Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Um 8,5% af Íslendingum sem eru
eldri en 18 ára, 25.685 manns, eru í al-
varlegum vanskilum, samkvæmt
samantekt Creditinfo. Frá því
ástandið var sem best, laust fyrir ára-
mótin 2007 og 2008, hafa um 10.000
manns bæst á vanskilaskrá. Af þess-
um hópi hafa verið gerð árangurslaus
fjárnám hjá tæplega 17.000 manns.
Ekki hafa verið teknar saman upp-
lýsingar um hversu háar skuldir
þessa hóps eru, hvernig til þeirra var
stofnað eða hversu lengi fólkið hefur
verið í vanskilum. Ýmislegt má þó
ráða af tölunum.
Þar kemur m.a. fram að einstak-
lingar á aldrinum 30-39 ára og 40-49
ára eru líklegri en aðrir til að vera í
vanskilum. Búseta skiptir líka máli en
15,8% af íbúum á Suðurnesjum, 18
ára og eldri, eru á vanskilaskrá.
Slæmt atvinnuástand í þeim lands-
hluta er alkunna.
Karlar eru mun líklegri til að vera á
vanskilaskrá en konur. Einstæðar
mæður og einstæðir feður eða karl-
menn sem búa einir eru einnig mun
líklegri en aðrir til að eiga í fjárhags-
vandræðum, eftir því sem tölur Cre-
ditinfo bera með sér. Tæplega fimmt-
ungur einstæðra feðra er á
vanskilaskrá og 16,6% einstæðra
mæðra.
Samúel Á. White, forstöðumaður
fyrirtækjasviðs Creditinfo, segir að
upplýsingar um fjölda árangurs-
lausra fjárnáma veki sérstaka at-
hygli. „Þetta er gríðarlegur fjöldi,
segir hann. Reynt hafi verið að semja
í mörgum málum en það ekki gengið.
Ýmsar aðrar upplýsingar um stöðuna
megi lesa út úr gögnunum.
Augljóst er að aðeins hluti þeirra
sem eru á vanskilaskrá hefur leitað til
umboðsmanns skuldara.
5-6 þúsund á bak við umsóknir
Svanborg Sigmarsdóttir, forstöðu-
maður kynningarsviðs embættisins,
segir að líklega séu um 5.000-6.000
einstaklingar á bak við þær umsóknir
sem embættið hafi fengið um
greiðsluaðlögun. Frá 1. ágúst 2010
hafi 750 manns sóst eftir ráðgjöf og
leiti sumir í kjölfarið eftir greiðsluað-
lögun. Greinilegt sé að ekki leiti allir
til embættisins þó þeir séu í alvar-
legum vanskilum. Sumir leiti annað,
svo sem beint til lánastofnana. Ein-
hverjir hafi ekki áhuga á að semja um
greiðslur skulda.
Svanborg segir að meðal þeirra
sem leiti til stofnunarinnar sé fólk
sem hafi komist í vanskil árið 2003
eða þar um bil.
Vanskil í nýjum hæðum
Um 8,5% af Íslendingum, eldri en 18 ára, eru í alvarlegum vanskilum
Einstæðir feður og mæður líklegust til að vera í vandræðum, skv. Creditinfo
Vanskil
» Það teljast alvarleg vanskil
ef vanskilin hafa varað í 90
daga eða meira.
» Skv. upplýsingum frá Credit-
info getur fólk verið í fjögur ár
á vanskilaskrá.
» Af þessum 25.685 manns
hafa 572 verið úrskurðaðir
gjaldþrota.
Samsetning skuldara
H
ei
m
ild
:c
re
di
tin
fo
búseta Fjöldi í vanskilum í alvarlegum vanskilum hlutfall
Austurland 9.327 606 6,5%
Höfuðborgarsvæðið 152.033 14.224 9,4%
Norðurland Eystra 20.264 1.223 6%
Norðurland vestra 6.331 375 5,9%
Reykjanes 15.159 2.388 15,8
Suðurland 17.209 1.633 9,5%
Vestfirðir 5.341 461 8,6%
Erlendis 63.831 3.896 6,1
Samtals 300.786 25.685 8,5%
Fjölskylduform Fjöldi í vanskilum í alvarlegum vanskilum hlutfall
einstaklingur Kk 82.199 11.161 13,6%
einstaklingur Kvk 62.636 2.831 4,5%
Einstæð móðir 14.480 2.405 16,6%
Einstæður faðir 24.539 1.847 5,3%
Hjón/sambúð barnlaus 34.539 1.847 5,3%
Hjón sambúð m/börn 36.115 3.159 8,7%
Samtals 231.932 21.771 9.4%
Þróun alvarlegra vanskila
Heimild: creditinfo
2006 2007 2008 2009 2010 2011
25000
23000
21000
19000
17000
15000
Fjöldi
einstaklinga 25,685
www.miklaborg.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 569 7000
Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar
Fasteignasölunni Mikluborg ehf. hefur verið
falið að leita tilboða í þessa einstöku eign.
Perlan er þekkt kennileiti í Reykjavík og
árlega sækja hana heim um 600.000 manns
og er því um að ræða afar áhugaverðan
fjárfestingarkost.
Perlan er byggð ofan á sex hitaveitutanka
sem áfram munu gegna því hlutverki.
Tilboðsfrestur er til kl 18:00 18. okt. 2011
og eftir þann tíma verður tekin afstaða
til framkominna kauptilboða.
Seljandi eignarinnar, Orkuveita Reykjavíkur
áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Nánari upplýsingar gefa:
Þröstur Þórhallsson löggiltur fasteignasali
throstur@miklaborg.is
Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali
oskar@miklaborg.is
- með þér alla leið -
Perlan
Breiðafjarðarferjan Baldur hefur
siglingar að nýju milli Stykk-
ishólms og Brjánslækjar í dag, eftir
að hafa leyst Herjólf af í siglingum
milli lands og Eyja í um mán-
aðartíma. Herjólfur siglir næstu
daga á milli Þorlákshafnar og Vest-
mannaeyja, en skipið er nýkomið úr
slipp í Danmörku.
Óánægja var meðal íbúa, sveit-
arstjórnarmanna og ferðaþjónustu-
fyrirtækja á sunnanverðum Vest-
fjörðum með að Baldur skyldi leysa
Herjólf af. Það var Vegagerðin sem
tók ákvörðunina, en að mati stofn-
unarinnar var það réttlætanlegt að
leggja niður ferðir Baldurs á þess-
um tíma þar sem vegir eiga að vera
færir og engar þungatakmarkanir í
gangi.
Baldur siglir á ný
um Breiðafjörð
Áætlað er að 13-15 þúsund manns
hafi sótt sýninguna MATUR-INN
sem haldin var í Íþróttahöllinni á
Akureyri um helgina.
Sýningin var haldin af félaginu
Mat úr Eyjafirði í samstarfi við
Matarkistuna Skagafjörð og Þing-
eyska matarbúrið, fyrirtæki og
styrktaraðila. Þátttakendur í sýn-
ingunni voru á fjórða tug en sýn-
ingin var nú haldin í fimmta sinn og
var sú stærsta hingað til hvað sýn-
ingarrými og aðsókn varðar.
Þá liggur nú fyrir að 13.547 gest-
ir sóttu Íslensku sjávarútvegssýn-
inguna sem haldin var í Smáranum
í Kópavogi dagana 22.-24. sept. sl.
Er þetta 9% meiri aðsókn en þegar
sýningin var haldin síðast fyrir
þremur árum. Sýnendur voru rétt
tæplega 500 frá 34 löndum en gest-
irnir komu víðar að en síðast, eða
frá 52 löndum (voru frá 50 löndum
árið 2008).
Góð aðsókn að
sýningum