við slík málalok og hafði samband við Acer í London sem brást drengilega við og við- urkenndi ábyrgðar- skuldbindingar sínar og fékk umboðsmenn sína á Íslandi, Tölvu- tek ehf., til þess að framkvæma viðgerð- ina og er báðum að- ilum þökkuð frábær þjónusta. Gefur þetta dæmi ekki tilefni til þess að hugað verði að lagasetningu til verndar neytendum sem kaupa dýr tæki sem eru í ábyrgð þeg- ar seljandi fer á haus- inn? Júlíus P. Guðjónsson ellilífeyrisþegi. Ást er… … hvatningarorð, þegar hann er hnugginn. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, göngu- hópur kl. 10.30, tölvufærni kl. 13 og postulín, lestrarhópur kl. 13.30, jóga kl. 18. Bingó fellur niður fös. 7. okt. vegna starfsdags starfsfólks. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Handavinna kl. 13. Boðinn | Handavinna kl. 9, vatnsleikf. kl. 9.15 (lok. hópur), ganga kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, línu- dans kl. 13.30, Haustfagnaður 14. okt. Þorvaldur Halldórsson sér um fjörið, mat- ur frá Lárusi Loftssyni. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Hádeg- isverður kl. 12. Helgistund, gestur Þor- valdur Halldórs. Fella- og Hólakirkja | Spil/spjall kl. 13. Kaffi kl. 15, framhaldssaga. Helgistund í kirkju að lokum. Félag eldri borgara í Kópavogi | Les- hópur í Gullsmára 4. okt. kl. 20. Tryggvi Gíslason flytur erindi. Enginn aðgangs- eyrir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikf. kl. 9.15, handav., gler- og postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50, tréskurður kl. 13, alkort kl. 13.30, lí- nud. kl. 18, samkvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga, myndlist/trésk. kl. 9.30. Ganga kl. 10. Málm, silfursmíði og kanasta kl. 13, jóga kl. 18. Leshópur kl. 20, Tryggvi Gíslason fjallar um Egil Skallagrímsson. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, trésmíði/tréskurður kl. 9 og 13, leshringur kl. 10.30, op. hús í kirkju karlaleikf/bútas. kl. 13, botsía kl. 14, Bón- usrúta kl. 14.45, línudans kl. 15/16, spila- kvöld kl. 20. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Gler Mýr- arhúsaskóla kl. 9. Kaffispjall krók kl. 10.30. Helgist./hádegisv. í kirkju kl. 11. Karlakaffi í safnaðarh. kl. 14. Skapandi skrif kl. 14.30. Málun/teiknun Valhúsas. kl. 17. Prjónakaffi í bókasafni kl. 19.30. Jóga fellur niður í dag. Félagsstarf Gerðubergi | Glersk/perlus. kl. 9. Stafganga kl. 10.30. Félag heyrn- arlausra kl. 11. Á morgun kl. 10 söngur/ dans/leikfimiæf. Breiðholtsdagar, fjöl- breytt dagskrá 18.-25. nóv. Ábendingar óskast. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Botsía kl. 10.30, Bónusbíll kl. 12.15. Tímap hjá Helgu fótafr. í s. 698 4938 – tímap. á hár- greiðslust s. 894 6856. Hraunsel | Qi gong kl. 10, myndmennt kl. 10/13, leikfimi kl. 11.30 Bjarkarhúsi, bolta- leikfimi kl. 12, Haukahúsi, brids kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10 hjá Björgu. Bútasaumur kl. 9. Helgistund kl. 14, söngstund á eftir. Stólaleikfimi kl. 15. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9. Glersk. kl. 9. Thaichi kl. 9. Leikfimi kl. 10. Hláturjóga kl. 13.30. Tölvuleiðb. kl. 13.15. Bónusbíll kl. 12.40. Bókabíll kl. 14.15. Gáfumannakaffi kl. 15. Fjölmennt/Perlufestin kl. 16. Íþróttafélagið Glóð | Línudans og zumba fellur niður í dag. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13.30 er gaman saman á Korpúlfsstöðum. Norðurbrún 1 | Postulín, myndlist, vefn., útskurður o.fl. kl. 9. Frístundastarf e. há- degi. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garða- bæ | Opið hús með spilum og föndri. Kyrrðarstund og súpa í hádeginu. Vesturgata 7 | Félagsmiðstöðin verður 21 árs 3. okt. Af því tilefni boðið í kaffi frá kl. 9-10.30. Námskeið í spænsku, framhald, hefst 5. okt. kl. 9.15-10.30, fyrir byrjendur kl. 10.45. Trésk. hefst 5. okt. kl. 13. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15, les- hópur kl. 13, kaffiv. kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, upplestur kl. 12.30, handav. kl. 13. Félagsvist kl. 14. Pétur Stefánsson hlustaði á Jó-hönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra í Kastljósinu á þriðjudag. „Allt á uppleið, ekkert á niðurleið. Allir hafa það gott,“ hafði hann eftir henni og orti: Efnahagslífið eflast mun, sem atvinna margra greina. Allt er í blóma eftir hrun, „ekki er því að leyna“. Kristján Hreinsson fylgdist með setningu Alþingis og gat ekki á sér setið: Trausti er ríkisstjórn rúin, ráðherrar læðast með veggjum og moldríka forsetafrúin er farin að kasta eggjum. Séra Hjálmar Jónsson bætti við: Úti voru eggjasóðar, inni messur settar. Bil er milli þings og þjóðar, þings og Hæstaréttar. Sigrún Haraldsdóttir prjónar við: Ýfir margra garpa geð geil í svefni og vöku, bilið reyna að brúa með blautri eggjaköku. Davíð Hjálmar Haraldsson heyrði af forstjóraskiptum hjá Ice- land Express: Fáu er í fréttum logið; fékkst á hreint að áfram getur Express flogið allt of seint. Ingólfur Ómar Ármannsson laumaði vísu til Vísnahornsins: Léttir trega, lífgar brá, líkt og dæmi sanna, stakan snjalla ítök á enn í hugum manna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af ríkisstjórn og eggjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.