Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið/Eggert Nauthólsvík Sumarið var sólríkt í borginni og sólskinsstundir margar. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sólskinsstundir í Reykjavík mæld- ust 836,5 í sumar en það er 224 stundum umfram meðallag. Segja má að sólar hafi notið meira en mán- uði lengur þetta sumar, þ.e. júní til september, heldur en venjulegt er, enda hefur annað eins sólskins- sumar ekki komið síðan 1929. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings um veðrið í sumar. Á Norðurlandi var ekki jafn bjart. Þannig voru sól- skinsstundirnar á Akureyri í sumar 10 færri en í meðalári. Sumarið var hlýtt suðvestanlands. Meðalhiti í Reykjavík var 1,2 stigum ofan meðallags og er þetta sumar í 17. sæti frá upphafi mælinga hvað hlýindi varðar. Jafnframt kemur fram í yfirlitinu að þetta er 20. sum- arið í röð sem hiti er yfir meðallagi í Reykjavík. Um norðvestanvert land- ið var hiti 0,7 til 0,8 stigum ofan með- allags en kólnaði að tiltölu austur eftir Norðurlandi. Munar þar mest um óvenjukaldan júnímánuð. Á Ak- ureyri var hiti aðeins 0,1 stigi ofan meðallags, lítillega kaldara var sum- arið 2005. Hiti var einnig 0,1 stigi of- an meðallags á Dalatanga, en 0,4 stigum undir því á Egilsstöðum. Úrkoma í Reykjavík var aðeins 68% af meðalúrkomu og er þetta þar með þurrustu sumrum síðan 1985. Á Akureyri var úrkoman 87% af með- alúrkomu. Þar var úrkomusamt í júní og september en sérlega þurrt í júlí. Fyrstu 9 mánuðir ársins hafa verið hlýir á landinu. Meðalhiti í Reykjavík er 1,2 stigum ofan með- allagsins 1961 til 1990, 1,1 ofan við í Stykkishólmi og á Akureyri 0,9 stig- um yfir sama viðmiði. Nýliðinn september var hlýr hér á landi en votviðrasamur. Hiti var vel yfir meðallagi í öllum landshlutum og hlýjast að tiltölu varð suðvest- anlands. Meðalhiti í Reykjavík var 9,4 stig og er það 2,1 stigi yfir meðallagi ár- anna 1961 til 1990. Er mánuðurinn sá 14. í röðinni af 141 ári síðan mæl- ingar hófust. Á Akureyri var með- alhitinn 7,9 stig. Er það 1,5 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 9,1 stig og 9,3 á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Sólríkasta sumarið í höfuðborginni í 82 ár  Sólskinsstundir í Reykjavík í sumar voru 224 umfram meðallag  20. sumarið í röð þar sem hiti er yfir meðallagi í höfuðborginni  Nýliðinn september var mjög hlýr en votviðrasamur á landinu öllu BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Náttúrlega er mikilvægt að fá þessa liði út því þeir voru svo óljósir að ekki var hægt að átta sig á því hvern- ig bregðast ætti við þeim,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, en Landsdómur vísaði í gær frá dómi tveimur fyrstu ákæruliðun- um á hendur honum. Eftir standa fjórir ákæruliðir sem ljóst er að fara fyrir dóm. Aðalmeðferð í málinu er ráðgerð snemma á næsta ári. Krafa var gerð um það að málinu yrði vísað frá í heild, m.a. vegna þess að engin sakamálarannsókn hafi far- ið fram. Landsdómur féllst ekki á rök verjenda Geirs en bendir á í úr- skurði sínum að „[r]eynist mat ákær- anda, sem ákvörðun um útgáfu ákæru er reist á, rangt og í ljós kem- ur við meðferð máls fyrir dómi að á skorti að það sé nægilega upplýst eða rennt sé nægum stoðum undir sakargiftir á hendur ákærða til að þær teljist sannaðar, ber ákæruvald- ið halla af því með þeim hætti að ákærði verður sýknaður af sakar- giftunum. Er sú niðurstaða ákærða hagfelldari en frávísun máls, sem getur leitt til þess að bætt sé úr ann- mörkum á máli og ákært að nýju“. Einnig var frávísunarkrafa reist á því að slíkir annmarkar væru á ákærunni að ekki væri hægt að halda uppi viðhlítandi vörnum í málinu. Landsdómur féllst ekki á það og seg- ir í úrskurðinum að þegar efni ákær- unnar er metið heildstætt verði það skiljanlegt og ekki sé þörf á almenn- um rökstuðningi í henni. Gat ekki undirbúið vörn Engu að síður kemst Landsdómur að þeirri niðurstöðu að fyrsti liður ákærunnar fullnægi ekki þeim kröf- um sem gerðar eru í lögum um með- ferð sakamála „um að greina svo glöggt sem verða má hver sú hátt- semi er sem ákært sé fyrir, enda verður að fallast á með ákærða að honum sé þess ekki kostur að und- irbúa vörn sína gegn svo almennt orðuðum sökum“. Í ákæruliðnum er Geir borinn sök- um um almenna vanrækslu en ekki lýst einstökum brotum sem hann á að hafa framið eða tilgreint til hvaða aðgerða hann hafi átt að grípa svo hann yrði ekki sakaður um þá van- rækslu. Þá vísaði Landsdómur einnig frá dómi ákærulið 1.2 en í honum er Geir ákærður fyrir að hafa látið „undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráð- herra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjár- málaáfalli“. Í úrskurðinum segir Landsdómur að sú háttsemi að láta ekki vinna um- rædda greiningu geti ekki talist ein út af fyrir sig refsiverð. „Nauðsyn- legt hefði því verið að rökstyðja frek- ar í ákæru til hvers mætti ætla að slík heildstæð greining hefði nýst og hverju hefði mátt forða hefði hún verið gerð.“ Andri segir að þeir ákæruliðir sem standi eftir séu afmarkaðir og betra sé þeim að verjast. „Málið þarf ekki að snúast um þessi allsherjarvið- brögð sem maður hafði áhyggjur af að þurfa að verjast, því þar var eig- inlega öll hagsagan undir. Gallinn við þá liði sem eftir standa eru að í þeim eru notuð hugtök eins og „virkar að- gerðir“. Landsdómur virðist ekki telja að það þurfi að útskýra það nánar en ég geri við það verulega fyrirvara. Það er mjög óljóst hvað fellur undir „virkar aðgerðir“.“ Vildi vísa allri ákærunni frá Einn dómari, Ástríður Grímsdótt- ir, skilaði sératkvæði. Hún var þeirr- ar skoðunar að vísa bæri málinu í heild frá dómi, af þeirri ástæðu að Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksókn- ari Alþingis, væri vanhæf í málinu vegna aðkomu sinnar að því á fyrri stigum. „Verður ráðleggingum sér- fræðings á fyrri stigum málsins öld- ungis jafnað við stöðu mats- eða skoðunarmanns […] enda var þings- ályktunartillagan, sem síðan var samþykkt af Alþingi, meðal annars byggð á þeim grunni sem saksóknari Alþingis lagði til sem sérfræðingur,“ segir í sératkvæðinu. Ástríður taldi því að Geir gæti með réttu dregið óhlutdrægni Sigríðar í efa vegna að- komu hennar við að leggja grunn að þingsályktun Alþingis. Jafnframt taldi hún að leggja ætti allan sakarkostnað í málinu, níu milljónir króna, á ríkissjóð. Málinu vísað frá að hluta  Fyrstu tveimur ákæruliðum í máli á hendur Geir H. Haarde vísað frá Landsdómi  Verjandi Geirs telur frávísunina mikilvæga enda hafi ákæruliðirnir verið óljósir Ákæran » Málið var höfðað á hendur Geir fyrir „brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi í embættisfærslu hans sem forsætisráðherra“. » Við þingfestingu málsins 7. júní sl. neitaði Geir sök í öllum atriðum. Þá krafðist hann þess að málinu yrði vísað frá við þinghald 5. september. » Nú er ljóst að orðið var við þeirri kröfu að hluta. Morgunblaðið/Golli Þinghald Fimmtán dómara Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra. Morgunblaðið/Golli Skoðað Andri Árnason og Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. „Þetta breytir ekki miklu fyrir undirbúning máls- ins og máls- meðferðina,“ segir Sigríður J. Frið- jónsdóttir, sak- sóknari Alþingis, í samtali við frétta- vef Morgunblaðs- ins, mbl.is. „Það eru þarna tveir lið- ir sem Landsdómur telur að hafi ekki verið nægilega skýrir. Fyrri liðurinn, þ.e. fyrsti liður ákærunnar, er til fyll- ingar öðrum ákæruliðum eða eins og segir í úrskurðinum, „litið verði á hina almennu lýsingu á þessum lið sem hluti af ákæru í öðrum liðum hennar“. Þetta er því ekki sjálfstætt ákæruefni að mati Landsdóms. Seinna atriðið, liður 1.2. í ákærunni, fer út en Landsdómur telur að hann heyri að hluta til undir annan ákæru- lið.“ Sigríður segir að Landsdómur hafi farið í gegnum allar röksemdir verj- anda Geirs um galla á málsmeðferð- inni og segir málið því komið í skýrari farveg. Breytir ekki miklu um málsmeðferð Saksóknari segir mál- ið í skýrari farvegi Sigríður J. Friðjónsdóttir „Ég lít á [frávís- unina] sem áfangasigur því um er að ræða tvo veigamestu ákæruliðina og jafnframt þyngstu sak- argiftirnar. Ég og lögmaður minn höfðum á hinn bóginn talið tilefni til að vísa málinu frá í heild og að því leyti veldur nið- urstaðan vonbrigðum,“ segir Geir H. Haarde í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum síðdegis í gær. Geir segir að nauðsynlegt hafi ver- ið að kalla fram með frávísunarkröfu ákvörðun dómsins um það hvort málsmeðferð hafi uppfyllt skilyrði laga. „Það var nauðsynlegt m.t.t. þess hvernig staðið verður að meðferð mála sem þessara í framtíðinni.“ Geir segist sem fyrr bera fullt traust til réttarkerfisins og þess albú- inn að sýna fram á sakleysi sitt við meðferð málsins. „Ég verð þá loks yf- irheyrður fyrir dómi ásamt tugum annarra einstaklinga sem málinu tengjast. Vonandi gengur þá greið- lega að leiða hið sanna í ljós í málinu.“ Áfangasigur en vonbrigði Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.