Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Bleikt Í tilefni af bleiku slaufunni, átaki Krabbameinsfélags Íslands, er efsta hæð Höfðatorgs böðuð bleiku ljósi. Mun ljósið skína eins og árvekniviti yfir borginni allan októbermánuð. Árni Sæberg New York. | Seint í næsta mánuði fæðist barn – sjömilljarðasti þegn jarðarinnar. Við munum aldrei vita hvaða aðstæður hann eða hún fæðist í. Við vitum að barnið kem- ur inn í heim víð- tækra og ófyrir- sjáanlegra breytinga – í umhverfismálum, efnahagsmálum og í heimspólitíkinni, auk tæknilegra og lýðfræðilegra breytinga. Íbúafjöldi heimsins hefur þre- faldast frá því að Sameinuðu þjóð- irnar voru stofnaðar árið 1945. Og aðildarríkjunum heldur áfram að fjölga, með aukinni ásókn í land, orku, matvæli og vatn. Efnahagur heimsins getur einnig af sér þrýst- ing: vaxandi atvinnuleysi og sam- félagslegan ójöfnuð, auk þess sem fram koma ný efnahagsleg stór- veldi. Öll þessi þróun verður til þess að örlög og framtíð sjö milljarða íbúa jarðarinnar tvinnast meira saman en nokkru sinni fyrr. Engin þjóð getur leyst alþjóðleg vanda- mál 21. aldarinnar ein síns liðs. Það er allsherjarþörf fyrir al- þjóðlegt samstarf. Á 66. fundi alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna gefst nýtt tækifæri fyrir ríki heims til að leggja þrönga skamm- tímahagsmuni til hliðar og skuld- binda sig til að vinna saman að brýnustu langtímaúrlausnarefnum mannkynsins. Á tím- um þegar allar þjóðir standa frammi fyrir sérstökum vanda- málum þurfum við að semja sameiginlega verkaskrá, sem nær til alls heimsins og getur hjálpað okkur að tryggja að sjömillj- arðasta barnið og komandi kynslóðir al- ist upp í heimi sem einkennist af var- anlegum friði, hag- sæld, frelsi og réttlæti. Til að stuðla að þessari framtíð ætla ég að helga annað kjörtímabil mitt sem framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna fimm alþjóðlegum og ófrávíkjanlegum skyldum – fimm tækifærum kynslóðanna til að móta heim framtíðarinnar með ákvörðunum sem við tökum núna. Fyrsta og mikilvægasta skyldan er að tryggja sjálfbæra þróun. Við verðum að skilja að það að bjarga jörðinni, uppræta fátækt og stuðla að auknum hagvexti er sama bar- áttan. Við þurfum að tengja saman loftslagsbreytingar, vatnsskort, orkuskort, alþjóðleg vandamál í heilbrigðismálum, matvælaöryggi og jafnrétti kynjanna. Lausnir á einu vandamálanna þurfa að fela í sér lausnir á þeim öllum. Á næstu fimm árum er þörf á nýrri efnahagslegri sýn til að tryggja sjálfbæra þróun og sam- staða þarf að nást um bindandi sáttmála gegn loftslagsbreyt- ingum. Til að stuðla að hagvexti, ná þúsaldarmarkmiðum Samein- uðu þjóðanna og berjast gegn loftslagsbreytingum er þörf á nýju kerfi í orkumálum fyrir 21. öldina og færa það út til alls mannkyns- ins. Forvarnir sem burðarstoð al- þjóðlegs samstarfs fela í sér annað tækifæri. Í ár er gert ráð fyrir því að ráðstöfunarfé SÞ til friðargæslu nemi alls átta milljörðum dollara [um 940 milljörðum króna]. Hugs- ið ykkur hversu mikið fé við get- um sparað með því að fyrirbyggja átök – með því m.a. að senda póli- tískar sáttanefndir frekar en her- menn. Við vitum hvernig hægt er að gera þetta. Störf okkar sanna það – í Gíneu, Kenía og Kirgistan. Þriðja skyldan er að byggja upp öruggari heim. Til þess þurfum við að sýna hugrekki í því að taka málstað lýðræðis, mannréttinda og friðar. Í ár náðist mikilvægur ár- angur í baráttunni fyrir friði – á Fílabeinsströndinni, í Darfur, Egyptalandi og víða. En hatur og blóðsúthellingar standa enn í vegi fyrir friðarsýn okkar. Við þurfum að binda enda á þrá- teflið í Mið-Austurlöndum. Palest- ínumenn verðskulda ríki. Ísraelar þurfa öryggi. Báðar þjóðirnar vilja frið. Hægt er að ná þessu fram með samningum og Sameinuðu þjóðirnar eru vettvangur til að tryggja slíkan frið. Við höldum einnig áfram til- raunum okkar til að tryggja lýð- ræði í Írak, Afganistan, Austur- Kongó og Síerra Leóne. Og í nafni alls mannkynsins ætlum við að halda áfram að beita okkur fyrir kjarnorkuafvopnun og hindra út- breiðslu kjarnavopna, með það að markmiði að heimurinn verði að lokum laus við kjarnavopn. Fjórða stóra tækifærið felst í því að styðja ríki sem ganga í gegnum umskipti. Atburðirnir áhrifamiklu í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum í ár hafa hvatt fólk úti um allan heim til dáða. Við skulum stuðla að því að arabíska vorið verði tímabil vonar fyrir alla. Í Líbíu eru Sameinuðu þjóðirnar með stuðningshóp sem á að hjálpa bráðabirgðastjórn landsins við að búa til nýtt stjórnkerfi og rétt- arkerfi sem samræmist vilja líb- ísku þjóðarinnar. Sýrland er sér- stakt áhyggjuefni. Þar höfum við séð vaxandi ofbeldi og kúgun síð- ustu sex mánuði. Stjórnin hefur ítrekað lofað að koma á umbótum og hlusta á fólkið. Það hefur hún ekki gert. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Ofbeldinu verður að linna. Síðast en ekki síst ber okkur skylda til að vinna með konum og ungmennum og í þágu þeirra. Konur halda uppi helmingi him- insins og ónýttir möguleikar heimsins eru að miklu leyti fólgnir í konum. Við þörfnumst fullrar þátttöku þeirra – í stjórnsýslunni, viðskiptum og öllu samfélaginu. Sameinuðu þjóðirnar leggja mikla áherslu á að efla og auka áhrif kvenna á öllum stigum í starfsemi samtakanna og í ár starfar stofn- unin UN Women í fyrsta skipti úti um allan heim í þágu kvenna. Sjö milljarðar manna horfa nú til Sameinuðu þjóðanna í von um lausnir á mikilvægustu úrlausn- arefnum heimsins. Þetta fólk er af ólíkum trúarbrögðum og með mis- munandi bakgrunn en á sér sam- eiginlega drauma. Til að tryggja framtíð alls mannkynsins þarf að sameina þessa ólíku hæfileika og algildu réttindi í einn málstað. Við þurfum að hefjast handa við sam- eiginlega verkaskrá í þágu alls heimsins. Eftir Ban Ki-moon » Á tímum þegar allar þjóðir standa frammi fyrir sérstökum vandamálum þurfum við að semja sameiginlega verkaskrá, sem nær til alls heimsins og getur hjálpað okkur að tryggja að sjömillj- arðasta barnið og komandi kynslóðir alist upp í heimi sem einkennist af varanlegum friði, hagsæld, frelsi og réttlæti. Ban Ki-moon Ban Ki-moon er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. ©Project Syndicate, 2011. www.project- syndicate.org Alþjóðleg verkaskrá fyrir sjö milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.