Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
✝ HafsteinnSölvason fædd-
ist í Reykjavík 17.
október 1932. Hann
andaðist á Land-
spítalanum við
Hringbraut 26.
september síðast-
liðinn.
Foreldrar Haf-
steins voru Guð-
björg María Guð-
mundsdóttir f. 3.
mars 1908, d. 19. febrúar 1993,
húsmóðir og saumakona í
Reykjavík, og Sölvi Elíasson f.
22. júní 1904, d. 21. júní 1988,
leigubifreiðarstjóri í Reykjavík.
Bróðir Hafsteins var Garðar f.
16. maí 1934, d. 26. apríl 2008,
maki Edda Hrönn Hannesdóttir,
f. 4. maí 1937.
Hafsteinn kvæntist Kolbrúnu
Haraldsdóttur hússtjórnarkenn-
ara f. 6. júlí 1934 þann 18. des-
f. 1990 og Diljá f. 1995. Langafa-
börn Hafsteins eru: Árni Björn,
Iðunn Birna, Axel Örn og Ari.
Hafsteinn ólst upp í Reykja-
vík, lengst af í Einholti 9, en
dvaldi á sumrin hjá móðurfólki
sínu að Brekkum í Mýrdal. Á
sínum yngri árum keppti Haf-
steinn í sundi og sundknattleik
fyrir Ármann. Hafsteinn gekk í
Austurbæjarskóla, nam bif-
reiðavirkjun við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk þaðan sveins-
prófi 1953. Hafsteinn hlaut
meistararéttindi bifvélavirkja
1968.
Hafsteinn starfaði við bíla-
viðgerðir hjá Ræsi hf. í Reykja-
vík og víðar auk þess að aka
langferðabifreiðum um nokk-
urra ára skeið uns hann hóf
störf hjá Bifreiðaeftirliti rík-
isins. Síðustu þrjátíu starfsárin
vann Hafsteinn sem tjónamats-
maður hjá Tryggingu hf., og síð-
ar Tryggingamiðstöðinni.
Hafsteinn verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, þriðju-
daginn 4. október 2011 kl. 13.
ember 1954 og
eignuðust þau fjög-
ur börn: Knútur
Sölvi f. 4. október
1954, kvæntur
Eygló Eiðsdóttur f.
1956, þeirra börn
eru: Kári f. 1982,
Vera f. 1985 og Elín
Inga f. 1991; Ágúst
f. 24. mars 1956,
maki Jónína Björk
Birgisdóttir f. 1967,
dætur þeirra eru Sólveig Ágústa
f. 1999 og Kolbrún Björk f. 2001,
í fyrra hjónabandi eignaðist
Ágúst Stefán f. 1976 og Þóru
Björk f. 1979 með Ásdísi Stef-
ánsdóttur; Örn f. 1. júní 1957,
maki Íris Baldursdóttir f. 1958,
börn þeirra: Arna Hrund f.
1979, Baldur Örn f. 1983 og Kol-
brún f. 1986; Hafdís f. 28. janúar
1966, maki Sturla Ragnarsson f.
1965, börn þeirra: Arnar Steinn
Það er ótrúlegt að hugsa til
þess að það er aðeins rúm vika síð-
an ég kom í heimsókn til afa og
ömmu á Garðatorgið. Þá sat ég í
sófanum og japlaði á brauði sem
afi hafði bakað fyrr um daginn og
spurði hann hver væri lykillinn á
bakvið uppskriftina. Afi svaraði
einfaldlega að nákvæmni skipti
öllu máli.
Nákvæmni lýsti afa vel. Hann
vildi hafa hlutina í kringum sig á
hreinu. Gott dæmi um það er
tékklistinn sem hann skrifaði þeg-
ar farið var að ganga frá uppi í
Látalæti fyrir veturinn. Þar kom
skýrt fram að afi vildi hafa allt í
röð og reglu. Þetta á líka við um
viðhald á öllum þeim bílum sem
hann átti í gegnum tíðina en þeir
hafa alltaf verið eins og nýir. Hann
var líka mikill snyrtipinni og alltaf
vel til fara, drasl og skítur var
óþarfa ástand. Ég skil þessa ná-
kvæmni hans mjög vel, því ég er
líka svona.
Afi Haffi var akkúrat eins og ég
ímynda mér að góður afi eigi að
vera. Hann var virkilega um-
hyggjusamur og sýndi manni
mikla væntumþykju. Alltaf þegar
ég kom í heimsókn í Grundarás-
inn, og síðar á Garðatorg, var
hann mættur með súkkulaðirúsín-
ur og annað því um líkt gúmmelaði
til að gleðja nammisjúkt barna-
barnið.
Afi var safnari og átti fullt af
alls kyns dóti og drasli. Mér þótti
spennandi að skoða þetta dót,
sérstaklega á mínum yngri árum.
Meðal þess sem hann átti var raf-
magnsbrauðhnífur, vélsleði, og
rúsínan í pylsuendanum var lítill
Benz hjóla-bíll sem ég gat leikið
mér á tímunum saman.
Mér er ofarlega í huga þegar
ég lenti í bílslysi á bílnum hans
pabba, sem gjöreyðilagðist, og afi
var mættur daginn eftir til að
meta tjónið og hjálpa til við
tryggingarnar. Þetta skipti mig
miklu máli og sýndi svo vel að afi
var alltaf til staðar.
Afi var eins og klettur og jafn-
framt sterkasti maður sem ég hef
þekkt. Í gegnum erfið veikindi sín
kom ekki eitt augnablik þar sem
hann gafst upp og aldrei heyrðist
hann kvarta. Hann barðist allan
tímann. Lífsviljinn var svo mikill.
Daginn áður en hann fór, á
sunnudegi, sagðist hann geta
hlaupið upp á fjall á föstudaginn.
Elsku afi, þetta gerðist allt svo
skyndilega og það er erfitt að
sætta sig við það en lífið er óút-
reiknanlegt og öll eigum við í
vændum að lífinu ljúki að lokum.
Elín Inga.
Ein fyrsta minning mín er um
afa. Við stórfjölskyldan erum
mætt í jólaboð í Grundarási og
það kyngir niður svo miklum snjó
að við verðum öll veðurteppt. Afi
deyr ekki ráðalaus heldur sækir
gamla svarta Willys-jeppann,
sem hann geymdi í bílskúrnum,
og keyrir okkur öll heim. Ég man
eftir mér mjög lítilli, mun minni
en ég er í dag, hossast í faðminum
á mömmu aftur í, horfa út í bleika
snjóbirtu og sjá afa í bílstjórasæt-
inu, sá allra öruggasti bílstjóri
sem ég hef nokkurn tíma ferðast
með.
Þessi minning lýsir afa Haffa
mjög vel. Fyrir utan að eiga
traustan jeppa inni í bílskúr, sem
hann kunni örugglega einn að
keyra, er það einnig mjög dæmi-
gert að hann var sá sem bjargaði
jólanóttinni og kom öllum fjöl-
skyldumeðlimum heim til sín. Afi
var traustur eins og klettur á
neyðarstundum og reyndist
mörgum vel; ég á ekki bara sjálf
mínar sögur af afa bjarga málun-
um heldur hafa mér borist til
eyrna aðrar sögur, sögur úr
vinnunni og sögur frá nágrönnum
sem lýsa því hvernig afi var alltaf
til taks og tilbúinn að hjálpa.
Í æsku minni eyddi afi flestum
stundum í bílskúrnum í Grund-
arási. Ég man eftir honum í
bláum bifvélavirkjaslopp með
Benz-húfuna að dytta að bílum en
alltaf glaður að sjá okkur og tilbú-
inn að gera hlé á verkinu, draga
fram rauða nammidallinn og
bjóða, næla svo í eitt appelsínu-
gult hjól með Tryggingar-lím-
miða eða kassa-hjóla-bílinn sem
vakti alltaf eftirtekt og undrun, ef
til vill vott af öfund, hinna krakk-
anna í götunni. En þau þurftu
ekki að örvænta. Ef þau komu
við í skúrnum hjá afa Haffa lán-
aði hann þeim hann glaður. Því
afi var afskaplega barngóður og
tók vel á móti öllum þeim sem
komu í heimsókn, háum sem lág-
um, ferfætlingum jafnt þeim sem
ferðast um á tveimur jafnfljót-
um.
Afi var líka einstaklega lag-
hentur og var það auðséð hverj-
um þeim sem heimsótti ömmu og
afa í Látalætið. Enda var hann
alltaf að dytta að og dudda eins
og við Heiðar köllum það. Það
má með sanni segja að allt hafi
leikið í höndum hans. Þegar
hann var kominn á eftirlaun kom
hann öllum á óvart þegar hann
tók að smíða eða öllu heldur log-
sjóða alls konar falleg og nýmóð-
ins húsgögn, hillur og hluti, að
ógleymdum kertastjakanum úr
púströrinu sem Hafdís fékk frá
honum.
Þá var afi mikill smekkmaður
og snyrtilegur með eindæmum.
Alltaf vel til fara og hélt öllu, jafnt
heimili, bústað, bílum og verk-
stæði, skínandi hreinu og fínu.
Hann ilmaði líka alltaf vel og ég
mun alltaf tengja góða rakspíra-
lykt við minninguna um afa
Haffa. Eins hverfur það mér seint
úr minni þegar amma og afi komu
að heimsækja okkur Heiðar á
Lokastíginn og voru svo glæsileg
og flott, en þannig munu þau hafa
verið öll þau tæplega sextíu ár
sem þau voru saman.
Það er óraunverulegt að afi
skuli vera farinn frá okkur og
fráfall hans bar skjótt að. En ég
veit að minningin um góðan afa,
afa sem er okkur barnabörnun-
um góð fyrirmynd, lifir áfram.
Vera Knútsdóttir.
Elsku afi minn, nú ertu dáinn.
Kominn á þann stað sem allir
enda á.
Það er undarlegt og leiðinlegt
að hugsa til þess að ég kvaddi þig
í síðasta sinn á mánudaginn og
að þú komir aldrei aftur.
Þú átt aldrei aftur eftir að
spyrja hvenær ég komi næst í
heimsókn eftir að ég er búin að
vera hjá þér eða fara upp í sum-
arbústað með mér, bjóða mér
súkkulaðirúsínur, keyra mig á
milli staða eða segja mér hvað ég
eigi að gera þegar ég er í vand-
ræðum.
Þú varst mikill matmaður og
notaðir mikið af öllu sem var sett
á brauð eða kökur. Þér fannst
rjómi betri en flestum öðrum og
borðaðir hann með bestu lyst
með nánast öllum mat.
Ég man þegar ég var um átta
ára og við vorum heima á Garða-
torgi að fá okkur kex þegar þú
stingur upp á því að prófa súkku-
laðikex og lifrarkæfu saman.
Þetta fannst þér bara mjög gott
og ég hló mig máttlausa.
Þú varst sá sem ég gat treyst
fyrir öllu og sá sem kom mér til
að hlæja þegar mér leið sem
verst. Sagðir bara að þetta yrði
allt betra á morgun og gafst mér
súkkulaðirúsínur sem þú vildir
meina að læknuðu öll sár.
Mánudagskvöldið 26. septem-
ber var erfiðasta kvöld sem ég
hef þurft að upplifa í mínu stutta
lífi. Siggi bróðir ömmu sagði okk-
ur að nú værir þú hægt og rólega
að deyja.
Ég er mjög þakklát fyrir það
að þú varst ekki einn þegar þú
fórst, við vorum flest hjá þér sem
vorum þér kærust.
Ég fékk bara að þekkja í þig í
16 ár en ég er þakklát fyrir að
hafa átt þig að.
En nú kveð ég þig í síðasta
sinn.
Ég mun aldrei gleyma þér,
minningin um þig mun alltaf lifa.
Ég elska þig afi, við sjáumst.
Mig langar að enda á þessu
ljóði sem þú kenndir mér og
söngst alltaf fyrir mig.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa.)
Diljá.
Nú er kveðjustundin runnin
upp elsku afi minn. Þegar fallegu
minningarnar um þig streyma um
huga minn er mér efst í huga
þakklæti. Ég er þakklátur fyrir að
fá að vera barnabarnið þitt og ég
er þakklátur fyrir þá umhyggju og
hlýju sem ég hef notið af návist
þinni frá því ég var barn. Ég er
þakklátur Guði fyrir að leggja
ekki á þig lengri baráttu við veik-
indin en um leið svo sár því ég veit
að þú varst ekki tilbúinn að kveðja
okkur. Það eina sem ég get gert er
að leita huggunar í minningabrot-
um úr safni mínu og af þeim er ég
ríkur.
Ég lít til baka og minnist stund-
anna okkar í bílskúrnum í Grund-
arásnum, jeppaferðanna okkar
með ömmu, ævintýranna á vél-
sleðanum og ferðalaganna með
tjaldvagninn. Þú settir sterkan
svip á bernsku mína og fyrir það
er ég þér þakklátur.
Ég minnist þíns einstaka per-
sónuleika, hve góðhjartaður þú
varst og tilfinningaríkur. Þú varst
boðinn og búinn að rétta hverjum
sem þurfti hjálparhönd og máttir
ekkert aumt sjá. Þrautseigjan var
einkennandi þáttur í fari þínu, þú
varst hörkuduglegur og tókst á við
verkefnin með jákvæðni og yfir-
vegun að leiðarljósi. Í viðhorfum
þínum til lífsins sé ég gildi sem ég
hef reynt að tileinka mér. Ég
þakka þér fyrir að vísa mér leiðina
að þeim.
Í sumarbústaðnum okkar átt-
um við saman ómetanlegar stund-
ir. Þar undir þú þér best og þaðan
á ég margar fallegar minningar
um þig, yfirleitt með fráhneppta
skyrtu, kaffibolla í annarri hend-
inni og kíkinn í hinni. Þar naut ég
góðs af áhuga þínum á sagnfræði
sem fór vel saman við frásagnar-
hæfileika þína.
Ég er einnig þakklátur fyrir
hönd sona minna sem fengu að
upplifa einstakt samband við lang-
afa sinn. Tíminn sem við fjölskyld-
an dvöldum í Garðatorginu er
okkur fjölskyldunni dýrmætur.
Strákarnir vildu ævinlega heim-
sækja afa sinn og ömmu þegar
þeir komu úr dagvistun og þú
sýndir ekki minni áhuga á sam-
neyti við þá þegar þú raukst fram
á gang á morgnana til að heilsa
þeim, gauka að þeim rúsínum og
ganga úr skugga um að þeir
kæmu í heimsókn þegar dagvist-
uninni lyki. Það yljaði mér um
hjartarætur þegar ég gerði mér
grein fyrir því að synir mínir litu
langafa sinn sömu augum og ég
hef alla tíð gert.
Ég kveð þig með söknuði elsku
afi minn. Ég óskaði þess svo inni-
lega að við fengjum lengri tíma
saman og að synir mínir fengju að
njóta návistar þinnar lengur. Því
var ekki ætlað að verða og þótt ég
sætti mig ekki við orðinn hlut þá
getum við feðgar lítið gert nema
halda á lofti minningunum um
uppáhaldið okkar allra.
Elsku amma. Þú ert búin að
vera kletturinn hans afa á þessum
efiðu tímum. Ég bið Guð að
vernda og styrkja þig og alla þá
sem syrgja fráfall elskulegs afa
míns.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Baldur Örn Arnarson.
Það er mikið sem ég sakna þín,
elsku afi. Ég sakna þess að geta
ekki knúsað þig og kysst og rætt
við þig um allt milli himins og jarð-
ar. Ég sakna þess að geta ekki
sest hjá þér í hvítu hægindastól-
ana og hlustað á þig segja sögur,
lesa Fréttablaðið eða farið yfir
auglýsingapésa til að athuga hvort
ekki sé eitthvert gott tilboð í gangi
sem vert væri að stökkva á, þá
sérstaklega í Europris.
Það er svo margt sem ég er
þakklát fyrir, elsku afi.
Ég er þakklát fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman í
Grundó og á Garðatorgi. Það var
alltaf jafn notalegt að koma í
heimsókn til ykkar ömmu enda
tókuð þið alltaf á móti mér með
opnum örmum frammi á palli og
oftast nær með nýbakað brauð á
boðstólum.
Ég gleymi aldrei ísköldu
súkkulaðikúlunum sem ég borðaði
upp úr rauða boxinu. Boxinu sem
þú geymdir í litla ísskápnum í bíl-
skúrnum. Ég minnist stundanna
sem við áttum saman uppi á sjón-
varpshæðinni í Grundó. Þar sát-
um við og horfðum á fréttirnar,
Lottó, Spaugstofuna o.fl., þú með
bjór og ég með krakkabjór (epla-
safa). Ef ég var heppin þá fékk ég
líka ís með súkkulaðiísingu. Ég
minnist þess að sofna vært uppi í
rúmi hjá ykkur ömmu út frá sög-
unni um Búkollu og hrotunum í
þér. Síðan vaknaði ég morguninn
eftir við fréttaupplestur, það fór
ekki nokkur einasti fréttatími
framhjá þér.
Ég er þakklát fyrir öll ferðalög-
in sem ég fór í með ykkur ömmu á
mínum yngri árum. Ég ferðaðist
mikið með ykkur um Ísland. Þá
sat ég í aftursætinu með minn
nammipoka og var spurð spjörun-
um úr: „Kolla, hvaða fjall er þetta?
Kolla, hvaða á er þetta?“ Í landa-
fræði varstu góður, þekktir alla
staði og staðhætti og fylltir mig
fróðleik á ferðalögum okkar. Þá er
ég sérstaklega þakklát fyrir ferð
okkar austur á Borgarfjörð eystri
í sumar.
Ég er þakklát fyrir stundirnar
sem við áttum saman á ferðalög-
um okkar erlendis. Ég gleymi því
aldrei þegar þú stakkst þér til
sunds í Portúgal hér um árið.
Margar sögur hafði ég heyrt frá
sundtíð þinni með Ármanni en
þarna sáum við barnabörnin, með
okkar eigin augum, hversu flottur
sundgarpur þú varst.
Ég er þakklát fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman í Láta-
læti. Þar leið þér vel og þar vildir
þú vera flestum stundum. Ég á
eftir að sakna þess að fá ekki yl-
volgt afabrauð í hádeginu þegar
ég dvel í Látalæti í framtíðinni og
heyra hljóminn af hverjum frétta-
tímanum á fætur öðrum berast
fram í stofu.
Elsku afi, þú varst afar hjálp-
samur og góður maður. Ég er
virkilega þakklát fyrir alla hjálp-
ina og stuðninginn sem þú veittir
mér í gegnum tíðina. Þú varst allt-
af reiðubúinn að hjálpa þeim sem
leituðu til þín. Það þurfti bara eitt
símtal og þú varst mættur á stað-
inn, sérstaklega ef það varðaði
bíla, hvort sem það voru viðgerðir,
þvottur eða bílakaup.
Elsku afi harðjaxl, ég tel mig
mjög lánsama að hafa átt þig að.
Það er sárt að horfa á eftir þér en
eftir stend ég með góðar minning-
ar um yndislegan afa. Ég mun
aldrei gleyma þér og þínum ynd-
islega kaldhæðnislega húmor.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Þín
Kolbrún (Kolla yngri.)
Axel Örn elskar afa sinn svo
heitt. Ég heyrði líka að pabbi fór
að gráta þegar hann sagði mér að
afi væri að fara að deyja. Afi var
svo góður og skemmtilegur að ég
fór líka að gráta. Ég veit að amma
Kolla grætur líka því hún var kon-
an hans afa.
Ég segi bænirnar fyrir hann
afa alltaf þegar ég fer að sofa því
núna er hann engill á himninum.
Ég vildi alltaf vera svo góður við
afa því hann var svo góður við mig.
Lífið var allt svo fallegt með afa
og ég gat ekkert annað en grátið
þegar hann dó.
Ef hann getur komið í heim-
sókn, svona ósýnilegur, þá ætla ég
Hafsteinn Sölvason
✝
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir
okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HREINN ÞORVALDSSON
múrarameistari,
Kleppsvegi 82,
Reykjavík,
sem lést í faðmi ástvina sinna á Landspítalanum við Hring-
braut mánudaginn 26. september, verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 5. október kl. 13.00.
Guðrún Sigurborg Jónasdóttir,
Eygló Ebba Hreinsdóttir, Sigurjón Grétarsson,
Hrafnhildur Hreinsdóttir,
Ingvar Hreinsson, Jóna Laufey Jóhannsdóttir,
Þorvaldur Hreinsson, Oddný Vala Kjartansdóttir,
Jóhanna Hrund Hreinsdóttir,
Ásgerður Jóna Flosadóttir, Jóhannes Gunnarsson,
Stefanía Þóra Flosadóttir, Halldór Þórhallsson,
Ellen Flosadóttir, Bolli Bjarnason,
Guðvin Flosason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför ástkærs bróður okkar,
GUNNARS RUNÓLFSSONAR,
Strönd.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla
fyrir einstaka umönnun og hlýju liðinna ára
og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir hjúkrun síðustu
vikurnar.
Guð blessi ykkur öll.
Loftur Runólfsson,
Guðlaug Runólfsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA J. JAKOBSDÓTTIR,
Víðivangi 12,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 2. október.
Jóhann G. Bergþórsson, Arnbjörg G. Björgvinsdóttir,
Kristján G. Bergþórsson, Sóley Örnólfsdóttir,
Bergþóra M. Bergþórsdóttir, Björn Sveinsson,
Steindóra Bergþórsdóttir, Sæmundur Stefánsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.