Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður miðvikudaginn 5. októ- ber kl. 15.15 í húsi Nátt- úrufræðistofnunar í Urr- iðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Að þessu sinni verður ekki um hefðbundið fræðsluerindi að ræða heldur verður á gam- ansaman hátt rifjaður upp sá stóratburður þegar risaskjald- baka kom að landi á Hólmavík árið 1963. Skjaldbakan var tveir metrar og 375 kg og þótti mikið sæskrímsli. Fluttur verður einleikur sem ber heit- ið Skjaldbakan en verkið er flutt af Smára Gunnarssyni leikara og samið í samstarfi við leikstjórann Árna Grétar Jóhannsson. Skjaldbakan er varðveitt á Náttúrufræðistofn- un Íslands og verður hún á staðnum meðan á sýningu stendur. Skjaldbaka á Hrafnaþingi Daniel Miller er prófessor í mann- fræði við University College í Lund- únum heldur erindi um Facebook og stafræna mannfræði í stofu 104 á Há- skólatorgi í dag kl. 15-17. Miller gerir grein fyrir fyrstu mannfræðirannsókninni á afleið- ingum Facebook-notkunar sem var gerð á Trinidad. Gefa niðurstöðurnar til kynna að notkun tengslasíða muni breytast töluvert í framtíðinni Stafræn mannfræði STUTT BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Jarðvangurinn sem stofnaður hef- ur verið í þremur sveitarfélögum á Suðurlandi og kenndur er við Kötlu er í grunninn byggðaþróun- arverkefni, til þess gert að efla bú- setu á þessu svæði. Aðild jarð- vangsins að evrópsku Geopark- samtökunum er gæðastimpill fyrir svæðið sem áfangastað. Framund- an er uppbygging ferðamanna- staða og fræðslustarfsemi, meðal annars með stuðningi Evrópusam- bandsins. Jarðvangurinn Katla nær yfir þrjú sveitarfélög, Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaft- árhrepp. Innan hans eru þekkt náttúruundur svo sem eins og Eyjafjallajökull, Katla, Dyrhólaey og Lakagígar. Náttúran hefur svo sannarlega látið finna fyrir sér á þessu svæði eftir að byrjað var að ræða um jarðvanginn. Skapa fleiri heilsársstörf „Þetta er tilraun til að snúa við neikvæðri íbúaþróun á þessu svæði með því að nýta sérstæða náttúru til að skapa fleiri heilsárs- störf,“ segir Sigurður Sigursveins- son, framkvæmdastjóri Háskóla- félags Suðurlands, sem unnið hefur að stofnun jarðvangsins með fulltrúum stofnana og sveitarfélag- anna. Þessi sveitarfélög hafa lagt áherslu á uppbyggingu ferðaþjón- ustu. Sigurður segir vonast til að jarðvangurinn dragi að gesti allt ár- ið og skapi þannig grundvöll at- vinnu allan ársins hring. Þá er fræðsluþátturinn mikilvæg- ur, að veita skólahópum og ferða- fólki upplýsingar um náttúru svæð- isins og sögu. Unnið hefur verið að útfærslu hugmynda um jarðvanga eða eld- fjallagarða á nokkrum stöðum á landinu. Sunnlendingar voru fyrstir til að sækja um aðild að evrópsku Geopark-samtökunum sem veita jafnframt aðild að alþjóðlegum samtökum sem Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, stendur að. Umsóknin var vel unnin og var garðinum veitt aðild að sam- tökunum í fyrstu atrennu. Sigurður segir að aðildin sé viss gæðastimpill fyrir svæðið sem áfangastað. Sótt til Evrópusambandsins Nú þarf að taka til hendinni til að fylgja þessu eftir. Grunnaðstöðu vantar á nokkrum fjölsóttum ferða- mannastöðum og bæta þarf aðstöðu víðar. Koma þarf upp göngustígum og setja upp skilti. Þá þarf að taka saman fræðsluefni til að nota við móttöku skólahópa og almennings. Loks þarf að efla heimamenn sjálfa til leiðsagnar og það starf er hafið. Katla jarðvangur hefur verið val- inn sem tilraunaverkefni í byggða- þróun sem Evrópusambandið hyggst styrkja með 560 þúsund evra framlagi á næstu tveimur ár- um. Sigurður tekur fram að ekki hafi verið gengið frá samningum við ESB en að þetta samstarf yrði mik- ilvægt fyrir uppbygginguna og kæmi á nákvæmlega réttum tíma, til að fylgja eftir aðild jarðvangsins að evrópsku samtökunum. Morgunblaðið/Júlíus Jarðminjar Eldgosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum skilja eftir sig jarðminjar. Þær eru til þess fallnar að draga athyglina að jarðfræði svæðisins. Náttúran skapar störf  Suðurströndin hefur fengið gæðastimpil með aðild Kötlu jarðvangs að evrópsku Geopark-samtökunum  ESB býðst til að styrkja uppbygginguna „Við höfum trú á þessum jarð- vangi,“ segir Sigurður Arnar Sverrisson, bóndi á Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri. Þau hjónin, Sigurður og Kristbjörg Hilmarsdóttir, bjóða gistingu í íbúðarhúsi á bænum. Þykkvabæjarklaustur er í miðjum jarðvanginum og landið hefur orðið fyrir miklum áhrif- um af eldgosum og jökulflóðum. Stutt er í þekkta ferða- mannastaði auk þess sem Þykkvabæjarklaustur og ná- grenni þess er ríkt af sögu. Þetta hyggjast þau nýta sér við eflingu ferðaþjónustunnar, með- al annars með því að bjóða fræðslutengdar gönguferðir um nágrennið. EFLA FERÐAÞJÓNUSTU Á ÞYKKVABÆJARKLAUSTRI Gamalt Litskrúðugir braggar á Þykkvabæjarklaustri geta nýst við ferðaþjónustu. Myndin var ekki af höfundi greinarinnar Okkur varð illa á í messunni í gær en þá birtum við grein eftir Mar- gréti Jónsdóttir sem býr uppi á Skaga. Greinin ber yfirskriftina Enn um land- búnað og var sett mynd af Margréti Jónsdóttur fóta- aðgerðafræðingi með greininni. Um leið og við biðjum konurnar sem og lesendur velvirðingar látum við fylgja mynd af réttum höfundi greinarinnar. Margrét Jónsdóttir LEIÐRÉTT Miðvikudaginn 5. október er al- þjóðlegi „Göng- um í skólann dagurinn“ hald- inn hátíðlegur víða um heim. Um leið lýkur formlega verk- efninu Göngum í skólann hér á landi. Er þetta í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu. Í ár tóku 59 skólar um allt land þátt í verkefninu. Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig það hefur farið fram í þátttökuskólunum er að finna á heimasíðu þess www.gongumiskol- ann.is. Göngum í skólann Gengið Ung skóla- börn á Akureyri. Höfum trú á jarðvanginum Ný sending Gallabuxur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Háar í mittið Stærði r 34 - 52 Fyrir árshátíðina Ótrúlegt úrval af glæsi- legum kjólum St. 36-48 Laugavegi 54, sími 552 5201 Fleiri myndir á facebook Vertu vinur Laugavegi 63 • S: 551 4422 Á LAXDAL VETRAFATNAÐI Í KJÖRGARÐI 2. HÆÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM VETRAR FATNAÐI 30%-50%-70% AFSLÆTTIR VETRAKÁPUR - VETRARÚLPUR - ULLARJAKKAR - PEYSUR - SKINN O. M.FL OPIÐ 13-18 LÝKUR 15. OK T ENN MEIRA ÚRVAL HAUSTMARKAÐUR LAGERSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.