Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 skarst í leikinn áður en eldurinn varð að báli. Svo virðist sem áætlunarflugi Flugfélagsins hafi verið beint yfir Austurvöll því að minnsta kosti þrjár farþegavélar merktar fyrirtækinu flugu beint yfir alþingishúsið svo mikill hávaði skapaðist. Fólk úr öllum stigum samfélags- ins virtist þarna samankomið og á dreifðum aldri. Mótmælaspjöld voru áberandi og á þau var búið að rita skilaboð ætluð ráðamönnum Íslands. Slagorð á borð við „Ég borða ekki fögur fyrirheit“, „Þarf ég að flytja úr landi til að eign- ast mannsæmandi líf?“, „Þjóðinni blæðir út“ og „Lýðræði – réttlæti“ mátti sjá á Austurvelli í gærkvöldi. Mótmælin fóru að mestu friðsam- lega fram en þó voru einhverjir sem grýttu eggjum og öðru matarkyns í átt að alþingishúsinu. Morgunblaðið/Júlíus Austurvöllur Mótmælendur stóðu flestir við girðingu sem sett hafði verið upp framan við þinghúsið. Nokkrir kveiktu á blysum og tunnur voru barðar. Friðsamlegur hávaði  Vel á annað þúsund manns kom saman til að mótmæla á Austurvelli  Mótmæl- in fóru að mestu friðsamlega fram  Fólk úr flestum stéttum samfélagsins mætti BAKSVIÐ Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Vel á annað þúsund manns safnaðist saman fyrir framan Alþingi á Aust- urvelli í gærkvöldi í tilefni af stefnu- ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra. Þingfundurinn hófst rétt fyrir klukkan átta, en töluverður fjöldi mótmælenda var kominn nokkru fyrir þann tíma. Eftir því sem leið á kvöldið fjölgaði fólki og hávaðinn magnaðist. Flugeldar og flugvélar Búið var að koma fyrir fjölda tómra tunna sem fólk barði á svo glumdi um allan miðbæinn. Flugeld- um var skotið upp og eldur lagður að vörubretti úr tré, en lögreglan ,,Ég er að mót- mæla því að búið er að rústa öllu hjá heimilunum. Margt fólk er bú- ið að missa aleig- una og það er ekkert verið að gera fyrir þetta fólk,“ sagði Guð- mundur Ingi Kristinsson. Hann sagðist vera búinn að fá nóg, en Guðmundur er einn þeirra sem eru búnir að missa mikið. ,,Ég er búinn að missa íbúðina mína og það eina sem ég gerði er að ég lenti í umferðarslysi og er í dag 100% öryrki. Það var 82 ára gamall maður sem ók yfir á öfugan veg- arhelming og keyrði bílinn minn í klessu. Þetta gerðist fyrir 10 árum og ég er búinn að fá allt í allt 400 þúsund í bætur.“ Bara glæpamenn sem fá gjafsókn ,,Ég er búinn að bíða og bíða og biðja um gjafsókn. Þeir lofa öllu fögru, en það gerist ekki neitt. Ög- mundur lofaði mér gjafsókn og það gerist ekkert. Öllu er logið og fals- að. Það fær enginn gjafsókn í dag nema glæpamenn.“ Missti íbúðina sína eftir að hafa lent í bílslysi Guðmundur Ingi Kristinsson Ein þeirra sem létu í sér heyra í mótmælunum á Austurvelli í gær var Elínborg Valdórsdóttir. Hún mótmælti að eigin sögn þeirri meðferð sem gamla fólkið, ör- yrkjarnir og fátæka fólkið hefur sætt. „Það er búið að fara svo illa með gamla fólkið, öryrkjana og fátæka fólkið, taka af því eigur og mér finnst það vera óréttlæti,“ sagði Elínbjörg, sem stóð í fremstu röð mótmælenda. Hún sagði jafnframt að boða þyrfti til kosninga strax. „Leyfið okkur að kjósa strax. Út með þessa ríkisstjórn.“ „Leyfið okkur að kjósa strax“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Læti Elínborg lét í sér heyra á Austurvelli. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Enn er ekkert farið, nema smávegis til Jap- ans, en það getur komið pöntun á morgun. Ég hef ennþá trú á þessu,“ segir Jón Árni Sig- urðsson, eigandi Gullsteins á Reykhólum, sem framleiðir þaratöflur. Hann stefnir að útflutn- ingi og hefur lagt mikið undir en markaðs- starfið hefur tekið lengri tíma en reiknað var með. Starfsemi Gullsteins er í húsnæði sem áður hýsti útibú Kaupfélags Króksfjarðar. Jón Árni keypti húsið upphaflega til að verka grá- sleppuhrogn en leigði það síðan til frumkvöðla sem hófu framleiðslu á þaratöflum. „Bjarni P. Magnússon var byrjaður að framleiða þara- töflur fyrir Heilsu og ég sat uppi með vélina þegar hann hætti,“ segir Jón Árni um upphaf- ið. Hann hefur haldið áfram framleiðslu fyrir Heilsu og undir eigin vörumerki, lengst af samhliða starfi hjá Þörungaverksmiðjunni. Vélarnar hefur hann allar endurnýjað, frekar tvisvar en einu sinni. Einnig framleiðir hann hunda- og katta- nammi úr harðfiskmulningi fyrir Fisk- söluskrifstofuna í Hafnarfirði, undir vöru- merki hennar. Salan hefur aukist jafnt og þétt og Fisksöluskrifstofan gert tilraunir með út- flutning. Sölusamningar í undirbúningi Að undanförnu hefur Jón Árni lagt mesta áherslu á að búa sig undir útflutning. Hann hefur samið við tvö útflutningsfyrirtæki, ann- að reynir að selja vöruna til Japans og fleiri Asíulanda og hitt vinnur meira á Evrópu- markaði. Töflurnar fengu góðar viðtökur og stórir sölusamningar hafa verið í burðar- liðnum. Jón Árni ákvað að hætta í Þörunga- verksmiðjunni í vor og helga sig alfarið upp- byggingu eigin fyrirtækis. „Þetta virtist ætla að verða það mikið og ég hef ennþá trú á því,“ segir Jón Árni. Hann segir stöðugt unnið að sölumálunum og hefur trú á að það sé að bera árangur þótt tafir hafi orðið á að pantanir bærust frá stór- fyrirtækjum. „Þetta eru fyrirtæki með mörg þúsund verslanir og mikið mál þegar það ger- ist,“ segir hann. Á meðan heldur Jón Árni áfram að fram- leiða þaratöflur á lager og nýtir öll þau ílát sem hann á kost á. Ekki er langt að sækja hráefnið því mjölið fær hann frá Þör- ungaverksmiðjunni. Það er unnið úr hrossa- þara. Þörungar eru steinefnarík fæða. Jón Árni segist heyra margar sögur um góð áhrif þeirra á líkamann en sé sjálfur ekki í aðstöðu til að fullyrða um ágæti vörunnar. Hann hefur einnig verið að prófa sig áfram með að búa til krydd úr þörungunum, í stað salts, og íbúar Reykhóla og fleiri vinir og kunningjar hafa verið tilraunadýr hans. Bind- ur Jón Árni vonir við að geta komið kryddinu á markað áður en langt um líður. Þaratöflur unnar til útflutnings  Jón Árni Sigurðsson hætti í Þörungaverksmiðjunni til að einbeita sér að framleiðslunni  Varan fær góðar viðtökur en markaðsstarfið hefur tekið lengri tíma en reiknað var með Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýsköpun Jón Árni fyllir allar kirnur meðan hann bíður eftir stóra sölusamningnum. „Ég er að mótmæla því hvernig fjármálavaldið hefur leikið fólk- ið,“ sagði Júlíus Valdimarsson. Hann sagði jafnframt að hann vildi mótmæla því hvernig bank- arnir, ríkisstjórnin og Alþingi hefðu komið fram. Þá fór hann fram á það að leyst yrði úr vanda heimilanna ekki síður en strax og að verðtryggingin yrði afnumin. „Ég vil að völdin verði tekin af bönkunum þannig að fólkið sjálft myndi sína banka og við losnum úr klóm fjármálavaldsins. Ég segi að við séum þessi 99% sem þræla í þrælakistunni fyrir þetta 1% sem þá er eftir. Þá á ég við að Ísland, eins og önnur lönd, er hluti af alþjóð- legu fjármála- kerfi sem er að níðast á fólk- inu,“ sagði Júlíus og lyfti upp skilti sínu sem á stóð: „Mennska framtíð.“ Mennska framtíð MÓTMÆLI Júlíus Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.